Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú að hvítum Toyota Land Cruiser, árgerð 2012, með númerið MX-X51. Jeppanum var stolið frá heimili í Garðabæ í nótt og virðist sem þjófurinn hafi læðst inn í forstofu heimilisins, tekið lykla og aðra muni og keyrt í burtu á bílnum.
Bíllinn er á 35 tommu dekkjum, með með krómlistum og kastaragrind að framan með þokuljósum. Grátt tengdamömmubox er á þaki bílsins.
Þeir sem sjá bílinn í umferð eða vita hvar hún er niður komin eru vinsamlega beðnir um að hafa tafarlaust samband við lögreglu í síma 112.
STOLIÐ. STOLIÐ. STOLIÐ. STOLIÐ. LAND CRUSERNUM MÍNUM VAR STOLIÐ Í GÆRKVÖLDI / NÓTT 21/22 08. 2020. Hann er með...
Posted by Sigurður Lárus Fossberg Sigurðsson on Saturday, 22 August 2020