Stefna á toppinn í hárvöruheiminum Andri Eysteinsson skrifar 23. ágúst 2020 21:00 Alexander og Gunnar segja að ólíkir stílar þeirra hafa verið mikinn kost í ferlinu. Fax/Egill Gauti Gamall draumur tveggja ungra hárgreiðslumanna hefur ræst því Alexander Kristjánsson á RVK Hair og Gunnar Malmquist Þórsson á Blondie hafa hafið sölu á eigin hárvörum á stofum sínum. Félagarnir eru þó ekki einir á ferð því þriðji meðlimurinn er frumkvöðullinn Auðun Bragi Kjartansson sem sér um markaðsmál. Hárvörurnar, sem bera nafnið Fax, eru að sögn Alexanders fyrsta íslenska hárvörumerkið síðan að handboltalandsliðsmennirnir Logi Geirsson og Björgvin Páll Gústavsson seldu Silver-gelið eftir silfurverðlaunin á Ólympíuleikunum 2008. Fax hefur líka sínar handboltatengingar en Gunnar Malmquist, sem þekktur er í hárheiminum sem VikingBlendz, hefur leikið handbolta með liði Aftureldingar í Olísdeildinni síðustu ár. Á meðal viðskiptavina Gunnars sem hafa fengið að prófa Fax-vörurnar er þá áðurnefndur Björgvin Páll og segja strákarnir markvörðinn fara fögrum orðum um Faxið. View this post on Instagram A post shared by F A X - Hárvörur (@faxiceland) on Aug 22, 2020 at 6:48am PDT Alexander segir í samtali við Vísi að Fax eigi sér langan aðdraganda en framleiðsluferlið hafi hafist fyrir hálfu ári síðan. „Mig hefur alltaf langað til þess að framleiða hágæða íslenskar hárvörur sem gætu keppt við þær erlendu,“ segir Alexander. Hann hafi leitað til Auðuns Braga og þá hafi boltinn farið að rúlla. „Hann er svolítið þessi sem lætur hlutina gerast. Það tók sinn tíma að finna framleiðandi sem stóðst kröfurnar sem við gerðum en það tókst og við flugum til Englands og funduðum.“ Við hafi tekið prófunarferli en á meðan að á því stóð hafi Auðun og Alexander kynnst Gunnari og hafi hann smellpassað inn í Fax-teymið. „Við Gunnar erum gjörólíkir klipparar svo það var frábært að fá hann með okkur í lið. Innkoma hans hjálpaði okkur að þróa vöru sem höfðar til enn stærri markhóps,“ segir Alexander. „Þessi draumur hafði líka lengi blundað í mér,“ segir Gunnar sem hefur notið mikilli vinsælda sérstaklega hjá yngri kynslóðinni. Hann segir klárt að Fax sé komið til að vera á íslenskum hárvörumarkaði og stefnt sé enn hærra. „Hvorki ég né Alexander myndum bjóða viðskiptavinum okkar upp á vörurnar ef þær væru ekki í hæsta gæðaflokki. Við erum komnir til að vera og vinnum sífellt í því að verða betri og betri,“ segir Gunnar. Vinna að því að flytja framleiðsluna til Íslands Liður í því að verða betri er að sögn Fax-teymisins að flytja framleiðsluna að endingu alfarið til Íslands en eins og stendur fer hún fram á Englandi. „Markmiðið er að flytja framleiðsluna til Íslands svo hægt verði að bjóða upp á 100% íslenska vöru,“ segir Gunnar og segir félagana óhrædda við að hugsa stórt þegar litið er til framtíðar. Félagarnir vinna nú að því að koma Fax-vörunum í sölu víðar en á eigin stofum. „Auðvitað stefnum við hátt og viljum sjá Fax á boðstólunum hjá rakarastofum um allan heim,“ segir Gunnar Malmquist eða Vikingblendz í samtali við Vísi. Nýsköpun Mest lesið Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Forvarnarverðlaun VÍS: „Öryggi er ekki samkeppnismál“ Samstarf Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira
Gamall draumur tveggja ungra hárgreiðslumanna hefur ræst því Alexander Kristjánsson á RVK Hair og Gunnar Malmquist Þórsson á Blondie hafa hafið sölu á eigin hárvörum á stofum sínum. Félagarnir eru þó ekki einir á ferð því þriðji meðlimurinn er frumkvöðullinn Auðun Bragi Kjartansson sem sér um markaðsmál. Hárvörurnar, sem bera nafnið Fax, eru að sögn Alexanders fyrsta íslenska hárvörumerkið síðan að handboltalandsliðsmennirnir Logi Geirsson og Björgvin Páll Gústavsson seldu Silver-gelið eftir silfurverðlaunin á Ólympíuleikunum 2008. Fax hefur líka sínar handboltatengingar en Gunnar Malmquist, sem þekktur er í hárheiminum sem VikingBlendz, hefur leikið handbolta með liði Aftureldingar í Olísdeildinni síðustu ár. Á meðal viðskiptavina Gunnars sem hafa fengið að prófa Fax-vörurnar er þá áðurnefndur Björgvin Páll og segja strákarnir markvörðinn fara fögrum orðum um Faxið. View this post on Instagram A post shared by F A X - Hárvörur (@faxiceland) on Aug 22, 2020 at 6:48am PDT Alexander segir í samtali við Vísi að Fax eigi sér langan aðdraganda en framleiðsluferlið hafi hafist fyrir hálfu ári síðan. „Mig hefur alltaf langað til þess að framleiða hágæða íslenskar hárvörur sem gætu keppt við þær erlendu,“ segir Alexander. Hann hafi leitað til Auðuns Braga og þá hafi boltinn farið að rúlla. „Hann er svolítið þessi sem lætur hlutina gerast. Það tók sinn tíma að finna framleiðandi sem stóðst kröfurnar sem við gerðum en það tókst og við flugum til Englands og funduðum.“ Við hafi tekið prófunarferli en á meðan að á því stóð hafi Auðun og Alexander kynnst Gunnari og hafi hann smellpassað inn í Fax-teymið. „Við Gunnar erum gjörólíkir klipparar svo það var frábært að fá hann með okkur í lið. Innkoma hans hjálpaði okkur að þróa vöru sem höfðar til enn stærri markhóps,“ segir Alexander. „Þessi draumur hafði líka lengi blundað í mér,“ segir Gunnar sem hefur notið mikilli vinsælda sérstaklega hjá yngri kynslóðinni. Hann segir klárt að Fax sé komið til að vera á íslenskum hárvörumarkaði og stefnt sé enn hærra. „Hvorki ég né Alexander myndum bjóða viðskiptavinum okkar upp á vörurnar ef þær væru ekki í hæsta gæðaflokki. Við erum komnir til að vera og vinnum sífellt í því að verða betri og betri,“ segir Gunnar. Vinna að því að flytja framleiðsluna til Íslands Liður í því að verða betri er að sögn Fax-teymisins að flytja framleiðsluna að endingu alfarið til Íslands en eins og stendur fer hún fram á Englandi. „Markmiðið er að flytja framleiðsluna til Íslands svo hægt verði að bjóða upp á 100% íslenska vöru,“ segir Gunnar og segir félagana óhrædda við að hugsa stórt þegar litið er til framtíðar. Félagarnir vinna nú að því að koma Fax-vörunum í sölu víðar en á eigin stofum. „Auðvitað stefnum við hátt og viljum sjá Fax á boðstólunum hjá rakarastofum um allan heim,“ segir Gunnar Malmquist eða Vikingblendz í samtali við Vísi.
Nýsköpun Mest lesið Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Forvarnarverðlaun VÍS: „Öryggi er ekki samkeppnismál“ Samstarf Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira