Höfðu áhyggjur af andlega veikum starfsmanni sem gerði mistök Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 3. september 2020 19:46 Starfsmaður Krabbameinsfélagsins sem sinnti því að greina sýni við leghálsskoðun var andlega veikur og hætti störfum af þeim sökum á þessu ári. Viðkomandi starfsmaður gerði mistök við greiningu á frumubreytingum sem nú er orðið að ólæknandi krabbameini. Starfsmaðurinn sem gerði mistök við greiningu á sýni sem sýndi greinilega frumubreytingar og varð til þess að kona um fimmtugt er nú með ólæknandi krabbamein hafði átt við heilsubrest að stríða. Ágúst Ingi Ágústsson, sviðstjóri leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins, segir nú vitað að rangar niðurstöður sem konan fékk hafi verið vegna mannlegra mistaka. „Það var ranglega lesið úr sýninu á sínum tíma,“ sagði hann í beinni útsendingu kvöldfrétta Stöðvar 2. Samkvæmt heimildum fréttastofu átti starfsmaðurinn við alvarleg andleg veikindi að stríða, starfsmenn Krabbameinsfélagsins höfðu þungar áhyggjur af heilsu viðkomandi og veltu því upp hvort honum væri treystandi að greina sýni rétt en þess má geta að aðeins sex starfsmenn sinna greiningu á sýnum hjá félaginu. Aðeins einn starfsmaður greindi hvert sýni fram til ársins 2019, fyrir utan sérstakt gæðaeftirlit en þá er 10% sýnanna skimuð handahófskennt af tveimur ólíkum starfsmönnum. Er eðlilegt að ein manneskja beri ábyrgð á að lesa úr sýnum, er það eðlilegt ferli? „Þetta er eðlilegt ferli, starfsfólkið er sérþjálfað til að greina þessi sýni. þetta er algerlega í samræmi við verklag sem er viðhaft í öðrum löndum,“ svarar Ágúst Ingi. En grunaði ykkur ekkert? Að það væri verið að gera mistök? „Við höfðum haft áhyggjur af starfsmanninum en við skoðun og eftirlit kom ekki neitt í ljós sem gat sýnt fram á að hann væri ekki hæfur til að sinna starfi sínu,“ segir Ágúst. Hefði ekki þurft að bregðast harðar við þegar þið eruð með áhyggjur af vinnulagi við að greina sýni á lífshættulegum sjúkdómi? „Eftir á að hyggja þá hefðum við sennilega átt að skoða málið betur,“ segir Ágúst. Hafa kallað 45 konur til frekari skoðunar Nú er verið að endurskoða yfir sex þúsund sýni frá árunum 2017 til 2019 sem umræddur starfsmaður hafði haft með höndum. 1.800 sýni hafa verið skoðuð og 2,5% kvenna kallaðar til frekari skoðunar þar sem þær fengu ranga greiningu. Það eru 45 konur. Hafið þið rætt að endurskoða hvernig þið greinið sýni eða aðra verkferla eftir þetta mál? „Við erum að fara ofan í kjölinn á okkar verkferlum og hvað við getum gert betur. Ég get sagt að það eru framfarir í skimun á leghálskrabbameinum. Víða í löndum kringum okkar er verið að breyta fyrirkomulagi og það liggur fyrir að það eigi að gera það líka á Íslandi. Við erum ekki komin þangað ennþá,“ segir Ágúst. Spurður hvort verkefnið sé of viðamikið fyrir félagasamtök eins og Krabbameinsfélagið segir hann þvert á móti mikinn árangur hafa nást síðustu áratugi. En er þetta falskt öryggi að koma í leghálsskimun miðað við alla sem fá ranga niðurstöðu? „Við höfum aldrei haldið því fram að skimun sé 100% örugg. Við hefðum kannski getað staðið okkur betur í að upplýsa konur um það. Vísindalega hefur sýnt fram á að með því að koma í reglubundna skimun þá fækkum við leghálskrabbameinstilfellum um 90%. Við náum ekki öllum með skimuninni.“ Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá lengra viðtal við Ágúst Inga. Ný tilkynning barst í dag Embætti landlæknis hefur eftirlitshlutverk gagnvart krabbameinsfélaginu og rannsakar málið sem hefur vaxið að umfangi. „Þetta hörmulega og sorglega mál er til umfjöllunar hjá embættinu. Auk þessa hörmulega máls þar sem núna nýlega greindist alvarlegt krabbamein, þá barst ein tilkynning í dag. Ég veit ekki nákvæmlega hvers eðlis hún er en hún tengist þessu. Svo höfum við spurnir af því að það þriðja sé í farvatninu“ segir Alma Möller, landlæknir. Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hafa kallað inn fleiri konur vegna sýna sem sami starfsmaður skoðaði Starfsmaðurinn sem skoðaði sýni konunnar sem greindist með ólæknandi leghálskrabbamein í ár lét af störfum hjá leitarstöð Krabbameinsfélagsins í febrúar á þessu ári. 3. september 2020 17:16 Fyrirspurnum rignir inn frá áhyggjufullum konum og aðstandendum Lögmaður konu sem ætlar í skaðabótamál við Krabbameinsfélagið vegna mistaka við sýnatöku segist hafa fengið fjölda fyrirspurna frá öðrum konum eða aðstandendum þeirra sem vilja athuga rétt sinn vegna mögulegra mistaka. 3. september 2020 12:21 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira
Starfsmaður Krabbameinsfélagsins sem sinnti því að greina sýni við leghálsskoðun var andlega veikur og hætti störfum af þeim sökum á þessu ári. Viðkomandi starfsmaður gerði mistök við greiningu á frumubreytingum sem nú er orðið að ólæknandi krabbameini. Starfsmaðurinn sem gerði mistök við greiningu á sýni sem sýndi greinilega frumubreytingar og varð til þess að kona um fimmtugt er nú með ólæknandi krabbamein hafði átt við heilsubrest að stríða. Ágúst Ingi Ágústsson, sviðstjóri leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins, segir nú vitað að rangar niðurstöður sem konan fékk hafi verið vegna mannlegra mistaka. „Það var ranglega lesið úr sýninu á sínum tíma,“ sagði hann í beinni útsendingu kvöldfrétta Stöðvar 2. Samkvæmt heimildum fréttastofu átti starfsmaðurinn við alvarleg andleg veikindi að stríða, starfsmenn Krabbameinsfélagsins höfðu þungar áhyggjur af heilsu viðkomandi og veltu því upp hvort honum væri treystandi að greina sýni rétt en þess má geta að aðeins sex starfsmenn sinna greiningu á sýnum hjá félaginu. Aðeins einn starfsmaður greindi hvert sýni fram til ársins 2019, fyrir utan sérstakt gæðaeftirlit en þá er 10% sýnanna skimuð handahófskennt af tveimur ólíkum starfsmönnum. Er eðlilegt að ein manneskja beri ábyrgð á að lesa úr sýnum, er það eðlilegt ferli? „Þetta er eðlilegt ferli, starfsfólkið er sérþjálfað til að greina þessi sýni. þetta er algerlega í samræmi við verklag sem er viðhaft í öðrum löndum,“ svarar Ágúst Ingi. En grunaði ykkur ekkert? Að það væri verið að gera mistök? „Við höfðum haft áhyggjur af starfsmanninum en við skoðun og eftirlit kom ekki neitt í ljós sem gat sýnt fram á að hann væri ekki hæfur til að sinna starfi sínu,“ segir Ágúst. Hefði ekki þurft að bregðast harðar við þegar þið eruð með áhyggjur af vinnulagi við að greina sýni á lífshættulegum sjúkdómi? „Eftir á að hyggja þá hefðum við sennilega átt að skoða málið betur,“ segir Ágúst. Hafa kallað 45 konur til frekari skoðunar Nú er verið að endurskoða yfir sex þúsund sýni frá árunum 2017 til 2019 sem umræddur starfsmaður hafði haft með höndum. 1.800 sýni hafa verið skoðuð og 2,5% kvenna kallaðar til frekari skoðunar þar sem þær fengu ranga greiningu. Það eru 45 konur. Hafið þið rætt að endurskoða hvernig þið greinið sýni eða aðra verkferla eftir þetta mál? „Við erum að fara ofan í kjölinn á okkar verkferlum og hvað við getum gert betur. Ég get sagt að það eru framfarir í skimun á leghálskrabbameinum. Víða í löndum kringum okkar er verið að breyta fyrirkomulagi og það liggur fyrir að það eigi að gera það líka á Íslandi. Við erum ekki komin þangað ennþá,“ segir Ágúst. Spurður hvort verkefnið sé of viðamikið fyrir félagasamtök eins og Krabbameinsfélagið segir hann þvert á móti mikinn árangur hafa nást síðustu áratugi. En er þetta falskt öryggi að koma í leghálsskimun miðað við alla sem fá ranga niðurstöðu? „Við höfum aldrei haldið því fram að skimun sé 100% örugg. Við hefðum kannski getað staðið okkur betur í að upplýsa konur um það. Vísindalega hefur sýnt fram á að með því að koma í reglubundna skimun þá fækkum við leghálskrabbameinstilfellum um 90%. Við náum ekki öllum með skimuninni.“ Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá lengra viðtal við Ágúst Inga. Ný tilkynning barst í dag Embætti landlæknis hefur eftirlitshlutverk gagnvart krabbameinsfélaginu og rannsakar málið sem hefur vaxið að umfangi. „Þetta hörmulega og sorglega mál er til umfjöllunar hjá embættinu. Auk þessa hörmulega máls þar sem núna nýlega greindist alvarlegt krabbamein, þá barst ein tilkynning í dag. Ég veit ekki nákvæmlega hvers eðlis hún er en hún tengist þessu. Svo höfum við spurnir af því að það þriðja sé í farvatninu“ segir Alma Möller, landlæknir.
Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hafa kallað inn fleiri konur vegna sýna sem sami starfsmaður skoðaði Starfsmaðurinn sem skoðaði sýni konunnar sem greindist með ólæknandi leghálskrabbamein í ár lét af störfum hjá leitarstöð Krabbameinsfélagsins í febrúar á þessu ári. 3. september 2020 17:16 Fyrirspurnum rignir inn frá áhyggjufullum konum og aðstandendum Lögmaður konu sem ætlar í skaðabótamál við Krabbameinsfélagið vegna mistaka við sýnatöku segist hafa fengið fjölda fyrirspurna frá öðrum konum eða aðstandendum þeirra sem vilja athuga rétt sinn vegna mögulegra mistaka. 3. september 2020 12:21 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira
Hafa kallað inn fleiri konur vegna sýna sem sami starfsmaður skoðaði Starfsmaðurinn sem skoðaði sýni konunnar sem greindist með ólæknandi leghálskrabbamein í ár lét af störfum hjá leitarstöð Krabbameinsfélagsins í febrúar á þessu ári. 3. september 2020 17:16
Fyrirspurnum rignir inn frá áhyggjufullum konum og aðstandendum Lögmaður konu sem ætlar í skaðabótamál við Krabbameinsfélagið vegna mistaka við sýnatöku segist hafa fengið fjölda fyrirspurna frá öðrum konum eða aðstandendum þeirra sem vilja athuga rétt sinn vegna mögulegra mistaka. 3. september 2020 12:21