Möguleikar á milljarðastyrkjum til íslenskra fyrirtækja Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. ágúst 2020 10:57 Evrópusambandið leitar nú sérstaklega eftir grænum lausnum, og býður háa styrki. Getty/Ashley Cooper Anna Margrét Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri Evris, segir að mikilvægt sé að íslensk fyrirtæki og stofnanir sem stundi nýsköpun átti sig á möguleikunum að sækja um styrki úr nýsköpunarsjóðum frá Evrópusambandinu, en einnig frá Bretlandi og Bandaríkjunum. Eftir töluverðu sé að slægjast þar á bæ. Evris sérhæfir sig í að tengja saman íslensk nýsköpunarfyrirtæki og erlend og afla þeim styrkja í Evrópu en líka í Bandaríkjunum og Bretlandi, en Anna Margrét ræddi starfsemi fyrirtækisins og hvernig nýsköpun geti stuðlað að því að efla hagkerfið í þeirri kreppu sem nú stendur yfir, á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. „Á þeim þremur árum sem við höfum unnið saman, fjórum tæplega, þá hafa komið um það bil 23 milljónir evra inn í íslenska nýsköpun úr evrópskum styrkjum. Þetta eru um fjórir milljarðar íslenskra króna,“ sagði Anna en fyrirtækið er í samstarfi við erlenda fyrirtækið Inspiralia. Vakti hún til að mynda athygli á sérstakri áherslu Evrópusambandsins á grænum lausnum, en til stendur að kalla eftir umsóknum í gríðarstóran pott til að styrkja fyrirtæki og stofnanir í nýsköpun í grænum lausnum. „Það verður settur einn milljarða evra bara í þennann pott sem verður auglýstur með „deadline“ í janúar. Það eru 160 milljarðar íslenskra króna. Íslensk fyrirtæki með góðar grænar lausnir eiga fullt erindi þangað inn og íslenskar opinberar stofnanir sem eru að þróa grænar lausnir, hugsanlega með íslenskum fyrirtækjum,“ sagði Anna Margrét. „Þetta er eitt dæmi um þá fjármuni sem eru í boði og við höfum aðgang að. Í Bretlandi er það svipuð upphæð. Nú þegar Bretar gengu úr Evrópusambandi ákvaðu þeir að setja aukið fjármagn í sína sjóði, sína nýsköpunarsjóði. Þetta er um 800 milljón sterlingspund sem á að setja í þann sjóð núna. Íslensk fyrirtæki með útibú í Bretlandi geta sótt um,“ sagði Anna Margrét og bætti við að lítið mál væri að opna útibú í Bretlandi til þess að einblína á vöruþróun. Benti hún á að fyrirtæki á borð við Keresis, Orf Líftækni, Saga Natura, Curio og Carbon Recyling hafi á undanförnum árum öll notið góðs af styrkjum á borð við þá sem voru til umræðu í þættinum. Um enga platpeninga væri að ræða og það munaði um minna í núverandi árferði. „Þetta er spurning um hvernig forstjórar eða stjórnendur íslenskra fyrirtækja vilja hugsa sig í gegnum þennan skafl sem við erum að fara í gegnum,“ sagði Anna Margrét ennfremur. „Við segjum hikstalaust, skoðið þið þessar leiðir.“ Nýsköpun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sprengisandur Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Sjá meira
Anna Margrét Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri Evris, segir að mikilvægt sé að íslensk fyrirtæki og stofnanir sem stundi nýsköpun átti sig á möguleikunum að sækja um styrki úr nýsköpunarsjóðum frá Evrópusambandinu, en einnig frá Bretlandi og Bandaríkjunum. Eftir töluverðu sé að slægjast þar á bæ. Evris sérhæfir sig í að tengja saman íslensk nýsköpunarfyrirtæki og erlend og afla þeim styrkja í Evrópu en líka í Bandaríkjunum og Bretlandi, en Anna Margrét ræddi starfsemi fyrirtækisins og hvernig nýsköpun geti stuðlað að því að efla hagkerfið í þeirri kreppu sem nú stendur yfir, á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. „Á þeim þremur árum sem við höfum unnið saman, fjórum tæplega, þá hafa komið um það bil 23 milljónir evra inn í íslenska nýsköpun úr evrópskum styrkjum. Þetta eru um fjórir milljarðar íslenskra króna,“ sagði Anna en fyrirtækið er í samstarfi við erlenda fyrirtækið Inspiralia. Vakti hún til að mynda athygli á sérstakri áherslu Evrópusambandsins á grænum lausnum, en til stendur að kalla eftir umsóknum í gríðarstóran pott til að styrkja fyrirtæki og stofnanir í nýsköpun í grænum lausnum. „Það verður settur einn milljarða evra bara í þennann pott sem verður auglýstur með „deadline“ í janúar. Það eru 160 milljarðar íslenskra króna. Íslensk fyrirtæki með góðar grænar lausnir eiga fullt erindi þangað inn og íslenskar opinberar stofnanir sem eru að þróa grænar lausnir, hugsanlega með íslenskum fyrirtækjum,“ sagði Anna Margrét. „Þetta er eitt dæmi um þá fjármuni sem eru í boði og við höfum aðgang að. Í Bretlandi er það svipuð upphæð. Nú þegar Bretar gengu úr Evrópusambandi ákvaðu þeir að setja aukið fjármagn í sína sjóði, sína nýsköpunarsjóði. Þetta er um 800 milljón sterlingspund sem á að setja í þann sjóð núna. Íslensk fyrirtæki með útibú í Bretlandi geta sótt um,“ sagði Anna Margrét og bætti við að lítið mál væri að opna útibú í Bretlandi til þess að einblína á vöruþróun. Benti hún á að fyrirtæki á borð við Keresis, Orf Líftækni, Saga Natura, Curio og Carbon Recyling hafi á undanförnum árum öll notið góðs af styrkjum á borð við þá sem voru til umræðu í þættinum. Um enga platpeninga væri að ræða og það munaði um minna í núverandi árferði. „Þetta er spurning um hvernig forstjórar eða stjórnendur íslenskra fyrirtækja vilja hugsa sig í gegnum þennan skafl sem við erum að fara í gegnum,“ sagði Anna Margrét ennfremur. „Við segjum hikstalaust, skoðið þið þessar leiðir.“
Nýsköpun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sprengisandur Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent