Nefndi Sundabraut „bara sem eitt dæmi“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. ágúst 2020 22:30 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Vísir/Vilhelm Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir að ummæli sín um að ámælisvært væri að Sundabraut hafi ekki verið byggð hafi aðeins verið dæmi til að undirstrika hversu gott tækifæri væri fyrir ríkissjóð um þessar mundir að fjárfesta í innviðum á borð við samgöngumannvirkjum. Ummælin lét Ásgeir falla á opnum fjarfundi efnahags- og viðskiptanefndar um skýrslu peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands til Alþingis í dag. „Mér finnst alveg stórundarlegt og ámælisvert að Sundabraut hafi ekki verið byggð miðað við þá umferð sem er í bænum,“ sagði Ásgeir. Ummælin hafa vakið talsverða athygli og meðal þeirra sem gagnrýnt hafa Ásgeir fyrir ummælin er Smári McCarthy, þingmaður Pírata, sem furðaði sig á ummælunum. Ásgeir ræddi þessi ummæli sín á fundinum í dag, og reyndar ýmislegt annað, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar var hann spurður af hverju hann hefði minnst á Sundabraut í þessu samhengi. „Ég nefndi það í sjálfu sér bara sem eitt dæmi í þessu samhengi. Það liggur alveg fyrir að við höfum ekki mikið verið að fjárfesta í samgönguinnviðum hin síðari ár. Það er meðal vegna þess að það hefur verið þensla í hagkerfinu. Núna er gott tækifæri til að fjárfesta í samgönguinnviðum vegna þess að vextir eru mjög lágir, hér hjá okkur inn í landinu og líka erlendis. Það er líka mjög gott að ef það er lægð í hagkerfinu þá getur ríkið fengið mun hagstæðari tilboð í allar framkvæmdir,“ sagði Ásgeir. Aðspurður um það hvort fjárfestingar í samgönguinnviðum væri besta leiðin til að koma hagkerfinu aftur af stað úr lægð, útskýrði Ásgeir að slíkt mætti heimfæra almennt á innviðafjárfestingar. „Ég myndi segja það já, það er ein besta leiðin. Ég nefndi Sundabrautina sem eitt dæmi. Vegir eru einn samgönguinnviðir, það geta líka verið fleiri innviðir eins og að byggja skóla. Þetta eru þá fjárfestingar sem koma sér vel og auka síðan framleiðslugetu hagkerfisins.“ Samgöngur Seðlabankinn Reykjavík síðdegis Sundabraut Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Sjá meira
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir að ummæli sín um að ámælisvært væri að Sundabraut hafi ekki verið byggð hafi aðeins verið dæmi til að undirstrika hversu gott tækifæri væri fyrir ríkissjóð um þessar mundir að fjárfesta í innviðum á borð við samgöngumannvirkjum. Ummælin lét Ásgeir falla á opnum fjarfundi efnahags- og viðskiptanefndar um skýrslu peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands til Alþingis í dag. „Mér finnst alveg stórundarlegt og ámælisvert að Sundabraut hafi ekki verið byggð miðað við þá umferð sem er í bænum,“ sagði Ásgeir. Ummælin hafa vakið talsverða athygli og meðal þeirra sem gagnrýnt hafa Ásgeir fyrir ummælin er Smári McCarthy, þingmaður Pírata, sem furðaði sig á ummælunum. Ásgeir ræddi þessi ummæli sín á fundinum í dag, og reyndar ýmislegt annað, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar var hann spurður af hverju hann hefði minnst á Sundabraut í þessu samhengi. „Ég nefndi það í sjálfu sér bara sem eitt dæmi í þessu samhengi. Það liggur alveg fyrir að við höfum ekki mikið verið að fjárfesta í samgönguinnviðum hin síðari ár. Það er meðal vegna þess að það hefur verið þensla í hagkerfinu. Núna er gott tækifæri til að fjárfesta í samgönguinnviðum vegna þess að vextir eru mjög lágir, hér hjá okkur inn í landinu og líka erlendis. Það er líka mjög gott að ef það er lægð í hagkerfinu þá getur ríkið fengið mun hagstæðari tilboð í allar framkvæmdir,“ sagði Ásgeir. Aðspurður um það hvort fjárfestingar í samgönguinnviðum væri besta leiðin til að koma hagkerfinu aftur af stað úr lægð, útskýrði Ásgeir að slíkt mætti heimfæra almennt á innviðafjárfestingar. „Ég myndi segja það já, það er ein besta leiðin. Ég nefndi Sundabrautina sem eitt dæmi. Vegir eru einn samgönguinnviðir, það geta líka verið fleiri innviðir eins og að byggja skóla. Þetta eru þá fjárfestingar sem koma sér vel og auka síðan framleiðslugetu hagkerfisins.“
Samgöngur Seðlabankinn Reykjavík síðdegis Sundabraut Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Sjá meira