„Væri stórt fyrir félagið að vinna“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. ágúst 2020 14:14 Óttar Magnús Karlsson hefur skorað níu mörk í ellefu leikjum í Pepsi Max-deild karla í sumar. vísir/daníel Víkingur mætir Olimpija Ljubljana í dag í fyrsta Evrópuleik sínum í fimm ár. Leikurinn er í 1. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. „Við erum bara inni á herbergi að slaka á,“ sagði Óttar Magnús Karlsson, markahæsti leikmaður Víkings á tímabilinu, þegar blaðamaður Vísis sló á þráðinn til hans í dag. Ferðalag Víkinga er stutt og vegna kórónuveirufaraldursins þurfa leikmenn að mestu að halda sig innandyra. „Við fáum rétt svo að fá okkur ferskt loft en annars er ætlast til þess að við séum á hótelinu. Það er bara eins og það er,“ sagði Óttar. „Við fórum með morgunflugi í gær og æfðum á vellinum seinni partinn í gær. Svo förum við bara aftur heim eftir leikinn í kvöld.“ Lentir í Ljubljana pic.twitter.com/WpHB5GudPI— Víkingur FC (@vikingurfc) August 26, 2020 #EuroVikes mættir á æfingu! pic.twitter.com/T86b5IZyAI— Víkingur FC (@vikingurfc) August 26, 2020 Óttar segir að Víkingar mæti nokkuð bjartsýnir til leiks í dag þótt þeir séu meðvitaðir um að verkefnið sé krefjandi. „Ef við hittum á góðan dag eigum við möguleika. Þetta verður klárlega erfiður leikur,“ sagði Óttar. Óvissa með leikform andstæðinganna Undirbúningur Olimpija Ljubljana fyrir leikinn hefur vægast sagt verið skrautlegur en leikmannahópur liðsins þurfti að fara í sóttkví eftir að þrír leikmenn þess greindust með kórónuveiruna. „Það hafa orðið einhverjar breytingar á leikmannahópi þeirra og þeir hafa ekki spilað eða æft í einhvern tíma út af smitum. Þetta er mjög sterkt lið og þetta verður hörkuleikur en við vitum ekki alveg hvernig þeir standa varðandi leikform. Það kemur í ljós,“ sagði Óttar. Víkingar unnu sér þátttökurétt í Evrópudeildinni með því að verða bikarmeistarar í fyrra.vísir/bára Vegna kórónuveirufaraldursins hefur fyrirkomulaginu í Evrópudeildinni verið breytt. Nú er bara einn leikur í hverri umferð forkeppninnar í stað tveggja áður. En gefur það Víkingi aukna möguleika? „Það er erfitt að segja en möguleika er það svo. Ég hef s.s. lítið pælt í því. Maður reynir bara að gera það besta úr stöðunni,“ sagði Óttar. Þetta verður veisla Víkingur hefur ekki enn unnið Evrópuleik í sögu félagsins. Óttar segir að stefnan sé sett á að breyta því í Ljubljana í dag. „Það eru komin nokkur ár síðan við spiluðum síðast í Evrópukeppni og það væri stórt fyrir félagið og okkur í liðinu að vinna. Það er góð stemmning í hópnum og ég skynja það þannig að menn séu til í slaginn. Þetta verður bara veisla,“ sagði Óttar. Leikur Olimpija Ljublana og Víkings hefst klukkan 16:30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Evrópudeild UEFA Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
Víkingur mætir Olimpija Ljubljana í dag í fyrsta Evrópuleik sínum í fimm ár. Leikurinn er í 1. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. „Við erum bara inni á herbergi að slaka á,“ sagði Óttar Magnús Karlsson, markahæsti leikmaður Víkings á tímabilinu, þegar blaðamaður Vísis sló á þráðinn til hans í dag. Ferðalag Víkinga er stutt og vegna kórónuveirufaraldursins þurfa leikmenn að mestu að halda sig innandyra. „Við fáum rétt svo að fá okkur ferskt loft en annars er ætlast til þess að við séum á hótelinu. Það er bara eins og það er,“ sagði Óttar. „Við fórum með morgunflugi í gær og æfðum á vellinum seinni partinn í gær. Svo förum við bara aftur heim eftir leikinn í kvöld.“ Lentir í Ljubljana pic.twitter.com/WpHB5GudPI— Víkingur FC (@vikingurfc) August 26, 2020 #EuroVikes mættir á æfingu! pic.twitter.com/T86b5IZyAI— Víkingur FC (@vikingurfc) August 26, 2020 Óttar segir að Víkingar mæti nokkuð bjartsýnir til leiks í dag þótt þeir séu meðvitaðir um að verkefnið sé krefjandi. „Ef við hittum á góðan dag eigum við möguleika. Þetta verður klárlega erfiður leikur,“ sagði Óttar. Óvissa með leikform andstæðinganna Undirbúningur Olimpija Ljubljana fyrir leikinn hefur vægast sagt verið skrautlegur en leikmannahópur liðsins þurfti að fara í sóttkví eftir að þrír leikmenn þess greindust með kórónuveiruna. „Það hafa orðið einhverjar breytingar á leikmannahópi þeirra og þeir hafa ekki spilað eða æft í einhvern tíma út af smitum. Þetta er mjög sterkt lið og þetta verður hörkuleikur en við vitum ekki alveg hvernig þeir standa varðandi leikform. Það kemur í ljós,“ sagði Óttar. Víkingar unnu sér þátttökurétt í Evrópudeildinni með því að verða bikarmeistarar í fyrra.vísir/bára Vegna kórónuveirufaraldursins hefur fyrirkomulaginu í Evrópudeildinni verið breytt. Nú er bara einn leikur í hverri umferð forkeppninnar í stað tveggja áður. En gefur það Víkingi aukna möguleika? „Það er erfitt að segja en möguleika er það svo. Ég hef s.s. lítið pælt í því. Maður reynir bara að gera það besta úr stöðunni,“ sagði Óttar. Þetta verður veisla Víkingur hefur ekki enn unnið Evrópuleik í sögu félagsins. Óttar segir að stefnan sé sett á að breyta því í Ljubljana í dag. „Það eru komin nokkur ár síðan við spiluðum síðast í Evrópukeppni og það væri stórt fyrir félagið og okkur í liðinu að vinna. Það er góð stemmning í hópnum og ég skynja það þannig að menn séu til í slaginn. Þetta verður bara veisla,“ sagði Óttar. Leikur Olimpija Ljublana og Víkings hefst klukkan 16:30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3.
Evrópudeild UEFA Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti