Hagræðingarkrafa á óvissutímum Kolbrún Baldursdóttir skrifar 7. september 2020 15:00 Hlutverk Reykjavíkurborgar er að standa ávallt vörð um og gæta að velferð borgarbúa og ekki síst við þær aðstæður sem nú eru uppi. Engu að síður á nú að klípa af velferðinni þrátt fyrir þær erfiðu aðstæður sem uppi eru vegna COVID-19. Velferðar, skóla og frístundasviði er ætlað að skera niður og hagræða um 0.5%. Í greinargerð með tillögu að rammaúthlutun segir borgarstjóri að ekki skuli, við þessar aðstæður, fara í niðurskurðtil þess að koma rekstri borgarinnar í jafnvægi. Borgarstjóri er sem sagt í mótsögn við sjálfan sig. Í velferðarráði þar sem ég sit sem aðalfulltrúi hef ég mótmælt þessu harðlega og kvatt velferðarráð og velferðarsvið að sætta sig ekki við hagræðingarkröfuna né nokkurn annan niðurskurð hvaða nöfnum sem hann kann að nefnast. Velferðarráð ber að standa vörð um velferð og vellíðan borgarbúa fyrst og síðast. Grunnþarfir borgaranna og vellíðan þeirra ekki hvað síst í þessum sérstökum aðstæðum se nú ríkja á að vera yfir alla pólitík hafin. Hagræðing núna er líkleg til að koma beint niður á þjónustunni. Ef eitthvað er þá ætti að bæta í til að tryggja að grunnþjónustan gangi hnökralaust. Sannarlega er heldur ekki tíminn til að hækka gjaldskrár aðrar en þær sem lúta að bættum launum þeirra lægst launuðu. Engu að síður stendur til að gera það þrátt fyrir að Samband íslenskra sveitarfélaga hafi mælst til, í ályktun sinni dags. 27. mars 2020, að haldið yrði aftur af öllum gjaldskrárhækkunum. Rekstur borgarinnar lengi verið undir væntingum Rekstur ýmissa málaflokka í Reykjavík hefur ekki gengið nógu vel. Það á helst við um þá málaflokka sem snúa að fagþjónustu við börn, eldri borgara, öryrkja og fátækt fólk. Ég vil minna „meirihlutann“ á loforðin sem standa í Meirihlutasáttmála þeirra. Þar segir m.a. eftirfarandi: Við ætlum að fara í markvissar aðgerðir til að draga úr kvíða barna á grunnskólaaldri, með heilsueflingu og með því að tryggja nauðsynlega sálfræðiþjónustu, til dæmis með endurskipulagningu þjónustunnar og í samstarfi við heilsugæslu (Úr Meirihlutasáttmála) Þetta hefur ekki gengið eftir. Biðlistar barna í flesta þjónustu hafa haldið áfram að lengjast síðustu misserin. Ekki er búið að formfesta samstarf við Þroska- og hegðunarstöð og heilsugæslu eins og borgarfulltrúi Flokks fólksins lagði til í borgarstjórn 21. apríl sl. Milli 600 og 700 börn bíða eftir fyrstu og frekari þjónustu fagaðila skóla, einna helst sálfræðiþjónustu. Tilvísanir til skólasálfræðinga munu aukast enn frekar nú á haustmisseri enda varð snörp fækkun í vor vegna röskunar á skólastarfi. Nýlega var afgreiddur sex mánaða árshlutareikningur Reykjavíkurborgar. Hann sýnir eins og búast mátti við að afkoma borgarinnar hefur stórversnað. Borgin var engan veginn nógu vel undirbúin til að mæta áfalli sem COVID-19 er, alla vega ekki þegar horft er til skuldastöðunnar. Auknar lántökur eru um 11 ma.kr. og hafa skuldir aukist um 33 ma.kr. á sl. 6 mánuðum. Í stað þess að greiða niður skuldir í góðæri jók borgin skuldir. Afkoma dótturfyrirtækja versnaði einnig. Í fjárhagsáætlun segir að mæta eigi tímabundnu tekjufalli með enn meiri lántöku. Fulltrúi Flokks fólksins spyr hvar varasjóður borgarinnar sé? Til hvers að eiga varasjóð ef ekki á að nota hann við svo fordæmalausar aðstæður sem nú ríkja? Fram kemur í greinargerð með fjárhagsáætlun að rýna á spár um fjárhagsaðstoð og gera áætlanir um að vinna komi í stað bóta. Flokkur fólksins minnir á að nú er atvinnuleysi í sögulegu hámarki vegna fjöldauppsagna fyrirtækja sem eru afleiðing COVID. Fólk er ekki á bótum af því það nennir ekki að vinna! Málið er að það er litla sem enga nýja vinnu að hafa. Höfundur er borgarfulltrúi Flokks fólksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Hlutverk Reykjavíkurborgar er að standa ávallt vörð um og gæta að velferð borgarbúa og ekki síst við þær aðstæður sem nú eru uppi. Engu að síður á nú að klípa af velferðinni þrátt fyrir þær erfiðu aðstæður sem uppi eru vegna COVID-19. Velferðar, skóla og frístundasviði er ætlað að skera niður og hagræða um 0.5%. Í greinargerð með tillögu að rammaúthlutun segir borgarstjóri að ekki skuli, við þessar aðstæður, fara í niðurskurðtil þess að koma rekstri borgarinnar í jafnvægi. Borgarstjóri er sem sagt í mótsögn við sjálfan sig. Í velferðarráði þar sem ég sit sem aðalfulltrúi hef ég mótmælt þessu harðlega og kvatt velferðarráð og velferðarsvið að sætta sig ekki við hagræðingarkröfuna né nokkurn annan niðurskurð hvaða nöfnum sem hann kann að nefnast. Velferðarráð ber að standa vörð um velferð og vellíðan borgarbúa fyrst og síðast. Grunnþarfir borgaranna og vellíðan þeirra ekki hvað síst í þessum sérstökum aðstæðum se nú ríkja á að vera yfir alla pólitík hafin. Hagræðing núna er líkleg til að koma beint niður á þjónustunni. Ef eitthvað er þá ætti að bæta í til að tryggja að grunnþjónustan gangi hnökralaust. Sannarlega er heldur ekki tíminn til að hækka gjaldskrár aðrar en þær sem lúta að bættum launum þeirra lægst launuðu. Engu að síður stendur til að gera það þrátt fyrir að Samband íslenskra sveitarfélaga hafi mælst til, í ályktun sinni dags. 27. mars 2020, að haldið yrði aftur af öllum gjaldskrárhækkunum. Rekstur borgarinnar lengi verið undir væntingum Rekstur ýmissa málaflokka í Reykjavík hefur ekki gengið nógu vel. Það á helst við um þá málaflokka sem snúa að fagþjónustu við börn, eldri borgara, öryrkja og fátækt fólk. Ég vil minna „meirihlutann“ á loforðin sem standa í Meirihlutasáttmála þeirra. Þar segir m.a. eftirfarandi: Við ætlum að fara í markvissar aðgerðir til að draga úr kvíða barna á grunnskólaaldri, með heilsueflingu og með því að tryggja nauðsynlega sálfræðiþjónustu, til dæmis með endurskipulagningu þjónustunnar og í samstarfi við heilsugæslu (Úr Meirihlutasáttmála) Þetta hefur ekki gengið eftir. Biðlistar barna í flesta þjónustu hafa haldið áfram að lengjast síðustu misserin. Ekki er búið að formfesta samstarf við Þroska- og hegðunarstöð og heilsugæslu eins og borgarfulltrúi Flokks fólksins lagði til í borgarstjórn 21. apríl sl. Milli 600 og 700 börn bíða eftir fyrstu og frekari þjónustu fagaðila skóla, einna helst sálfræðiþjónustu. Tilvísanir til skólasálfræðinga munu aukast enn frekar nú á haustmisseri enda varð snörp fækkun í vor vegna röskunar á skólastarfi. Nýlega var afgreiddur sex mánaða árshlutareikningur Reykjavíkurborgar. Hann sýnir eins og búast mátti við að afkoma borgarinnar hefur stórversnað. Borgin var engan veginn nógu vel undirbúin til að mæta áfalli sem COVID-19 er, alla vega ekki þegar horft er til skuldastöðunnar. Auknar lántökur eru um 11 ma.kr. og hafa skuldir aukist um 33 ma.kr. á sl. 6 mánuðum. Í stað þess að greiða niður skuldir í góðæri jók borgin skuldir. Afkoma dótturfyrirtækja versnaði einnig. Í fjárhagsáætlun segir að mæta eigi tímabundnu tekjufalli með enn meiri lántöku. Fulltrúi Flokks fólksins spyr hvar varasjóður borgarinnar sé? Til hvers að eiga varasjóð ef ekki á að nota hann við svo fordæmalausar aðstæður sem nú ríkja? Fram kemur í greinargerð með fjárhagsáætlun að rýna á spár um fjárhagsaðstoð og gera áætlanir um að vinna komi í stað bóta. Flokkur fólksins minnir á að nú er atvinnuleysi í sögulegu hámarki vegna fjöldauppsagna fyrirtækja sem eru afleiðing COVID. Fólk er ekki á bótum af því það nennir ekki að vinna! Málið er að það er litla sem enga nýja vinnu að hafa. Höfundur er borgarfulltrúi Flokks fólksins
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun