Borgin þurfi fjárstuðning vegna aukins fjölda hælisleitenda Vésteinn Örn Pétursson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 2. september 2020 07:00 Þriðjungi fleiri hælisleitendur hafa fengið alþjóðlega vernd hér á landi síðustu 20 mánuðum en öll fjögur árin þar á undan. Langflestir velja að búa í Reykjavík og fá þá stuðning þar. Sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar segir að ríkið þurfi að stórauka fjárstuðning við málaflokkinn. 700 hælisleitendur hafa fengið alþjóðlega vernd eða dvalarleyfi af mannúðarástæðum hér á landi síðustu 20 mánuði. Langflestir þeirra hafa valið að búa í Reykjavík eða 500 talsins. Á árunum 2015-2018 fengu samanlagt 488 slíka vernd hér á landi. Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, segir brýnt að fá meira fjármagn í málaflokkinn. „Við veitum þeim fjárhagsaðstoð, aðstoðum við húsnæðisleit síðan er það margháttuð ráðgjöf sem við veitum og reynum að sinna. við höfum t.d. bætt verulega við barnavernd en það þarf að bæta við á þjónustumiðstöðum og í skólaþjónustunni. Þannig að við erum með ákveðið ákall til yfirvalda að taka þessi mál alvarlega,“ segir Regína. Regína segir að ríkið þurfi að taka þátt í að greiða ráðgjafakostnað. „Borgin greiðir þessi útgjöld, þetta er ráðgjafakostnaður uppá 100 milljónir á ári ef vel ætti að vera.“ Þegar Útlendingastofnun hefur veitt hælisleitendum vernd fá þeir 2 vikur til að útvega sér húsnæði. Regína segir að þessi tími sé of skammur „Ég myndi vilja hafa þennan tíma að minnsta kosti mánuð. Þannig að fólk fái svigrúm til að leita sér af nýju húsnæði.“ Hún segir að reynslan sýni að fólk aðlagist betur samfélaginu ef það fær atvinnu. En horfurnar séu því miður ekki nógu góðar núna. „Í hruninu þá var atvinnuleysi eins og nú og þá kom í ljós að fólk sem fékk ekki vinnu var lengur að aðlagast. Það óttast ég núna því er mjög mikilvægt að allir sem bera ábyrgð í málinu setjist niður og finni einhverja lausn helst eigi síðar en í næstu viku eða næsta mánuði,“ segir Regína. Hælisleitendur Reykjavík Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Þriðjungi fleiri hælisleitendur hafa fengið alþjóðlega vernd hér á landi síðustu 20 mánuðum en öll fjögur árin þar á undan. Langflestir velja að búa í Reykjavík og fá þá stuðning þar. Sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar segir að ríkið þurfi að stórauka fjárstuðning við málaflokkinn. 700 hælisleitendur hafa fengið alþjóðlega vernd eða dvalarleyfi af mannúðarástæðum hér á landi síðustu 20 mánuði. Langflestir þeirra hafa valið að búa í Reykjavík eða 500 talsins. Á árunum 2015-2018 fengu samanlagt 488 slíka vernd hér á landi. Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, segir brýnt að fá meira fjármagn í málaflokkinn. „Við veitum þeim fjárhagsaðstoð, aðstoðum við húsnæðisleit síðan er það margháttuð ráðgjöf sem við veitum og reynum að sinna. við höfum t.d. bætt verulega við barnavernd en það þarf að bæta við á þjónustumiðstöðum og í skólaþjónustunni. Þannig að við erum með ákveðið ákall til yfirvalda að taka þessi mál alvarlega,“ segir Regína. Regína segir að ríkið þurfi að taka þátt í að greiða ráðgjafakostnað. „Borgin greiðir þessi útgjöld, þetta er ráðgjafakostnaður uppá 100 milljónir á ári ef vel ætti að vera.“ Þegar Útlendingastofnun hefur veitt hælisleitendum vernd fá þeir 2 vikur til að útvega sér húsnæði. Regína segir að þessi tími sé of skammur „Ég myndi vilja hafa þennan tíma að minnsta kosti mánuð. Þannig að fólk fái svigrúm til að leita sér af nýju húsnæði.“ Hún segir að reynslan sýni að fólk aðlagist betur samfélaginu ef það fær atvinnu. En horfurnar séu því miður ekki nógu góðar núna. „Í hruninu þá var atvinnuleysi eins og nú og þá kom í ljós að fólk sem fékk ekki vinnu var lengur að aðlagast. Það óttast ég núna því er mjög mikilvægt að allir sem bera ábyrgð í málinu setjist niður og finni einhverja lausn helst eigi síðar en í næstu viku eða næsta mánuði,“ segir Regína.
Hælisleitendur Reykjavík Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira