Wijnaldum yrði í lykilhlutverki í Katalóníu | Thiago arftaki hans? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. september 2020 18:30 Wijnaldum og Koeman þekkjast ágætlega en Koeman þjálfaði hollenska landsliðið frá 2018 til 2020. Vísir/Getty Hollenski miðjumaðurinn Georginio Wijnaldum færist nær Barcelona með hverjum deginum sem líður. Hann á aðeins ár eftir af samningi sínum við Englandsmeistara Liverpool og því líklegt að hann verði seldur í þessum félagaskiptaglugga þar sem félagið virðist ekki hafa of mikinn áhuga á að endursemja við leikmanninn. Sky Sports greinir frá en segir þó að fréttir þess efnis að Wijnaldum hafi nú þegar samið um kaup og kjör við spænska félagið séu einfaldlega rangar. Þá er talið að Wijnaldum hafi áhuga á því að vera áfram hjá Liverpool ef liðið framlengir samning hans. Óvíst er hvað Liverpool gerir en það virðist sem félagið sé nú þegar búið að eyrnamerkja Thiago Alcântara sem arftaka Wijnaldum á miðju liðsins. Thiago var einn allra besti leikmaður Bayern München er liðið vann Meistaradeild Evrópu á dögunum. Thiago fór mikinn í 1-0 sigri Bayern á PSG í úrslitum Meistaradeildar Evrópu.EPA-EFE/Miguel A. Lopes Ronald Koeman, nýráðinn þjálfari Börsunga, vill að Wijnaldum spili stórt hlutverki í mikið breyttu liði Börsunga á komandi leiktíð. Þeir þekkjast ágætlega frá tíma þeirra hjá hollenska landsliðinu. Það er nú þegar ljóst að Barcelona mun mæta með mikið breytt lið til leiks er spænska deildin fer aftur nú um miðbik mánaðarins. Ivan Rakitić er farinn aftur til Sevilla, Arturo Vidal er orðaður við brottför sem og Luis Suarez. Gerard Pique og Sergio Busquets gætu einnig leitað á önnur mið. Þá er enn allt í lausu lofti varðandi mál Lionel Messi hjá Börsungum. Það yrði verður því forvitnilegt að sjá hvernig Wijnaldum myndi passa inn í lið Barcelona undir stjórn Koeman. Fótbolti Spænski boltinn Enski boltinn Tengdar fréttir Suárez verður væntanlega samherji mannsins sem hann beit Luis Suárez er líklega á leið til Juventus þar sem hann hittir fyrir manninn sem hann beit á HM 2014. 2. september 2020 08:30 Úrslitastund í Messi-málinu í dag Faðir og umboðsmaður Lionels Messi er mættur til Barcelona til að reyna að höggva á hnútinn í deilu sonar síns og Katalóníufélagsins. 2. september 2020 07:30 Rakitić snúinn aftur til Andalúsíu Króatíski miðjumaðurinn Ivan Rakitić gekk í raðir Sevilla í dag. Hann ætti að þekkja hvern krók og kima hjá félaginu en hann lék með þeim frá árinu 2011 til 2014. 1. september 2020 18:15 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Í beinni: Valur - Stjarnan | Barist á mörkum skiptingar Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Sjá meira
Hollenski miðjumaðurinn Georginio Wijnaldum færist nær Barcelona með hverjum deginum sem líður. Hann á aðeins ár eftir af samningi sínum við Englandsmeistara Liverpool og því líklegt að hann verði seldur í þessum félagaskiptaglugga þar sem félagið virðist ekki hafa of mikinn áhuga á að endursemja við leikmanninn. Sky Sports greinir frá en segir þó að fréttir þess efnis að Wijnaldum hafi nú þegar samið um kaup og kjör við spænska félagið séu einfaldlega rangar. Þá er talið að Wijnaldum hafi áhuga á því að vera áfram hjá Liverpool ef liðið framlengir samning hans. Óvíst er hvað Liverpool gerir en það virðist sem félagið sé nú þegar búið að eyrnamerkja Thiago Alcântara sem arftaka Wijnaldum á miðju liðsins. Thiago var einn allra besti leikmaður Bayern München er liðið vann Meistaradeild Evrópu á dögunum. Thiago fór mikinn í 1-0 sigri Bayern á PSG í úrslitum Meistaradeildar Evrópu.EPA-EFE/Miguel A. Lopes Ronald Koeman, nýráðinn þjálfari Börsunga, vill að Wijnaldum spili stórt hlutverki í mikið breyttu liði Börsunga á komandi leiktíð. Þeir þekkjast ágætlega frá tíma þeirra hjá hollenska landsliðinu. Það er nú þegar ljóst að Barcelona mun mæta með mikið breytt lið til leiks er spænska deildin fer aftur nú um miðbik mánaðarins. Ivan Rakitić er farinn aftur til Sevilla, Arturo Vidal er orðaður við brottför sem og Luis Suarez. Gerard Pique og Sergio Busquets gætu einnig leitað á önnur mið. Þá er enn allt í lausu lofti varðandi mál Lionel Messi hjá Börsungum. Það yrði verður því forvitnilegt að sjá hvernig Wijnaldum myndi passa inn í lið Barcelona undir stjórn Koeman.
Fótbolti Spænski boltinn Enski boltinn Tengdar fréttir Suárez verður væntanlega samherji mannsins sem hann beit Luis Suárez er líklega á leið til Juventus þar sem hann hittir fyrir manninn sem hann beit á HM 2014. 2. september 2020 08:30 Úrslitastund í Messi-málinu í dag Faðir og umboðsmaður Lionels Messi er mættur til Barcelona til að reyna að höggva á hnútinn í deilu sonar síns og Katalóníufélagsins. 2. september 2020 07:30 Rakitić snúinn aftur til Andalúsíu Króatíski miðjumaðurinn Ivan Rakitić gekk í raðir Sevilla í dag. Hann ætti að þekkja hvern krók og kima hjá félaginu en hann lék með þeim frá árinu 2011 til 2014. 1. september 2020 18:15 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Í beinni: Valur - Stjarnan | Barist á mörkum skiptingar Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Sjá meira
Suárez verður væntanlega samherji mannsins sem hann beit Luis Suárez er líklega á leið til Juventus þar sem hann hittir fyrir manninn sem hann beit á HM 2014. 2. september 2020 08:30
Úrslitastund í Messi-málinu í dag Faðir og umboðsmaður Lionels Messi er mættur til Barcelona til að reyna að höggva á hnútinn í deilu sonar síns og Katalóníufélagsins. 2. september 2020 07:30
Rakitić snúinn aftur til Andalúsíu Króatíski miðjumaðurinn Ivan Rakitić gekk í raðir Sevilla í dag. Hann ætti að þekkja hvern krók og kima hjá félaginu en hann lék með þeim frá árinu 2011 til 2014. 1. september 2020 18:15