Sagan endalausa Ingvar Arnarson skrifar 26. ágúst 2020 08:30 Fyrir ca.20 árum hófst umræðan um að byggja knatthús í Garðabæ. Það gekk illa að ákveða staðsetningu og í mars 2015 var haldinn íbúafundur um málið. Á þeim fundi komu fram nokkrar mögulegar staðsetningar fyrir knatthúsið og mörg áhugaverð sjónarmið sem voru rædd. Miðað við kostnaðargreiningu sem var lögð fyrir bæjarráð 19. maí 2015 var gert ráð fyrir að kostnaður við byggingu hússins yrði á bilinu 650 – 1.850 milljónir króna og stefnt var að því að hefja framkvæmdir á því kjörtímabili. Í upphafi árs 2019 breyttist knatthúsið í fjölnota íþróttahús. Efnt var til samkeppni um hönnun og byggingu hússins í Vetrarmýri og í framhaldinu samið við ÍAV sem fékk 5 í einkunn fyrir hönnun og í alútboði átti verkið að kosta 4,3 milljarða. Það var áhugavert að sjá að húsið sem fékk 9,2 í einkunn fyrir hönnun og átti að kosta 4,6 milljarða varð ekki fyrir valinu. Þann 3. maí 2019 var tekin fyrsta skóflustunga að byggingu hússins og áætluð verklok í apríl 2021. Á haustdögum 2019 var síðan kominn upp ágreiningur um grundun og í framhaldi hætti verktaki að vinna að verkinu, þá var Bleik brugðið. Í júní 2020 samþykkti meirihlutinn í bæjarráði samkomulag við verkataka um að halda áfram með verkið. Upphæðin sem ÍAV krefst er 405,2 milljónir fyrir það sem þeir telja aukaverk. Í samkomulaginu er gert ráð fyrir að gengiskostnaður af efni sem verktaki er að kaupa erlendis frá lendi á Garðabæ. Hvergi í alútboðsgögnum er minnst á gengisáhættu hjá verkkaupa(Garðabæ), þar er einungis miðað við breytingar á byggingavísitölu. Einnig greiðir Garðabær óafturkræfar 60 milljónir inn á þetta aukaverk. Það sem eftir stendur fer í gerðardóm þ.e.a.s. 228,2 milljónir. Ef úrskurður gerðardóms fer á versta veg getur samkomulagið kostað skattgreiðendur í Garðabæ ca. 340 milljónir. Í samkomulaginu eru gefnar eftir tafabætur sem hefðu reiknast sem 6 mánaða seinkunn og væru ca. 720 milljónir. Á bæjarráðsfundi þann 23. júní gat ég ekki samþykkt þetta samkomulag og í kjölfarið lét ég bóka eftirfarandi: „Garðabæjarlistinn telur að ÍAV hafi haft allar upplýsingar þegar fyrirtækið tók þátt í alútboði um byggingu fjölnota íþróttahúss í Garðabæ. Í ljósi þessa er ekki hægt að samþykkja aukin útgjöld úr bæjarsjóði Garðabæjar vegna hönnunar og byggingu hússins. Einnig er óskiljanlegt að Garðabær ætli að samþykkja þetta mikla seinkun á afhendingu hússins án þess að rukka tafabætur. Að okkar mati hefur ÍAV ekki staðið við gerða samninga og þ.a.l. beðið mikla álitshnekki fyrir sitt framferði í þessu máli.“ Samkomulagið var svo tekið fyrir í bæjarstjórn þann 20. ágúst en þar hrósaði einn bæjarfulltrúi meirahlutans ÍAV sérstaklega fyrir að sinna hagsmunum sínum vel og í framhaldinum var samkomulagið samþykkt af meirihlutanum. Að mínu mati er mikilvægt að skoða hvar ábyrgðin liggur í þessu máli. Einhvers staðar hljóta að hafa verið gerð mistök úr því að þetta verk var ekki inn í alútboði og mikilvægt að vita hvort þau mistök séu af hálfu Garðabæjar eða ÍAV. Það er því miður mjög algengt að útboð séu kærð og of oft eykst kostnaður verka miðað við útboð og nánast alltaf lendir þessi kostnaður á okkur skattgreiðendum. En nú virðist sagan ætla að taka enda í desember 2021. Höfundur er bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Ingvar Arnarson Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Fyrir ca.20 árum hófst umræðan um að byggja knatthús í Garðabæ. Það gekk illa að ákveða staðsetningu og í mars 2015 var haldinn íbúafundur um málið. Á þeim fundi komu fram nokkrar mögulegar staðsetningar fyrir knatthúsið og mörg áhugaverð sjónarmið sem voru rædd. Miðað við kostnaðargreiningu sem var lögð fyrir bæjarráð 19. maí 2015 var gert ráð fyrir að kostnaður við byggingu hússins yrði á bilinu 650 – 1.850 milljónir króna og stefnt var að því að hefja framkvæmdir á því kjörtímabili. Í upphafi árs 2019 breyttist knatthúsið í fjölnota íþróttahús. Efnt var til samkeppni um hönnun og byggingu hússins í Vetrarmýri og í framhaldinu samið við ÍAV sem fékk 5 í einkunn fyrir hönnun og í alútboði átti verkið að kosta 4,3 milljarða. Það var áhugavert að sjá að húsið sem fékk 9,2 í einkunn fyrir hönnun og átti að kosta 4,6 milljarða varð ekki fyrir valinu. Þann 3. maí 2019 var tekin fyrsta skóflustunga að byggingu hússins og áætluð verklok í apríl 2021. Á haustdögum 2019 var síðan kominn upp ágreiningur um grundun og í framhaldi hætti verktaki að vinna að verkinu, þá var Bleik brugðið. Í júní 2020 samþykkti meirihlutinn í bæjarráði samkomulag við verkataka um að halda áfram með verkið. Upphæðin sem ÍAV krefst er 405,2 milljónir fyrir það sem þeir telja aukaverk. Í samkomulaginu er gert ráð fyrir að gengiskostnaður af efni sem verktaki er að kaupa erlendis frá lendi á Garðabæ. Hvergi í alútboðsgögnum er minnst á gengisáhættu hjá verkkaupa(Garðabæ), þar er einungis miðað við breytingar á byggingavísitölu. Einnig greiðir Garðabær óafturkræfar 60 milljónir inn á þetta aukaverk. Það sem eftir stendur fer í gerðardóm þ.e.a.s. 228,2 milljónir. Ef úrskurður gerðardóms fer á versta veg getur samkomulagið kostað skattgreiðendur í Garðabæ ca. 340 milljónir. Í samkomulaginu eru gefnar eftir tafabætur sem hefðu reiknast sem 6 mánaða seinkunn og væru ca. 720 milljónir. Á bæjarráðsfundi þann 23. júní gat ég ekki samþykkt þetta samkomulag og í kjölfarið lét ég bóka eftirfarandi: „Garðabæjarlistinn telur að ÍAV hafi haft allar upplýsingar þegar fyrirtækið tók þátt í alútboði um byggingu fjölnota íþróttahúss í Garðabæ. Í ljósi þessa er ekki hægt að samþykkja aukin útgjöld úr bæjarsjóði Garðabæjar vegna hönnunar og byggingu hússins. Einnig er óskiljanlegt að Garðabær ætli að samþykkja þetta mikla seinkun á afhendingu hússins án þess að rukka tafabætur. Að okkar mati hefur ÍAV ekki staðið við gerða samninga og þ.a.l. beðið mikla álitshnekki fyrir sitt framferði í þessu máli.“ Samkomulagið var svo tekið fyrir í bæjarstjórn þann 20. ágúst en þar hrósaði einn bæjarfulltrúi meirahlutans ÍAV sérstaklega fyrir að sinna hagsmunum sínum vel og í framhaldinum var samkomulagið samþykkt af meirihlutanum. Að mínu mati er mikilvægt að skoða hvar ábyrgðin liggur í þessu máli. Einhvers staðar hljóta að hafa verið gerð mistök úr því að þetta verk var ekki inn í alútboði og mikilvægt að vita hvort þau mistök séu af hálfu Garðabæjar eða ÍAV. Það er því miður mjög algengt að útboð séu kærð og of oft eykst kostnaður verka miðað við útboð og nánast alltaf lendir þessi kostnaður á okkur skattgreiðendum. En nú virðist sagan ætla að taka enda í desember 2021. Höfundur er bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar