Barcelona marði Atletico | Wolfsburg skoraði níu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. ágúst 2020 18:10 Pernille Harder (t.h.) fór á kostum í dag er Wolfsburg tryggði sér sæti í undanúrslitum. EPA-EFE/Vincent West Nú er tveimur leikjum í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu lokið er ljóst að Barcelona og Wolfsburg eru komn í undanúrslit. Barcelona vann Atletico Madrid 1-0 á meðan Wolfsburg vann Glasgow City 9-1. Atletico Madrid og Barcelona áttust við á San Mamés-vellinum, heimavelli Athletic Bilbao í spænsku úrvalsdeildinni. Börsungar eru ríkjandi Spánarmeistarar en Atletico var eitt fárra liða sem veitti þeim einhverja samkeppni í vetur. Börsungar voru mikið mun sterkari aðilinn í dag. Þær sóttu og sóttu á meðan Atletico spilaði gífurlega agaðan varnarleik. Ljóst að bæði karla- og kvennalið Atletico leggja mikið upp úr skipulögðum og öguðum varnarleik. Sigurmarkið kom á 80. mínútu en það gerði Kheira Hamraoui á 80. mínútu. Eftir fyrirgjöf frá hægri þá datt boltinn fyrir Hamraoui sem skoraði með góðu skoti niðri í nærhornið. Fleiri urðu mörkin ekki og Börsungar því komnir í undanúrslit Meistaradeildarinnar. @AtletiFemenino @FCBfemeni #UWCL pic.twitter.com/vfesEE8H7I— #UWCL (@UWCL) August 21, 2020 Liðið stefnir á að stöðva einokun Lyon en franska félagið hefur unnið deildina undanfarin fjögur ár. Það þarf þó fyrst að leggja Wolfsburg af velli en þær léku í hinum undanúrslitaleik dagsins. Wolfsburg vann stórsigur á Glasgow City. Sá leikur var langt frá því að vera álíka jafn og leikur Atletico og Börsunga. Leiknum lauk með 9-1 sigri Þýskalandsmeistaranna en þær voru 4-0 yfir í hálfleik. Danska landsliðskonan Pernille Harder gerði sér lítið fyrir og skoraði fjögur mörk. Ingrid Syrstad Engen gerði tvö og Felicitas Rauch skoraði eitt. Þá urðu þær Leanne Ross og Jenna Clark fyrir því óláni að skora sjálfsmörk þegar lítið var eftir af leiknum. Nine #UWCL goals for Harder this season, a personal European best. pic.twitter.com/28ofLpYZUQ— #UWCL (@UWCL) August 21, 2020 Mark Glasgow gerði Lauren Wade en hún lék með Þrótti Reykjavík síðasta sumar er þær tryggðu sér sæti í Pepsi Max deild kvenna. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Sjá meira
Nú er tveimur leikjum í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu lokið er ljóst að Barcelona og Wolfsburg eru komn í undanúrslit. Barcelona vann Atletico Madrid 1-0 á meðan Wolfsburg vann Glasgow City 9-1. Atletico Madrid og Barcelona áttust við á San Mamés-vellinum, heimavelli Athletic Bilbao í spænsku úrvalsdeildinni. Börsungar eru ríkjandi Spánarmeistarar en Atletico var eitt fárra liða sem veitti þeim einhverja samkeppni í vetur. Börsungar voru mikið mun sterkari aðilinn í dag. Þær sóttu og sóttu á meðan Atletico spilaði gífurlega agaðan varnarleik. Ljóst að bæði karla- og kvennalið Atletico leggja mikið upp úr skipulögðum og öguðum varnarleik. Sigurmarkið kom á 80. mínútu en það gerði Kheira Hamraoui á 80. mínútu. Eftir fyrirgjöf frá hægri þá datt boltinn fyrir Hamraoui sem skoraði með góðu skoti niðri í nærhornið. Fleiri urðu mörkin ekki og Börsungar því komnir í undanúrslit Meistaradeildarinnar. @AtletiFemenino @FCBfemeni #UWCL pic.twitter.com/vfesEE8H7I— #UWCL (@UWCL) August 21, 2020 Liðið stefnir á að stöðva einokun Lyon en franska félagið hefur unnið deildina undanfarin fjögur ár. Það þarf þó fyrst að leggja Wolfsburg af velli en þær léku í hinum undanúrslitaleik dagsins. Wolfsburg vann stórsigur á Glasgow City. Sá leikur var langt frá því að vera álíka jafn og leikur Atletico og Börsunga. Leiknum lauk með 9-1 sigri Þýskalandsmeistaranna en þær voru 4-0 yfir í hálfleik. Danska landsliðskonan Pernille Harder gerði sér lítið fyrir og skoraði fjögur mörk. Ingrid Syrstad Engen gerði tvö og Felicitas Rauch skoraði eitt. Þá urðu þær Leanne Ross og Jenna Clark fyrir því óláni að skora sjálfsmörk þegar lítið var eftir af leiknum. Nine #UWCL goals for Harder this season, a personal European best. pic.twitter.com/28ofLpYZUQ— #UWCL (@UWCL) August 21, 2020 Mark Glasgow gerði Lauren Wade en hún lék með Þrótti Reykjavík síðasta sumar er þær tryggðu sér sæti í Pepsi Max deild kvenna.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Sjá meira