Eignaðist barn tólf ára gömul en nú keppir hún á ÓL í Tókýó í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. mars 2020 10:30 Christine Ongare er hér önnur frá hægri með verðlaunahöfunum Carly McNaul, Lisa Whiteside og Taylah Robertson síðan á Samveldisleikunum. Ongare vann brons. Getty/Chris Hyde Keníska hnefaleikakonan Christine Ongare tryggði sér um helgina farseðil á Ólympíuleikanna í Tókýó í sumar en saga hennar hefur vakið heimsathygli. Christine Ongare er nú 26 ára gömul en hún bar sigur úr býtum í forkeppni Afríku fyrir Ólympíuleikanna. Hún vann stelpu frá Úganda í úrslitabardaganum um sæti á leikunum. Ongare er aðeins önnur keníska hnefaleikakonan sem nær að vinna sér þátttökurétt á Ólympíuleikum en hin var Nick Okoth. Christine Ongare hefur engu að síður náð alþjóðlegum árangri því hún vann bronsverðlaun í sínum flokki á Samveldisleikunum árið 2018. Það eru einu verðlaun Kenía í hnefaleikum í sögu Samveldisleikanna. Ongare keppir í 51 kílóa flokki eða í fluguvigt kvenna. Það er aftur á móti ótrúlega saga Christine Ongare sem hefur komið henni í heimsfréttirnar eins og var tekið fyrir á Ólympíurásinni og CNN eins og sjá má hér fyrir neðan. The story of Christine Ongare is incredible. Her #Tokyo2020 qualification is the reward to a life of endless effort and self-determination. Tune in to watch the Olympic #boxing qualifiers LIVE: https://t.co/a0K3OIMeLnpic.twitter.com/xtobgOGKIQ— Olympic Channel (@olympicchannel) February 29, 2020 Christine Ongare var orðinn móðir þegar hún var ennþá barn. „Ég hef gengið í gegnum margt í mínu lífi. Ég vil bara ekki mikið vera að tala um það. Ég varð ófrísk þegar ég var tólf ára. Móðir mín tók ábyrgð á barninu mínu og ól það upp. Ég var bara lítið barn en lét undan hópþrýstingi,“ sagði Christine Ongare. Móðir hennar, sem var líka einstæð móðir, átti í erfiðleikum með að borga reikningana og skólagjöldin. Lífið þeirra var því erfitt. She has done it! Dream come true for Christine Ongare as she seals #TokyoOlympics slot after a Box-Off win over Ugandan Catherine Nanziri in women's flyweight at Africa Boxing Olympic Qualification in Dakar. #RoadtoTokyo2020#TeamKenya#HitSquadpic.twitter.com/wKiiM4M2T6— National Olympic Committee - Kenya (@OlympicsKe) February 29, 2020 Christine prófaði ýmsar íþróttagreinar eins og fótbolta og fimleika en hún fann sig í hnefaleikunum. „Hnefaleikarnir eru mitt líf. Það er sagt að ef þú fellur í jörðina þá verður þú bara að standa upp aftur. Það gerði ég og hitti góða þjálfara. Þeir kveiktu hjá mér neistann og hjálpuðu mér að ná svona langt,“ sagði Christine. „Það hefur verið erfitt fyrir mig að komast hingað. Ég fær enga peninga annars staðar. Ég er að vonast eftir því að dyr muni opnast fyrir mig með því að komast inn á Ólympíuleikanna. Það mun hjálpa mikið,“ sagði Christine Ongare. Box Kenía Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sjá meira
Keníska hnefaleikakonan Christine Ongare tryggði sér um helgina farseðil á Ólympíuleikanna í Tókýó í sumar en saga hennar hefur vakið heimsathygli. Christine Ongare er nú 26 ára gömul en hún bar sigur úr býtum í forkeppni Afríku fyrir Ólympíuleikanna. Hún vann stelpu frá Úganda í úrslitabardaganum um sæti á leikunum. Ongare er aðeins önnur keníska hnefaleikakonan sem nær að vinna sér þátttökurétt á Ólympíuleikum en hin var Nick Okoth. Christine Ongare hefur engu að síður náð alþjóðlegum árangri því hún vann bronsverðlaun í sínum flokki á Samveldisleikunum árið 2018. Það eru einu verðlaun Kenía í hnefaleikum í sögu Samveldisleikanna. Ongare keppir í 51 kílóa flokki eða í fluguvigt kvenna. Það er aftur á móti ótrúlega saga Christine Ongare sem hefur komið henni í heimsfréttirnar eins og var tekið fyrir á Ólympíurásinni og CNN eins og sjá má hér fyrir neðan. The story of Christine Ongare is incredible. Her #Tokyo2020 qualification is the reward to a life of endless effort and self-determination. Tune in to watch the Olympic #boxing qualifiers LIVE: https://t.co/a0K3OIMeLnpic.twitter.com/xtobgOGKIQ— Olympic Channel (@olympicchannel) February 29, 2020 Christine Ongare var orðinn móðir þegar hún var ennþá barn. „Ég hef gengið í gegnum margt í mínu lífi. Ég vil bara ekki mikið vera að tala um það. Ég varð ófrísk þegar ég var tólf ára. Móðir mín tók ábyrgð á barninu mínu og ól það upp. Ég var bara lítið barn en lét undan hópþrýstingi,“ sagði Christine Ongare. Móðir hennar, sem var líka einstæð móðir, átti í erfiðleikum með að borga reikningana og skólagjöldin. Lífið þeirra var því erfitt. She has done it! Dream come true for Christine Ongare as she seals #TokyoOlympics slot after a Box-Off win over Ugandan Catherine Nanziri in women's flyweight at Africa Boxing Olympic Qualification in Dakar. #RoadtoTokyo2020#TeamKenya#HitSquadpic.twitter.com/wKiiM4M2T6— National Olympic Committee - Kenya (@OlympicsKe) February 29, 2020 Christine prófaði ýmsar íþróttagreinar eins og fótbolta og fimleika en hún fann sig í hnefaleikunum. „Hnefaleikarnir eru mitt líf. Það er sagt að ef þú fellur í jörðina þá verður þú bara að standa upp aftur. Það gerði ég og hitti góða þjálfara. Þeir kveiktu hjá mér neistann og hjálpuðu mér að ná svona langt,“ sagði Christine. „Það hefur verið erfitt fyrir mig að komast hingað. Ég fær enga peninga annars staðar. Ég er að vonast eftir því að dyr muni opnast fyrir mig með því að komast inn á Ólympíuleikanna. Það mun hjálpa mikið,“ sagði Christine Ongare.
Box Kenía Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sjá meira