Barcelona marði Atletico | Wolfsburg skoraði níu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. ágúst 2020 18:10 Pernille Harder (t.h.) fór á kostum í dag er Wolfsburg tryggði sér sæti í undanúrslitum. EPA-EFE/Vincent West Nú er tveimur leikjum í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu lokið er ljóst að Barcelona og Wolfsburg eru komn í undanúrslit. Barcelona vann Atletico Madrid 1-0 á meðan Wolfsburg vann Glasgow City 9-1. Atletico Madrid og Barcelona áttust við á San Mamés-vellinum, heimavelli Athletic Bilbao í spænsku úrvalsdeildinni. Börsungar eru ríkjandi Spánarmeistarar en Atletico var eitt fárra liða sem veitti þeim einhverja samkeppni í vetur. Börsungar voru mikið mun sterkari aðilinn í dag. Þær sóttu og sóttu á meðan Atletico spilaði gífurlega agaðan varnarleik. Ljóst að bæði karla- og kvennalið Atletico leggja mikið upp úr skipulögðum og öguðum varnarleik. Sigurmarkið kom á 80. mínútu en það gerði Kheira Hamraoui á 80. mínútu. Eftir fyrirgjöf frá hægri þá datt boltinn fyrir Hamraoui sem skoraði með góðu skoti niðri í nærhornið. Fleiri urðu mörkin ekki og Börsungar því komnir í undanúrslit Meistaradeildarinnar. @AtletiFemenino @FCBfemeni #UWCL pic.twitter.com/vfesEE8H7I— #UWCL (@UWCL) August 21, 2020 Liðið stefnir á að stöðva einokun Lyon en franska félagið hefur unnið deildina undanfarin fjögur ár. Það þarf þó fyrst að leggja Wolfsburg af velli en þær léku í hinum undanúrslitaleik dagsins. Wolfsburg vann stórsigur á Glasgow City. Sá leikur var langt frá því að vera álíka jafn og leikur Atletico og Börsunga. Leiknum lauk með 9-1 sigri Þýskalandsmeistaranna en þær voru 4-0 yfir í hálfleik. Danska landsliðskonan Pernille Harder gerði sér lítið fyrir og skoraði fjögur mörk. Ingrid Syrstad Engen gerði tvö og Felicitas Rauch skoraði eitt. Þá urðu þær Leanne Ross og Jenna Clark fyrir því óláni að skora sjálfsmörk þegar lítið var eftir af leiknum. Nine #UWCL goals for Harder this season, a personal European best. pic.twitter.com/28ofLpYZUQ— #UWCL (@UWCL) August 21, 2020 Mark Glasgow gerði Lauren Wade en hún lék með Þrótti Reykjavík síðasta sumar er þær tryggðu sér sæti í Pepsi Max deild kvenna. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Sjá meira
Nú er tveimur leikjum í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu lokið er ljóst að Barcelona og Wolfsburg eru komn í undanúrslit. Barcelona vann Atletico Madrid 1-0 á meðan Wolfsburg vann Glasgow City 9-1. Atletico Madrid og Barcelona áttust við á San Mamés-vellinum, heimavelli Athletic Bilbao í spænsku úrvalsdeildinni. Börsungar eru ríkjandi Spánarmeistarar en Atletico var eitt fárra liða sem veitti þeim einhverja samkeppni í vetur. Börsungar voru mikið mun sterkari aðilinn í dag. Þær sóttu og sóttu á meðan Atletico spilaði gífurlega agaðan varnarleik. Ljóst að bæði karla- og kvennalið Atletico leggja mikið upp úr skipulögðum og öguðum varnarleik. Sigurmarkið kom á 80. mínútu en það gerði Kheira Hamraoui á 80. mínútu. Eftir fyrirgjöf frá hægri þá datt boltinn fyrir Hamraoui sem skoraði með góðu skoti niðri í nærhornið. Fleiri urðu mörkin ekki og Börsungar því komnir í undanúrslit Meistaradeildarinnar. @AtletiFemenino @FCBfemeni #UWCL pic.twitter.com/vfesEE8H7I— #UWCL (@UWCL) August 21, 2020 Liðið stefnir á að stöðva einokun Lyon en franska félagið hefur unnið deildina undanfarin fjögur ár. Það þarf þó fyrst að leggja Wolfsburg af velli en þær léku í hinum undanúrslitaleik dagsins. Wolfsburg vann stórsigur á Glasgow City. Sá leikur var langt frá því að vera álíka jafn og leikur Atletico og Börsunga. Leiknum lauk með 9-1 sigri Þýskalandsmeistaranna en þær voru 4-0 yfir í hálfleik. Danska landsliðskonan Pernille Harder gerði sér lítið fyrir og skoraði fjögur mörk. Ingrid Syrstad Engen gerði tvö og Felicitas Rauch skoraði eitt. Þá urðu þær Leanne Ross og Jenna Clark fyrir því óláni að skora sjálfsmörk þegar lítið var eftir af leiknum. Nine #UWCL goals for Harder this season, a personal European best. pic.twitter.com/28ofLpYZUQ— #UWCL (@UWCL) August 21, 2020 Mark Glasgow gerði Lauren Wade en hún lék með Þrótti Reykjavík síðasta sumar er þær tryggðu sér sæti í Pepsi Max deild kvenna.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Sjá meira