Þróun bóluefnis stórkostlegur sigur samvinnu Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 21. ágúst 2020 20:00 Yfirlæknir á Landspítalanum segir ótrúlega hraða þróun bóluefna vera stórkostlegan sigur fyrir vísindi og samvinnu. Bóluefni sem er á lokastigi rannsókna lofar góðu og ef allt gengur upp gætu áhættuhópar fengið sinn skammt um eða eftir áramót. Í dag eru sex álitleg bóluefni við Covid-19 á seinni stigum rannsókna, 28 eru í klínískum tilraunum og 138 til viðbótar á fyrri stigum tilrauna. Venjulega tekur fimm til sjö ár að þróa ný bóluefni en þetta er staðan aðeins átta mánuðum eftir að kórónuveiran uppgötvaðist. Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir ónæmisdeildar Landspítalans, segir það stórkostlegan sigur fyrir vísindin. „Það sem gerist er að það verður þessi gríðarlega samvinna og samskipti. Okkar fremstu vísindamenn á alþjóðavísu og fyrirtæki á þessum markaði fara að deila upplýsingum. Þetta er einstakt - sigur fyrir mannkynið, ef ég má orða það sem svo,“ segir Björn Rúnar. Eitt þeirra bóluefna sem er komið á lokastig rannsókna er unnið af breska lyfjafyrirtækinu AstraZeneca í samstarfi við Oxford-háskóla. Vonast er til að öll leyfi verði komin fyrir áramót, framleiddir verði tveir milljarðar skammta. Þar af fari fjögur hundruð milljón skammtar til Evrópu og mun Svíþjóð hafa milligöngu um skammta til Íslands. Forniðurstöður lofa góðu. Þúsund voru bólusettir með einum skammti af lyfi og 95% sýndu hlutleysandi mótefni. „En við eigum eftir að sjá hvort þau séu verndandi, verndi fólk fyrir smiti - það er stóra spurningin!“ Björn Rúnar gerir ráð fyrir að settar verði ábendingar um að áhættuhópar verði í forgangi eins og gert er með inflúensu. Hann segir eftirlitsstofnanir gegna mikilvægu hlutverki í svona miklum hraða en hann ber sjálfur traust til framleiðenda. Hann myndi að minnsta kosti ráðleggja sínum sjúklingum að nota það. „Niðurstöðurnar, fjöldinn af lyfjum, aðilar sem standa að þessu og einhugur um að setja öruggt lyf á markað - það róar mig,“ segir Björn Rúnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Fleiri fréttir Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Sjá meira
Yfirlæknir á Landspítalanum segir ótrúlega hraða þróun bóluefna vera stórkostlegan sigur fyrir vísindi og samvinnu. Bóluefni sem er á lokastigi rannsókna lofar góðu og ef allt gengur upp gætu áhættuhópar fengið sinn skammt um eða eftir áramót. Í dag eru sex álitleg bóluefni við Covid-19 á seinni stigum rannsókna, 28 eru í klínískum tilraunum og 138 til viðbótar á fyrri stigum tilrauna. Venjulega tekur fimm til sjö ár að þróa ný bóluefni en þetta er staðan aðeins átta mánuðum eftir að kórónuveiran uppgötvaðist. Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir ónæmisdeildar Landspítalans, segir það stórkostlegan sigur fyrir vísindin. „Það sem gerist er að það verður þessi gríðarlega samvinna og samskipti. Okkar fremstu vísindamenn á alþjóðavísu og fyrirtæki á þessum markaði fara að deila upplýsingum. Þetta er einstakt - sigur fyrir mannkynið, ef ég má orða það sem svo,“ segir Björn Rúnar. Eitt þeirra bóluefna sem er komið á lokastig rannsókna er unnið af breska lyfjafyrirtækinu AstraZeneca í samstarfi við Oxford-háskóla. Vonast er til að öll leyfi verði komin fyrir áramót, framleiddir verði tveir milljarðar skammta. Þar af fari fjögur hundruð milljón skammtar til Evrópu og mun Svíþjóð hafa milligöngu um skammta til Íslands. Forniðurstöður lofa góðu. Þúsund voru bólusettir með einum skammti af lyfi og 95% sýndu hlutleysandi mótefni. „En við eigum eftir að sjá hvort þau séu verndandi, verndi fólk fyrir smiti - það er stóra spurningin!“ Björn Rúnar gerir ráð fyrir að settar verði ábendingar um að áhættuhópar verði í forgangi eins og gert er með inflúensu. Hann segir eftirlitsstofnanir gegna mikilvægu hlutverki í svona miklum hraða en hann ber sjálfur traust til framleiðenda. Hann myndi að minnsta kosti ráðleggja sínum sjúklingum að nota það. „Niðurstöðurnar, fjöldinn af lyfjum, aðilar sem standa að þessu og einhugur um að setja öruggt lyf á markað - það róar mig,“ segir Björn Rúnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Fleiri fréttir Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Sjá meira