Spáin fyrir Olís-deild karla 2020-21: Hvaða lið fara á Grillið? (10.-12. sæti) Ingvi Þór Sæmundsson og Óskar Ófeigur Jónsson skrifa 7. september 2020 13:00 Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla en keppni í deildinni hefst með þremur leikjum fimmtudaginn 10. september. Fyrst skoðum við þrjú neðstu liðin í spá okkar. Það eru liðin sem við teljum að muni berjast um að halda sæti sínu í Olís-deildinni. Að okkar mati verður það hlutskipti nýliðanna, Þórs og Gróttu, og ÍR. Lið ÍR-inga er nær óþekkjanlegt frá síðasta tímabili og ljóst er að veturinn verður erfiður í Breiðholtinu. Þór vann Grill 66 deildina með yfirburðum á síðasta tímabili á meðan Grótta endaði í 3. sæti hennar. Seltirningar hafa hins vegar verið aðsópsmiklir á félagaskiptamarkaðnum og ætla að gera allt til að forðast fall. ÍR-ingum veitir ekki af góðum stuðningi í vetur.vísir/bára ÍR í 12. sæti: Allir farnir og erfiður vetur framundan ÍR-ingar hafa verið með sterkt lið síðan þeir komu aftur upp í Olís-deildina fyrir þremur árum. Á síðasta tímabili var ÍR í 6. sæti þegar keppni var hætt vegna kórónuveirufaraldursins og þótti nokkuð líklegt til afreka í úrslitakeppninni. Það lið er hins vegar horfið. Nær allir leikmenn sem spiluðu einhverja rullu hjá ÍR á síðasta tímabili eru farnir. Til að mynda er enginn af átta markahæstu leikmönnum liðsins á síðasta tímabili eftir. Þá hætti Bjarni Fritzson sem þjálfari liðsins. ÍR hefur fengið leikmenn, það vantar ekki, en þeir eru ekki nálægt því jafn góðir og þeir sem fyrir voru. Þá er reynslan í liðinu mjög takmörkuð. ÍR hefur átt í miklum fjárhagserfiðleikum og hefur gripið til misörvæntingafullra aðgerða til að safna fé. Úrslitin á undirbúningstímabilinu voru ekki merkileg og viðvörunarbjöllur hringdu hátt og snjallt eftir stórt tap fyrir Grill-deildarliði Kríu. Það er eitt nokkurra liða sem hafa fengið sterka leikmenn frá ÍR í sumar. Ljóst er að nýs þjálfara ÍR, Kristins Björgúlfssonar, bíður afar erfitt verkefni að halda liðinu í deild þeirra bestu. Kristinn er fyrrverandi leikmaður ÍR og var þjálfari kvennaliðs félagsins á síðasta tímabili. Hann þreytir nú frumraun sína sem þjálfari liðs í efstu deild karla. Hversu langt síðan að ÍR ... ... varð Íslandsmeistari: 74 ár (1946) ... varð deildarmeistari: Aldrei ... varð meðal þriggja efstu í deildinni: 5 ár (2015) ... varð bikarmeistari: 7 ár (2013) ... komst í bikarúrslit: 6 ár (2014) ... komst í úrslitakeppni: 1 ár (2019) ... komst í undanúrslit: 5 ár (2015) ... komst í lokaúrslit: 17 ár (2003) ... féll úr deildinni: 4 ár (2016) ... kom upp í deildina: 2 ár (2018) Gengi ÍR í deildarkeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 6. sæti í deildinni 2018-19 7. sæti í deildinni 2017-18 8. sæti í deildinni 2016-17 B-deild (2. sæti) 2015-16 9. sæti í deildinni 2014-15 3. sæti í deildinni 2013-14 7. sæti í deildinni 2012-13 4. sæti í deildinni 2011-12 B-deild (1. sæti) Gengi ÍR í úrslitakeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 Úrslitakeppnin féll niður 2018-19 Átta liða úrslit 2017-18 Átta liða úrslit 2016-17 B-deild 2015-16 Ekki í úrslitakeppni 2014-15 Undanúrslit 2013-14 Ekki í úrslitakeppni 2012-13 Undanúrslit 2011-12 B-deild View this post on Instagram Árið 2013 varð ÍR bikarmeistari karla i handbolta. Í kvöld er fyrsta umferð bikarsins og við spilum við Víking í Víkinni kl. 19.30. Er ekki kominn tími á að fá "dolluna" aftur í Breiðholtið? Sjáumst a vellinum - Áfram ÍR! #cocacolabikarinn #irhandbolti #hsí A post shared by I R Handbolti (@irhandbolti) on Oct 3, 2019 at 1:33am PDT HBStatz tölurnar frá síðasta tímabili Sóknarleikur ÍR 2019/20 í tölum HBStatz Mörk skoruð í leik - 3. sæti (30,0) Skotnýting - 3. sæti (61,9%) Vítanýting - 1. sæti (84,5%) Hraðaupphlaupsmörk - 7. sæti (57) Stoðsendingar í leik - 5. sæti (11,7) Tapaðir boltar í leik - 2. sæti (8,3) Vörn og markvarsla ÍR 2019/20 í tölum HBStatz Mörk fengin á sig í leik - 8. sæti (28,0) Hlutfallsmarkvarsla - 4. sæti (33,6%) Varin víti - 11. sæti (8) Stolnir boltar - 10. sæti (73) Varin skot í vörn - 4. sæti (47) Lögleg stopp í leik - 7. sæti (19,0) Félagaskiptamarkaðurinn Komnir: Ólafur Rafn Gíslason frá Stjörnunni Andri Heimir Friðriksson frá Fram Gunnar Valdimar Johnsen frá Stjörnunni Björgvin Páll Rúnarsson frá Fjölni Eyþór Vestmann frá Stjörnunni Egidijus Mikalonis frá Þrótti Logi Ágústsson frá Þrótti Bjarki Steinn Þórisson frá Stjörnunni Farnir: Hafþór Mar Vignisson til Stjörnunnar Sturla Ásgeirsson hættur Arnar Freyr Guðmundsson hættur Sigurður Ingiberg Ólafsson til Kríu (lán) Björgvin Þór Hólmgeirsson til Stjörnunnar Bergvin Gíslason til Aftureldingar Sveinn Andri Sveinsson til Aftureldingar Kristján Orri Jóhannson til Kríu Þrándur Gíslason Roth til Aftureldingar Elías Bóasson til Fram Líklegt byrjunarlið Markvörður: Óðinn Sigurðsson Vinstra horn: Ólafur Haukur Matthíasson Vinstri skytta: Gunnar Valdimar Johnsen Miðja: Björgvin Páll Rúnarsson Hægri skytta: Andri Heimir Friðriksson Hægra horn: Sveinn Brynjar Agnarsson Lína: Úlfur Gunnar Kjartansson Andri Heimir Friðriksson er kominn í Austurbergið.vísir/bára Verður að eiga gott tímabil Andri Heimir Friðriksson kom til ÍR frá Fram og verður spilandi aðstoðarþjálfari liðsins. Eyjamaðurinn er mjög reyndur og verður að stýra bæði vörn og sókn ÍR-inga. Mikil ábyrgð er á hans herðum í vetur. Sérfræðingur Seinni bylgjunnar segir ... Theodór Ingi Pálmason fer yfir möguleika ÍR í Olís-deild karla í vetur. Klippa: ÍR í 12. sæti Þórsarar eru mættir aftur í efstu deild.MYND/FACEBOOK-SÍÐA HANDKNATTLEIKSDEILDAR ÞÓRS Þór í 11. sæti: Snúa aftur sem Þórsarar eftir fjórtán ára fjarveru Í fyrsta sinn frá tímabilinu 2005-06 spilar Þór undir „eigin“ merkjum í efstu deild. Meðal leikmanna liðsins það tímabil voru Rúnar Sigtryggsson, Arnór Þór Gunnarsson og bróðir hans, Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Eftir viðskilnaðinn við KA féll Þór, eða Akureyri, úr Olís-deildinni 2018-19. Þórsarar blésu strax í herlúðra og unnu Grill 66 deildina af öryggi síðasta vetur og töpuðu ekki leik. Þórsarar tefla fram mjög svipuðu liði og á síðasta tímabili. Þeir urðu reyndar fyrir áfalli þegar Brynjar Hólm Grétarsson fór í Stjörnuna en fengu Jovan Kukobat í markið og örvhenta skyttu frá Serbíu, Vuk Perovic. Þá endurnýjar Karolis Stropus kynnin við Akureyri. Breiddin í liði Þórs er ekki mikil en byrjunarliðið er ágætt og getur staðið í flestum. Halldór Örn Tryggvason og Þorvaldur Sigurðsson þjálfa lið Þórs í sameiningu. Halldór var þjálfari liðsins á síðasta tímabili og hefur nú fengið Þorvald sér við hlið. Þeir fá það verkefni að festa Þórsara í sessi í deild þeirra bestu. Það er verðugt en alls ekki ómögulegt. Hversu langt síðan að Þór ... . .. varð Íslandsmeistari: Aldrei ... varð deildarmeistari: Aldrei ... varð meðal þriggja efstu í deildinni: Aldrei ... varð bikarmeistari: Aldrei ... komst í bikarúrslit: Aldrei ... komst í úrslitakeppni: 17 ár (2003) ... komst í undanúrslit: Aldrei ... komst í lokaúrslit: Aldrei ... féll úr deildinni: 14 ár (2006) ... kom upp í deildina: 0 ár (2020) Gengi Þór Ak. í deildarkeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 B-deild (1. sæti) 2018-19 Hluti af Akureyrarliðinu (11. sæti) 2017-18 B-deild, hluti af Akureyrarliðinu (1. sæti) 2016-17 Hluti af Akureyrarliðinu (10. sæti) 2015-16 Hluti af Akureyrarliðinu (8. sæti) 2014-15 Hluti af Akureyrarliðinu (6. sæti) 2013-14 Hluti af Akureyrarliðinu (6. sæti) 2012-13 Hluti af Akureyrarliðinu (6. sæti) 2011-12 Hluti af Akureyrarliðinu (3. sæti) Gengi Þór Ak. í úrslitakeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 B-deild 2018-19 Ekki í úrslitakeppni, hluti af Akureyrarliðinu 2017-18 B-deild 2016-17 Hluti af Akureyrarliðinu (Ekki í úrslitakeppni) 2015-16 Hluti af Akureyrarliðinu (8 liða úrslit) 2014-15 Hluti af Akureyrarliðinu (8 liða úrslit) 2013-14 Hluti af Akureyrarliðinu (Ekki í úrslitakeppni) 2012-13 Hluti af Akureyrarliðinu (Ekki í úrslitakeppni) 2011-12 Hluti af Akureyrarliðinu (Undanúrslit) Þórsarar fengu bikarinn fyrir sigur í Grill-deildinni um mitt sumar.Mynd/Þór HBStatz tölurnar frá síðasta tímabili Þór Ak. lék undir merkjum Akureyrar í Olís deildinni veturinn 2018 til 2019 þar sem liðið varð að sætta sig við næstsíðasta sætið og fall úr deildinni. Norðanmenn voru þremur stigum frá öruggu sæti en liðið vann bara 5 af 22 leikjum sínum. Sóknarleikur Akureyrar 2018/19 í tölum HBStatz Mörk skoruð í leik - 11. sæti (25,5) Skotnýting - 9. sæti (55,8%) Vítanýting - 2. sæti (80,6%) Hraðaupphlaupsmörk - 11. sæti (45) Stoðsendingar í leik - 8. sæti (9,3) Tapaðir boltar í leik - 11. sæti (9,6) Vörn og markvarsla Akureyrar 2018/19 í tölum HBStatz Mörk fengin á sig í leik - 11. sæti (28,3) Hlutfallsmarkvarsla - 12. sæti (27,6%) Varin víti - 2. sæti (17) Stolnir boltar - 6. sæti (80) Varin skot í vörn - 12. sæti (25) Lögleg stopp í leik - 7. sæti (18,8) Félagaskiptamarkaðurinn Komnir: Hlynur Elmar Matthíasson frá Víkingi Vuk Perovic frá Serbíu Karolis Stropus frá Aftureldingu Jovan Kukobat frá KA Farnir: Jóhann Geir Sævarsson til KA Brynjar Hólm Grétarsson til Stjörnunnar Líklegt byrjunarlið Markvörður: Jovan Kukobat Vinstra horn: Igor Kopyshynskyi Vinstri skytta: Karolis Stropus Miðja: Valþór Atli Guðrúnarson Hægri skytta: Vuk Perovic Hægra horn: Garðar Már Jónsson Lína: Þórður Tandri Ágústsson Jovan Kukobat færði sig á milli Akureyrarfélaganna í sumar.vísir/bára Verður að eiga gott tímabil Eftir nokkuð japl, jaml og fuður var loks gengið frá félagaskiptum Jovans Kukobat frá KA til Þórs. Jovan, sem er 33 ára Serbi, lék með Akureyri 2012-14 og svo KA 2017-20. Hann átti ekki frábært tímabil í fyrra en Þórsarar þurfa á góðri frammistöðu frá honum að halda í vetur. Sérfræðingur Seinni bylgjunnar segir ... Rúnar Sigtryggsson fer yfir möguleika Þórs í Olís-deild karla í vetur. Klippa: Þór 11. sæti Jóhann Reynir Gunnlaugsson var langmarkahæsti leikmaður Gróttu í Grill 66 deildinni á síðasta tímabili.vísir/daníel Grótta í 10. sæti: Skipta nýju mennirnir sköpum? Grótta var í 3. sæti Grill 66 deildarinnar þegar keppni var hætt vegna kórónuveirufaraldursins en var úhlutað sæti í Olís-deildinni. Seltirningar voru því aðeins eitt tímabil á Grillinu. Grótta þurfti að styrkja sig fyrir átökin í Olís-deildinni og hefur sótt fjölmarga leikmenn. Þeir hafa m.a. fengið Andra Þór Helgason, einn besta vinstri hornamann deildarinnar undanfarin ár, Daníel Örn Griffin frá KA, Japanann Satoru Goto og slatta af lánsmönnum. Leikmennirnir sem Grótta náði í voru kannski ekki eftirsóttustu bitarnir á markaðnum en gætu hreyft nálina nógu mikið til að liðið hangi réttu megin við strikið. Þjálfari Gróttu er Arnar Daði Arnarsson. Hann er á sínu öðru tímabili með liðið og það fyrsta í efstu deild. Undanfarin ár hefur Arnar Daði látið gamminn geysa í Handkastinu en núna er hann kominn hinum megin við borðið. Þrír af fyrstu fjórum leikjum Gróttu í Olís-deildinni eru á heimavelli og hann verður að gefa vel ef liðið ætlar að leika meðal þeirra bestu tímabilið 2021-22. Hversu langt síðan að Grótta ... ... varð Íslandsmeistari: Aldrei ... varð deildarmeistari: Aldrei ... varð meðal þriggja efstu í deildinni: Aldrei ... varð bikarmeistari: Aldrei ... komst í bikarúrslit: 4 ár (2016) ... komst í úrslitakeppni: 3 ár (2017) ... komst í undanúrslit: Aldrei ... komst í lokaúrslit: Aldrei ... féll úr deildinni: 1 ár (2019) ... kom upp í deildina: 0 ár (2020) Gengi Gróttu í deildarkeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 B-deild (3. sæti) 2018-19 12. sæti í deildinni 2017-18 9. sæti í deildinni 2016-17 8. sæti í deildinni 2015-16 5. sæti í deildinni 2014-15 B-deild (1. sæti) 2013-14 B-deild (4. sæti) 2012-13 B-deild (4. sæti) 2011-12 8. sæti í deildinni og fall Gengi Gróttu í úrslitakeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 B-deild 2018-19 Ekki í úrslitakeppni 2017-18 Ekki í úrslitakeppni 2016-17 Átta liða úrslit 2015-16 Átta liða úrslit 2014-15 B-deild 2013-14 B-deild 2012-13 B-deild 2011-12 Ekki í úrslitakeppni View this post on Instagram Arnar Daði tekur við Gróttu og Daði Laxdal framlengir! Arnar Daði Arnarsson var í dag ráðinn þjálfari meistaraflokks karla í handbolta hjá félaginu til næstu þriggja ára. Einnig var framlengdur samningur við Daða Laxdal sem er Gróttu-fólki vel kunnugur. Arnar, sem tekur við liðinu af Einari Jónssyni, kemur frá Val þar sem hann hefur þjálfað yngri flokka félagsins undanfarin ár auk þess að hafa verið aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna um tíma og stýrt ungmennaliði félagsins. Handknattleiksdeildin er gríðarlega ánægð með að samningar hafa náðst við Arnar og binda miklar vonir við komu hans til félagsins. Daði Laxdal er eins og áður segir Gróttu-fólki vel kunnugur og fagnar handknattleiksdeildin því að hann hafi ákveðið að framlengja samning sinn og taka slaginn með liðinu í Grill-66 deildinni. Fréttatilkynninguna í heild sinni má lesa í fréttinni hér að neðan. https://www.grottasport.is/2019/05/16/arnar-dadi-tekur-vid-grottu-og-dadi-laxdal-framlengir/ A post shared by Grótta handbolti (@grotta_handbolti) on May 16, 2019 at 6:03am PDT HBStatz tölurnar frá síðasta tímabili Grótta lék síðast í Olís deildinni veturinn 2018 til 2019 þar sem liðið varð að sætta sig við síðasta sætið og fall úr deildinni. Gróttumenn voru sjö stigum frá öruggu sæti en liðið vann bara 3 af 22 leikjum sínum. Sóknarleikur Gróttu 2018/19 í tölum HBStatz Mörk skoruð í leik - 12. sæti (22,8) Skotnýting - 12. sæti (52,0%) Vítanýting - 11. sæti (67,9%) Hraðaupphlaupsmörk - 11. sæti (45) Stoðsendingar í leik - 11. sæti (7,9) Tapaðir boltar í leik - 9. sæti (9,0) Vörn og markvarsla Gróttu 2018/19 í tölum HBStatz Mörk fengin á sig í leik - 3. sæti (26,2) Hlutfallsmarkvarsla - 4. sæti (31,8%) Varin víti - 3. sæti (15) Stolnir boltar - 8. sæti (73) Varin skot í vörn - 11. sæti (31) Lögleg stopp í leik - 12. sæti (14,0) Félagaskiptamarkaðurinn Komnir: Birgir Steinn Jónsson frá Stjörnunni Hannes Grimm frá Stjörnunni Ólafur Brim Stefánsson frá Valur (lán) Stefán Huldar Stefánsson frá Haukum (lán) Lúðvík Thorberg Bergmann frá Fram Satoru Goto frá Wakunaga Andri Þór Helgason frá Stjörnunni Gunnar Dan Hlynsson frá Haukum (lán) Daníel Örn Griffin frá KA Farnir: Lárus Gunnarsson hættur Arnar Jón Agnarsson hættur Filip Andonov til Kríu Alexander Jón Másson hættur Gunnar Hrafn Pálsson til Stjörnunnar Jónas Eyjólfur Jónasson til Fjölnis Vilhjálmur Geir Hauksson til Kríu Theodór Ingi Pálmason hættur Viktor Orri Þorsteinsson til Kríu Líklegt byrjunarlið Markvörður: Stefán Huldar Stefánsson Vinstra horn: Andri Þór Helgason Vinstri skytta: Birgir Steinn Jónsson Miðja: Lúðvík Thorberg Arnkelsson Hægri skytta: Daníel Örn Griffin Hægra horn: Ágúst Emil Grétarsson Lína: Hannes Grimm Daníel Örn Griffin skoraði 57 mörk í átján leikjum í Olís-deildinni á síðasta tímabili.vísir/bára Verður að eiga gott tímabil Grótta fékk Daníel Örn Griffin frá KA fyrir tímabilið. Eyjamaðurinn er gríðarlega sterkur maður gegn manni og frábær varnarmaður. Seltirningar verða að fá framlag frá honum í vetur ef þeir ætla að halda sér uppi. Sérfræðingur Seinni bylgjunnar segir ... Theodór Ingi Pálmason fer yfir möguleika Gróttu í Olís-deild karla í vetur. Klippa: Grótta 10. sæti Olís-deild karla ÍR Þór Akureyri Grótta Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Fleiri fréttir Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Sjá meira
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla en keppni í deildinni hefst með þremur leikjum fimmtudaginn 10. september. Fyrst skoðum við þrjú neðstu liðin í spá okkar. Það eru liðin sem við teljum að muni berjast um að halda sæti sínu í Olís-deildinni. Að okkar mati verður það hlutskipti nýliðanna, Þórs og Gróttu, og ÍR. Lið ÍR-inga er nær óþekkjanlegt frá síðasta tímabili og ljóst er að veturinn verður erfiður í Breiðholtinu. Þór vann Grill 66 deildina með yfirburðum á síðasta tímabili á meðan Grótta endaði í 3. sæti hennar. Seltirningar hafa hins vegar verið aðsópsmiklir á félagaskiptamarkaðnum og ætla að gera allt til að forðast fall. ÍR-ingum veitir ekki af góðum stuðningi í vetur.vísir/bára ÍR í 12. sæti: Allir farnir og erfiður vetur framundan ÍR-ingar hafa verið með sterkt lið síðan þeir komu aftur upp í Olís-deildina fyrir þremur árum. Á síðasta tímabili var ÍR í 6. sæti þegar keppni var hætt vegna kórónuveirufaraldursins og þótti nokkuð líklegt til afreka í úrslitakeppninni. Það lið er hins vegar horfið. Nær allir leikmenn sem spiluðu einhverja rullu hjá ÍR á síðasta tímabili eru farnir. Til að mynda er enginn af átta markahæstu leikmönnum liðsins á síðasta tímabili eftir. Þá hætti Bjarni Fritzson sem þjálfari liðsins. ÍR hefur fengið leikmenn, það vantar ekki, en þeir eru ekki nálægt því jafn góðir og þeir sem fyrir voru. Þá er reynslan í liðinu mjög takmörkuð. ÍR hefur átt í miklum fjárhagserfiðleikum og hefur gripið til misörvæntingafullra aðgerða til að safna fé. Úrslitin á undirbúningstímabilinu voru ekki merkileg og viðvörunarbjöllur hringdu hátt og snjallt eftir stórt tap fyrir Grill-deildarliði Kríu. Það er eitt nokkurra liða sem hafa fengið sterka leikmenn frá ÍR í sumar. Ljóst er að nýs þjálfara ÍR, Kristins Björgúlfssonar, bíður afar erfitt verkefni að halda liðinu í deild þeirra bestu. Kristinn er fyrrverandi leikmaður ÍR og var þjálfari kvennaliðs félagsins á síðasta tímabili. Hann þreytir nú frumraun sína sem þjálfari liðs í efstu deild karla. Hversu langt síðan að ÍR ... ... varð Íslandsmeistari: 74 ár (1946) ... varð deildarmeistari: Aldrei ... varð meðal þriggja efstu í deildinni: 5 ár (2015) ... varð bikarmeistari: 7 ár (2013) ... komst í bikarúrslit: 6 ár (2014) ... komst í úrslitakeppni: 1 ár (2019) ... komst í undanúrslit: 5 ár (2015) ... komst í lokaúrslit: 17 ár (2003) ... féll úr deildinni: 4 ár (2016) ... kom upp í deildina: 2 ár (2018) Gengi ÍR í deildarkeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 6. sæti í deildinni 2018-19 7. sæti í deildinni 2017-18 8. sæti í deildinni 2016-17 B-deild (2. sæti) 2015-16 9. sæti í deildinni 2014-15 3. sæti í deildinni 2013-14 7. sæti í deildinni 2012-13 4. sæti í deildinni 2011-12 B-deild (1. sæti) Gengi ÍR í úrslitakeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 Úrslitakeppnin féll niður 2018-19 Átta liða úrslit 2017-18 Átta liða úrslit 2016-17 B-deild 2015-16 Ekki í úrslitakeppni 2014-15 Undanúrslit 2013-14 Ekki í úrslitakeppni 2012-13 Undanúrslit 2011-12 B-deild View this post on Instagram Árið 2013 varð ÍR bikarmeistari karla i handbolta. Í kvöld er fyrsta umferð bikarsins og við spilum við Víking í Víkinni kl. 19.30. Er ekki kominn tími á að fá "dolluna" aftur í Breiðholtið? Sjáumst a vellinum - Áfram ÍR! #cocacolabikarinn #irhandbolti #hsí A post shared by I R Handbolti (@irhandbolti) on Oct 3, 2019 at 1:33am PDT HBStatz tölurnar frá síðasta tímabili Sóknarleikur ÍR 2019/20 í tölum HBStatz Mörk skoruð í leik - 3. sæti (30,0) Skotnýting - 3. sæti (61,9%) Vítanýting - 1. sæti (84,5%) Hraðaupphlaupsmörk - 7. sæti (57) Stoðsendingar í leik - 5. sæti (11,7) Tapaðir boltar í leik - 2. sæti (8,3) Vörn og markvarsla ÍR 2019/20 í tölum HBStatz Mörk fengin á sig í leik - 8. sæti (28,0) Hlutfallsmarkvarsla - 4. sæti (33,6%) Varin víti - 11. sæti (8) Stolnir boltar - 10. sæti (73) Varin skot í vörn - 4. sæti (47) Lögleg stopp í leik - 7. sæti (19,0) Félagaskiptamarkaðurinn Komnir: Ólafur Rafn Gíslason frá Stjörnunni Andri Heimir Friðriksson frá Fram Gunnar Valdimar Johnsen frá Stjörnunni Björgvin Páll Rúnarsson frá Fjölni Eyþór Vestmann frá Stjörnunni Egidijus Mikalonis frá Þrótti Logi Ágústsson frá Þrótti Bjarki Steinn Þórisson frá Stjörnunni Farnir: Hafþór Mar Vignisson til Stjörnunnar Sturla Ásgeirsson hættur Arnar Freyr Guðmundsson hættur Sigurður Ingiberg Ólafsson til Kríu (lán) Björgvin Þór Hólmgeirsson til Stjörnunnar Bergvin Gíslason til Aftureldingar Sveinn Andri Sveinsson til Aftureldingar Kristján Orri Jóhannson til Kríu Þrándur Gíslason Roth til Aftureldingar Elías Bóasson til Fram Líklegt byrjunarlið Markvörður: Óðinn Sigurðsson Vinstra horn: Ólafur Haukur Matthíasson Vinstri skytta: Gunnar Valdimar Johnsen Miðja: Björgvin Páll Rúnarsson Hægri skytta: Andri Heimir Friðriksson Hægra horn: Sveinn Brynjar Agnarsson Lína: Úlfur Gunnar Kjartansson Andri Heimir Friðriksson er kominn í Austurbergið.vísir/bára Verður að eiga gott tímabil Andri Heimir Friðriksson kom til ÍR frá Fram og verður spilandi aðstoðarþjálfari liðsins. Eyjamaðurinn er mjög reyndur og verður að stýra bæði vörn og sókn ÍR-inga. Mikil ábyrgð er á hans herðum í vetur. Sérfræðingur Seinni bylgjunnar segir ... Theodór Ingi Pálmason fer yfir möguleika ÍR í Olís-deild karla í vetur. Klippa: ÍR í 12. sæti Þórsarar eru mættir aftur í efstu deild.MYND/FACEBOOK-SÍÐA HANDKNATTLEIKSDEILDAR ÞÓRS Þór í 11. sæti: Snúa aftur sem Þórsarar eftir fjórtán ára fjarveru Í fyrsta sinn frá tímabilinu 2005-06 spilar Þór undir „eigin“ merkjum í efstu deild. Meðal leikmanna liðsins það tímabil voru Rúnar Sigtryggsson, Arnór Þór Gunnarsson og bróðir hans, Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Eftir viðskilnaðinn við KA féll Þór, eða Akureyri, úr Olís-deildinni 2018-19. Þórsarar blésu strax í herlúðra og unnu Grill 66 deildina af öryggi síðasta vetur og töpuðu ekki leik. Þórsarar tefla fram mjög svipuðu liði og á síðasta tímabili. Þeir urðu reyndar fyrir áfalli þegar Brynjar Hólm Grétarsson fór í Stjörnuna en fengu Jovan Kukobat í markið og örvhenta skyttu frá Serbíu, Vuk Perovic. Þá endurnýjar Karolis Stropus kynnin við Akureyri. Breiddin í liði Þórs er ekki mikil en byrjunarliðið er ágætt og getur staðið í flestum. Halldór Örn Tryggvason og Þorvaldur Sigurðsson þjálfa lið Þórs í sameiningu. Halldór var þjálfari liðsins á síðasta tímabili og hefur nú fengið Þorvald sér við hlið. Þeir fá það verkefni að festa Þórsara í sessi í deild þeirra bestu. Það er verðugt en alls ekki ómögulegt. Hversu langt síðan að Þór ... . .. varð Íslandsmeistari: Aldrei ... varð deildarmeistari: Aldrei ... varð meðal þriggja efstu í deildinni: Aldrei ... varð bikarmeistari: Aldrei ... komst í bikarúrslit: Aldrei ... komst í úrslitakeppni: 17 ár (2003) ... komst í undanúrslit: Aldrei ... komst í lokaúrslit: Aldrei ... féll úr deildinni: 14 ár (2006) ... kom upp í deildina: 0 ár (2020) Gengi Þór Ak. í deildarkeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 B-deild (1. sæti) 2018-19 Hluti af Akureyrarliðinu (11. sæti) 2017-18 B-deild, hluti af Akureyrarliðinu (1. sæti) 2016-17 Hluti af Akureyrarliðinu (10. sæti) 2015-16 Hluti af Akureyrarliðinu (8. sæti) 2014-15 Hluti af Akureyrarliðinu (6. sæti) 2013-14 Hluti af Akureyrarliðinu (6. sæti) 2012-13 Hluti af Akureyrarliðinu (6. sæti) 2011-12 Hluti af Akureyrarliðinu (3. sæti) Gengi Þór Ak. í úrslitakeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 B-deild 2018-19 Ekki í úrslitakeppni, hluti af Akureyrarliðinu 2017-18 B-deild 2016-17 Hluti af Akureyrarliðinu (Ekki í úrslitakeppni) 2015-16 Hluti af Akureyrarliðinu (8 liða úrslit) 2014-15 Hluti af Akureyrarliðinu (8 liða úrslit) 2013-14 Hluti af Akureyrarliðinu (Ekki í úrslitakeppni) 2012-13 Hluti af Akureyrarliðinu (Ekki í úrslitakeppni) 2011-12 Hluti af Akureyrarliðinu (Undanúrslit) Þórsarar fengu bikarinn fyrir sigur í Grill-deildinni um mitt sumar.Mynd/Þór HBStatz tölurnar frá síðasta tímabili Þór Ak. lék undir merkjum Akureyrar í Olís deildinni veturinn 2018 til 2019 þar sem liðið varð að sætta sig við næstsíðasta sætið og fall úr deildinni. Norðanmenn voru þremur stigum frá öruggu sæti en liðið vann bara 5 af 22 leikjum sínum. Sóknarleikur Akureyrar 2018/19 í tölum HBStatz Mörk skoruð í leik - 11. sæti (25,5) Skotnýting - 9. sæti (55,8%) Vítanýting - 2. sæti (80,6%) Hraðaupphlaupsmörk - 11. sæti (45) Stoðsendingar í leik - 8. sæti (9,3) Tapaðir boltar í leik - 11. sæti (9,6) Vörn og markvarsla Akureyrar 2018/19 í tölum HBStatz Mörk fengin á sig í leik - 11. sæti (28,3) Hlutfallsmarkvarsla - 12. sæti (27,6%) Varin víti - 2. sæti (17) Stolnir boltar - 6. sæti (80) Varin skot í vörn - 12. sæti (25) Lögleg stopp í leik - 7. sæti (18,8) Félagaskiptamarkaðurinn Komnir: Hlynur Elmar Matthíasson frá Víkingi Vuk Perovic frá Serbíu Karolis Stropus frá Aftureldingu Jovan Kukobat frá KA Farnir: Jóhann Geir Sævarsson til KA Brynjar Hólm Grétarsson til Stjörnunnar Líklegt byrjunarlið Markvörður: Jovan Kukobat Vinstra horn: Igor Kopyshynskyi Vinstri skytta: Karolis Stropus Miðja: Valþór Atli Guðrúnarson Hægri skytta: Vuk Perovic Hægra horn: Garðar Már Jónsson Lína: Þórður Tandri Ágústsson Jovan Kukobat færði sig á milli Akureyrarfélaganna í sumar.vísir/bára Verður að eiga gott tímabil Eftir nokkuð japl, jaml og fuður var loks gengið frá félagaskiptum Jovans Kukobat frá KA til Þórs. Jovan, sem er 33 ára Serbi, lék með Akureyri 2012-14 og svo KA 2017-20. Hann átti ekki frábært tímabil í fyrra en Þórsarar þurfa á góðri frammistöðu frá honum að halda í vetur. Sérfræðingur Seinni bylgjunnar segir ... Rúnar Sigtryggsson fer yfir möguleika Þórs í Olís-deild karla í vetur. Klippa: Þór 11. sæti Jóhann Reynir Gunnlaugsson var langmarkahæsti leikmaður Gróttu í Grill 66 deildinni á síðasta tímabili.vísir/daníel Grótta í 10. sæti: Skipta nýju mennirnir sköpum? Grótta var í 3. sæti Grill 66 deildarinnar þegar keppni var hætt vegna kórónuveirufaraldursins en var úhlutað sæti í Olís-deildinni. Seltirningar voru því aðeins eitt tímabil á Grillinu. Grótta þurfti að styrkja sig fyrir átökin í Olís-deildinni og hefur sótt fjölmarga leikmenn. Þeir hafa m.a. fengið Andra Þór Helgason, einn besta vinstri hornamann deildarinnar undanfarin ár, Daníel Örn Griffin frá KA, Japanann Satoru Goto og slatta af lánsmönnum. Leikmennirnir sem Grótta náði í voru kannski ekki eftirsóttustu bitarnir á markaðnum en gætu hreyft nálina nógu mikið til að liðið hangi réttu megin við strikið. Þjálfari Gróttu er Arnar Daði Arnarsson. Hann er á sínu öðru tímabili með liðið og það fyrsta í efstu deild. Undanfarin ár hefur Arnar Daði látið gamminn geysa í Handkastinu en núna er hann kominn hinum megin við borðið. Þrír af fyrstu fjórum leikjum Gróttu í Olís-deildinni eru á heimavelli og hann verður að gefa vel ef liðið ætlar að leika meðal þeirra bestu tímabilið 2021-22. Hversu langt síðan að Grótta ... ... varð Íslandsmeistari: Aldrei ... varð deildarmeistari: Aldrei ... varð meðal þriggja efstu í deildinni: Aldrei ... varð bikarmeistari: Aldrei ... komst í bikarúrslit: 4 ár (2016) ... komst í úrslitakeppni: 3 ár (2017) ... komst í undanúrslit: Aldrei ... komst í lokaúrslit: Aldrei ... féll úr deildinni: 1 ár (2019) ... kom upp í deildina: 0 ár (2020) Gengi Gróttu í deildarkeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 B-deild (3. sæti) 2018-19 12. sæti í deildinni 2017-18 9. sæti í deildinni 2016-17 8. sæti í deildinni 2015-16 5. sæti í deildinni 2014-15 B-deild (1. sæti) 2013-14 B-deild (4. sæti) 2012-13 B-deild (4. sæti) 2011-12 8. sæti í deildinni og fall Gengi Gróttu í úrslitakeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 B-deild 2018-19 Ekki í úrslitakeppni 2017-18 Ekki í úrslitakeppni 2016-17 Átta liða úrslit 2015-16 Átta liða úrslit 2014-15 B-deild 2013-14 B-deild 2012-13 B-deild 2011-12 Ekki í úrslitakeppni View this post on Instagram Arnar Daði tekur við Gróttu og Daði Laxdal framlengir! Arnar Daði Arnarsson var í dag ráðinn þjálfari meistaraflokks karla í handbolta hjá félaginu til næstu þriggja ára. Einnig var framlengdur samningur við Daða Laxdal sem er Gróttu-fólki vel kunnugur. Arnar, sem tekur við liðinu af Einari Jónssyni, kemur frá Val þar sem hann hefur þjálfað yngri flokka félagsins undanfarin ár auk þess að hafa verið aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna um tíma og stýrt ungmennaliði félagsins. Handknattleiksdeildin er gríðarlega ánægð með að samningar hafa náðst við Arnar og binda miklar vonir við komu hans til félagsins. Daði Laxdal er eins og áður segir Gróttu-fólki vel kunnugur og fagnar handknattleiksdeildin því að hann hafi ákveðið að framlengja samning sinn og taka slaginn með liðinu í Grill-66 deildinni. Fréttatilkynninguna í heild sinni má lesa í fréttinni hér að neðan. https://www.grottasport.is/2019/05/16/arnar-dadi-tekur-vid-grottu-og-dadi-laxdal-framlengir/ A post shared by Grótta handbolti (@grotta_handbolti) on May 16, 2019 at 6:03am PDT HBStatz tölurnar frá síðasta tímabili Grótta lék síðast í Olís deildinni veturinn 2018 til 2019 þar sem liðið varð að sætta sig við síðasta sætið og fall úr deildinni. Gróttumenn voru sjö stigum frá öruggu sæti en liðið vann bara 3 af 22 leikjum sínum. Sóknarleikur Gróttu 2018/19 í tölum HBStatz Mörk skoruð í leik - 12. sæti (22,8) Skotnýting - 12. sæti (52,0%) Vítanýting - 11. sæti (67,9%) Hraðaupphlaupsmörk - 11. sæti (45) Stoðsendingar í leik - 11. sæti (7,9) Tapaðir boltar í leik - 9. sæti (9,0) Vörn og markvarsla Gróttu 2018/19 í tölum HBStatz Mörk fengin á sig í leik - 3. sæti (26,2) Hlutfallsmarkvarsla - 4. sæti (31,8%) Varin víti - 3. sæti (15) Stolnir boltar - 8. sæti (73) Varin skot í vörn - 11. sæti (31) Lögleg stopp í leik - 12. sæti (14,0) Félagaskiptamarkaðurinn Komnir: Birgir Steinn Jónsson frá Stjörnunni Hannes Grimm frá Stjörnunni Ólafur Brim Stefánsson frá Valur (lán) Stefán Huldar Stefánsson frá Haukum (lán) Lúðvík Thorberg Bergmann frá Fram Satoru Goto frá Wakunaga Andri Þór Helgason frá Stjörnunni Gunnar Dan Hlynsson frá Haukum (lán) Daníel Örn Griffin frá KA Farnir: Lárus Gunnarsson hættur Arnar Jón Agnarsson hættur Filip Andonov til Kríu Alexander Jón Másson hættur Gunnar Hrafn Pálsson til Stjörnunnar Jónas Eyjólfur Jónasson til Fjölnis Vilhjálmur Geir Hauksson til Kríu Theodór Ingi Pálmason hættur Viktor Orri Þorsteinsson til Kríu Líklegt byrjunarlið Markvörður: Stefán Huldar Stefánsson Vinstra horn: Andri Þór Helgason Vinstri skytta: Birgir Steinn Jónsson Miðja: Lúðvík Thorberg Arnkelsson Hægri skytta: Daníel Örn Griffin Hægra horn: Ágúst Emil Grétarsson Lína: Hannes Grimm Daníel Örn Griffin skoraði 57 mörk í átján leikjum í Olís-deildinni á síðasta tímabili.vísir/bára Verður að eiga gott tímabil Grótta fékk Daníel Örn Griffin frá KA fyrir tímabilið. Eyjamaðurinn er gríðarlega sterkur maður gegn manni og frábær varnarmaður. Seltirningar verða að fá framlag frá honum í vetur ef þeir ætla að halda sér uppi. Sérfræðingur Seinni bylgjunnar segir ... Theodór Ingi Pálmason fer yfir möguleika Gróttu í Olís-deild karla í vetur. Klippa: Grótta 10. sæti
Hversu langt síðan að ÍR ... ... varð Íslandsmeistari: 74 ár (1946) ... varð deildarmeistari: Aldrei ... varð meðal þriggja efstu í deildinni: 5 ár (2015) ... varð bikarmeistari: 7 ár (2013) ... komst í bikarúrslit: 6 ár (2014) ... komst í úrslitakeppni: 1 ár (2019) ... komst í undanúrslit: 5 ár (2015) ... komst í lokaúrslit: 17 ár (2003) ... féll úr deildinni: 4 ár (2016) ... kom upp í deildina: 2 ár (2018) Gengi ÍR í deildarkeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 6. sæti í deildinni 2018-19 7. sæti í deildinni 2017-18 8. sæti í deildinni 2016-17 B-deild (2. sæti) 2015-16 9. sæti í deildinni 2014-15 3. sæti í deildinni 2013-14 7. sæti í deildinni 2012-13 4. sæti í deildinni 2011-12 B-deild (1. sæti) Gengi ÍR í úrslitakeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 Úrslitakeppnin féll niður 2018-19 Átta liða úrslit 2017-18 Átta liða úrslit 2016-17 B-deild 2015-16 Ekki í úrslitakeppni 2014-15 Undanúrslit 2013-14 Ekki í úrslitakeppni 2012-13 Undanúrslit 2011-12 B-deild
HBStatz tölurnar frá síðasta tímabili Sóknarleikur ÍR 2019/20 í tölum HBStatz Mörk skoruð í leik - 3. sæti (30,0) Skotnýting - 3. sæti (61,9%) Vítanýting - 1. sæti (84,5%) Hraðaupphlaupsmörk - 7. sæti (57) Stoðsendingar í leik - 5. sæti (11,7) Tapaðir boltar í leik - 2. sæti (8,3) Vörn og markvarsla ÍR 2019/20 í tölum HBStatz Mörk fengin á sig í leik - 8. sæti (28,0) Hlutfallsmarkvarsla - 4. sæti (33,6%) Varin víti - 11. sæti (8) Stolnir boltar - 10. sæti (73) Varin skot í vörn - 4. sæti (47) Lögleg stopp í leik - 7. sæti (19,0)
Komnir: Ólafur Rafn Gíslason frá Stjörnunni Andri Heimir Friðriksson frá Fram Gunnar Valdimar Johnsen frá Stjörnunni Björgvin Páll Rúnarsson frá Fjölni Eyþór Vestmann frá Stjörnunni Egidijus Mikalonis frá Þrótti Logi Ágústsson frá Þrótti Bjarki Steinn Þórisson frá Stjörnunni Farnir: Hafþór Mar Vignisson til Stjörnunnar Sturla Ásgeirsson hættur Arnar Freyr Guðmundsson hættur Sigurður Ingiberg Ólafsson til Kríu (lán) Björgvin Þór Hólmgeirsson til Stjörnunnar Bergvin Gíslason til Aftureldingar Sveinn Andri Sveinsson til Aftureldingar Kristján Orri Jóhannson til Kríu Þrándur Gíslason Roth til Aftureldingar Elías Bóasson til Fram
Markvörður: Óðinn Sigurðsson Vinstra horn: Ólafur Haukur Matthíasson Vinstri skytta: Gunnar Valdimar Johnsen Miðja: Björgvin Páll Rúnarsson Hægri skytta: Andri Heimir Friðriksson Hægra horn: Sveinn Brynjar Agnarsson Lína: Úlfur Gunnar Kjartansson
Hversu langt síðan að Þór ... . .. varð Íslandsmeistari: Aldrei ... varð deildarmeistari: Aldrei ... varð meðal þriggja efstu í deildinni: Aldrei ... varð bikarmeistari: Aldrei ... komst í bikarúrslit: Aldrei ... komst í úrslitakeppni: 17 ár (2003) ... komst í undanúrslit: Aldrei ... komst í lokaúrslit: Aldrei ... féll úr deildinni: 14 ár (2006) ... kom upp í deildina: 0 ár (2020) Gengi Þór Ak. í deildarkeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 B-deild (1. sæti) 2018-19 Hluti af Akureyrarliðinu (11. sæti) 2017-18 B-deild, hluti af Akureyrarliðinu (1. sæti) 2016-17 Hluti af Akureyrarliðinu (10. sæti) 2015-16 Hluti af Akureyrarliðinu (8. sæti) 2014-15 Hluti af Akureyrarliðinu (6. sæti) 2013-14 Hluti af Akureyrarliðinu (6. sæti) 2012-13 Hluti af Akureyrarliðinu (6. sæti) 2011-12 Hluti af Akureyrarliðinu (3. sæti) Gengi Þór Ak. í úrslitakeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 B-deild 2018-19 Ekki í úrslitakeppni, hluti af Akureyrarliðinu 2017-18 B-deild 2016-17 Hluti af Akureyrarliðinu (Ekki í úrslitakeppni) 2015-16 Hluti af Akureyrarliðinu (8 liða úrslit) 2014-15 Hluti af Akureyrarliðinu (8 liða úrslit) 2013-14 Hluti af Akureyrarliðinu (Ekki í úrslitakeppni) 2012-13 Hluti af Akureyrarliðinu (Ekki í úrslitakeppni) 2011-12 Hluti af Akureyrarliðinu (Undanúrslit)
HBStatz tölurnar frá síðasta tímabili Þór Ak. lék undir merkjum Akureyrar í Olís deildinni veturinn 2018 til 2019 þar sem liðið varð að sætta sig við næstsíðasta sætið og fall úr deildinni. Norðanmenn voru þremur stigum frá öruggu sæti en liðið vann bara 5 af 22 leikjum sínum. Sóknarleikur Akureyrar 2018/19 í tölum HBStatz Mörk skoruð í leik - 11. sæti (25,5) Skotnýting - 9. sæti (55,8%) Vítanýting - 2. sæti (80,6%) Hraðaupphlaupsmörk - 11. sæti (45) Stoðsendingar í leik - 8. sæti (9,3) Tapaðir boltar í leik - 11. sæti (9,6) Vörn og markvarsla Akureyrar 2018/19 í tölum HBStatz Mörk fengin á sig í leik - 11. sæti (28,3) Hlutfallsmarkvarsla - 12. sæti (27,6%) Varin víti - 2. sæti (17) Stolnir boltar - 6. sæti (80) Varin skot í vörn - 12. sæti (25) Lögleg stopp í leik - 7. sæti (18,8)
Komnir: Hlynur Elmar Matthíasson frá Víkingi Vuk Perovic frá Serbíu Karolis Stropus frá Aftureldingu Jovan Kukobat frá KA Farnir: Jóhann Geir Sævarsson til KA Brynjar Hólm Grétarsson til Stjörnunnar
Markvörður: Jovan Kukobat Vinstra horn: Igor Kopyshynskyi Vinstri skytta: Karolis Stropus Miðja: Valþór Atli Guðrúnarson Hægri skytta: Vuk Perovic Hægra horn: Garðar Már Jónsson Lína: Þórður Tandri Ágústsson
Hversu langt síðan að Grótta ... ... varð Íslandsmeistari: Aldrei ... varð deildarmeistari: Aldrei ... varð meðal þriggja efstu í deildinni: Aldrei ... varð bikarmeistari: Aldrei ... komst í bikarúrslit: 4 ár (2016) ... komst í úrslitakeppni: 3 ár (2017) ... komst í undanúrslit: Aldrei ... komst í lokaúrslit: Aldrei ... féll úr deildinni: 1 ár (2019) ... kom upp í deildina: 0 ár (2020) Gengi Gróttu í deildarkeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 B-deild (3. sæti) 2018-19 12. sæti í deildinni 2017-18 9. sæti í deildinni 2016-17 8. sæti í deildinni 2015-16 5. sæti í deildinni 2014-15 B-deild (1. sæti) 2013-14 B-deild (4. sæti) 2012-13 B-deild (4. sæti) 2011-12 8. sæti í deildinni og fall Gengi Gróttu í úrslitakeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 B-deild 2018-19 Ekki í úrslitakeppni 2017-18 Ekki í úrslitakeppni 2016-17 Átta liða úrslit 2015-16 Átta liða úrslit 2014-15 B-deild 2013-14 B-deild 2012-13 B-deild 2011-12 Ekki í úrslitakeppni
HBStatz tölurnar frá síðasta tímabili Grótta lék síðast í Olís deildinni veturinn 2018 til 2019 þar sem liðið varð að sætta sig við síðasta sætið og fall úr deildinni. Gróttumenn voru sjö stigum frá öruggu sæti en liðið vann bara 3 af 22 leikjum sínum. Sóknarleikur Gróttu 2018/19 í tölum HBStatz Mörk skoruð í leik - 12. sæti (22,8) Skotnýting - 12. sæti (52,0%) Vítanýting - 11. sæti (67,9%) Hraðaupphlaupsmörk - 11. sæti (45) Stoðsendingar í leik - 11. sæti (7,9) Tapaðir boltar í leik - 9. sæti (9,0) Vörn og markvarsla Gróttu 2018/19 í tölum HBStatz Mörk fengin á sig í leik - 3. sæti (26,2) Hlutfallsmarkvarsla - 4. sæti (31,8%) Varin víti - 3. sæti (15) Stolnir boltar - 8. sæti (73) Varin skot í vörn - 11. sæti (31) Lögleg stopp í leik - 12. sæti (14,0)
Komnir: Birgir Steinn Jónsson frá Stjörnunni Hannes Grimm frá Stjörnunni Ólafur Brim Stefánsson frá Valur (lán) Stefán Huldar Stefánsson frá Haukum (lán) Lúðvík Thorberg Bergmann frá Fram Satoru Goto frá Wakunaga Andri Þór Helgason frá Stjörnunni Gunnar Dan Hlynsson frá Haukum (lán) Daníel Örn Griffin frá KA Farnir: Lárus Gunnarsson hættur Arnar Jón Agnarsson hættur Filip Andonov til Kríu Alexander Jón Másson hættur Gunnar Hrafn Pálsson til Stjörnunnar Jónas Eyjólfur Jónasson til Fjölnis Vilhjálmur Geir Hauksson til Kríu Theodór Ingi Pálmason hættur Viktor Orri Þorsteinsson til Kríu
Markvörður: Stefán Huldar Stefánsson Vinstra horn: Andri Þór Helgason Vinstri skytta: Birgir Steinn Jónsson Miðja: Lúðvík Thorberg Arnkelsson Hægri skytta: Daníel Örn Griffin Hægra horn: Ágúst Emil Grétarsson Lína: Hannes Grimm
Olís-deild karla ÍR Þór Akureyri Grótta Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Fleiri fréttir Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Sjá meira