„Hægt að koma í veg fyrir fjögur af tíu krabbameinum með lífsstíl“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 5. september 2020 07:00 Jóhanna Eyrún Torfadóttir næringafræðingur sérhæfði sig í lýðheilsu. Hún segir mikilvægt að huga snemma að góðum venjum þegar kemur að mataræði. Vísir/Vilhelm Það er magnað hversu mikil áhrif við getum haft á líf okkar og heilsu með mataræði og heilbrigðum lífsstíl, segja Jóhanna Torfadóttir næringarfræðingur og Elín Skúladóttir formaður Krafts. Þær ræddu mikilvægi holls mataræðis í nýjasta þætti Krafts hlaðvarpsins Fokk ég er með krabbamein. Í þættinum Er tenging á milli krabbameins og mataræðis? fara þær meðal annars yfir það sem allir geta gert til þess að reyna að draga úr líkum á því að fá krabbamein. Þær segja að mataræði á unglingsárum skipti þar máli og því eigi að byrja að skapa góðar venjur strax í æsku. Áhrifin sem hreyfing, mataræði og streita geta á heilsuna eru töluverð. Hægt að bjarga mörgum „Við vitum og við vitum að þetta eru varlega áætlaðar tölur, að það sé hægt að koma í veg fyrir fjögur af tíu krabbameinum með lífsstíl. Þetta er tala sem flestir eru orðnir nokkuð sammála um en stundum er sagt að 30 til 50 prósent krabbameinstilfella væri hægt að koma í veg fyrir með breyttum lífsstíl. Þannig að það er til mikils að vinna,“ segir Jóhanna. Þær segja að það sé auðvitað erfitt að vita ekki áhrif eða útbreiðslu forvarnanna en það sé þó alltaf jákvætt fyrir fjöldann, að bera út þennan boðskap. „Þetta er samt svo súrt því það er mikið af fólki sem hægt er að bæði sleppa þessari lífsreynslu og einnig bjarga lífi margra,“ bætir Elín við. Sjálf segist hún hafa verið á sínu óhollasta tímabili á unglingsárunum, sem hugsanlega hafði einhver áhrif á hennar heilsufar. Elín Sandra Skúladóttir formaður Krafts sigraðist sjálf á brjóstakrabbameini. Hún segir að breyttur lífsstíll hafi hjálpað mikið í meðferðinni og endurhæfingu.Mynd/Kraftur Þakklát fyrir breytingarnar Elín breytti mataræðinu í kjölfarið af því að hún var greind með brjóstakrabbamein. Hún gerðist grænkeri og tók alla fjölskylduna með sér í þá breytingu, með misgóðum undirtektum heimilismanna. „Það kom mér á óvart hvað ég var hraust í lyfjameðferðinni, eiginlega hressari en ég hafði verið áður“ segir Elín meðal annars í þættinum. „Þetta hefur breytt alveg ótrúlega miklu fyrir mig varðandi mína heilsu og mína endurhæfingu eftir meðferðina. Ég er ótrúlega þakklát fyrir að hafa gert þessar breytingar og þetta hefur reynst mér og fjölskyldu minni alveg ótrúlega vel.“ Viðtal Sigríðar Þóru Ásgeirsdóttur við þær Elínu Skúladóttur og Jóhönnu Torfadóttir má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan en þátturinn er einnig kominn á allar helstu efnisveitur. Heilsa Heilbrigðismál Fokk ég er með krabbamein Tengdar fréttir „Barnið mitt þekkir ekki annað“ „Þá átti ég þriggja mánaða stelpu,“ segir Sara Snorradóttir um það þegar hún greindist með Hodgkins eitlafrumukrabbamein í ágúst árið 2017. Hún viðurkennir að það hafi verið erfitt að fá þessar fréttir svo skömmu eftir að barnið fæddist. 2. september 2020 16:30 Hreyfing vanmetinn hluti af krabbameinsmeðferð Líkamleg endurhæfing er mikilvægur þáttur í bataferli þeirra sem greinast með krabbamein. Hér á landi er til dæmis bæði hægt að sækja þjálfun og æfingar í gegnum félögin Kraft og Ljósið. Þjálfarar segja að það geti verið mjög hvetjandi að æfa með fólki sem hefur einnig greinst með krabbamein. 21. ágúst 2020 07:00 Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Það er magnað hversu mikil áhrif við getum haft á líf okkar og heilsu með mataræði og heilbrigðum lífsstíl, segja Jóhanna Torfadóttir næringarfræðingur og Elín Skúladóttir formaður Krafts. Þær ræddu mikilvægi holls mataræðis í nýjasta þætti Krafts hlaðvarpsins Fokk ég er með krabbamein. Í þættinum Er tenging á milli krabbameins og mataræðis? fara þær meðal annars yfir það sem allir geta gert til þess að reyna að draga úr líkum á því að fá krabbamein. Þær segja að mataræði á unglingsárum skipti þar máli og því eigi að byrja að skapa góðar venjur strax í æsku. Áhrifin sem hreyfing, mataræði og streita geta á heilsuna eru töluverð. Hægt að bjarga mörgum „Við vitum og við vitum að þetta eru varlega áætlaðar tölur, að það sé hægt að koma í veg fyrir fjögur af tíu krabbameinum með lífsstíl. Þetta er tala sem flestir eru orðnir nokkuð sammála um en stundum er sagt að 30 til 50 prósent krabbameinstilfella væri hægt að koma í veg fyrir með breyttum lífsstíl. Þannig að það er til mikils að vinna,“ segir Jóhanna. Þær segja að það sé auðvitað erfitt að vita ekki áhrif eða útbreiðslu forvarnanna en það sé þó alltaf jákvætt fyrir fjöldann, að bera út þennan boðskap. „Þetta er samt svo súrt því það er mikið af fólki sem hægt er að bæði sleppa þessari lífsreynslu og einnig bjarga lífi margra,“ bætir Elín við. Sjálf segist hún hafa verið á sínu óhollasta tímabili á unglingsárunum, sem hugsanlega hafði einhver áhrif á hennar heilsufar. Elín Sandra Skúladóttir formaður Krafts sigraðist sjálf á brjóstakrabbameini. Hún segir að breyttur lífsstíll hafi hjálpað mikið í meðferðinni og endurhæfingu.Mynd/Kraftur Þakklát fyrir breytingarnar Elín breytti mataræðinu í kjölfarið af því að hún var greind með brjóstakrabbamein. Hún gerðist grænkeri og tók alla fjölskylduna með sér í þá breytingu, með misgóðum undirtektum heimilismanna. „Það kom mér á óvart hvað ég var hraust í lyfjameðferðinni, eiginlega hressari en ég hafði verið áður“ segir Elín meðal annars í þættinum. „Þetta hefur breytt alveg ótrúlega miklu fyrir mig varðandi mína heilsu og mína endurhæfingu eftir meðferðina. Ég er ótrúlega þakklát fyrir að hafa gert þessar breytingar og þetta hefur reynst mér og fjölskyldu minni alveg ótrúlega vel.“ Viðtal Sigríðar Þóru Ásgeirsdóttur við þær Elínu Skúladóttur og Jóhönnu Torfadóttir má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan en þátturinn er einnig kominn á allar helstu efnisveitur.
Heilsa Heilbrigðismál Fokk ég er með krabbamein Tengdar fréttir „Barnið mitt þekkir ekki annað“ „Þá átti ég þriggja mánaða stelpu,“ segir Sara Snorradóttir um það þegar hún greindist með Hodgkins eitlafrumukrabbamein í ágúst árið 2017. Hún viðurkennir að það hafi verið erfitt að fá þessar fréttir svo skömmu eftir að barnið fæddist. 2. september 2020 16:30 Hreyfing vanmetinn hluti af krabbameinsmeðferð Líkamleg endurhæfing er mikilvægur þáttur í bataferli þeirra sem greinast með krabbamein. Hér á landi er til dæmis bæði hægt að sækja þjálfun og æfingar í gegnum félögin Kraft og Ljósið. Þjálfarar segja að það geti verið mjög hvetjandi að æfa með fólki sem hefur einnig greinst með krabbamein. 21. ágúst 2020 07:00 Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
„Barnið mitt þekkir ekki annað“ „Þá átti ég þriggja mánaða stelpu,“ segir Sara Snorradóttir um það þegar hún greindist með Hodgkins eitlafrumukrabbamein í ágúst árið 2017. Hún viðurkennir að það hafi verið erfitt að fá þessar fréttir svo skömmu eftir að barnið fæddist. 2. september 2020 16:30
Hreyfing vanmetinn hluti af krabbameinsmeðferð Líkamleg endurhæfing er mikilvægur þáttur í bataferli þeirra sem greinast með krabbamein. Hér á landi er til dæmis bæði hægt að sækja þjálfun og æfingar í gegnum félögin Kraft og Ljósið. Þjálfarar segja að það geti verið mjög hvetjandi að æfa með fólki sem hefur einnig greinst með krabbamein. 21. ágúst 2020 07:00
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning