Furðar sig á Tyrklandsheimsókn Róberts Spanó Sylvía Hall skrifar 6. september 2020 10:18 Róbert Spanó og Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands. Vísir/EPA Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi forstjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE, segir heimsókn Róberts Spanó til Tyrklands vera dapurlega. Róbert, sem er forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, fór til Tyrklands í fjögurra daga heimsókn í vikunni sem leið. Heimsóknin var í boði dómsmálaráðuneytis landsins og greindi Ríkisútvarpið frá því í síðustu viku að hann hefði meðal annars heimsótt dómaraskólann í Ankara og hitt forsetann Recep Tayyip Erdogan í forsetahöllinni. Ingibjörg segir Róbert eiga vita manna best að mannréttindi eigi undir högg að sækja og að reglur réttarríkisins séu ekki virtar í landinu. Enn sé verið að fangelsa fólk eftir valdaránstilraunina 2016 fyrir þær sakir að vera ósammála stefnu stjórnarflokksins. „Óvíða eru jafn margir blaðamenn á bak við lás og slá og fjöldinn allur af dómurum og háskólakennurum hafa verið reknir og sóttir til saka á þeirri forsendu að þeir séu hliðhollir hryðjuverkamönnum,“ skrifar Ingibjörg á Facebook í gærkvöldi, en hún var sjálf búsett í Tyrklandi þegar valdaránstilraunin var gerð. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir furðar sig á heimsókninni.Vísir/Vilhelm Ræðan hafi gert lítið úr vandamálunum Ingibjörg er ekki sú eina sem hefur gagnrýnt heimsóknina, en á vef Reuters er fjallað um ræðu sem Róbert flutti í dómaraskólanum þar sem hann ræddi mikilvægi sjálfstæði dómstóla. Þar hafi hann gagnrýnt fangelsun dómara og áréttaði skyldu Tyrklands til þess að viðurkenna dóma Mannréttindadómstólsins, sem það hefur ekki gert. Hann hafi þó ekki lagt jafn mikla áherslu á viðhorf ríkisstjórnarinnar í garð lögmanna þar í landi, en dæmi eru um að þeir hafi farið í hungurverkföll í fangelsum landsins vegna þess að þeir hafi ekki fengið réttláta meðferð fyrir dómstólum. Mannréttindalögfræðingurinn Kerem Altiparmak hefur gagnrýnt ræðu Spanó og segir hana ekki bera með sér að mannréttindi og réttarríkið eigi undir högg að sækja í landinu. „Það eru smávægileg vandamál en þau geta öll verið leyst með því að þjálfa unga dómara.“ After reading this speech one can but think that Judge Spano does not believe that Turkey has serious human rights and rule of law problems. There exist some minor problems but all of them can easily be solved by the training of young judges. Good luck! https://t.co/6pz5N76soE— Kerem ALTIPARMAK (@KeremALTIPARMAK) September 3, 2020 Heiðursdoktorsnafnbótin vekur upp spurningar Í heimsókn sinni þáði Róbert heiðursdoktorsnafnbót frá Istanbul-háskóla og hefur sú ákvörðun þótt skjóta skökku við frá forseta Mannréttindadómstólsins í ljósi stöðu mannréttinda í landinu. Mehmed Altan, blaðamaður og háskólaprófessor, skrifaði opið bréf til Róberts þar sem hann hvatti hann til að hafna nafnbótinni. Altan var dæmdur í lífstíðarfangelsi árið 2018 fyrir ummæli sín í aðdraganda valdaránstilraunarinnar. „Ég veit ekki hversu fullnægjandi það er að fá heiðursdoktorsnafnbót frá háskóla sem hefur á óréttlátan hátt rekið hundruði fræðimanna út á gaddinn,“ skrifaði Altan í bréfi sínu. Ingibjörg Sólrún tekur í sama streng og segir þetta virka eins og hvítþvott fyrir þá sem þekkja til aðstæðna í Tyrklandi. Róbert hafi sagt vera hefð fyrir því að forseti dómstólsins þiggi heiðursdoktorsnafnbót en hún efast um að hefðin nái til ríkja sem virðir hvorki mannréttindi né akademískt frelsi. „Mér er nær að halda að það hafi verið fordild en ekki hefð sem réði því að Róbert Spanó þáði þessa vegtyllu.“ Mannréttindi Tyrkland Íslendingar erlendis Mannréttindadómstóll Evrópu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi forstjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE, segir heimsókn Róberts Spanó til Tyrklands vera dapurlega. Róbert, sem er forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, fór til Tyrklands í fjögurra daga heimsókn í vikunni sem leið. Heimsóknin var í boði dómsmálaráðuneytis landsins og greindi Ríkisútvarpið frá því í síðustu viku að hann hefði meðal annars heimsótt dómaraskólann í Ankara og hitt forsetann Recep Tayyip Erdogan í forsetahöllinni. Ingibjörg segir Róbert eiga vita manna best að mannréttindi eigi undir högg að sækja og að reglur réttarríkisins séu ekki virtar í landinu. Enn sé verið að fangelsa fólk eftir valdaránstilraunina 2016 fyrir þær sakir að vera ósammála stefnu stjórnarflokksins. „Óvíða eru jafn margir blaðamenn á bak við lás og slá og fjöldinn allur af dómurum og háskólakennurum hafa verið reknir og sóttir til saka á þeirri forsendu að þeir séu hliðhollir hryðjuverkamönnum,“ skrifar Ingibjörg á Facebook í gærkvöldi, en hún var sjálf búsett í Tyrklandi þegar valdaránstilraunin var gerð. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir furðar sig á heimsókninni.Vísir/Vilhelm Ræðan hafi gert lítið úr vandamálunum Ingibjörg er ekki sú eina sem hefur gagnrýnt heimsóknina, en á vef Reuters er fjallað um ræðu sem Róbert flutti í dómaraskólanum þar sem hann ræddi mikilvægi sjálfstæði dómstóla. Þar hafi hann gagnrýnt fangelsun dómara og áréttaði skyldu Tyrklands til þess að viðurkenna dóma Mannréttindadómstólsins, sem það hefur ekki gert. Hann hafi þó ekki lagt jafn mikla áherslu á viðhorf ríkisstjórnarinnar í garð lögmanna þar í landi, en dæmi eru um að þeir hafi farið í hungurverkföll í fangelsum landsins vegna þess að þeir hafi ekki fengið réttláta meðferð fyrir dómstólum. Mannréttindalögfræðingurinn Kerem Altiparmak hefur gagnrýnt ræðu Spanó og segir hana ekki bera með sér að mannréttindi og réttarríkið eigi undir högg að sækja í landinu. „Það eru smávægileg vandamál en þau geta öll verið leyst með því að þjálfa unga dómara.“ After reading this speech one can but think that Judge Spano does not believe that Turkey has serious human rights and rule of law problems. There exist some minor problems but all of them can easily be solved by the training of young judges. Good luck! https://t.co/6pz5N76soE— Kerem ALTIPARMAK (@KeremALTIPARMAK) September 3, 2020 Heiðursdoktorsnafnbótin vekur upp spurningar Í heimsókn sinni þáði Róbert heiðursdoktorsnafnbót frá Istanbul-háskóla og hefur sú ákvörðun þótt skjóta skökku við frá forseta Mannréttindadómstólsins í ljósi stöðu mannréttinda í landinu. Mehmed Altan, blaðamaður og háskólaprófessor, skrifaði opið bréf til Róberts þar sem hann hvatti hann til að hafna nafnbótinni. Altan var dæmdur í lífstíðarfangelsi árið 2018 fyrir ummæli sín í aðdraganda valdaránstilraunarinnar. „Ég veit ekki hversu fullnægjandi það er að fá heiðursdoktorsnafnbót frá háskóla sem hefur á óréttlátan hátt rekið hundruði fræðimanna út á gaddinn,“ skrifaði Altan í bréfi sínu. Ingibjörg Sólrún tekur í sama streng og segir þetta virka eins og hvítþvott fyrir þá sem þekkja til aðstæðna í Tyrklandi. Róbert hafi sagt vera hefð fyrir því að forseti dómstólsins þiggi heiðursdoktorsnafnbót en hún efast um að hefðin nái til ríkja sem virðir hvorki mannréttindi né akademískt frelsi. „Mér er nær að halda að það hafi verið fordild en ekki hefð sem réði því að Róbert Spanó þáði þessa vegtyllu.“
Mannréttindi Tyrkland Íslendingar erlendis Mannréttindadómstóll Evrópu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira