Kerecis tryggt sér þrjá milljarða Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. ágúst 2020 06:23 Starfsmenn Kerecis að störfum á Ísafirði. kerecis Lækningavörufyrirtækið Kercis segist hafa tryggt sér 3 milljarða króna lánsfjármögnun. Henni er ætlað að fjármagna veltufjárþörf fyrirtæksins og segir stofnandi Kerecis að innspýtingin muni styðja við frekari vöxt í Bandaríkjunum, þar sem stærsta markað fyrir vörur þess sé að finna. Kerecis er lækningafyrirtæki sem vinnur stoðefni og önnur efni úr roði. Stoðefnin eru búin til úr húð eða öðrum vefjabútum með því að fjarlægja allar frumur og öll ofnæmisvaldandi efni þannig að eftir stendur stoðgrind búin til úr millifrumuefni. Kerecis hefur þróað og verndað með einkaleyfum tækni til að búa til stoðefni úr roði. Í orðsendingu frá fyrirtækinu segir að bandaríski bankinn Silicon Valley Bank láni félaginu allt að 2,2 milljarða króna í formi ádráttarláns (e. revolving credit) og að auki taki fyrirtækið 800 milljón króna lán, sem að stærstum hluta sé lán frá hluthöfum með breytirétti. Þessi lánsfjármögnun komi í kjölfar 2,2 milljarða dala hlutafjáraukningar „C“ sem fyrirtækið tilkynnti um í byrjun árs 2019. Einn þriðji hluti þeirrar upphæðar var skuldbreyting á breytiréttarlánum og tveir þriðju fjárfesting með reiðufé. 90 prósent tekna frá Bandaríkjunum Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og stjórnarformaður Kerecis, lætur hafa eftir sér í orðsendingunni að áfram aukist eftirspurnin í sáraroð fyrirtækisins og því hafi fyrrnefnd veltufjárþörf aukist. „Þessi 3 milljarða króna lánsfjármögnun tryggir okkur veltufé fyrir næstu misseri og gerir okkur kleift að halda áfram að stækka fyrirtækið hratt og koma sáraroðinu til fleiri og fleiri sjúklinga í Bandaríkjunum þar sem megin-markaður okkar er,” segir Guðmundur. Yfir 90 prósent af tekjum Kerecis koma af Bandaríkjamarkaði en vörur þess eru engu að síður markaðssettar víða um heim. Þær eru í dag einkum notaðar til að meðhöndla þrálát sár, t.d. sykursýkissár, bráðaáverka og í skurðstofuaðgerðum Sjávarútvegur Heilbrigðismál Nýsköpun Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Lækningavörufyrirtækið Kercis segist hafa tryggt sér 3 milljarða króna lánsfjármögnun. Henni er ætlað að fjármagna veltufjárþörf fyrirtæksins og segir stofnandi Kerecis að innspýtingin muni styðja við frekari vöxt í Bandaríkjunum, þar sem stærsta markað fyrir vörur þess sé að finna. Kerecis er lækningafyrirtæki sem vinnur stoðefni og önnur efni úr roði. Stoðefnin eru búin til úr húð eða öðrum vefjabútum með því að fjarlægja allar frumur og öll ofnæmisvaldandi efni þannig að eftir stendur stoðgrind búin til úr millifrumuefni. Kerecis hefur þróað og verndað með einkaleyfum tækni til að búa til stoðefni úr roði. Í orðsendingu frá fyrirtækinu segir að bandaríski bankinn Silicon Valley Bank láni félaginu allt að 2,2 milljarða króna í formi ádráttarláns (e. revolving credit) og að auki taki fyrirtækið 800 milljón króna lán, sem að stærstum hluta sé lán frá hluthöfum með breytirétti. Þessi lánsfjármögnun komi í kjölfar 2,2 milljarða dala hlutafjáraukningar „C“ sem fyrirtækið tilkynnti um í byrjun árs 2019. Einn þriðji hluti þeirrar upphæðar var skuldbreyting á breytiréttarlánum og tveir þriðju fjárfesting með reiðufé. 90 prósent tekna frá Bandaríkjunum Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og stjórnarformaður Kerecis, lætur hafa eftir sér í orðsendingunni að áfram aukist eftirspurnin í sáraroð fyrirtækisins og því hafi fyrrnefnd veltufjárþörf aukist. „Þessi 3 milljarða króna lánsfjármögnun tryggir okkur veltufé fyrir næstu misseri og gerir okkur kleift að halda áfram að stækka fyrirtækið hratt og koma sáraroðinu til fleiri og fleiri sjúklinga í Bandaríkjunum þar sem megin-markaður okkar er,” segir Guðmundur. Yfir 90 prósent af tekjum Kerecis koma af Bandaríkjamarkaði en vörur þess eru engu að síður markaðssettar víða um heim. Þær eru í dag einkum notaðar til að meðhöndla þrálát sár, t.d. sykursýkissár, bráðaáverka og í skurðstofuaðgerðum
Sjávarútvegur Heilbrigðismál Nýsköpun Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira