„Ég finn að þetta er tímapunkturinn“ Sindri Sverrisson skrifar 27. ágúst 2020 09:00 Sara Björk Gunnarsdóttir og stöllur hennar í Lyon fagna sigrinum. VÍSIR/GETTY „Það að vinna Meistaradeild Evrópu hefur verið draumur í svo langan tíma og ég finn að þetta er tímapunkturinn,“ segir Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, sem í annað sinn á ferlinum er komin alla leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Sara er í þeirri mögnuðu stöðu að vera komin með Lyon í úrslitaleik við Wolfsburg, liðið sem hún lék fyrir í byrjun keppninnar. Í gærkvöld var hún í byrjunarliði Lyon og átti flottan leik í 1-0 sigri á PSG í undanúrslitunum. Sara er ekki mikið að spá í þeirri staðreynd að í raun megi segja að hún lendi í 1. og 2. sæti Meistaradeildarinnar, sama hvernig fer í úrslitaleiknum á sunnudag. Hún vill láta draum sinn rætast með því að vinna úrslitaleik keppninnar. „Þetta verður skrýtið“ „Ég skipti um lið og ætla ekki að pæla of mikið í því að úrslitaleikurinn sé við Wolfsburg. Það eina sem ég hugsa um núna er að verða Evrópumeistari með Lyon,“ segir Sara við Vísi. Hún á þó góðar vinkonur í liði Wolfsburg og viðurkennir að það verði skrýtið að mæta þeim svo skömmu eftir viðskilnaðinn, en Sara kvaddi Wolfsburg sem fjórfaldur Þýskalandsmeistari í sumar. „Ég fékk strax skilaboð frá Pernille [Harder, framherja Wolfsburg] sem var bara spennt að sjá mig. Þetta verður skrýtið, en ég er náttúrulega bara í Lyon núna. Ég nánast vissi að þetta yrði svona – sá það alveg fyrir mér – og það er bara fínt. Ég mun gera allt til að vinna þetta með Lyon.“ Sara Björk Gunnarsdóttir skýlir boltanum frá Paulina Dudek í leiknum við PSG í gærkvöld.VÍSIR/GETTY „Ekki búið að vera eitthvað létt“ Sara var í byrjunarliði Lyon í gær og lék allan leikinn. Þó að Lyon hafi unnið Meistaradeildina fjögur ár í röð er sem sagt íslenski landsliðsfyrirliðinn strax búin að sýna að hún verðskuldi að leika á miðjunni hjá liðinu. „Þetta er ekki búið að vera eitthvað létt. Ég er meðal annars að keppa við japanska landsliðsfyrirliðann [Saki Kumagai] og franska fyrirliðann [Amandine Henry]. Þetta er ekki auðveld staða að vinna sig inn í. En ég er þannig að ég mun alltaf gera mitt og ef það er nóg þá er það frábært. Ég er alltaf hungruð, aldrei sátt þegar ég er á bekknum, en vissi að ég gæti þurft að vera þolinmóð. En ég er búin að fá mínútur og svo seinni hálfleikinn gegn Bayern [í 8-liða úrslitum]. Ég er enn að vinna mig inn í liðið og vil auðvitað eiga stóran þátt í að vinna þessa leiki.“ „Leyfði henni að sjá um þetta“ Þannig var það í gær en það var hin hávaxna Wendie Renard sem skoraði sigurmarkið á 67. mínútu. Sara var reyndar sjálf tilbúin að skalla boltann í markið: „Ég leyfði henni að sjá um þetta,“ segir Sara létt. „Hún er náttúrulega rosaleg í teignum og gerði þetta mjög vel. Ég var tilbúin að skalla boltann líka en ég er svekkt að hafa ekki skorað úr færi sem ég fékk í fyrri hálfleiknum,“ bætir hún við. Wendie Renard skallar og skorar sigurmarkið, en Sara Björk Gunnarsdóttir var einnig tilbúin að setja höfuðið í boltann.VÍSIR/GETTY Nokkrum sekúndum fyrir markið hafði Grace Geyoro í liði PSG fengið rautt spjald. Aftur varð jafnt í liðum þegar Nakita Parris fékk rautt spjald á 75. mínútu, en Sara og stöllur hennar héldu út. „Þetta var hörkuleikur og að mínu mati okkar besti leikur í nokkurn tíma. Við tókum yfir leikinn á köflum og svo kom rauða spjaldið og markið, en við fáum svo líka rautt spjald. Þó að við vildum reyna að spila boltanum í lokin þá endaði þetta mikið í löngum sendingum, en þetta hafðist,“ segir Sara. Allir leikirnir frá og með 8-liða úrslitum hafa farið fram á Spáni, nú í ágúst þar sem að fresta varð leikjunum vegna kórónuveirufaraldursins. Það er ástæða þess að Sara lýkur keppninni í öðru liði en hún hóf hana með. Vegna faraldursins eru kringumstæðurnar talsvert aðrar núna en þegar Sara lék með Wolfsburg í úrslitaleiknum gegn Lyon fyrir tveimur árum, í Kiev. „Þetta er auðvitað svolítið sérstakt. Það er sprittað undir skóna okkar, við erum testaðar fyrir veirunni annan hvern dag og þurfum alltaf að vera með pappíra á okkur til að sýna að við séum ekki með smit. Svo er auðvitað sérstakt að hafa enga áhorfendur og svona, en það er bara gott að geta spilað.“ Fótbolti Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sara Björk í úrslitaleik Meistaradeildarinnar Sara Björk Gunnarsdóttur og samherjar hennar í Lyon eru komnar í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir 1-0 sigur á öðru frönsku liði, PSG, í síðari undanúrslitaleiknum í kvöld. 26. ágúst 2020 19:53 Fyrirliðinn var fljót að hughreysta Söru Sara Björk Gunnarsdóttir og félagar hennar í Olympique Lyon spila í kvöld undanúrslitaleik sinn í Meistaradeild Evrópu og í boði er sæti í úrslitaleiknum á móti Wolfsburg. 26. ágúst 2020 11:00 Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Sjá meira
„Það að vinna Meistaradeild Evrópu hefur verið draumur í svo langan tíma og ég finn að þetta er tímapunkturinn,“ segir Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, sem í annað sinn á ferlinum er komin alla leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Sara er í þeirri mögnuðu stöðu að vera komin með Lyon í úrslitaleik við Wolfsburg, liðið sem hún lék fyrir í byrjun keppninnar. Í gærkvöld var hún í byrjunarliði Lyon og átti flottan leik í 1-0 sigri á PSG í undanúrslitunum. Sara er ekki mikið að spá í þeirri staðreynd að í raun megi segja að hún lendi í 1. og 2. sæti Meistaradeildarinnar, sama hvernig fer í úrslitaleiknum á sunnudag. Hún vill láta draum sinn rætast með því að vinna úrslitaleik keppninnar. „Þetta verður skrýtið“ „Ég skipti um lið og ætla ekki að pæla of mikið í því að úrslitaleikurinn sé við Wolfsburg. Það eina sem ég hugsa um núna er að verða Evrópumeistari með Lyon,“ segir Sara við Vísi. Hún á þó góðar vinkonur í liði Wolfsburg og viðurkennir að það verði skrýtið að mæta þeim svo skömmu eftir viðskilnaðinn, en Sara kvaddi Wolfsburg sem fjórfaldur Þýskalandsmeistari í sumar. „Ég fékk strax skilaboð frá Pernille [Harder, framherja Wolfsburg] sem var bara spennt að sjá mig. Þetta verður skrýtið, en ég er náttúrulega bara í Lyon núna. Ég nánast vissi að þetta yrði svona – sá það alveg fyrir mér – og það er bara fínt. Ég mun gera allt til að vinna þetta með Lyon.“ Sara Björk Gunnarsdóttir skýlir boltanum frá Paulina Dudek í leiknum við PSG í gærkvöld.VÍSIR/GETTY „Ekki búið að vera eitthvað létt“ Sara var í byrjunarliði Lyon í gær og lék allan leikinn. Þó að Lyon hafi unnið Meistaradeildina fjögur ár í röð er sem sagt íslenski landsliðsfyrirliðinn strax búin að sýna að hún verðskuldi að leika á miðjunni hjá liðinu. „Þetta er ekki búið að vera eitthvað létt. Ég er meðal annars að keppa við japanska landsliðsfyrirliðann [Saki Kumagai] og franska fyrirliðann [Amandine Henry]. Þetta er ekki auðveld staða að vinna sig inn í. En ég er þannig að ég mun alltaf gera mitt og ef það er nóg þá er það frábært. Ég er alltaf hungruð, aldrei sátt þegar ég er á bekknum, en vissi að ég gæti þurft að vera þolinmóð. En ég er búin að fá mínútur og svo seinni hálfleikinn gegn Bayern [í 8-liða úrslitum]. Ég er enn að vinna mig inn í liðið og vil auðvitað eiga stóran þátt í að vinna þessa leiki.“ „Leyfði henni að sjá um þetta“ Þannig var það í gær en það var hin hávaxna Wendie Renard sem skoraði sigurmarkið á 67. mínútu. Sara var reyndar sjálf tilbúin að skalla boltann í markið: „Ég leyfði henni að sjá um þetta,“ segir Sara létt. „Hún er náttúrulega rosaleg í teignum og gerði þetta mjög vel. Ég var tilbúin að skalla boltann líka en ég er svekkt að hafa ekki skorað úr færi sem ég fékk í fyrri hálfleiknum,“ bætir hún við. Wendie Renard skallar og skorar sigurmarkið, en Sara Björk Gunnarsdóttir var einnig tilbúin að setja höfuðið í boltann.VÍSIR/GETTY Nokkrum sekúndum fyrir markið hafði Grace Geyoro í liði PSG fengið rautt spjald. Aftur varð jafnt í liðum þegar Nakita Parris fékk rautt spjald á 75. mínútu, en Sara og stöllur hennar héldu út. „Þetta var hörkuleikur og að mínu mati okkar besti leikur í nokkurn tíma. Við tókum yfir leikinn á köflum og svo kom rauða spjaldið og markið, en við fáum svo líka rautt spjald. Þó að við vildum reyna að spila boltanum í lokin þá endaði þetta mikið í löngum sendingum, en þetta hafðist,“ segir Sara. Allir leikirnir frá og með 8-liða úrslitum hafa farið fram á Spáni, nú í ágúst þar sem að fresta varð leikjunum vegna kórónuveirufaraldursins. Það er ástæða þess að Sara lýkur keppninni í öðru liði en hún hóf hana með. Vegna faraldursins eru kringumstæðurnar talsvert aðrar núna en þegar Sara lék með Wolfsburg í úrslitaleiknum gegn Lyon fyrir tveimur árum, í Kiev. „Þetta er auðvitað svolítið sérstakt. Það er sprittað undir skóna okkar, við erum testaðar fyrir veirunni annan hvern dag og þurfum alltaf að vera með pappíra á okkur til að sýna að við séum ekki með smit. Svo er auðvitað sérstakt að hafa enga áhorfendur og svona, en það er bara gott að geta spilað.“
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sara Björk í úrslitaleik Meistaradeildarinnar Sara Björk Gunnarsdóttur og samherjar hennar í Lyon eru komnar í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir 1-0 sigur á öðru frönsku liði, PSG, í síðari undanúrslitaleiknum í kvöld. 26. ágúst 2020 19:53 Fyrirliðinn var fljót að hughreysta Söru Sara Björk Gunnarsdóttir og félagar hennar í Olympique Lyon spila í kvöld undanúrslitaleik sinn í Meistaradeild Evrópu og í boði er sæti í úrslitaleiknum á móti Wolfsburg. 26. ágúst 2020 11:00 Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Sjá meira
Sara Björk í úrslitaleik Meistaradeildarinnar Sara Björk Gunnarsdóttur og samherjar hennar í Lyon eru komnar í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir 1-0 sigur á öðru frönsku liði, PSG, í síðari undanúrslitaleiknum í kvöld. 26. ágúst 2020 19:53
Fyrirliðinn var fljót að hughreysta Söru Sara Björk Gunnarsdóttir og félagar hennar í Olympique Lyon spila í kvöld undanúrslitaleik sinn í Meistaradeild Evrópu og í boði er sæti í úrslitaleiknum á móti Wolfsburg. 26. ágúst 2020 11:00
Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn