„Smá“virkjanir, möguleg lýðheilsuógn! Pétur Heimisson skrifar 29. ágúst 2020 08:00 Heilsa einstaklinga og samfélaga þ.e. lýðheilsa eru margslungin fyrirbæri og háð mörgu. Heilbrigðisþjónusta er talin eiga að hámarki 20% lýðheilsunnar en 80% hennar má rekja til annars. Meðfylgjandi mynd sýnir það sem kallast áhrifaþættir heilsu. Þar eru margir þættir sem pólitískar ákvarðanir sveitarstjórnarfólks hafa mikil áhrif á, til góðs eða ills, fyrir heilsu og lýðheilsu. Í þessum pistli vil ég beina sjónum að stóru grænu umgjörðinni yst á myndinni og tengja það við eitt þeirra stóru viðfangsefna sem sveitarstjórn í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi þarf að takast á við. Þarna eru á ferðinni risastórir áhrifaþættir s.s. náttúran sjálf og líka margt það sem telst til mannréttinda. Þetta hrópar á að staldra við og virða biðskyldu- og stöðvunarmerki sem alls staðar eru á lofti, nefnilega umhverfisáhrif, sem óheft neysla síðustu áratuga er talin valda með mengun af öllu tagi. Nær allt vísindasamfélagið skýrir hlýnun jarðar og meðfylgjandi ótrúlega bráðnun jökla með einmitt þessari mengun af mannavöldum. Til þessa verðum við að taka tillit og um það er sterkt ákall margra og ekki síst ungs fólks um allan heim. Þetta eru þau sem við gjarnan köllum fólkið sem erfir landið og ef við meinum það raunverulega þá hljótum við að hlusta og taka tillit til þess. Í málflutningi þeirra sem viljugastir eru til að virkja fallvötn í útjöðrum okkar nýja sveitarfélags, hefur mátt skilja það svo að komandi kynslóðir geti ákveðið að snúa áhrifum slíkra framkvæmda til baka, tekið niður mannvirki og með því endurlífgað t.d. fossaraðir fallvatna. Skoðum slíkan málflutning í ljósi þess að ekki hefur verið sýnt fram á þörf fyrir meiri raforku innanlands, nokkuð sem m.a. hefur komið fram í máli forstjóra Landsvirkjunar. Við þær aðstæður er hagsmunum komandi kynslóða og mannréttindum þeirra, augljóslega betur borgið með því að virkja EKKI núna. Leggjum það í hendur þeirra sem á eftir okkur koma að ákveða hvort virkja þurfi síðar. Umfang og stærð græna kragans undirstrikar þann stóra þátt sem náttúra og mannréttindi eru talin eiga í tilurð heilbrigðis. Ósnortin verður náttúran æ sjaldgæfari og slíka skika hennar ber okkur að varðveita sé þess nokkur kostur og láta hana njóta vafans. Þannig tryggjum við okkur og næstu kynslóðum auð til að njóta með öllum skilningarvitum, enda er náttúran manninum athvarf og uppspretta bæði heilsu og hugarrór. Það að hægt sé að virkja fallvatn réttlætir ekki að gera það nema brýna nauðsyn beri til. Engu slíku er sem stendur til að dreifa þegar Geitdalsvirkjun er annars vegar og ekki heldur hvað varðar þær virkjanir aðrar sem hugmyndir og mislangt komin áform eru um á Austurlandi. Þessar virkjanir eru oft nefndar smávirkjanir með vísan í hvað þær framleiða af raforku. Forskeytið „smá“ segir hins vegar ekkert um það rask á náttúru sem af þeim getur holtist og er því vægast sagt villandi. Hér má fjárhagslegur ávinningur örfárra ekki vega þyngra en réttur móður náttúru sjálfrar til áframhaldandi ósnortinnar tilvistar, sem aftur er samofin heilsu og velferð okkar allra. Með þátttöku í sveitarstjórnarpólitík vil ég ekki síst leggja áherslu á heilsu og heilsueflningu við alla ákvarðanatöku á sveitarstjórnarstigi. Ég er sannfærður um að það varði heilsu og velferð komandi kynslóða að varðveita ósnortin víðerni eins og frekast er unnt og að tala þurfi um náttúruréttindi líkt og mannréttindi. Sveitarstjórnarfólk í nýju sveitarfélagi á Austurlandi þarf að mínu mati að líta á það sem eitt sinna hlutverka að gæta ósnortinnar náttúru í og aðlægt sveitarfélaginu. Ný sveitarstjórn þarf að verjast þeirri atlögu sem hafin er á ósnortin víðerni svokallaðs Hraunasvæðis og nærliggjandi vatnasvæða þess. Við sem myndum framboð VG höfum þar skýra stefnu og munum gera okkar til að koma í veg fyrir þau virkjanaáform sem ýmsir vilja nú ráðast í þar. Ég hvet þig kjósandi góður til að kynna þér málið og sértu sama sinnis þá kjóstu VG. Höfundur er heimilislæknir og skipar 7. sæti á framboðslista VG í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarmál Orkumál Fljótsdalshérað Seyðisfjörður Borgarfjörður eystri Djúpivogur Pétur Heimisson Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Sjá meira
Heilsa einstaklinga og samfélaga þ.e. lýðheilsa eru margslungin fyrirbæri og háð mörgu. Heilbrigðisþjónusta er talin eiga að hámarki 20% lýðheilsunnar en 80% hennar má rekja til annars. Meðfylgjandi mynd sýnir það sem kallast áhrifaþættir heilsu. Þar eru margir þættir sem pólitískar ákvarðanir sveitarstjórnarfólks hafa mikil áhrif á, til góðs eða ills, fyrir heilsu og lýðheilsu. Í þessum pistli vil ég beina sjónum að stóru grænu umgjörðinni yst á myndinni og tengja það við eitt þeirra stóru viðfangsefna sem sveitarstjórn í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi þarf að takast á við. Þarna eru á ferðinni risastórir áhrifaþættir s.s. náttúran sjálf og líka margt það sem telst til mannréttinda. Þetta hrópar á að staldra við og virða biðskyldu- og stöðvunarmerki sem alls staðar eru á lofti, nefnilega umhverfisáhrif, sem óheft neysla síðustu áratuga er talin valda með mengun af öllu tagi. Nær allt vísindasamfélagið skýrir hlýnun jarðar og meðfylgjandi ótrúlega bráðnun jökla með einmitt þessari mengun af mannavöldum. Til þessa verðum við að taka tillit og um það er sterkt ákall margra og ekki síst ungs fólks um allan heim. Þetta eru þau sem við gjarnan köllum fólkið sem erfir landið og ef við meinum það raunverulega þá hljótum við að hlusta og taka tillit til þess. Í málflutningi þeirra sem viljugastir eru til að virkja fallvötn í útjöðrum okkar nýja sveitarfélags, hefur mátt skilja það svo að komandi kynslóðir geti ákveðið að snúa áhrifum slíkra framkvæmda til baka, tekið niður mannvirki og með því endurlífgað t.d. fossaraðir fallvatna. Skoðum slíkan málflutning í ljósi þess að ekki hefur verið sýnt fram á þörf fyrir meiri raforku innanlands, nokkuð sem m.a. hefur komið fram í máli forstjóra Landsvirkjunar. Við þær aðstæður er hagsmunum komandi kynslóða og mannréttindum þeirra, augljóslega betur borgið með því að virkja EKKI núna. Leggjum það í hendur þeirra sem á eftir okkur koma að ákveða hvort virkja þurfi síðar. Umfang og stærð græna kragans undirstrikar þann stóra þátt sem náttúra og mannréttindi eru talin eiga í tilurð heilbrigðis. Ósnortin verður náttúran æ sjaldgæfari og slíka skika hennar ber okkur að varðveita sé þess nokkur kostur og láta hana njóta vafans. Þannig tryggjum við okkur og næstu kynslóðum auð til að njóta með öllum skilningarvitum, enda er náttúran manninum athvarf og uppspretta bæði heilsu og hugarrór. Það að hægt sé að virkja fallvatn réttlætir ekki að gera það nema brýna nauðsyn beri til. Engu slíku er sem stendur til að dreifa þegar Geitdalsvirkjun er annars vegar og ekki heldur hvað varðar þær virkjanir aðrar sem hugmyndir og mislangt komin áform eru um á Austurlandi. Þessar virkjanir eru oft nefndar smávirkjanir með vísan í hvað þær framleiða af raforku. Forskeytið „smá“ segir hins vegar ekkert um það rask á náttúru sem af þeim getur holtist og er því vægast sagt villandi. Hér má fjárhagslegur ávinningur örfárra ekki vega þyngra en réttur móður náttúru sjálfrar til áframhaldandi ósnortinnar tilvistar, sem aftur er samofin heilsu og velferð okkar allra. Með þátttöku í sveitarstjórnarpólitík vil ég ekki síst leggja áherslu á heilsu og heilsueflningu við alla ákvarðanatöku á sveitarstjórnarstigi. Ég er sannfærður um að það varði heilsu og velferð komandi kynslóða að varðveita ósnortin víðerni eins og frekast er unnt og að tala þurfi um náttúruréttindi líkt og mannréttindi. Sveitarstjórnarfólk í nýju sveitarfélagi á Austurlandi þarf að mínu mati að líta á það sem eitt sinna hlutverka að gæta ósnortinnar náttúru í og aðlægt sveitarfélaginu. Ný sveitarstjórn þarf að verjast þeirri atlögu sem hafin er á ósnortin víðerni svokallaðs Hraunasvæðis og nærliggjandi vatnasvæða þess. Við sem myndum framboð VG höfum þar skýra stefnu og munum gera okkar til að koma í veg fyrir þau virkjanaáform sem ýmsir vilja nú ráðast í þar. Ég hvet þig kjósandi góður til að kynna þér málið og sértu sama sinnis þá kjóstu VG. Höfundur er heimilislæknir og skipar 7. sæti á framboðslista VG í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi.
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun