Ótímabundnu verkfalli félagsmanna Eflingar hjá Reykjavíkurborg aflýst Jóhann K. Jóhannsson skrifar 10. mars 2020 03:45 Frá undirritun kjarasamnings Eflingar við Reykjavíkurborg. Harpa Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Reykjavíkurborgar, Ástráður Haraldsson, ríkissáttasemjari og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/Jóhann K. Samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar undirrituðu nú á fjórða tímanum í nótt, í húsakynnum Ríkissáttasemjara, nýjan kjarasamning fyrir um 1800 félagsmenn Eflingar sem starfa hjá borginni. Ótímabundnu verkfalli sem hófst 17. febrúar síðastliðinn var aflýst eftir undirritun en verkfallið hefur staðið í rúmar þrjár vikur. Óhætt er að segja að verkfallsaðgerðir hafi haft mikil áhrif í samfélaginu, til að mynda í leikskólum, sorphirðu og þjónustumiðstöðvum borgarinnar. Verkfallsaðgerðir hófust í byrjun febrúar með skæruverkföllum en félagsmenn hafa verið án kjarasamnings í tæpt ár eða frá 31. mars 2019.Sjá einnig: Samið um allt að 112 þúsund króna hækkun Viðræður samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar hafa tekið langan tíma. Fundað var um helgina en síðustu nótt, eftir langa fundarsetu, var fundi frestað á þriðja tímanum. Aðilar tóku svo upp viðræður klukkan eitt í gær og nú í nótt náðu samningsaðilar saman. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar sagði í samtali við fréttastofu strax eftir undirritun að samningurinn væri viðurkenning á að tími væri komin á launaleiðréttingu kvennastétta. Hún sagðist afar sátt við að samningurinn væri í höfn og stolt af því að kröfum Eflingar hafi verið mætt. Harpa Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Reykjavíkurborgar, sagði í samtali við fréttastofu að ferlið hafi verið afar langt og erfitt en að aðilum hafi tekist að mætast á miðri leið.Áfram ótímabundið verkfall félagsmanna innan Sambands íslenskra sveitarfélaga Ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar innan Sambands íslenskra sveitarfélaga hófst í gær. Það verkfall hefur áhrif á rúmlega 270 félagsmenn sem starfa hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Hveragerðisbæ og sveitarfélaginu Ölfusi. Sólveig Anna segir að samningurinn við Reykjavíkurborg hljóti að hafa áhrif inn í viðræður við sveitarfélögin. Kjarasamningurinn sem Efling undirritaði við Reykjavíkurborg er óháður samningi við Samband íslenskra sveitarfélaga og í sjálfstæðu viðræðuferli. Í frétt Eflingar segir þó að fólk sé meðvitað um að baráttan sem háð hafi verið við Reykjavíkurborg að undanförnu sé jafnframt barátta félagsmanna stéttarfélagsins innan Sambands íslenskra sveitarfélaga. Reiknað er með að samninganefndir Eflingar og Sambands íslenskra sveitarfélaga mæti til fundar hjá Ríkissáttasemjara eftir hádegi í dag. Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Félagsmenn Eflingar orðnir þreyttir á verkfalli Þreyta er á meðal félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Ótímabundið verkfall þeirra hefur nú staðið í tíu daga. Félagsmenn vilja að gengið verði til samninga svo þeir geti mætt til vinnu aftur, verkfallið sé farið að hafa áhrif á fjárhag heimilla þeirra. 26. febrúar 2020 18:30 Samið um allt að 112 þúsund króna hækkun Launahækkanir, styttri vinnuvika, yfirvinnutímar auk námskeiða og fræðslu eru meðal þess sem Efling og Reykjavíkurborg náðu saman um í nótt. 10. mars 2020 05:54 Verkfall Eflingar í nokkrum sveitarfélögum hefst á hádegi Verkfall rúmlega 270 félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Hveragerðisbæ og sveitarfélaginu Ölfusi hefst klukkan 12 á hádegi. 9. mars 2020 09:21 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Fleiri fréttir Reyna að ráða niðurlögum sinuelds við Apavatn Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Sjá meira
Samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar undirrituðu nú á fjórða tímanum í nótt, í húsakynnum Ríkissáttasemjara, nýjan kjarasamning fyrir um 1800 félagsmenn Eflingar sem starfa hjá borginni. Ótímabundnu verkfalli sem hófst 17. febrúar síðastliðinn var aflýst eftir undirritun en verkfallið hefur staðið í rúmar þrjár vikur. Óhætt er að segja að verkfallsaðgerðir hafi haft mikil áhrif í samfélaginu, til að mynda í leikskólum, sorphirðu og þjónustumiðstöðvum borgarinnar. Verkfallsaðgerðir hófust í byrjun febrúar með skæruverkföllum en félagsmenn hafa verið án kjarasamnings í tæpt ár eða frá 31. mars 2019.Sjá einnig: Samið um allt að 112 þúsund króna hækkun Viðræður samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar hafa tekið langan tíma. Fundað var um helgina en síðustu nótt, eftir langa fundarsetu, var fundi frestað á þriðja tímanum. Aðilar tóku svo upp viðræður klukkan eitt í gær og nú í nótt náðu samningsaðilar saman. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar sagði í samtali við fréttastofu strax eftir undirritun að samningurinn væri viðurkenning á að tími væri komin á launaleiðréttingu kvennastétta. Hún sagðist afar sátt við að samningurinn væri í höfn og stolt af því að kröfum Eflingar hafi verið mætt. Harpa Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Reykjavíkurborgar, sagði í samtali við fréttastofu að ferlið hafi verið afar langt og erfitt en að aðilum hafi tekist að mætast á miðri leið.Áfram ótímabundið verkfall félagsmanna innan Sambands íslenskra sveitarfélaga Ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar innan Sambands íslenskra sveitarfélaga hófst í gær. Það verkfall hefur áhrif á rúmlega 270 félagsmenn sem starfa hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Hveragerðisbæ og sveitarfélaginu Ölfusi. Sólveig Anna segir að samningurinn við Reykjavíkurborg hljóti að hafa áhrif inn í viðræður við sveitarfélögin. Kjarasamningurinn sem Efling undirritaði við Reykjavíkurborg er óháður samningi við Samband íslenskra sveitarfélaga og í sjálfstæðu viðræðuferli. Í frétt Eflingar segir þó að fólk sé meðvitað um að baráttan sem háð hafi verið við Reykjavíkurborg að undanförnu sé jafnframt barátta félagsmanna stéttarfélagsins innan Sambands íslenskra sveitarfélaga. Reiknað er með að samninganefndir Eflingar og Sambands íslenskra sveitarfélaga mæti til fundar hjá Ríkissáttasemjara eftir hádegi í dag.
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Félagsmenn Eflingar orðnir þreyttir á verkfalli Þreyta er á meðal félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Ótímabundið verkfall þeirra hefur nú staðið í tíu daga. Félagsmenn vilja að gengið verði til samninga svo þeir geti mætt til vinnu aftur, verkfallið sé farið að hafa áhrif á fjárhag heimilla þeirra. 26. febrúar 2020 18:30 Samið um allt að 112 þúsund króna hækkun Launahækkanir, styttri vinnuvika, yfirvinnutímar auk námskeiða og fræðslu eru meðal þess sem Efling og Reykjavíkurborg náðu saman um í nótt. 10. mars 2020 05:54 Verkfall Eflingar í nokkrum sveitarfélögum hefst á hádegi Verkfall rúmlega 270 félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Hveragerðisbæ og sveitarfélaginu Ölfusi hefst klukkan 12 á hádegi. 9. mars 2020 09:21 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Fleiri fréttir Reyna að ráða niðurlögum sinuelds við Apavatn Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Sjá meira
Félagsmenn Eflingar orðnir þreyttir á verkfalli Þreyta er á meðal félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Ótímabundið verkfall þeirra hefur nú staðið í tíu daga. Félagsmenn vilja að gengið verði til samninga svo þeir geti mætt til vinnu aftur, verkfallið sé farið að hafa áhrif á fjárhag heimilla þeirra. 26. febrúar 2020 18:30
Samið um allt að 112 þúsund króna hækkun Launahækkanir, styttri vinnuvika, yfirvinnutímar auk námskeiða og fræðslu eru meðal þess sem Efling og Reykjavíkurborg náðu saman um í nótt. 10. mars 2020 05:54
Verkfall Eflingar í nokkrum sveitarfélögum hefst á hádegi Verkfall rúmlega 270 félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Hveragerðisbæ og sveitarfélaginu Ölfusi hefst klukkan 12 á hádegi. 9. mars 2020 09:21