Hlutdeildarlánin samþykkt á Alþingi Sylvía Hall skrifar 3. september 2020 22:51 Ásmundur Einar segist fagna því að frumvarpið hafi verið samþykkt, enda hafi þetta verið eitt af hans helstu áherslumálum innan ríkisstjórnarinnar. Vísir/Vilhelm Frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, um hlutdeildarlán við fyrstu kaup var samþykkt í kvöld. Láninu er ætlað að auðvelda tekju- og eignalitlum einstaklingum að eignast sína fyrstu íbúð. Hlutdeildarlánin voru kynnt fyrr í sumar en þau eru að skoskri fyrirmynd. Með tilkomu hlutdeildarlánanna þarf kaupandi að leggja til að lágmarki 5 prósent eigið fé og taka 75 prósenta fasteignalán hjá lánastofnun, en hlutdeildarlánin geta numið allt að 20 prósentum af kaupverði. Þá fylgja hvorki vextir né afborganir hlutdeildarlánunum á lánstímanum. Endurgreiða þarf lánið þegar íbúðin er seld og nemur endurgreiðslufjárhæðin sama hlutfalli af söluverðinu við endurgreiðslu og upphafleg lánveiting nam af kaupverði. Dæmi: Kaupverð fasteignar er 40 milljónir og hlutdeildarlán hljóðar upp á 20% af kaupverðinu eða sem samsvarar 8 milljónum króna. Tíu árum síðar er eignin seld fyrir 50 milljónir króna. Þá eru tuttugu prósentin endurgreidd, nema hlutfallið reiknast nú af nýja fasteignaverðinu og nemur endurgreiðslan því 10 milljónum kr. Þannig nýtur ríkið sem lánveitandi einnig góðs af hækkun fasteignaverðs, ólíkt öðrum lánveitendum á húsnæðismarkaði. Í tilkynningu um samþykkt frumvarpsins segist Ásmundur Einar fagna því að hlutdeildarlánin verði að veruleika. Með þeim sé verið að taka mikilvægt skref í áttina að því að lækka þröskuld ungs fólks og tekjulágra inn á fasteignamarkaðinn. „Lægstu tekjutíundir hafa verið fastar á leigumarkaði og við vitum að mikill meirihluti þeirra vill komast í eigið húsnæði. Nú er ríkið að stíga myndarlegt skref til þess að aðstoða þetta fólk og við sem samfélag erum að segja að við sættum okkur ekki við að einungis þeir sem eru með sterkt bakland eigi að geta eignast eigið húsnæði,“ segir Ásmundur Einar. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Félagsmál Húsnæðismál Tengdar fréttir Auðvelda fyrstu kaup með hlutdeildarlánum Félags- og barnamálaráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um hlutdeildarlán. Markmið frumvarpsins er að auðvelda tekju- og eignalitlum einstaklingum að eignast sína fyrstu íbúð 11. júní 2020 12:25 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Play skuldi hálfan milljarð króna til Isavia Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Sjá meira
Frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, um hlutdeildarlán við fyrstu kaup var samþykkt í kvöld. Láninu er ætlað að auðvelda tekju- og eignalitlum einstaklingum að eignast sína fyrstu íbúð. Hlutdeildarlánin voru kynnt fyrr í sumar en þau eru að skoskri fyrirmynd. Með tilkomu hlutdeildarlánanna þarf kaupandi að leggja til að lágmarki 5 prósent eigið fé og taka 75 prósenta fasteignalán hjá lánastofnun, en hlutdeildarlánin geta numið allt að 20 prósentum af kaupverði. Þá fylgja hvorki vextir né afborganir hlutdeildarlánunum á lánstímanum. Endurgreiða þarf lánið þegar íbúðin er seld og nemur endurgreiðslufjárhæðin sama hlutfalli af söluverðinu við endurgreiðslu og upphafleg lánveiting nam af kaupverði. Dæmi: Kaupverð fasteignar er 40 milljónir og hlutdeildarlán hljóðar upp á 20% af kaupverðinu eða sem samsvarar 8 milljónum króna. Tíu árum síðar er eignin seld fyrir 50 milljónir króna. Þá eru tuttugu prósentin endurgreidd, nema hlutfallið reiknast nú af nýja fasteignaverðinu og nemur endurgreiðslan því 10 milljónum kr. Þannig nýtur ríkið sem lánveitandi einnig góðs af hækkun fasteignaverðs, ólíkt öðrum lánveitendum á húsnæðismarkaði. Í tilkynningu um samþykkt frumvarpsins segist Ásmundur Einar fagna því að hlutdeildarlánin verði að veruleika. Með þeim sé verið að taka mikilvægt skref í áttina að því að lækka þröskuld ungs fólks og tekjulágra inn á fasteignamarkaðinn. „Lægstu tekjutíundir hafa verið fastar á leigumarkaði og við vitum að mikill meirihluti þeirra vill komast í eigið húsnæði. Nú er ríkið að stíga myndarlegt skref til þess að aðstoða þetta fólk og við sem samfélag erum að segja að við sættum okkur ekki við að einungis þeir sem eru með sterkt bakland eigi að geta eignast eigið húsnæði,“ segir Ásmundur Einar.
Dæmi: Kaupverð fasteignar er 40 milljónir og hlutdeildarlán hljóðar upp á 20% af kaupverðinu eða sem samsvarar 8 milljónum króna. Tíu árum síðar er eignin seld fyrir 50 milljónir króna. Þá eru tuttugu prósentin endurgreidd, nema hlutfallið reiknast nú af nýja fasteignaverðinu og nemur endurgreiðslan því 10 milljónum kr. Þannig nýtur ríkið sem lánveitandi einnig góðs af hækkun fasteignaverðs, ólíkt öðrum lánveitendum á húsnæðismarkaði.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Félagsmál Húsnæðismál Tengdar fréttir Auðvelda fyrstu kaup með hlutdeildarlánum Félags- og barnamálaráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um hlutdeildarlán. Markmið frumvarpsins er að auðvelda tekju- og eignalitlum einstaklingum að eignast sína fyrstu íbúð 11. júní 2020 12:25 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Play skuldi hálfan milljarð króna til Isavia Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Sjá meira
Auðvelda fyrstu kaup með hlutdeildarlánum Félags- og barnamálaráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um hlutdeildarlán. Markmið frumvarpsins er að auðvelda tekju- og eignalitlum einstaklingum að eignast sína fyrstu íbúð 11. júní 2020 12:25
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum