Banega við Conte: „Sjáum hvort þetta sé hárkolla eða alvöru“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. ágúst 2020 23:00 Conte fékk gult eftir viðskipti sín við Banega. Vísir/AP Leikur Sevilla og Inter Milan í úrslitum Evrópudeildarinnar var stórskemmtilegur frá upphafi til enda. Fimm mörk og mikill hasar. Líkt og í undanförnum úrslitaleikjum sem Sevilla hefur komist í þá bar liðið sigur úr býtum, lokatölur 3-2. Antonio Conte – þjálfari Inter Milan – fékk gut spjald í leiknum en það verður að viðurkennast að kringumstæðurnar voru frekar skondnar. Allavega fyrir þau okkar sem erum enn með hár á höfðinu. Samkvæmt frétt Daily Mail á argentíski snillingurinn Éver Banega að hafa reynt að toga í hár Conte og sagt „sjáum hvort þetta sé hárkolla eða alvöru hár.“ „Sjáumst eftir leikinn,“ ku Conte hafa svarað um hæl og fékk gult spjald frá dómara leiksins í kjölfarið. Þegar Conte var enn að spila var hann orðinn nær sköllóttur og því ekkert launungamál að hann hefur farið í hárígræðslu eða einfaldlega skellt á sig hárkollu. Banega virðist hafa snert veikan punkt hjá Conte þarna sem vildi endilega ræða við hann eftir leik. Banega hefur ekki leiðst að landa sigri eftir að hafa strítt Conte á meðan leik stóð.Vísir/Getty Ekki hefur skap Conte batnað er Romelu Lukaku stakk hægri fætinum út og sá til þess að hjólhestaspyrna Diego Carlos endaði í netinu og tryggði Sevilla þar með sigurinn. Téður Carlos hafði ekki átt góðan leik og í raun átt stóran þátt í báðum mörkum Inter. Hann fékk dæmda á sig vítaspyrnu sem Lukaku skoraði úr. Fékk hann dæmd á sig víti í 8-liða úrslitum, undanúrslitum og úrslitum keppninnar. Það hlýtur einfaldlega að vera met. Þá fékk hann dæmda á sig aukaspyrnuna sem leiddi til síðara marks Inter. Sá hlær best sem síðast hlær en Carlos endaði sem hetjan í liði Sevilla. Hann og Banega eiga allavega góðar sögur eftir kvöldið. Fótbolti Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Sevilla Evrópudeildarmeistari eftir fjörugan leik | Sjáðu sigurmarkið Spænska knattspyrnuliðið Sevilla virðist ekki geta tapað úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Liðið lagði Inter Milan í kvöld er liðið vann sinn fjórða úrslitaleik á sjö árum í keppninni. 21. ágúst 2020 20:55 Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Sjá meira
Leikur Sevilla og Inter Milan í úrslitum Evrópudeildarinnar var stórskemmtilegur frá upphafi til enda. Fimm mörk og mikill hasar. Líkt og í undanförnum úrslitaleikjum sem Sevilla hefur komist í þá bar liðið sigur úr býtum, lokatölur 3-2. Antonio Conte – þjálfari Inter Milan – fékk gut spjald í leiknum en það verður að viðurkennast að kringumstæðurnar voru frekar skondnar. Allavega fyrir þau okkar sem erum enn með hár á höfðinu. Samkvæmt frétt Daily Mail á argentíski snillingurinn Éver Banega að hafa reynt að toga í hár Conte og sagt „sjáum hvort þetta sé hárkolla eða alvöru hár.“ „Sjáumst eftir leikinn,“ ku Conte hafa svarað um hæl og fékk gult spjald frá dómara leiksins í kjölfarið. Þegar Conte var enn að spila var hann orðinn nær sköllóttur og því ekkert launungamál að hann hefur farið í hárígræðslu eða einfaldlega skellt á sig hárkollu. Banega virðist hafa snert veikan punkt hjá Conte þarna sem vildi endilega ræða við hann eftir leik. Banega hefur ekki leiðst að landa sigri eftir að hafa strítt Conte á meðan leik stóð.Vísir/Getty Ekki hefur skap Conte batnað er Romelu Lukaku stakk hægri fætinum út og sá til þess að hjólhestaspyrna Diego Carlos endaði í netinu og tryggði Sevilla þar með sigurinn. Téður Carlos hafði ekki átt góðan leik og í raun átt stóran þátt í báðum mörkum Inter. Hann fékk dæmda á sig vítaspyrnu sem Lukaku skoraði úr. Fékk hann dæmd á sig víti í 8-liða úrslitum, undanúrslitum og úrslitum keppninnar. Það hlýtur einfaldlega að vera met. Þá fékk hann dæmda á sig aukaspyrnuna sem leiddi til síðara marks Inter. Sá hlær best sem síðast hlær en Carlos endaði sem hetjan í liði Sevilla. Hann og Banega eiga allavega góðar sögur eftir kvöldið.
Fótbolti Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Sevilla Evrópudeildarmeistari eftir fjörugan leik | Sjáðu sigurmarkið Spænska knattspyrnuliðið Sevilla virðist ekki geta tapað úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Liðið lagði Inter Milan í kvöld er liðið vann sinn fjórða úrslitaleik á sjö árum í keppninni. 21. ágúst 2020 20:55 Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Sjá meira
Sevilla Evrópudeildarmeistari eftir fjörugan leik | Sjáðu sigurmarkið Spænska knattspyrnuliðið Sevilla virðist ekki geta tapað úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Liðið lagði Inter Milan í kvöld er liðið vann sinn fjórða úrslitaleik á sjö árum í keppninni. 21. ágúst 2020 20:55