„Hendi guðs“ var hluti af Pho-show í Kaplakrika Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. september 2020 13:15 Phoenetia Browne er landsliðskona frá Sankti Kitts og Nevis. Skjámynd/S2 Sport FH-konur unnu mikilvægan sigur á KR í fallbaráttuslag í Pepsi Max deild kvenna í síðustu umferð og Pepsi Max mörkin ræddu sérstaklega frammistöðu Phoenetia Browne í síðustu leikjum FH. Það er óhætt að segja að Phoenetia Browne hafi gerbreytt sóknarleik FH-liðsins síðan hún byrjaði að spila með Hafnarfjarðarliðinu um miðjan ágústmánuð. „FH-stelpur með mikilvægan sigur og þær eru komnar með níu stig. Þær segjast alls ekki ætla að falla og ég held að þær hafi trú á því núna. Þær höfðu ekki trú á því,“ byrjaði Helena Ólafsdóttir umræðuna um FH-liðið. „Nú hafa þær ástæðu til að trúa. Þær eru búnar að sýna sitt út á velli, farnar að safna stigum og farnar að skora mörk. Eftir að Pho mætir á svæðið 16. ágúst þá er FH, liðið sem gat ekki skorað mörk, búið að skora sjö mörk í fjórum leikjum. Eitthvað er hún að gera,“ sagði Mist Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Pepsi Max mörkum kvenna. Phoenetia Browne er 26 ára gömul og hefur skorað 19 landsliðsmörk fyrir Sankti Kitts og Nevis. Hún kom til FH frá finnska félaginu Åland United. Það kom reyndar í ljós við nánari skoðun að Phoenetia Browne notaði hendina til að leggja fyrir sig boltann í markinu á móti KR. „Þarna er Pho að beita brögðum. Þetta er hendi guðs,“ sagði Helena Ólafsdóttir. „Þetta er lúmskt hjá henni, hún má eiga það. Ég tók ekki eftir þessu, sagði Kristín Ýr Bjarnadóttir, sérfræðingur Pepsi Max markanna. „FH skoraði líka ólöglegt mark í bikarleiknum þar sem Pho á í hlut,“ sagði Mist Rúnarsdóttir. Þær eru hins vegar allar í engum vafa um það sem Phoenetia Browne hefur breytt hjá þessu FH-liði. „Pho er klók og hún nýtir sér allt. Hún er allt í öllu, finnst mér, í þeirra sóknarleik. Hún er búin að koma að fimm af þessum sjö mörkum. Þær voru með þrjú mörk áður en hún kemur og þetta er ótrúlegur viðsnúningur á einu liði,“ sagði Helena Ólafsdóttir. „Þeim vantaði þetta. Þeim vantaði einhvern sem gat skorað, sem tekur hitann af hinum og er að búa eitthvað til. Hún er ekki bara að skora því hún er í öllum boltum,“ sagði Mist. „Ég hefði borið hana á gullstól inn í klefa eftir þennan leik,“ sagði Helena Ólafsdóttir en hér fyrir neðan má finna allt umfjöllunina um Phoenetiu Browne. Klippa: Pho-show í Kaplakrika FH fær Fylki í heimsókn í Kaplakrika klukkan 17.00 í kvöld en það fer heil umferð í deildinni fram í dag. Leikur Selfoss og Vals klukkan 17.00 og leikur Breiðabliks og Stjörnunnar klukkan 19.15 verða sýndir beint á Stöð 2 Sport en aðrir leikir verða í beinni á Vísi. KR og ÍBV mætast klukkan 17.00 og Þróttur tekur á móti Þór/KA klukkan 18.00. Pepsi Max-mörkin Pepsi Max-deild kvenna FH Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Sjá meira
FH-konur unnu mikilvægan sigur á KR í fallbaráttuslag í Pepsi Max deild kvenna í síðustu umferð og Pepsi Max mörkin ræddu sérstaklega frammistöðu Phoenetia Browne í síðustu leikjum FH. Það er óhætt að segja að Phoenetia Browne hafi gerbreytt sóknarleik FH-liðsins síðan hún byrjaði að spila með Hafnarfjarðarliðinu um miðjan ágústmánuð. „FH-stelpur með mikilvægan sigur og þær eru komnar með níu stig. Þær segjast alls ekki ætla að falla og ég held að þær hafi trú á því núna. Þær höfðu ekki trú á því,“ byrjaði Helena Ólafsdóttir umræðuna um FH-liðið. „Nú hafa þær ástæðu til að trúa. Þær eru búnar að sýna sitt út á velli, farnar að safna stigum og farnar að skora mörk. Eftir að Pho mætir á svæðið 16. ágúst þá er FH, liðið sem gat ekki skorað mörk, búið að skora sjö mörk í fjórum leikjum. Eitthvað er hún að gera,“ sagði Mist Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Pepsi Max mörkum kvenna. Phoenetia Browne er 26 ára gömul og hefur skorað 19 landsliðsmörk fyrir Sankti Kitts og Nevis. Hún kom til FH frá finnska félaginu Åland United. Það kom reyndar í ljós við nánari skoðun að Phoenetia Browne notaði hendina til að leggja fyrir sig boltann í markinu á móti KR. „Þarna er Pho að beita brögðum. Þetta er hendi guðs,“ sagði Helena Ólafsdóttir. „Þetta er lúmskt hjá henni, hún má eiga það. Ég tók ekki eftir þessu, sagði Kristín Ýr Bjarnadóttir, sérfræðingur Pepsi Max markanna. „FH skoraði líka ólöglegt mark í bikarleiknum þar sem Pho á í hlut,“ sagði Mist Rúnarsdóttir. Þær eru hins vegar allar í engum vafa um það sem Phoenetia Browne hefur breytt hjá þessu FH-liði. „Pho er klók og hún nýtir sér allt. Hún er allt í öllu, finnst mér, í þeirra sóknarleik. Hún er búin að koma að fimm af þessum sjö mörkum. Þær voru með þrjú mörk áður en hún kemur og þetta er ótrúlegur viðsnúningur á einu liði,“ sagði Helena Ólafsdóttir. „Þeim vantaði þetta. Þeim vantaði einhvern sem gat skorað, sem tekur hitann af hinum og er að búa eitthvað til. Hún er ekki bara að skora því hún er í öllum boltum,“ sagði Mist. „Ég hefði borið hana á gullstól inn í klefa eftir þennan leik,“ sagði Helena Ólafsdóttir en hér fyrir neðan má finna allt umfjöllunina um Phoenetiu Browne. Klippa: Pho-show í Kaplakrika FH fær Fylki í heimsókn í Kaplakrika klukkan 17.00 í kvöld en það fer heil umferð í deildinni fram í dag. Leikur Selfoss og Vals klukkan 17.00 og leikur Breiðabliks og Stjörnunnar klukkan 19.15 verða sýndir beint á Stöð 2 Sport en aðrir leikir verða í beinni á Vísi. KR og ÍBV mætast klukkan 17.00 og Þróttur tekur á móti Þór/KA klukkan 18.00.
Pepsi Max-mörkin Pepsi Max-deild kvenna FH Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Sjá meira