Íslenski boltinn

Víkingar fóru í „hátt og langt“ gegn Fjölni | Myndband

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ingvar Jónsson, líkt og aðrir Víkingar, sendu töluvert af háum boltum fram völlinn gegn Fjölni.
Ingvar Jónsson, líkt og aðrir Víkingar, sendu töluvert af háum boltum fram völlinn gegn Fjölni. Vísir/Bára

Það vakti athygli Hjörvars Hafliðasonar - sem var í Pepsi Max Tilþrifunum með Kjartani Atla Kjartanssyni á laugardaginn var - að lið Víkings í Pepsi Max deild karla virtist hafa yfirgefið það sem liðið hefur verið hvað þekktast fyrir síðan Arnar Gunnlaugsson tók við þjálfun þess.

Í stað þess að spila knettinum meðfram jörðinni voru Víkingar komnir í hið gamalkunna hátt og langt er þeir mættu Fjölni á Extra-vellinum í Grafarvogi.

„Ég elskaði að horfa á Víking í fyrra því það var þessi nýi hugrakki fótbolti sem maður hafði ekki séð áður en þarna voru þeir bara að hamra honum langt fram,“ sagði Hjörvar um leikstíl Víkinga.

„Rosalega mikið um kýlingar og ekki þessi fíni fótbolti sem við fengum að sjá frá þeim í fyrra og kom mér mjög á óvart. Vandræðin eru svo að það vantar mörk í þetta lið,“ sagði Hjörvar einnig áður en hann tók nú fram að mark Víkinga hefði upprunalega komið eftir langa spyrnu upp völlinn.

Í spilaranum hér að neðan má sjá samantekt af löngum sendingum Víkinga gegn Fjölnis sem birt var í síðasta þætti Pepsi Max Tilþrifanna.

Klippa: Óvæntur leikstíll Víkinga

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×