Á annan tug gæti þurft á gjörgæslu Kjartan Kjartansson skrifar 15. mars 2020 13:56 Jón Magnús Kristjánsson, forstöðumaður bráðaþjónustu hjá Landspítalanum. Vísir/Egill Fyrstu niðurstöður skimunar Íslenskrar erfðagreiningar vegna kórónuveirunnar þýða að allt að 170 manns gætu þurft að leggjast inn á gjörgæslu á Íslandi, að mati yfirlæknis bráðalækninga Landspítalans. Jafnvel þó að hlutfall smitaðra sé tífalt lægra gæti á annan tug einstaklinga þurft á gjörgæslu þegar við upphaf faraldursins. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar tilkynnti í dag, að tæplega 1% þeirra sem komu til skimunar vegna kórónuveirunnar hafi greinst smitaðir samkvæmt fyrstu niðurstöðum fyrirtækisins á sýnum úr um 700 einstaklingum. Um helmingur þeirra hafi verið einkennalaus. Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga Landspítalans, leggur út af þeim tölum og setur í samhengi við faraldsfræðilegar upplýsingar um nýja afbrigði kórónuveirunnar sem veldu Covid-19-sjúkdómnum í færslu sem hann skrifar á Facebook-síðu sína í dag. Miðað við að 1% þjóðarinnar sé smitað geri það 3.400 manns. Um 15% sem smitast af veirunni veikjast alvarlega og 5% hafa þurft á gjörgæslu. Það þýði að 510 manns gætu þurft innlögn á Íslandi og 170 þurfi að leggjast inn á gjörgæslu. Hann telur þó hlutfallið líklegra hærra þar sem einkennalausir einstaklingar hafi ekki verið skimaðir áður. Álagið á heilbrigðiskerfið geti orðið gríðarlegar jafnvel þó að hlutfallið sé raunverulega mun lægra. „En þó við segjum að þetta se tífalt of hátt hlutfall (10% þeirra sem eru i sóttkví reynast smitaðir) þá eru þetta samt 51 sem þarf innlög og 17 á gjörgæsludeild og faraldurinn er rétt að byrja!! Í guðanna bænum fylgið leiðbeiningum sóttvarnarlæknis,“ skrifar Jón Magnús. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Helmingur sýktra voru einkennalausir: „Hinn helmingurinn var með venjulegt kvef“ Greint var frá fyrstu niðurstöðum úr skimun Íslenskrar erfðagreiningar í dag. 15. mars 2020 12:17 Fyrstu niðurstöður benda til þess að eitt prósent landsmanna sé með veiruna Fyrstu niðurstöður úr skimun Íslenskrar erfðagreiningar benda til þess að um eitt prósent landsmanna sé með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. 15. mars 2020 11:22 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Fyrstu niðurstöður skimunar Íslenskrar erfðagreiningar vegna kórónuveirunnar þýða að allt að 170 manns gætu þurft að leggjast inn á gjörgæslu á Íslandi, að mati yfirlæknis bráðalækninga Landspítalans. Jafnvel þó að hlutfall smitaðra sé tífalt lægra gæti á annan tug einstaklinga þurft á gjörgæslu þegar við upphaf faraldursins. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar tilkynnti í dag, að tæplega 1% þeirra sem komu til skimunar vegna kórónuveirunnar hafi greinst smitaðir samkvæmt fyrstu niðurstöðum fyrirtækisins á sýnum úr um 700 einstaklingum. Um helmingur þeirra hafi verið einkennalaus. Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga Landspítalans, leggur út af þeim tölum og setur í samhengi við faraldsfræðilegar upplýsingar um nýja afbrigði kórónuveirunnar sem veldu Covid-19-sjúkdómnum í færslu sem hann skrifar á Facebook-síðu sína í dag. Miðað við að 1% þjóðarinnar sé smitað geri það 3.400 manns. Um 15% sem smitast af veirunni veikjast alvarlega og 5% hafa þurft á gjörgæslu. Það þýði að 510 manns gætu þurft innlögn á Íslandi og 170 þurfi að leggjast inn á gjörgæslu. Hann telur þó hlutfallið líklegra hærra þar sem einkennalausir einstaklingar hafi ekki verið skimaðir áður. Álagið á heilbrigðiskerfið geti orðið gríðarlegar jafnvel þó að hlutfallið sé raunverulega mun lægra. „En þó við segjum að þetta se tífalt of hátt hlutfall (10% þeirra sem eru i sóttkví reynast smitaðir) þá eru þetta samt 51 sem þarf innlög og 17 á gjörgæsludeild og faraldurinn er rétt að byrja!! Í guðanna bænum fylgið leiðbeiningum sóttvarnarlæknis,“ skrifar Jón Magnús.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Helmingur sýktra voru einkennalausir: „Hinn helmingurinn var með venjulegt kvef“ Greint var frá fyrstu niðurstöðum úr skimun Íslenskrar erfðagreiningar í dag. 15. mars 2020 12:17 Fyrstu niðurstöður benda til þess að eitt prósent landsmanna sé með veiruna Fyrstu niðurstöður úr skimun Íslenskrar erfðagreiningar benda til þess að um eitt prósent landsmanna sé með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. 15. mars 2020 11:22 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Helmingur sýktra voru einkennalausir: „Hinn helmingurinn var með venjulegt kvef“ Greint var frá fyrstu niðurstöðum úr skimun Íslenskrar erfðagreiningar í dag. 15. mars 2020 12:17
Fyrstu niðurstöður benda til þess að eitt prósent landsmanna sé með veiruna Fyrstu niðurstöður úr skimun Íslenskrar erfðagreiningar benda til þess að um eitt prósent landsmanna sé með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. 15. mars 2020 11:22