Starfsfólk Leitarstöðvarinnar telur sig ekki geta unnið fyrr en gögnin berast Sylvía Hall skrifar 6. september 2020 15:58 Krabbameinsfélagið segir fullyrðingar SÍ hafa komið sér í opna skjöldu. Vísir/Vilhelm Krabbameinsfélagið hefur birt erindi sem það sendi Maríu Heimisdóttur, forstjóra Sjúkratrygginga Íslands, þar sem félagið ítrekar ósk sína um gögn sem renna stoðum undir fullyrðingar fulltrúa SÍ. Leggi Sjúkratryggingar fram gögn sem staðfesta ummælin er það mat félagsins að ekki verði hjá því komist að loka starfsemi Leitarstöðvarinnar umsvifalaust. Fullyrðingarnar voru settar fram af Tryggva Birni Stefánssyni lækni í Kastljósi og sneru að gæðaeftirliti og gæðaskráningu í leitarstarfi Krabbameinsfélagsins. Á vef Krabbameinsfélagsins segir að starfsemi Leitarstöðvarinnar hafi verið í uppnámi í kjölfar ummælanna, en Tryggvi sagði gæðakerfi Leitarstöðvarinnar ekki uppfylla viðmið Evróputilskipana. Krabbameinsfélagið óskaði þá eftir gögnum sem ummælin voru byggð á, enda væri „grafalvarlegt ef heilbrigðisyfirvöld hefðu búið yfir mikilvægum upplýsingum um starfsemi Leitarstöðvarinnar án þess að félaginu eða starfsfólki Leitarstöðvar hafi verið gert viðvart.“ Starfsmenn funduðu með fyrirsvarsmönnum félagsins í morgun og sögðust starfsmenn ekki telja sig geta sinnt störfum á meðan „órökstuddum fullyrðingum fulltrúa Sjúkratrygginga“ hefði ekki verið svarað af hálfu þeirra sem fengu hann til að vinna að gerð kröfulýsinga vegna krabbameinsleitar árið 2017. „Eins og fram hefur komið var hvorki starfsfólki Krabbameinsfélagsins né Leitarstöðvarinnar kunnugt um að efasemdir væru af hálfu Sjúkratrygginga eða ráðuneytisins um getu félagsins til að sinna þeim verkefnum sem því voru falin með þjónustusamningnum,“ segir á vef Krabbameinsfélagsins. Félagið ítreki því beiðni sína frá því í fyrradag og í gær um að Sjúkratryggingar afhendi gögn sem ummæli Tryggva byggjast á eigi síðar en á hádegi mánudaginn 7. september. „Leggi Sjúkratryggingar fram gögn sem staðfesta ummælin, er það mat félagsins, að ekki verði hjá því komist að loka starfsemi Leitarstöðvarinnar umsvifalaust,“ segir í tilkynningu félagsins. „Geti Sjúkratryggingar ekki afhent gögnin á þessum tímapunkti, lítur Krabbameinsfélagið svo á að þau séu ekki til og að ummæli fulltrúa Sjúkratrygginga um starfsemi félagsins séu staðlausir stafir.“ Verði gögnin ekki afhent metur félagið það svo að starfsemi Leitarstöðvarinnar hafi farið fram í samræmi við skyldur samkvæmt þjónustusamningi. Engar forsendur séu þá fyrir hendi til þess að draga í efa hæfni félagsins og starfsmanna í skimunarverkefnum. Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Tilgangur með „neyðarfundi“ óljós og beiðninni því hafnað Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) segir að tilgangur með fundi sem Krabbameinsfélag Íslands óskaði eftir í dag hafi verið óljós. Því hafi SÍ ekki talið rétt að funda með félaginu á þessu stigi málsins. 5. september 2020 18:48 Segja SÍ hafa hafnað beiðni um neyðarfund í dag Þá telur félagið „grafalvarlegt“ef heilbrigðisyfirvöld hafi búið yfir mikilvægum upplýsingum um starfsemi Leitarstöðvarinnar án þess að láta félagið vita. 5. september 2020 17:30 Segir varnarorð sín vegna Krabbameinsfélagsins rætast Fyrrverandi yfirlæknir hjá Krabbameinsfélaginu segir varnaðarorð sín til fjölda ára rætast í mistökum við skimanir hjá félaginu. Reksturinn sé háður sérhagsmunum og fjármagn flæði milli sviða sem bitni sárlega á lífi og heilsu kvenna. 4. september 2020 19:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Krabbameinsfélagið hefur birt erindi sem það sendi Maríu Heimisdóttur, forstjóra Sjúkratrygginga Íslands, þar sem félagið ítrekar ósk sína um gögn sem renna stoðum undir fullyrðingar fulltrúa SÍ. Leggi Sjúkratryggingar fram gögn sem staðfesta ummælin er það mat félagsins að ekki verði hjá því komist að loka starfsemi Leitarstöðvarinnar umsvifalaust. Fullyrðingarnar voru settar fram af Tryggva Birni Stefánssyni lækni í Kastljósi og sneru að gæðaeftirliti og gæðaskráningu í leitarstarfi Krabbameinsfélagsins. Á vef Krabbameinsfélagsins segir að starfsemi Leitarstöðvarinnar hafi verið í uppnámi í kjölfar ummælanna, en Tryggvi sagði gæðakerfi Leitarstöðvarinnar ekki uppfylla viðmið Evróputilskipana. Krabbameinsfélagið óskaði þá eftir gögnum sem ummælin voru byggð á, enda væri „grafalvarlegt ef heilbrigðisyfirvöld hefðu búið yfir mikilvægum upplýsingum um starfsemi Leitarstöðvarinnar án þess að félaginu eða starfsfólki Leitarstöðvar hafi verið gert viðvart.“ Starfsmenn funduðu með fyrirsvarsmönnum félagsins í morgun og sögðust starfsmenn ekki telja sig geta sinnt störfum á meðan „órökstuddum fullyrðingum fulltrúa Sjúkratrygginga“ hefði ekki verið svarað af hálfu þeirra sem fengu hann til að vinna að gerð kröfulýsinga vegna krabbameinsleitar árið 2017. „Eins og fram hefur komið var hvorki starfsfólki Krabbameinsfélagsins né Leitarstöðvarinnar kunnugt um að efasemdir væru af hálfu Sjúkratrygginga eða ráðuneytisins um getu félagsins til að sinna þeim verkefnum sem því voru falin með þjónustusamningnum,“ segir á vef Krabbameinsfélagsins. Félagið ítreki því beiðni sína frá því í fyrradag og í gær um að Sjúkratryggingar afhendi gögn sem ummæli Tryggva byggjast á eigi síðar en á hádegi mánudaginn 7. september. „Leggi Sjúkratryggingar fram gögn sem staðfesta ummælin, er það mat félagsins, að ekki verði hjá því komist að loka starfsemi Leitarstöðvarinnar umsvifalaust,“ segir í tilkynningu félagsins. „Geti Sjúkratryggingar ekki afhent gögnin á þessum tímapunkti, lítur Krabbameinsfélagið svo á að þau séu ekki til og að ummæli fulltrúa Sjúkratrygginga um starfsemi félagsins séu staðlausir stafir.“ Verði gögnin ekki afhent metur félagið það svo að starfsemi Leitarstöðvarinnar hafi farið fram í samræmi við skyldur samkvæmt þjónustusamningi. Engar forsendur séu þá fyrir hendi til þess að draga í efa hæfni félagsins og starfsmanna í skimunarverkefnum.
Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Tilgangur með „neyðarfundi“ óljós og beiðninni því hafnað Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) segir að tilgangur með fundi sem Krabbameinsfélag Íslands óskaði eftir í dag hafi verið óljós. Því hafi SÍ ekki talið rétt að funda með félaginu á þessu stigi málsins. 5. september 2020 18:48 Segja SÍ hafa hafnað beiðni um neyðarfund í dag Þá telur félagið „grafalvarlegt“ef heilbrigðisyfirvöld hafi búið yfir mikilvægum upplýsingum um starfsemi Leitarstöðvarinnar án þess að láta félagið vita. 5. september 2020 17:30 Segir varnarorð sín vegna Krabbameinsfélagsins rætast Fyrrverandi yfirlæknir hjá Krabbameinsfélaginu segir varnaðarorð sín til fjölda ára rætast í mistökum við skimanir hjá félaginu. Reksturinn sé háður sérhagsmunum og fjármagn flæði milli sviða sem bitni sárlega á lífi og heilsu kvenna. 4. september 2020 19:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Tilgangur með „neyðarfundi“ óljós og beiðninni því hafnað Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) segir að tilgangur með fundi sem Krabbameinsfélag Íslands óskaði eftir í dag hafi verið óljós. Því hafi SÍ ekki talið rétt að funda með félaginu á þessu stigi málsins. 5. september 2020 18:48
Segja SÍ hafa hafnað beiðni um neyðarfund í dag Þá telur félagið „grafalvarlegt“ef heilbrigðisyfirvöld hafi búið yfir mikilvægum upplýsingum um starfsemi Leitarstöðvarinnar án þess að láta félagið vita. 5. september 2020 17:30
Segir varnarorð sín vegna Krabbameinsfélagsins rætast Fyrrverandi yfirlæknir hjá Krabbameinsfélaginu segir varnaðarorð sín til fjölda ára rætast í mistökum við skimanir hjá félaginu. Reksturinn sé háður sérhagsmunum og fjármagn flæði milli sviða sem bitni sárlega á lífi og heilsu kvenna. 4. september 2020 19:01