Óttast að álag og tengslarof muni hrjá börn og ungmenni Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 20. ágúst 2020 20:20 Óttast er um langtíma afleiðingar álags á börn og ungmenni vegna sóttvarnaaðgerða. Þetta kom fram á vinnufundi heilbrigðisráðherra þar sem rætt var hvernig við getum lifað með veirunni. Álag vegna kórónuveirunnar og sóttvarnaaðgerða hefur meiri áhrif á börn og ungmenni en fullorðna þar sem þau eru enn á mótunarárum. Þetta kom fram í máli Steinunnar Gestsdóttur, aðstoðarrektors HÍ og prófessors í sálfræði, á vinnufundi heilbrigðisráðherra um hvernig við getum lifað með veirunni. „Það er álag fyrir börn að vera í sóttkví, það er álag fyrir þau að foreldrar hafi áhyggjur, að hitta ekki vini sína og taka ekki þátt í tómstundum. Allt þetta hefur áhrif og börn hafa ekki þróað með sér leiðir, sem við eldri höfum, til að takast á við svona mikið álag,“ segir Steinunn. Hún hefur einnig áhyggjur af tengslamyndun barna á tímum sóttvarna, sérstaklega þeirra sem eru ekki í góðum tengslum við foreldra. „Það eru börn sem treysta á svona sambönd í gegnum íþróttir, tómstundir, kennara og vini. Að tapa þessu er alvarlegt og við þurfum að vinna á móti því að það gerist til lengri tíma.“ Steinunn kallar eftir því að allar aðgerðir sem snúa að kórónuveirunni og sóttvörnum séu hugsaðar út frá því hvernig þær snerti og hafi áhrif á yngri kynslóðir. Er eitthvað sem foreldrar geta gert til að taka betur utan um börnin sín? „Ég myndi spyrja frekar: Er eitthvað sem samfélagið getur gert til að hjálpa foreldrum til að taka betur utan um börnin sín?“ Una Hildardóttir, formaður Landssambands ungmennafélaga, fjallaði einnig um stöðu ungmenna á vinnufundinum. Segir hún mikilvægt að hafa í huga að ungt fólk þurfi að búa við afleiðingar ákvarðana sem eru teknar í dag. „Þá er mikilvægt að þau hafi tækifæri til að hafa áhrif og það sé virkt samráð við ungt fólk, sérstaklega um málefni sem snerta þau beint,“ segir Una. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Sjá meira
Óttast er um langtíma afleiðingar álags á börn og ungmenni vegna sóttvarnaaðgerða. Þetta kom fram á vinnufundi heilbrigðisráðherra þar sem rætt var hvernig við getum lifað með veirunni. Álag vegna kórónuveirunnar og sóttvarnaaðgerða hefur meiri áhrif á börn og ungmenni en fullorðna þar sem þau eru enn á mótunarárum. Þetta kom fram í máli Steinunnar Gestsdóttur, aðstoðarrektors HÍ og prófessors í sálfræði, á vinnufundi heilbrigðisráðherra um hvernig við getum lifað með veirunni. „Það er álag fyrir börn að vera í sóttkví, það er álag fyrir þau að foreldrar hafi áhyggjur, að hitta ekki vini sína og taka ekki þátt í tómstundum. Allt þetta hefur áhrif og börn hafa ekki þróað með sér leiðir, sem við eldri höfum, til að takast á við svona mikið álag,“ segir Steinunn. Hún hefur einnig áhyggjur af tengslamyndun barna á tímum sóttvarna, sérstaklega þeirra sem eru ekki í góðum tengslum við foreldra. „Það eru börn sem treysta á svona sambönd í gegnum íþróttir, tómstundir, kennara og vini. Að tapa þessu er alvarlegt og við þurfum að vinna á móti því að það gerist til lengri tíma.“ Steinunn kallar eftir því að allar aðgerðir sem snúa að kórónuveirunni og sóttvörnum séu hugsaðar út frá því hvernig þær snerti og hafi áhrif á yngri kynslóðir. Er eitthvað sem foreldrar geta gert til að taka betur utan um börnin sín? „Ég myndi spyrja frekar: Er eitthvað sem samfélagið getur gert til að hjálpa foreldrum til að taka betur utan um börnin sín?“ Una Hildardóttir, formaður Landssambands ungmennafélaga, fjallaði einnig um stöðu ungmenna á vinnufundinum. Segir hún mikilvægt að hafa í huga að ungt fólk þurfi að búa við afleiðingar ákvarðana sem eru teknar í dag. „Þá er mikilvægt að þau hafi tækifæri til að hafa áhrif og það sé virkt samráð við ungt fólk, sérstaklega um málefni sem snerta þau beint,“ segir Una.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Sjá meira