Skutu eldflaugum í Suður-Kínahaf Samúel Karl Ólason skrifar 27. ágúst 2020 16:15 Eldflaugar af gerðinni DF-21D eru sérhannaðar til að granda flugmóðurskipum. Slíkum eldflaugum var skotið í Suður-Kínahaf í gær. AP/Andy Wong Her Kína skaut í gær eldflaugum í Suður-Kínahaf, degi eftir að Bandaríkin flugu njósnaflugvél yfir svæðið, þar sem flotaæfingar Kínverja fara nú fram. Meðal eldflauganna sem skotið var á loft voru eldflaugar sem eru hannaðar til að granda flugmóðurskipum í allt að fjögur þúsund kílómetra fjarlægð. Eldflaugarnar eru einnig hannaðar til að bera kjarnorkuvopn. Þróun Kínverja á eldflaugum sem þessum er meðal ástæðna sem Bandaríkin gáfu fyrir því að ríkið sleit sig frá eldflaugasáttmála við Sovétríkin, og seinna Rússland. Sáttmálinn heitir á Intermediate-Range Nuclear Forcest Treaty á ensku, eða INF. Ronald Reagan og Mikhail Gorbachev sömdu um INF sem ætlað var að koma í veg fyrir að ríkin tvö gætu gert kjarnorkuárásir með skömmum fyrirvara. Samkvæmt INF máttu hvorki Bandaríkin né Rússland eiga eldflaugar sem drægju 500 til 5.500 kílómetra. Yfirvöld Bandaríkjanna vísuðu til þróunarstarfs Kínverja og meintra brota Rússa á sáttmálanum og sögðust sjálfir ætla að byrja tilraunir á slíkum eldflaugum. Sjá einnig: Ætla að prófa nýjar eldflaugar á árinu Gífurleg spenna er nú í vestanverðu Kyrrahafi og þá sérstaklega á milli Bandaríkjanna og Kína. Ríkin eiga í deilum á nánast öllum sviðum samskipta þeirra. Bæði ríkin, og önnur á svæðinu, hafa þar að auki tilkynnt her- og flotaæfingar og þykja líkurnar á átökum sjaldan hafa verið meiri, þó þær þyki ekki mjög miklar. Sérfræðingar segja samt að sífellt aukinn vígbúnaður á svæðinu geri slysaskot mun líklegri. Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs og hafa byggt þar heilu eyjurnar. Á þeim er búið að byggja flugvelli og flotastöðvar og koma fyrir vopnum. South China Morning Post, ræddi við nokkra sérfræðinga sem segja að eldflaugaskotið muni líklegast leiða til þess að forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna muni leita leiða til að koma eigin eldflaugum og eldflaugavörnum á svæðinu. Bandaríkin myndu ekki hætta skipasiglingum sínum um svæðið. Einnig er vitnað í Wu Qian, talsmann varnarmálaráðuneytis Kína, sem sagði umfangsmiklar flotaæfingar Kínverja ekki beinast gegn einhverju tilteknu ríki. Hann hvatti þóyfirvöld Bandaríkjanna til að sýna stillingu. Wu sagði að „sumir“ stjórnmálamenn í Bandaríkjunum ættu að horfast í augu við raunveruleikann og hætta að storka Kína. Kína Bandaríkin Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Vilja kaupa háþróaða dróna af Bandaríkjunum Ríkisstjórn Taívan á í viðræðum við Bandaríkin um að kaupa minnst fjóra hátækni hernaðardróna. Gangi viðræðurnar etir yrði það í fyrsta sinn sem eyríkið kaupir slík vopn. 7. ágúst 2020 10:37 Ástralar ganga til liðs við Bandaríkin gegn Kína Yfirvöld Ástralíu hafa lagt fram yfirlýsingu til Sameinuðu þjóðanna og segja ólöglegt tilkall Kína til nánast alls Suður-Kínahafs vera brot á alþjóðalögum. 25. júlí 2020 10:23 Bandaríkin hafna öllu tilkalli Kínverja til yfirráða í Suður-Kínahafi Bandaríkin hafna nærri öllu tilkalli Kínverja til yfirráða í Suður-Kínahafi en kínversk yfirvöld hafa staðið fyrir mikilli uppbyggingu á eyjum í hafinu til að styrkja kröfu sína um yfirráð. 13. júlí 2020 23:20 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Her Kína skaut í gær eldflaugum í Suður-Kínahaf, degi eftir að Bandaríkin flugu njósnaflugvél yfir svæðið, þar sem flotaæfingar Kínverja fara nú fram. Meðal eldflauganna sem skotið var á loft voru eldflaugar sem eru hannaðar til að granda flugmóðurskipum í allt að fjögur þúsund kílómetra fjarlægð. Eldflaugarnar eru einnig hannaðar til að bera kjarnorkuvopn. Þróun Kínverja á eldflaugum sem þessum er meðal ástæðna sem Bandaríkin gáfu fyrir því að ríkið sleit sig frá eldflaugasáttmála við Sovétríkin, og seinna Rússland. Sáttmálinn heitir á Intermediate-Range Nuclear Forcest Treaty á ensku, eða INF. Ronald Reagan og Mikhail Gorbachev sömdu um INF sem ætlað var að koma í veg fyrir að ríkin tvö gætu gert kjarnorkuárásir með skömmum fyrirvara. Samkvæmt INF máttu hvorki Bandaríkin né Rússland eiga eldflaugar sem drægju 500 til 5.500 kílómetra. Yfirvöld Bandaríkjanna vísuðu til þróunarstarfs Kínverja og meintra brota Rússa á sáttmálanum og sögðust sjálfir ætla að byrja tilraunir á slíkum eldflaugum. Sjá einnig: Ætla að prófa nýjar eldflaugar á árinu Gífurleg spenna er nú í vestanverðu Kyrrahafi og þá sérstaklega á milli Bandaríkjanna og Kína. Ríkin eiga í deilum á nánast öllum sviðum samskipta þeirra. Bæði ríkin, og önnur á svæðinu, hafa þar að auki tilkynnt her- og flotaæfingar og þykja líkurnar á átökum sjaldan hafa verið meiri, þó þær þyki ekki mjög miklar. Sérfræðingar segja samt að sífellt aukinn vígbúnaður á svæðinu geri slysaskot mun líklegri. Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs og hafa byggt þar heilu eyjurnar. Á þeim er búið að byggja flugvelli og flotastöðvar og koma fyrir vopnum. South China Morning Post, ræddi við nokkra sérfræðinga sem segja að eldflaugaskotið muni líklegast leiða til þess að forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna muni leita leiða til að koma eigin eldflaugum og eldflaugavörnum á svæðinu. Bandaríkin myndu ekki hætta skipasiglingum sínum um svæðið. Einnig er vitnað í Wu Qian, talsmann varnarmálaráðuneytis Kína, sem sagði umfangsmiklar flotaæfingar Kínverja ekki beinast gegn einhverju tilteknu ríki. Hann hvatti þóyfirvöld Bandaríkjanna til að sýna stillingu. Wu sagði að „sumir“ stjórnmálamenn í Bandaríkjunum ættu að horfast í augu við raunveruleikann og hætta að storka Kína.
Kína Bandaríkin Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Vilja kaupa háþróaða dróna af Bandaríkjunum Ríkisstjórn Taívan á í viðræðum við Bandaríkin um að kaupa minnst fjóra hátækni hernaðardróna. Gangi viðræðurnar etir yrði það í fyrsta sinn sem eyríkið kaupir slík vopn. 7. ágúst 2020 10:37 Ástralar ganga til liðs við Bandaríkin gegn Kína Yfirvöld Ástralíu hafa lagt fram yfirlýsingu til Sameinuðu þjóðanna og segja ólöglegt tilkall Kína til nánast alls Suður-Kínahafs vera brot á alþjóðalögum. 25. júlí 2020 10:23 Bandaríkin hafna öllu tilkalli Kínverja til yfirráða í Suður-Kínahafi Bandaríkin hafna nærri öllu tilkalli Kínverja til yfirráða í Suður-Kínahafi en kínversk yfirvöld hafa staðið fyrir mikilli uppbyggingu á eyjum í hafinu til að styrkja kröfu sína um yfirráð. 13. júlí 2020 23:20 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Vilja kaupa háþróaða dróna af Bandaríkjunum Ríkisstjórn Taívan á í viðræðum við Bandaríkin um að kaupa minnst fjóra hátækni hernaðardróna. Gangi viðræðurnar etir yrði það í fyrsta sinn sem eyríkið kaupir slík vopn. 7. ágúst 2020 10:37
Ástralar ganga til liðs við Bandaríkin gegn Kína Yfirvöld Ástralíu hafa lagt fram yfirlýsingu til Sameinuðu þjóðanna og segja ólöglegt tilkall Kína til nánast alls Suður-Kínahafs vera brot á alþjóðalögum. 25. júlí 2020 10:23
Bandaríkin hafna öllu tilkalli Kínverja til yfirráða í Suður-Kínahafi Bandaríkin hafna nærri öllu tilkalli Kínverja til yfirráða í Suður-Kínahafi en kínversk yfirvöld hafa staðið fyrir mikilli uppbyggingu á eyjum í hafinu til að styrkja kröfu sína um yfirráð. 13. júlí 2020 23:20