Notar barnið þitt skólatöskuna rétt? Fræðslu- og kynningarnefnd Iðjuþjálfafélags Íslands skrifar 24. ágúst 2020 10:15 Nú eru skólarnir óðum að hefjast og flestir foreldrar farnir að huga að skólatöskum. Að velja og stilla töskuna rétt hefur mikilvægt forvarnargildi þegar kemur að heilsu og líðan barnsins. Ranglega stillt eða of þung skólataska getur valdið ýmsum álagseinkennum eins og bakverk, höfuðverk og vöðvabólgu. Mikilvægt er að hafa í huga að börn beri ekki meiri byrði en 10% af eigin líkamsþyngd. Hér að neðan eru ráðleggingar iðjuþjálfa um hvernig best sé að velja, raða í og stilla skólatösku: Að velja og stilla skólatösku: Taskan þarf að vera í réttri stærð miðað við bak barnsins - ekki breiðari en efra bak né heldur má hún ná niður fyrir mjóbak. Mikilvægt er að axlarólar séu bólstraðar og með smellu yfir bringu. Ávallt skal nota báðar axlarólarnar og stilla þannig að taskan liggi þétt að baki. Notið mittisólina ef hún er fyrir hendi, hún dreifir þunga töskunnar jafnt á líkamann. Að raða í skólatösku: Mikilvægt er að foreldrar aðstoði börn sín við að raða í skólatöskuna til að koma í veg fyrir álagseinkenni og stoðkerfisverki. Setjið þyngstu hlutina sem næst baki. Raðið þannig í töskuna að hlutirnir séu stöðugir og renni ekki til. Farið daglega yfir það sem þarf að vera í töskunni, einungis ætti að bera það nauðsynlegasta. Setjið sund- og íþróttaföt ofan í skólatöskuna í stað þess að hengja íþróttapoka yfir hana. Fræðslu- og kynningarnefnd Iðjuþjálfafélags Íslands vinnur að útgáfu bæklings með ráðlegginum um skólatöskur og hefur verkefnið hlotið styrk úr Lýðheilsusjóði. Höfundar skipa fræðslu- og kynningarnefnd Iðjuþjálfafélags Íslands: Guðrún Ása Eysteinsdóttir, Hrefna Óskarsdóttir, Valgý Arna Eiríksdóttir, Rannveig Reynisdóttir, Evelin Fischer, Arnþrúður Eik Helgadóttir, Ragnheiður Ragnarsdóttir og Kristín Vilhjálmsdóttir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Heilsa Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nú eru skólarnir óðum að hefjast og flestir foreldrar farnir að huga að skólatöskum. Að velja og stilla töskuna rétt hefur mikilvægt forvarnargildi þegar kemur að heilsu og líðan barnsins. Ranglega stillt eða of þung skólataska getur valdið ýmsum álagseinkennum eins og bakverk, höfuðverk og vöðvabólgu. Mikilvægt er að hafa í huga að börn beri ekki meiri byrði en 10% af eigin líkamsþyngd. Hér að neðan eru ráðleggingar iðjuþjálfa um hvernig best sé að velja, raða í og stilla skólatösku: Að velja og stilla skólatösku: Taskan þarf að vera í réttri stærð miðað við bak barnsins - ekki breiðari en efra bak né heldur má hún ná niður fyrir mjóbak. Mikilvægt er að axlarólar séu bólstraðar og með smellu yfir bringu. Ávallt skal nota báðar axlarólarnar og stilla þannig að taskan liggi þétt að baki. Notið mittisólina ef hún er fyrir hendi, hún dreifir þunga töskunnar jafnt á líkamann. Að raða í skólatösku: Mikilvægt er að foreldrar aðstoði börn sín við að raða í skólatöskuna til að koma í veg fyrir álagseinkenni og stoðkerfisverki. Setjið þyngstu hlutina sem næst baki. Raðið þannig í töskuna að hlutirnir séu stöðugir og renni ekki til. Farið daglega yfir það sem þarf að vera í töskunni, einungis ætti að bera það nauðsynlegasta. Setjið sund- og íþróttaföt ofan í skólatöskuna í stað þess að hengja íþróttapoka yfir hana. Fræðslu- og kynningarnefnd Iðjuþjálfafélags Íslands vinnur að útgáfu bæklings með ráðlegginum um skólatöskur og hefur verkefnið hlotið styrk úr Lýðheilsusjóði. Höfundar skipa fræðslu- og kynningarnefnd Iðjuþjálfafélags Íslands: Guðrún Ása Eysteinsdóttir, Hrefna Óskarsdóttir, Valgý Arna Eiríksdóttir, Rannveig Reynisdóttir, Evelin Fischer, Arnþrúður Eik Helgadóttir, Ragnheiður Ragnarsdóttir og Kristín Vilhjálmsdóttir.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar