Segir að hann muni ávallt elska Barcelona Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. september 2020 21:30 Messi segir að hann muni ávallt elska knattspyrnufélagið Barcelona. EPA-EFE/Enric Fontcuberta Eftir að hafa haldið knattspyrnuheiminum í gíslingu undanfarnar vikur opinberaði Lionel Messi loks í dag að hann yrði áfram hjá spænska stórveldinu Barcelona. Allavega út núverandi samning sinn en hann rennur út sumarið 2021. Messi greindi frá þessu í viðtali fyrr í dag. Þar segir hann til að mynda að hann hafi fyrir löngu verið búinn að ákveða að fara frá félaginu og hann væri búinn að fá nóg af stjórnarháttum Josep Maria Bartomeu, forseta félagsins. Þrátt fyrir að vilja – enn sem stendur allavega – yfirgefa félagið og hafa reynt það með öllum tiltækum ráðum fyrir utan að fara fyrir dómara þá segir Messi að ást sín á Barcelona muni aldrei dvína. Hinn 33 ára gamli Argentínumaður mun því virða samning sinn út þetta tímabil og gefa sig allan í verkefnið. „Ég vil alltaf vinna. Ég er með mikið keppnisskap og hata að tapa. Ég vill það besta fyrir félagið, fyrir búningsklefann og fyrir sjálfan mig,“ segir Messi í viðtali við Goal.com. Það er allavega ljóst að Messi hefur fengið sínu framgengt undanfarin ár en hann er launahæsti knattspyrnumaður í heimi. Cristiano Ronaldo þénar þó meira á ári en hann fær12 milljónum dollara minna í laun frá Juventus en Messi fær frá Barcelona. The love story continues pic.twitter.com/LAoMsIwAUs— Goal (@goal) September 4, 2020 Messi er ósáttur með umræðuna sem myndaðist í kringum mögulega brottför hans frá Barcelona. „Það særði mig þegar ég heyrði fólk, og blaðamenn, efast um hollustu mína gagnvart Barcelona. Sagðir voru hlutir sem ég tel mig ekki eiga skilið en það hjálpar mér líka að sjá hvernig fólk er í raun og veru. Knattspyrnuheimurinn getur verið mjög erfiður og það er mikið af lygurum. Þetta hefur hjálpað mér að sjá hverjir eru lygarar og hverjir ekki. Það særði mig þegar fólk efaðist um ást mína á félaginu.“ WORLD EXCLUSIVE We spoke to Lionel Messi about why he felt forced to leave Barcelona, how it devastated his family and what his future looks like now — Goal (@goal) September 4, 2020 „Sama hversu mikið ég vill fara, ást mín á Barcelona mun aldrei breytast,“ sagði Messi að lokum. Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Messi verður áfram hjá Barcelona Lionel Messi vill ekki enda ferill sinn hjá Barcelona inn í réttarsal og hefur ákveðið að klára síðasta tímabilið í samningi sínum. 4. september 2020 16:20 Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira
Eftir að hafa haldið knattspyrnuheiminum í gíslingu undanfarnar vikur opinberaði Lionel Messi loks í dag að hann yrði áfram hjá spænska stórveldinu Barcelona. Allavega út núverandi samning sinn en hann rennur út sumarið 2021. Messi greindi frá þessu í viðtali fyrr í dag. Þar segir hann til að mynda að hann hafi fyrir löngu verið búinn að ákveða að fara frá félaginu og hann væri búinn að fá nóg af stjórnarháttum Josep Maria Bartomeu, forseta félagsins. Þrátt fyrir að vilja – enn sem stendur allavega – yfirgefa félagið og hafa reynt það með öllum tiltækum ráðum fyrir utan að fara fyrir dómara þá segir Messi að ást sín á Barcelona muni aldrei dvína. Hinn 33 ára gamli Argentínumaður mun því virða samning sinn út þetta tímabil og gefa sig allan í verkefnið. „Ég vil alltaf vinna. Ég er með mikið keppnisskap og hata að tapa. Ég vill það besta fyrir félagið, fyrir búningsklefann og fyrir sjálfan mig,“ segir Messi í viðtali við Goal.com. Það er allavega ljóst að Messi hefur fengið sínu framgengt undanfarin ár en hann er launahæsti knattspyrnumaður í heimi. Cristiano Ronaldo þénar þó meira á ári en hann fær12 milljónum dollara minna í laun frá Juventus en Messi fær frá Barcelona. The love story continues pic.twitter.com/LAoMsIwAUs— Goal (@goal) September 4, 2020 Messi er ósáttur með umræðuna sem myndaðist í kringum mögulega brottför hans frá Barcelona. „Það særði mig þegar ég heyrði fólk, og blaðamenn, efast um hollustu mína gagnvart Barcelona. Sagðir voru hlutir sem ég tel mig ekki eiga skilið en það hjálpar mér líka að sjá hvernig fólk er í raun og veru. Knattspyrnuheimurinn getur verið mjög erfiður og það er mikið af lygurum. Þetta hefur hjálpað mér að sjá hverjir eru lygarar og hverjir ekki. Það særði mig þegar fólk efaðist um ást mína á félaginu.“ WORLD EXCLUSIVE We spoke to Lionel Messi about why he felt forced to leave Barcelona, how it devastated his family and what his future looks like now — Goal (@goal) September 4, 2020 „Sama hversu mikið ég vill fara, ást mín á Barcelona mun aldrei breytast,“ sagði Messi að lokum.
Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Messi verður áfram hjá Barcelona Lionel Messi vill ekki enda ferill sinn hjá Barcelona inn í réttarsal og hefur ákveðið að klára síðasta tímabilið í samningi sínum. 4. september 2020 16:20 Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira
Messi verður áfram hjá Barcelona Lionel Messi vill ekki enda ferill sinn hjá Barcelona inn í réttarsal og hefur ákveðið að klára síðasta tímabilið í samningi sínum. 4. september 2020 16:20