Faðir langveiks barns kallar eftir umburðarlyndi fyrir óttaslegna Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. mars 2020 18:34 Sonur Baldurs Kristinssonar er með lifrasjúkdóm og er útsettur fyrir hvers kyns pestum. Myndin er úr safni. Vísir/vilhelm Faðir barns með undirliggjandi sjúkdóm kallar eftir auknu umburðarlyndi í garð þeirra sem eru uggandi vegna kórónuveirunnar. Skilaboð stjórnvalda séu jafnframt misvísandi og upplýsingar til foreldra langveikra barna af skornum skammti. Baldur Kristinsson býr ásamt sambýliskonu sinni og fjórum börnum á Húsavík. Yngsti drengurinn er tveggja ára en þegar hann var aðeins þriggja mánaða gamall greindist hann með lifrarsjúkdóm og undirgekkst hann lifrarskipti í Gautaborg í maí í fyrra. „Síðan þá hefur drengurinn verið á ónæmisbælandi lyfjum og er þess vegna útsettur fyrir alls konar smitsjúkdómum og veirupestum,“ segir Baldur. Baldur Kristinsson, faðir barns með undirliggjandi sjúkdóm. Af þeim sökum hefur kórónuveiran verið þeim hugleikin síðustu vikur. Eins og fram hefur komið leggst veiran verst á eldra fólk og þau sem veik eru fyrir, eins og sonur þeirra. Baldur segir því enga ástæðu til annars en að taka útbreiðslunni alvarlega. „Við reynum auðvitað bara að lifa okkar daglega lífi og höldum áfram að passa okkur, eins og við höfum verið að gera lengi eftir að drengurinn fór í aðgerð. Passa upp á hreinlæti og annað slíkt, sem er kannski ekkert nýtt en við viljum vera á varðbergi eins og staðan er í dag,“ segir Baldur. Aðgát skal höfð Þeirra upplifun af umræðunni sé hins vegar sú að lítið sér gert úr röddum þeirra áhyggjufullu, sem séu jafnvel stimpluð móðursjúk. „Okkur þykir vanta að fólk sýni umburðarlyndi og skilning gagnvart þeim sem eru hrædd við veiruna,“ segir Baldur. „Maður hefur séð skrif á Facebook, bæði jákvæð og neikvæð um þetta, og þegar einhver slysast til að segjast vera hræddur við þetta þá er hann umsvifalaust sagður móðursjúkur eða vitlaust. Þannig að mér þykir svolítið vanta „aðgát skal höfð“ og svo framvegis.“ „Manni finnst fólk gleyma að það er fullt af fólki sem myndi ekki ráða sérstaklega vel við þetta.“ Hann segir þau foreldrana ekkert vera að gera meira úr málinu en tilefni er til. „Við viljum bara að það sé hlustað á okkur, að foreldrar langveikra barna hafi einhverja rödd,“ segir Baldur og bætir við að þetta eigi jafnframt við um aðstandendur fullorðins fólks með undirliggjandi sjúkdóma. Kórónuveiran geti verið þessum hópum hættuleg. Takmörkuð skilaboð til fjölmenns hóps Baldur gangrýnir jafnframt það sem hann telur misvísandi skilaboð frá yfirvöldum. Þau segi að það sé lítið að óttast - á sama tíma og miklu púðri sé varið í að hefta frekari útbreiðslu. „Maður er því hugsi yfir því hvers vegna verið er að eyða öllum þessum peningum og standa í öllu þessu brasi ef þetta er ekkert hættulegt. Manni finnast skilaboðin frá yfirvöldum því svolítið tvíræð stundum.“ Þá segir hann fjölskylduna ekki hafa fengið nein sérstök skilaboð frá þeirra meðferðaraðilum eða sjúkrahúsinu um hvernig þau eigi að haga sér við þessa stöðu. Þau hafi þurft að útvega sér þær upplýsingar sjálf. „Við erum náttúrulega búin að búa við þann raunveruleika að þurfa að passa okkur í rúmt ár. Að því leytinu er þetta lítil breyting frá því sem verið hefur. Manni finnst samt vanta svolítið að fá nánari útskýringar af því að við erum ekki ein í þessum sporum. Það eru alveg ofboðslega margir í sömu sporum og við,“ segir Baldur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Norðurþing Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Sjá meira
Faðir barns með undirliggjandi sjúkdóm kallar eftir auknu umburðarlyndi í garð þeirra sem eru uggandi vegna kórónuveirunnar. Skilaboð stjórnvalda séu jafnframt misvísandi og upplýsingar til foreldra langveikra barna af skornum skammti. Baldur Kristinsson býr ásamt sambýliskonu sinni og fjórum börnum á Húsavík. Yngsti drengurinn er tveggja ára en þegar hann var aðeins þriggja mánaða gamall greindist hann með lifrarsjúkdóm og undirgekkst hann lifrarskipti í Gautaborg í maí í fyrra. „Síðan þá hefur drengurinn verið á ónæmisbælandi lyfjum og er þess vegna útsettur fyrir alls konar smitsjúkdómum og veirupestum,“ segir Baldur. Baldur Kristinsson, faðir barns með undirliggjandi sjúkdóm. Af þeim sökum hefur kórónuveiran verið þeim hugleikin síðustu vikur. Eins og fram hefur komið leggst veiran verst á eldra fólk og þau sem veik eru fyrir, eins og sonur þeirra. Baldur segir því enga ástæðu til annars en að taka útbreiðslunni alvarlega. „Við reynum auðvitað bara að lifa okkar daglega lífi og höldum áfram að passa okkur, eins og við höfum verið að gera lengi eftir að drengurinn fór í aðgerð. Passa upp á hreinlæti og annað slíkt, sem er kannski ekkert nýtt en við viljum vera á varðbergi eins og staðan er í dag,“ segir Baldur. Aðgát skal höfð Þeirra upplifun af umræðunni sé hins vegar sú að lítið sér gert úr röddum þeirra áhyggjufullu, sem séu jafnvel stimpluð móðursjúk. „Okkur þykir vanta að fólk sýni umburðarlyndi og skilning gagnvart þeim sem eru hrædd við veiruna,“ segir Baldur. „Maður hefur séð skrif á Facebook, bæði jákvæð og neikvæð um þetta, og þegar einhver slysast til að segjast vera hræddur við þetta þá er hann umsvifalaust sagður móðursjúkur eða vitlaust. Þannig að mér þykir svolítið vanta „aðgát skal höfð“ og svo framvegis.“ „Manni finnst fólk gleyma að það er fullt af fólki sem myndi ekki ráða sérstaklega vel við þetta.“ Hann segir þau foreldrana ekkert vera að gera meira úr málinu en tilefni er til. „Við viljum bara að það sé hlustað á okkur, að foreldrar langveikra barna hafi einhverja rödd,“ segir Baldur og bætir við að þetta eigi jafnframt við um aðstandendur fullorðins fólks með undirliggjandi sjúkdóma. Kórónuveiran geti verið þessum hópum hættuleg. Takmörkuð skilaboð til fjölmenns hóps Baldur gangrýnir jafnframt það sem hann telur misvísandi skilaboð frá yfirvöldum. Þau segi að það sé lítið að óttast - á sama tíma og miklu púðri sé varið í að hefta frekari útbreiðslu. „Maður er því hugsi yfir því hvers vegna verið er að eyða öllum þessum peningum og standa í öllu þessu brasi ef þetta er ekkert hættulegt. Manni finnast skilaboðin frá yfirvöldum því svolítið tvíræð stundum.“ Þá segir hann fjölskylduna ekki hafa fengið nein sérstök skilaboð frá þeirra meðferðaraðilum eða sjúkrahúsinu um hvernig þau eigi að haga sér við þessa stöðu. Þau hafi þurft að útvega sér þær upplýsingar sjálf. „Við erum náttúrulega búin að búa við þann raunveruleika að þurfa að passa okkur í rúmt ár. Að því leytinu er þetta lítil breyting frá því sem verið hefur. Manni finnst samt vanta svolítið að fá nánari útskýringar af því að við erum ekki ein í þessum sporum. Það eru alveg ofboðslega margir í sömu sporum og við,“ segir Baldur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Norðurþing Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Sjá meira