Óttast að álag og tengslarof muni hrjá börn og ungmenni Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 20. ágúst 2020 20:20 Óttast er um langtíma afleiðingar álags á börn og ungmenni vegna sóttvarnaaðgerða. Þetta kom fram á vinnufundi heilbrigðisráðherra þar sem rætt var hvernig við getum lifað með veirunni. Álag vegna kórónuveirunnar og sóttvarnaaðgerða hefur meiri áhrif á börn og ungmenni en fullorðna þar sem þau eru enn á mótunarárum. Þetta kom fram í máli Steinunnar Gestsdóttur, aðstoðarrektors HÍ og prófessors í sálfræði, á vinnufundi heilbrigðisráðherra um hvernig við getum lifað með veirunni. „Það er álag fyrir börn að vera í sóttkví, það er álag fyrir þau að foreldrar hafi áhyggjur, að hitta ekki vini sína og taka ekki þátt í tómstundum. Allt þetta hefur áhrif og börn hafa ekki þróað með sér leiðir, sem við eldri höfum, til að takast á við svona mikið álag,“ segir Steinunn. Hún hefur einnig áhyggjur af tengslamyndun barna á tímum sóttvarna, sérstaklega þeirra sem eru ekki í góðum tengslum við foreldra. „Það eru börn sem treysta á svona sambönd í gegnum íþróttir, tómstundir, kennara og vini. Að tapa þessu er alvarlegt og við þurfum að vinna á móti því að það gerist til lengri tíma.“ Steinunn kallar eftir því að allar aðgerðir sem snúa að kórónuveirunni og sóttvörnum séu hugsaðar út frá því hvernig þær snerti og hafi áhrif á yngri kynslóðir. Er eitthvað sem foreldrar geta gert til að taka betur utan um börnin sín? „Ég myndi spyrja frekar: Er eitthvað sem samfélagið getur gert til að hjálpa foreldrum til að taka betur utan um börnin sín?“ Una Hildardóttir, formaður Landssambands ungmennafélaga, fjallaði einnig um stöðu ungmenna á vinnufundinum. Segir hún mikilvægt að hafa í huga að ungt fólk þurfi að búa við afleiðingar ákvarðana sem eru teknar í dag. „Þá er mikilvægt að þau hafi tækifæri til að hafa áhrif og það sé virkt samráð við ungt fólk, sérstaklega um málefni sem snerta þau beint,“ segir Una. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Óttast er um langtíma afleiðingar álags á börn og ungmenni vegna sóttvarnaaðgerða. Þetta kom fram á vinnufundi heilbrigðisráðherra þar sem rætt var hvernig við getum lifað með veirunni. Álag vegna kórónuveirunnar og sóttvarnaaðgerða hefur meiri áhrif á börn og ungmenni en fullorðna þar sem þau eru enn á mótunarárum. Þetta kom fram í máli Steinunnar Gestsdóttur, aðstoðarrektors HÍ og prófessors í sálfræði, á vinnufundi heilbrigðisráðherra um hvernig við getum lifað með veirunni. „Það er álag fyrir börn að vera í sóttkví, það er álag fyrir þau að foreldrar hafi áhyggjur, að hitta ekki vini sína og taka ekki þátt í tómstundum. Allt þetta hefur áhrif og börn hafa ekki þróað með sér leiðir, sem við eldri höfum, til að takast á við svona mikið álag,“ segir Steinunn. Hún hefur einnig áhyggjur af tengslamyndun barna á tímum sóttvarna, sérstaklega þeirra sem eru ekki í góðum tengslum við foreldra. „Það eru börn sem treysta á svona sambönd í gegnum íþróttir, tómstundir, kennara og vini. Að tapa þessu er alvarlegt og við þurfum að vinna á móti því að það gerist til lengri tíma.“ Steinunn kallar eftir því að allar aðgerðir sem snúa að kórónuveirunni og sóttvörnum séu hugsaðar út frá því hvernig þær snerti og hafi áhrif á yngri kynslóðir. Er eitthvað sem foreldrar geta gert til að taka betur utan um börnin sín? „Ég myndi spyrja frekar: Er eitthvað sem samfélagið getur gert til að hjálpa foreldrum til að taka betur utan um börnin sín?“ Una Hildardóttir, formaður Landssambands ungmennafélaga, fjallaði einnig um stöðu ungmenna á vinnufundinum. Segir hún mikilvægt að hafa í huga að ungt fólk þurfi að búa við afleiðingar ákvarðana sem eru teknar í dag. „Þá er mikilvægt að þau hafi tækifæri til að hafa áhrif og það sé virkt samráð við ungt fólk, sérstaklega um málefni sem snerta þau beint,“ segir Una.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira