Rakitić snúinn aftur til Andalúsíu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. september 2020 18:15 Króatinn knái er farinn frá Katalóníu. David Ramos/Getty Images Miklar hræringar eru í leikmannahópi spænska knattspyrnuliðsins Barcelona þessa dagana og ljóst að félagið mun mæta með breytt lið til leiks er spænska úrvalsdeildin fer af stað í haust. Hvort Lionel Messi verði enn leikmaður Börsunga á eftir að koma í ljós en króatíski miðjumaðurinn Ivan Rakitić verður það allavega ekki. Hann var í dag seldur til Sevilla sem er sama lið og Barcelona keypti hann frá í júní 2014. These moments, we shall never forget! Thank you, @ivanrakitic pic.twitter.com/qAzdZHbhno— FC Barcelona (@FCBarcelona) September 1, 2020 Sevilla vann Evrópudeildina á dögunum og stefna eflaust á gott gengi í spænsku úrvalsdeildinni í vetur. Hinn 32 ára gamli Króati mun án vafa styrkja liðið en hann vann alls 13 titla með Barcelona. Varð liðið fjórum sinnum Spánarmeistari með hann innanborðs sem og hann var hluti af liðinu sem vann Meistaradeild Evrópu árið 2015. Raunar var Rakitić meira en bara hluti af liðinu, hann skoraði fyrsta markið í 3-1 sigri gegn Juventus það árið. Alls skoraði Rakitić 35 mörk í 310 leikjum fyrir Barcelona. Arguably the greatest @ivanrakitic goal ever. pic.twitter.com/hKLRUH7VOQ— FC Barcelona (@FCBarcelona) September 1, 2020 Króatinn átti aðeins ár eftir af samningi sínum við Börsunga og því greiðir Sevilla aðeins eina og hálfa milljón evra fyrir hann. Verðið gæti þó hækkað þar sem alls eru níu milljónir bundnar við árangur Rakitić hjá Sevilla. Hvort það sé eingöngu bundið við næsta tímabil kemur hvergi fram. Rakitić skrifaði undir fjögurra ára samning við Sevilla. Rakitić verður eflaust í liði Sevilla sem mætir Cadiz á útivelli í spænsku úrvalsdeildinni þann 27. september næstkomandi. Er það fyrsti deildarleikur liðsins á komandi leiktíð en liðið fær lengra sumarfrí en önnur lið sökum þess hve langt það komst í Evrópudeildinni. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Fleiri fréttir Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Í beinni: Nott. Forest - Tottenham | Spurs þarf að svara eftir skellinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Sjá meira
Miklar hræringar eru í leikmannahópi spænska knattspyrnuliðsins Barcelona þessa dagana og ljóst að félagið mun mæta með breytt lið til leiks er spænska úrvalsdeildin fer af stað í haust. Hvort Lionel Messi verði enn leikmaður Börsunga á eftir að koma í ljós en króatíski miðjumaðurinn Ivan Rakitić verður það allavega ekki. Hann var í dag seldur til Sevilla sem er sama lið og Barcelona keypti hann frá í júní 2014. These moments, we shall never forget! Thank you, @ivanrakitic pic.twitter.com/qAzdZHbhno— FC Barcelona (@FCBarcelona) September 1, 2020 Sevilla vann Evrópudeildina á dögunum og stefna eflaust á gott gengi í spænsku úrvalsdeildinni í vetur. Hinn 32 ára gamli Króati mun án vafa styrkja liðið en hann vann alls 13 titla með Barcelona. Varð liðið fjórum sinnum Spánarmeistari með hann innanborðs sem og hann var hluti af liðinu sem vann Meistaradeild Evrópu árið 2015. Raunar var Rakitić meira en bara hluti af liðinu, hann skoraði fyrsta markið í 3-1 sigri gegn Juventus það árið. Alls skoraði Rakitić 35 mörk í 310 leikjum fyrir Barcelona. Arguably the greatest @ivanrakitic goal ever. pic.twitter.com/hKLRUH7VOQ— FC Barcelona (@FCBarcelona) September 1, 2020 Króatinn átti aðeins ár eftir af samningi sínum við Börsunga og því greiðir Sevilla aðeins eina og hálfa milljón evra fyrir hann. Verðið gæti þó hækkað þar sem alls eru níu milljónir bundnar við árangur Rakitić hjá Sevilla. Hvort það sé eingöngu bundið við næsta tímabil kemur hvergi fram. Rakitić skrifaði undir fjögurra ára samning við Sevilla. Rakitić verður eflaust í liði Sevilla sem mætir Cadiz á útivelli í spænsku úrvalsdeildinni þann 27. september næstkomandi. Er það fyrsti deildarleikur liðsins á komandi leiktíð en liðið fær lengra sumarfrí en önnur lið sökum þess hve langt það komst í Evrópudeildinni.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Fleiri fréttir Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Í beinni: Nott. Forest - Tottenham | Spurs þarf að svara eftir skellinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Sjá meira