Bale myndi íhuga endurkomu til Englands ef Real leyfir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. september 2020 23:00 Gareth Bale nýtur þess að æfa með Wales þessa dagana. Vísir/Getty Images Gareth Bale var í viðtali hjá Sky Sports í kvöld. Þar segir Walesverjinn að hann myndi skoða þann möguleika á að spila aftur í Englandi ef hann stæði til boða. Félag hans, Spánarmeistarar Real Madrid, séu hins vegar ekki á því að leyfa honum að fara. Gareth Bale says he would consider a return to the Premier League if Real Madrid finally let him leave the club.— Sky Sports (@SkySports) September 2, 2020 Hinn 31 árs gamli Bale viðurkenndi að það væri gaman að vera þar sem hann er mikilsmetinn. Eitthvað sem Bale finnst hann ekki vera í herbúðum Real Madrid. Hann er nú staddur með landsliði Wales sem undirbýr sig fyrir leiki gegn Finnlandi og Búlgaríu í Þjóðadeildinni. Bale segir að hann myndi glaður skoða þann möguleika að spila aftur í ensku úrvalsdeildinni en hann lék með Tottenham Hotspur og Southampton á sínum tíma. Real standi hins vegar í vegi hans. „Ég reyndi að fara síðasta sumar en þeir komu í veg fyrir það. Það hafa komið önnur tilfelli þar sem ég hef reynt að fara en félagið leyfir það ekki. Þetta er þeirra höndum,“ segir Bale til að mynda í viðtalinu við Sky Sports. Come on @SpursOfficial get @GarethBale11 on a season loan, would suit all concerned. #COYS— Cliff Jones (@Cliff_Jones11) September 2, 2020 „Ég vill spila fótbolta. Ég er hungraður í að spila en félagið ræður öllu. Ég er samningsbundinn. Það eina sem ég get gert er að halda áfram að gera það sem ég er að gera og vonandi kemur eitthvað upp. Ég er aðeins 31 árs en mér líður frábærlega og að ég hafi enn mikið upp á að bjóða. Þetta er í höndum félagsins en þeir hafa gert hlutina frekar erfiða ef ég á að vera hreinskilinn.“ Að lokum sagðist Bale vera spenntur fyrir komandi landsleikjum og segir þá vera fínan undirbúning fyrir Evrópumótið sem fram fer næsta sumar. Fótbolti Enski boltinn Spænski boltinn Þjóðadeild UEFA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Danmörk - Spánn | Evrópumeistararnir mæta á Parken Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Sjá meira
Gareth Bale var í viðtali hjá Sky Sports í kvöld. Þar segir Walesverjinn að hann myndi skoða þann möguleika á að spila aftur í Englandi ef hann stæði til boða. Félag hans, Spánarmeistarar Real Madrid, séu hins vegar ekki á því að leyfa honum að fara. Gareth Bale says he would consider a return to the Premier League if Real Madrid finally let him leave the club.— Sky Sports (@SkySports) September 2, 2020 Hinn 31 árs gamli Bale viðurkenndi að það væri gaman að vera þar sem hann er mikilsmetinn. Eitthvað sem Bale finnst hann ekki vera í herbúðum Real Madrid. Hann er nú staddur með landsliði Wales sem undirbýr sig fyrir leiki gegn Finnlandi og Búlgaríu í Þjóðadeildinni. Bale segir að hann myndi glaður skoða þann möguleika að spila aftur í ensku úrvalsdeildinni en hann lék með Tottenham Hotspur og Southampton á sínum tíma. Real standi hins vegar í vegi hans. „Ég reyndi að fara síðasta sumar en þeir komu í veg fyrir það. Það hafa komið önnur tilfelli þar sem ég hef reynt að fara en félagið leyfir það ekki. Þetta er þeirra höndum,“ segir Bale til að mynda í viðtalinu við Sky Sports. Come on @SpursOfficial get @GarethBale11 on a season loan, would suit all concerned. #COYS— Cliff Jones (@Cliff_Jones11) September 2, 2020 „Ég vill spila fótbolta. Ég er hungraður í að spila en félagið ræður öllu. Ég er samningsbundinn. Það eina sem ég get gert er að halda áfram að gera það sem ég er að gera og vonandi kemur eitthvað upp. Ég er aðeins 31 árs en mér líður frábærlega og að ég hafi enn mikið upp á að bjóða. Þetta er í höndum félagsins en þeir hafa gert hlutina frekar erfiða ef ég á að vera hreinskilinn.“ Að lokum sagðist Bale vera spenntur fyrir komandi landsleikjum og segir þá vera fínan undirbúning fyrir Evrópumótið sem fram fer næsta sumar.
Fótbolti Enski boltinn Spænski boltinn Þjóðadeild UEFA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Danmörk - Spánn | Evrópumeistararnir mæta á Parken Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Sjá meira