Fylltu í rúmlega tveggja metra djúpa holu á þjóðveginum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. ágúst 2020 20:11 Eins og sjá má var holan nokkuð djúp. Mynd/Eiður Ragnarsson Um tveggja og hálfs metra djúp hola á þjóðveginum skammt frá Djúpavogi var fyllt með um það bil 12 rúmmetrum af möl í dag. Eiður Ragnarsson sem var meðal þeirra sem unnu að því að fylla upp í holuna segir það einskæra heppni að enginn hafi lent ofan í holunni. Eiður birti í kvöld færslu á Facebook þar sem hann sýndi frá því þegar notast var við gröfu til að fletta malbikið upp þannig að gapandi gímaldið kæmi í ljós. Í samtali við Vísi segir hann að fyrirtækið sem hann vinnur hjá, SG-vélar, hafi fengið símhringingu vegna holunnar. „Vegfarandi hringdi í neyðarlínuna og tilkynnti um stein á veginum. Þetta var svo reyndar ekki steinn. En svo er hringt í mig og ég beðinn að fara og athuga hvað þetta er. Þá er búið að merkja þetta með viðvörunarþríhyrningi af öðrum vegfaranda.“ Eins og áður segir þurfti um 12 rúmmetra af möl til þess að fylla upp í holuna, sem Eiður telur að hafi verið um tveir og hálfur metri að dýpt. Hann segir það heppni að engin slys hafi orðið. „Það er einskær heppni að enginn skyldi lenda þarna ofan í. Ef maður hefði hoppað á brúninni hefði þetta gefið sig,“ segir Eiður. Í Facebook-færslu Eiðs hér að ofan sýnir önnur myndanna hvernig aðkoman að holunni var. Undir niðri reyndist holan mun dýpri en hún virtist í fyrstu. Gamalt ræsi bjó til holuna Eiður segir ástæðu þess að holan myndaðist vera ræsi sem liggur undir veginn. Það sé komið til ára sinna. „Þetta kemur til af því að það er ræsi þarna undir veginum sem er að gefa sig. Vatnið tekur með sér mölina. Þegar ræsin eru orðin léleg getur þetta gerst.“ Hann segist hafa séð holumyndun undir vegum þar sem ræsi eru en holurnar hafi þó aldrei verið á stærð við þá sem um ræðir nú. „Þær eru yfirleitt bara pínulitlar og ekkert í líkingu við þetta. Það hafa alveg komið svona holur áður við ræsi en það er mjög óvanalegt að þetta sé svona stórt,“ segir Eiður. Hann telur að ræsið sé um þrjátíu ára gamalt og sé orðið úr sér gengið. „Það þarf bara að endurnýja ræsið og það verður væntanlega bara gert fljótlega,“ segir Eiður að lokum. Djúpivogur Samgöngur Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Um tveggja og hálfs metra djúp hola á þjóðveginum skammt frá Djúpavogi var fyllt með um það bil 12 rúmmetrum af möl í dag. Eiður Ragnarsson sem var meðal þeirra sem unnu að því að fylla upp í holuna segir það einskæra heppni að enginn hafi lent ofan í holunni. Eiður birti í kvöld færslu á Facebook þar sem hann sýndi frá því þegar notast var við gröfu til að fletta malbikið upp þannig að gapandi gímaldið kæmi í ljós. Í samtali við Vísi segir hann að fyrirtækið sem hann vinnur hjá, SG-vélar, hafi fengið símhringingu vegna holunnar. „Vegfarandi hringdi í neyðarlínuna og tilkynnti um stein á veginum. Þetta var svo reyndar ekki steinn. En svo er hringt í mig og ég beðinn að fara og athuga hvað þetta er. Þá er búið að merkja þetta með viðvörunarþríhyrningi af öðrum vegfaranda.“ Eins og áður segir þurfti um 12 rúmmetra af möl til þess að fylla upp í holuna, sem Eiður telur að hafi verið um tveir og hálfur metri að dýpt. Hann segir það heppni að engin slys hafi orðið. „Það er einskær heppni að enginn skyldi lenda þarna ofan í. Ef maður hefði hoppað á brúninni hefði þetta gefið sig,“ segir Eiður. Í Facebook-færslu Eiðs hér að ofan sýnir önnur myndanna hvernig aðkoman að holunni var. Undir niðri reyndist holan mun dýpri en hún virtist í fyrstu. Gamalt ræsi bjó til holuna Eiður segir ástæðu þess að holan myndaðist vera ræsi sem liggur undir veginn. Það sé komið til ára sinna. „Þetta kemur til af því að það er ræsi þarna undir veginum sem er að gefa sig. Vatnið tekur með sér mölina. Þegar ræsin eru orðin léleg getur þetta gerst.“ Hann segist hafa séð holumyndun undir vegum þar sem ræsi eru en holurnar hafi þó aldrei verið á stærð við þá sem um ræðir nú. „Þær eru yfirleitt bara pínulitlar og ekkert í líkingu við þetta. Það hafa alveg komið svona holur áður við ræsi en það er mjög óvanalegt að þetta sé svona stórt,“ segir Eiður. Hann telur að ræsið sé um þrjátíu ára gamalt og sé orðið úr sér gengið. „Það þarf bara að endurnýja ræsið og það verður væntanlega bara gert fljótlega,“ segir Eiður að lokum.
Djúpivogur Samgöngur Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira