Fótboltaveisla Stöðvar 2 heldur áfram en það er fótbolti alla daga hjá okkur um þessar mundir. Þá fær golfið einnig að njóta sín.
Við byrjum á IPS Handa Wales Open-golfmótinu klukkan 15:25 en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni. Beint á eftir því færum við okkur yfir í leik Fylkis og Stjörnunnar í Pepsi Max deild karla í fótbolta.
Stjarnan getur minnkað forystu Vals á toppi deildarinnar niður í eitt stig og samt átt leik til góða fari þeir með sigur af hólmi í kvöld. Takist Fylki að vinna leik kvöldsins þá jafna þeir Stjörnumenn að stigum.
Það má því reikna með hörkuleik í Árbænum í kvöld. Eftir leik kvöldsins verða svo Pepsi Max Tilþrifin í umsjá Kjartans Atla Kjartanssonar á dagskrá.
Stöð 2 Sport
Áður en við dembum okkur í úrslitaleik Evrópudeildarinnar milli Inter Milan og Sevilla klukkan 19:00 þá er uppgjörsþáttur ítölsku úrvalsdeildarinnar á dagsrá frá 17:50-18:45. Eftir það tekur við upphitun fyrir úrslitaleikinn.
Stöð 2 Sport 3
Við sýnum ykkur leik Glasgow Celtic og Wolfsburg í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu kvennamegin klukkan 16:00. Þar mæta landsmeistarar Skotlands og Þýskalands. Aðeins er einn leikur svo sigurvegarinn fer áfram í undanúrslit en allir leikirnir verða leiknir á Spáni, Bilbao og San Sebastían nánar tiltekið.
Klukkan 19:15 er svo leikur Gróttu og Breiðabliks í beinni útsendingu. Blikar fara upp í 20 stig með sigri eða tveimur minna en topplið Vals. Takist Gróttu að landa óvæntum heimasigri þá kemst liðið upp fyrir KA og úr fallsæti í fyrsta skipti í sumar.
Stöð 2 E-Sport
Á hádegi er bein útsending frá Meistaradeild Evrópu í eFótbolta.
Stöð 2 Golf
Við sýnum tvívegis beint frá Opna breska meistaramótinu í golfi en það er hluti af LPGA-mótaröðinni. Fyrri útsending dagsins er frá 09:30 til 12.35. Síðari útsendingin er frá 14:00 til 17:05.
Þá sýnum við einnig frá The Northern Trust sem er hluti af PGA-mótaröðinni.