Breiðholt - hverfisskipulag í þágu íbúa Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 25. ágúst 2020 07:30 Íbúar Breiðholts eru lánsamir að búa í öðru hverfi í borginni, á eftir Árbænum, til fá staðbundið skipulag fyrir nærsamfélag sitt, svokallað hverfisskipulag. Markmið hverfisskipulagsins er tvíþætt. Annarsvegar er það hugsað til að einfalda líf borgabúans og hinsvegar til að endurskipuleggja gróin hverfi með komandi kynslóðir í huga. Fyrir venjulega íbúa í borginni geta skipulagsmál og umsóknir þeim tengdum virkað flóknar og hægfara í afgreiðslu. Sumum finnst tungutak tæknilegt og því getur verið torvelt að skilja leikreglurnar fyrir venjulegt fólk sem er ekki að byggja hús, reisa kvisti eða stækka eignina sína nema einu sinni á lífsleiðinni. Hverfisskipulagið er hannað á mannamáli og er aðgengilegt fólki á öllum aldri og einfalt í notkun. Vönduð vinna, myndræn framsetning og skýr efnistök gerir það í senn áhugavert og skiljanlegt fyrir hinn almenna borgarbúa. Með fyrra markmiði hverfisskipulagsins er ferli umsókna hraðað og það einfaldað. Með því að sýna á aðgengilegan hátt hvaða heimildir eru til staðar í skipulaginu og t.a.m. hvort hækka megi þak, reisa kvist eða stækka húsnæði. Í almennri umræðu hefur borið á þeim misskilningi að borgin ætli að hækka þök á fjölbýlishúsum í Breiðholti og byggja hús á bílastæðum við sundlaugina. Svo er ekki. Einungis er verið að útbúa heimildir til hækkunar húsa og breytinga á lóðum. Borgin ætlar ekki að byggja ofan á fjölbýlishús en hinsvegar er íbúum gert kleift að breyta og bæta eignir sínar, hvort sem það er í sérbýli eða fjölbýli. Seinna markmið hverfisskipulagsins er að skipuleggja gróin hverfi borgarinnar á vistvænan og sjálfbæran hátt í takt við samfélagslegar breytingar. Þar eru höfð að leiðarljósi græn gildi, mannfjöldaþróun, fjölbreyttar samgöngur og þarfir komandi kynslóða, styrking verslunar og nærþjónustu innan hverfanna, samhliða því að fegra borgarlandið og hvetja til heilbrigðs lífs. Skapandi samráð við borgarbúa Aldrei í sögu borgarinnar hefur jafn mikið og ítarlegt samráð verið haft við íbúa og hagsmunasamtök eins og við vinnu og undirbúning hverfisskipulagsins, sem hófst árið 2015 undir forystu Samfylkingarinnar og þáverandi meirihluta. Skapandi samráð er aðferðafræði sem byggir á samtali við íbúa og nýtir sérfræðiþekkingu þeirra á eigin nærumhverfi. í Breiðholti fengu 6. bekkingar í skólunum í hverfinu tækifæri til að búa til líkan af skólahverfinu sínu en líkanavinnan var gerð undir handleiðslu starfsmanna borgarinnar og kennara. Samráðsvinnan átti sér stað veturinn 2015 til 2016. Þarna voru krakkarnir, komandi kynslóðir, fengnir til að skoða sitt nærsamfélag og skoðanir þeirra á samgöngu-, samfélags- og umhverfismálum voru dregnar fram í dagsljósið. Vorið 2016 voru allir íbúar boðaðir til þátttöku á opnum íbúafundum. Þátttakendum gafst möguleiki að koma sínum ábendingum og sjónarmiðum á framfæri innan sex málaflokka: Mennta,- íþrótta- og tómstunda, menningar- og félagsmála, verslunar og þjónustu, umhverfis og náttúru, samgangna og húsnæðismála. Haldið er utanum hugmyndir borgarbúa í Miðasjá hverfisskipulagsins. Fjölbreyttur hópur fólks gaf sér tíma til að sækja samráðsfundina í hverjum skóla fyrir sig. Samhliða skapandi samráði var hverfisráðið nýtt til ráðgjafar og Gallup nýtti rýnihópa skipaða íbúum hverfisins. Þá voru hugmyndir sóttar innan úr stjórnsýslu borgarinnar, hjá opinberum stofnunum og fyrirtækjum sem varða hverfisskipulagið beint, sem og öðrum hagsmunaaðilum eins og fulltrúum fjölmenningar, eldri borgurum, grunnskólum og framhaldsskólum. Niðurstaða vinnunnar birtist í hverfisskipulaginu. Láttu sjá þig í hverfisgöngu Hverfisskipulag Breiðholtsbúa er í kynningarferli þar sem gengið verður um hverfið nokkur kvöld í röð. Fyrsta ferðin verður farin þriðjudagskvöldið 25.8.2020 við Arnarbakka í Neðra Breiðholti og sú næsta miðvikudaginn 26.8, þar sem verður gengið um Seljahverfið frá Seljakirkju. Síðasta gangan verður farin fimmtudaginn 27.8 þar sem gengið verður frá Markúsartorgi við Gerðuberg. Göngurnar hefjast allar kl.19:30 og eru allir íbúar hvattir til að koma í göngu um hverfið sitt og fá kynningu á hverfisskipulaginu í sínu nærumhverfi. Fyrir þá sem ekki komast í göngurnar verður haldinn opinn streymisfundur mánudaginn 31.8. Í kjölfarið opnast formlegt umsagnaferli með auglýsingu og þar sem öllum íbúum gefst tækifæri til að koma með athugasemdir við skipulagið. Kjarninn í samráðsferlinu birtist í drögum hverfisskipulagsins sem liggur nú til kynningar og skiptir Breiðhyltinga og komandi kynslóðir miklu máli. Ég hvet því alla íbúa hverfisins til að kynna sér hverfisskipulagið fyrir sig og fjölskyldur sínar, kíkja í göngurnar, líta við í Mjódd í vikunni á kynningu og koma athugasemdum á framfæri. Höfundur er formaður íbúaráðs Breiðholts, varaborgarfulltrúi Samfylkingar í skipulagi og samgöngusviði og íbúi í Breiðholti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skipulag Borgarstjórn Sara Björg Sigurðardóttir Mest lesið Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Sjá meira
Íbúar Breiðholts eru lánsamir að búa í öðru hverfi í borginni, á eftir Árbænum, til fá staðbundið skipulag fyrir nærsamfélag sitt, svokallað hverfisskipulag. Markmið hverfisskipulagsins er tvíþætt. Annarsvegar er það hugsað til að einfalda líf borgabúans og hinsvegar til að endurskipuleggja gróin hverfi með komandi kynslóðir í huga. Fyrir venjulega íbúa í borginni geta skipulagsmál og umsóknir þeim tengdum virkað flóknar og hægfara í afgreiðslu. Sumum finnst tungutak tæknilegt og því getur verið torvelt að skilja leikreglurnar fyrir venjulegt fólk sem er ekki að byggja hús, reisa kvisti eða stækka eignina sína nema einu sinni á lífsleiðinni. Hverfisskipulagið er hannað á mannamáli og er aðgengilegt fólki á öllum aldri og einfalt í notkun. Vönduð vinna, myndræn framsetning og skýr efnistök gerir það í senn áhugavert og skiljanlegt fyrir hinn almenna borgarbúa. Með fyrra markmiði hverfisskipulagsins er ferli umsókna hraðað og það einfaldað. Með því að sýna á aðgengilegan hátt hvaða heimildir eru til staðar í skipulaginu og t.a.m. hvort hækka megi þak, reisa kvist eða stækka húsnæði. Í almennri umræðu hefur borið á þeim misskilningi að borgin ætli að hækka þök á fjölbýlishúsum í Breiðholti og byggja hús á bílastæðum við sundlaugina. Svo er ekki. Einungis er verið að útbúa heimildir til hækkunar húsa og breytinga á lóðum. Borgin ætlar ekki að byggja ofan á fjölbýlishús en hinsvegar er íbúum gert kleift að breyta og bæta eignir sínar, hvort sem það er í sérbýli eða fjölbýli. Seinna markmið hverfisskipulagsins er að skipuleggja gróin hverfi borgarinnar á vistvænan og sjálfbæran hátt í takt við samfélagslegar breytingar. Þar eru höfð að leiðarljósi græn gildi, mannfjöldaþróun, fjölbreyttar samgöngur og þarfir komandi kynslóða, styrking verslunar og nærþjónustu innan hverfanna, samhliða því að fegra borgarlandið og hvetja til heilbrigðs lífs. Skapandi samráð við borgarbúa Aldrei í sögu borgarinnar hefur jafn mikið og ítarlegt samráð verið haft við íbúa og hagsmunasamtök eins og við vinnu og undirbúning hverfisskipulagsins, sem hófst árið 2015 undir forystu Samfylkingarinnar og þáverandi meirihluta. Skapandi samráð er aðferðafræði sem byggir á samtali við íbúa og nýtir sérfræðiþekkingu þeirra á eigin nærumhverfi. í Breiðholti fengu 6. bekkingar í skólunum í hverfinu tækifæri til að búa til líkan af skólahverfinu sínu en líkanavinnan var gerð undir handleiðslu starfsmanna borgarinnar og kennara. Samráðsvinnan átti sér stað veturinn 2015 til 2016. Þarna voru krakkarnir, komandi kynslóðir, fengnir til að skoða sitt nærsamfélag og skoðanir þeirra á samgöngu-, samfélags- og umhverfismálum voru dregnar fram í dagsljósið. Vorið 2016 voru allir íbúar boðaðir til þátttöku á opnum íbúafundum. Þátttakendum gafst möguleiki að koma sínum ábendingum og sjónarmiðum á framfæri innan sex málaflokka: Mennta,- íþrótta- og tómstunda, menningar- og félagsmála, verslunar og þjónustu, umhverfis og náttúru, samgangna og húsnæðismála. Haldið er utanum hugmyndir borgarbúa í Miðasjá hverfisskipulagsins. Fjölbreyttur hópur fólks gaf sér tíma til að sækja samráðsfundina í hverjum skóla fyrir sig. Samhliða skapandi samráði var hverfisráðið nýtt til ráðgjafar og Gallup nýtti rýnihópa skipaða íbúum hverfisins. Þá voru hugmyndir sóttar innan úr stjórnsýslu borgarinnar, hjá opinberum stofnunum og fyrirtækjum sem varða hverfisskipulagið beint, sem og öðrum hagsmunaaðilum eins og fulltrúum fjölmenningar, eldri borgurum, grunnskólum og framhaldsskólum. Niðurstaða vinnunnar birtist í hverfisskipulaginu. Láttu sjá þig í hverfisgöngu Hverfisskipulag Breiðholtsbúa er í kynningarferli þar sem gengið verður um hverfið nokkur kvöld í röð. Fyrsta ferðin verður farin þriðjudagskvöldið 25.8.2020 við Arnarbakka í Neðra Breiðholti og sú næsta miðvikudaginn 26.8, þar sem verður gengið um Seljahverfið frá Seljakirkju. Síðasta gangan verður farin fimmtudaginn 27.8 þar sem gengið verður frá Markúsartorgi við Gerðuberg. Göngurnar hefjast allar kl.19:30 og eru allir íbúar hvattir til að koma í göngu um hverfið sitt og fá kynningu á hverfisskipulaginu í sínu nærumhverfi. Fyrir þá sem ekki komast í göngurnar verður haldinn opinn streymisfundur mánudaginn 31.8. Í kjölfarið opnast formlegt umsagnaferli með auglýsingu og þar sem öllum íbúum gefst tækifæri til að koma með athugasemdir við skipulagið. Kjarninn í samráðsferlinu birtist í drögum hverfisskipulagsins sem liggur nú til kynningar og skiptir Breiðhyltinga og komandi kynslóðir miklu máli. Ég hvet því alla íbúa hverfisins til að kynna sér hverfisskipulagið fyrir sig og fjölskyldur sínar, kíkja í göngurnar, líta við í Mjódd í vikunni á kynningu og koma athugasemdum á framfæri. Höfundur er formaður íbúaráðs Breiðholts, varaborgarfulltrúi Samfylkingar í skipulagi og samgöngusviði og íbúi í Breiðholti.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun