Kórónutilfellin yfir þúsund í Bandaríkjunum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. mars 2020 07:11 Minnst þúsund Bandaríkjamenn hafa nú greinst með veirusýkinguna Covid-19 og þrjátíu hafa látið lífið þar vestra. Vísir/getty Minnst þúsund Bandaríkjamenn hafa nú greinst með veirusýkinguna Covid-19 og þrjátíu hafa látið lífið þar vestra. Washington hefur farið verst allra fylkja úr kórónuveirunni en ríkisstjórinn íhugar nú samkomubann. Veiran er einnig í mikilli útbreiðslu í New York og Kaliforníu. Á mánudag voru tilfellin 550 en síðan þá hefur fjöldi smitaðra nánast tvöfaldast.Ítalir reyna að aðlagast lífinu í sóttkví Á Ítalíu er götur og torg, sem vanalega iða af lífi, tóm og skólar lokaðir vegna samkomu-og ferðabanns stjórnvalda sem reyna nú með íþyngjandi aðgerðum að stemma stigu við faraldrinum. Ítalir misstu tökin á verkefninu um stund en um rúmlega tíu þúsund tilfelli sýkinga eru nú á Ítalíu og hefur veiran dregið þar alls 631 til dauða. Sérfræðingar segja að aðgerðirnar muni að öllum líkindum hægja á útbreiðslu en heilbrigðiskerfið á Ítalíu er að kikna undan álagi. Aðgerðirnar hafa langt því frá verið sársaukalausar. Ítölsk kona situr nú föst með líki eiginmanns síns á heimili þeirra hjóna í bænum Borghetto Santo Spirito, skammt frá Genoa á norðvesturströnd Ítalíu. Eiginmaður hennar lést aðfaranótt mánudags, að því er virðist vegna kórónuveirusýkingar og því hefur heilbrigðisstarfsfólki ekki verið unnt að fjarlægja lík hans vegna strangra sóttvarnaskilyrða.Sjá nánar: Í sóttkví með líki eiginmanns sínsYfirvöld í Suður-Kóreu tilkynntu í upphafi vikunnar að staðfestum tilfellum fari nú fækkandi í landinu en heilbrigðisyfirvöld binda vonir við að það sé merki um árangur í baráttunni gegn útbreiðslunni en að ekki sé um vangreiningu að ræða.Heilbrigðisráðherra Bretlands með veiruna Nadine Dorries, heilbrigðisráðherra Bretlands, hefur greinst með kórónuveiruna. Breskir miðlar greindu frá þessu í gærkvöldi en haft er eftir Dorries að hún sé í einangrun heima hjá sér. Hún segist hafa fylgt fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda til hins ítrasta eftir að smitið var staðfest og er nú unnið að því að rekja ferðir hennar. Enn er óljóst hvaða áhrif sýkingin mun hafa á starfsemi ráðuneytis hennar og neðri deildar breska þingsins - þar sem Dorries situr fyrir fyrir Íhaldsflokkinn. Bandaríkin Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalía Suður-Kórea Tengdar fréttir Ítalir þurfa ekki að borga af húsnæðislánum sínum í sóttkví Ítalir munu ekki þurfa að borga af húsnæðislánum sínum meðan kórónuveirufaraldurinn geisar þar í landi. 10. mars 2020 11:48 Íþróttaviðburðum á Ítalíu frestað til 3. apríl Öllum íþróttaviðburðum á Ítalíu hefur verið frestað þangað til 3. apríl en þetta tilkynnti Ólympíusamband Ítalíu nú í dag. 9. mars 2020 17:33 Í sóttkví með líki eiginmanns síns Ítölsk kona situr nú föst með líki eiginmanns síns á heimili þeirra hjóna í bænum Borghetto Santo Spirito, skammt frá Genoa á norðvesturströnd Ítalíu. 11. mars 2020 06:55 Mörg þúsund í sóttkví á skemmtiferðaskipi undan ströndum Kaliforníu Búið er að staðfesta tuttugu og eitt kórónuveirusmit um borð í skemmtiferðaskipi undan ströndum Kaliforníu í Bandaríkjunum nærri San Fransisco. 7. mars 2020 09:55 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Minnst þúsund Bandaríkjamenn hafa nú greinst með veirusýkinguna Covid-19 og þrjátíu hafa látið lífið þar vestra. Washington hefur farið verst allra fylkja úr kórónuveirunni en ríkisstjórinn íhugar nú samkomubann. Veiran er einnig í mikilli útbreiðslu í New York og Kaliforníu. Á mánudag voru tilfellin 550 en síðan þá hefur fjöldi smitaðra nánast tvöfaldast.Ítalir reyna að aðlagast lífinu í sóttkví Á Ítalíu er götur og torg, sem vanalega iða af lífi, tóm og skólar lokaðir vegna samkomu-og ferðabanns stjórnvalda sem reyna nú með íþyngjandi aðgerðum að stemma stigu við faraldrinum. Ítalir misstu tökin á verkefninu um stund en um rúmlega tíu þúsund tilfelli sýkinga eru nú á Ítalíu og hefur veiran dregið þar alls 631 til dauða. Sérfræðingar segja að aðgerðirnar muni að öllum líkindum hægja á útbreiðslu en heilbrigðiskerfið á Ítalíu er að kikna undan álagi. Aðgerðirnar hafa langt því frá verið sársaukalausar. Ítölsk kona situr nú föst með líki eiginmanns síns á heimili þeirra hjóna í bænum Borghetto Santo Spirito, skammt frá Genoa á norðvesturströnd Ítalíu. Eiginmaður hennar lést aðfaranótt mánudags, að því er virðist vegna kórónuveirusýkingar og því hefur heilbrigðisstarfsfólki ekki verið unnt að fjarlægja lík hans vegna strangra sóttvarnaskilyrða.Sjá nánar: Í sóttkví með líki eiginmanns sínsYfirvöld í Suður-Kóreu tilkynntu í upphafi vikunnar að staðfestum tilfellum fari nú fækkandi í landinu en heilbrigðisyfirvöld binda vonir við að það sé merki um árangur í baráttunni gegn útbreiðslunni en að ekki sé um vangreiningu að ræða.Heilbrigðisráðherra Bretlands með veiruna Nadine Dorries, heilbrigðisráðherra Bretlands, hefur greinst með kórónuveiruna. Breskir miðlar greindu frá þessu í gærkvöldi en haft er eftir Dorries að hún sé í einangrun heima hjá sér. Hún segist hafa fylgt fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda til hins ítrasta eftir að smitið var staðfest og er nú unnið að því að rekja ferðir hennar. Enn er óljóst hvaða áhrif sýkingin mun hafa á starfsemi ráðuneytis hennar og neðri deildar breska þingsins - þar sem Dorries situr fyrir fyrir Íhaldsflokkinn.
Bandaríkin Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalía Suður-Kórea Tengdar fréttir Ítalir þurfa ekki að borga af húsnæðislánum sínum í sóttkví Ítalir munu ekki þurfa að borga af húsnæðislánum sínum meðan kórónuveirufaraldurinn geisar þar í landi. 10. mars 2020 11:48 Íþróttaviðburðum á Ítalíu frestað til 3. apríl Öllum íþróttaviðburðum á Ítalíu hefur verið frestað þangað til 3. apríl en þetta tilkynnti Ólympíusamband Ítalíu nú í dag. 9. mars 2020 17:33 Í sóttkví með líki eiginmanns síns Ítölsk kona situr nú föst með líki eiginmanns síns á heimili þeirra hjóna í bænum Borghetto Santo Spirito, skammt frá Genoa á norðvesturströnd Ítalíu. 11. mars 2020 06:55 Mörg þúsund í sóttkví á skemmtiferðaskipi undan ströndum Kaliforníu Búið er að staðfesta tuttugu og eitt kórónuveirusmit um borð í skemmtiferðaskipi undan ströndum Kaliforníu í Bandaríkjunum nærri San Fransisco. 7. mars 2020 09:55 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Ítalir þurfa ekki að borga af húsnæðislánum sínum í sóttkví Ítalir munu ekki þurfa að borga af húsnæðislánum sínum meðan kórónuveirufaraldurinn geisar þar í landi. 10. mars 2020 11:48
Íþróttaviðburðum á Ítalíu frestað til 3. apríl Öllum íþróttaviðburðum á Ítalíu hefur verið frestað þangað til 3. apríl en þetta tilkynnti Ólympíusamband Ítalíu nú í dag. 9. mars 2020 17:33
Í sóttkví með líki eiginmanns síns Ítölsk kona situr nú föst með líki eiginmanns síns á heimili þeirra hjóna í bænum Borghetto Santo Spirito, skammt frá Genoa á norðvesturströnd Ítalíu. 11. mars 2020 06:55
Mörg þúsund í sóttkví á skemmtiferðaskipi undan ströndum Kaliforníu Búið er að staðfesta tuttugu og eitt kórónuveirusmit um borð í skemmtiferðaskipi undan ströndum Kaliforníu í Bandaríkjunum nærri San Fransisco. 7. mars 2020 09:55