Segir sárt að fylgjast með umræðunni um gæði leghálskrabbameinsskimunar Nadine Guðrún Yaghi skrifar 9. september 2020 19:00 Framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár segir sárt að fylgjast með umræðunni um gæði leghálskrabbameinsskimunar hjá Krabbameinsfélaginu. Hér á landi sé ein lægsta dánartíði af völdum leghálskrabbameins í heiminum, sem sé besti gæðavísirinn. Það versta sem geti gerst er að konur hætti að mæta í skimun. Undanfarið hefur mikil umræða um leitarstöð Krabbameinsfélagsins átt sér stað, í kjölfar mannlegra mistaka við úrlestur úr niðurstöðum frumustroks í leghálskrabbameinsleit. „Svo hefur umræðan farið út í það að véfengja gæði skimunarinnar á Íslandi sem er mjög rangt. Hún er í hæsta flokki og við sjáum það bara á þessum lágu dánartölum, en það er sterkasti gæðavísirinn, það er dánartíðnin. Mér hefur þótt sárt að fylgjast með þessari umræðu sem er svo ómakleg og auðvitað hefur fólkinu hérna liðið afskaplega illa yfir þessu,“ segir Laufey Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár Krabbameinsfélags Íslands. Sérfræðingar hjá Krabbameinsskrá birtu grein á Vísi í dag þar kemur fram að Ísland sé í hópi þeirra landa sem hafa lægstu dánartíðni í heiminum af völdum leghálskrabbameins, eða minna en 2 dauðsföll árlega á hverjar 100.000 konur, og deilum við þeim árangri með hinum Norðurlöndunum og Norður Ameríku. Í Evrópu er dánartíðnin tæplega 4 af 100.000, í Eyjaálfu 4,8, Asíu og Rómönsku Ameríku 6-7 og í Afríku er hún um 20 af 100.000. „Og afhverju erum við einmitt að birta þetta núna? það er náttúrulega í framhaldi af þessari erfiðu umræðu sem varð vegna þessa hörmulega atviks og mistaka sem geta því miður alltaf orðið í heilbrigðisþjónustu sem er auðvitað mjög sorglegt,“ segir Laufey. Málið megi þó ekki hafa þau áhrif að konur hætti að mæta í skimun, því þá tapast árangurinn. „Það væri bara það versta sem gæti gerst og það má ekki gerast. Og hvar sem leitin verður, og þegar hún fer til heilsugæslunnar, þá verðum við að treysta því að það verði áfram staðið svona vel að málum einS og hefur verið. Ef maður mætir ekki í leitina eru forstigsbreytingar ekki gripnar áður en það verður um seinan,“ segir Laufey. Heilbrigðismál Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Tengdar fréttir Ísland í fararbroddi á heimsvísu varðandi góðan árangur skimunar fyrir krabbameini í leghálsi Undanfarna daga hefur snörp umræða átt sér stað varðandi starfsemi Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins, í kjölfar mannlegra mistaka við úrlestur úr niðurstöðum frumustroks í leghálskrabbameinsleit. 9. september 2020 07:00 Rúmlega tuttugu til viðbótar með frumubreytingar Leitarstöð Krabbameinsfélagsins hefur nú yfirfarið 2.200 sýni af þeim sex þúsund sem endurskoða þurfti eftir að í ljós kom að mistök höfðu verið gerð við greiningu hluta þeirra. 8. september 2020 16:16 Fá erlendan sérfræðing til að taka út skoðun leghálssýna Embætti landlæknis vinnur að því að fá aðila erlendis frá til að taka út skoðun leghálssýna hjá Krabbameinsfélaginu. Markmiðið er að ganga úr skugga um að endurskoðun og skoðun sýna sé fullnægjandi að gæðum. 8. september 2020 14:57 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Sjá meira
Framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár segir sárt að fylgjast með umræðunni um gæði leghálskrabbameinsskimunar hjá Krabbameinsfélaginu. Hér á landi sé ein lægsta dánartíði af völdum leghálskrabbameins í heiminum, sem sé besti gæðavísirinn. Það versta sem geti gerst er að konur hætti að mæta í skimun. Undanfarið hefur mikil umræða um leitarstöð Krabbameinsfélagsins átt sér stað, í kjölfar mannlegra mistaka við úrlestur úr niðurstöðum frumustroks í leghálskrabbameinsleit. „Svo hefur umræðan farið út í það að véfengja gæði skimunarinnar á Íslandi sem er mjög rangt. Hún er í hæsta flokki og við sjáum það bara á þessum lágu dánartölum, en það er sterkasti gæðavísirinn, það er dánartíðnin. Mér hefur þótt sárt að fylgjast með þessari umræðu sem er svo ómakleg og auðvitað hefur fólkinu hérna liðið afskaplega illa yfir þessu,“ segir Laufey Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár Krabbameinsfélags Íslands. Sérfræðingar hjá Krabbameinsskrá birtu grein á Vísi í dag þar kemur fram að Ísland sé í hópi þeirra landa sem hafa lægstu dánartíðni í heiminum af völdum leghálskrabbameins, eða minna en 2 dauðsföll árlega á hverjar 100.000 konur, og deilum við þeim árangri með hinum Norðurlöndunum og Norður Ameríku. Í Evrópu er dánartíðnin tæplega 4 af 100.000, í Eyjaálfu 4,8, Asíu og Rómönsku Ameríku 6-7 og í Afríku er hún um 20 af 100.000. „Og afhverju erum við einmitt að birta þetta núna? það er náttúrulega í framhaldi af þessari erfiðu umræðu sem varð vegna þessa hörmulega atviks og mistaka sem geta því miður alltaf orðið í heilbrigðisþjónustu sem er auðvitað mjög sorglegt,“ segir Laufey. Málið megi þó ekki hafa þau áhrif að konur hætti að mæta í skimun, því þá tapast árangurinn. „Það væri bara það versta sem gæti gerst og það má ekki gerast. Og hvar sem leitin verður, og þegar hún fer til heilsugæslunnar, þá verðum við að treysta því að það verði áfram staðið svona vel að málum einS og hefur verið. Ef maður mætir ekki í leitina eru forstigsbreytingar ekki gripnar áður en það verður um seinan,“ segir Laufey.
Heilbrigðismál Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Tengdar fréttir Ísland í fararbroddi á heimsvísu varðandi góðan árangur skimunar fyrir krabbameini í leghálsi Undanfarna daga hefur snörp umræða átt sér stað varðandi starfsemi Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins, í kjölfar mannlegra mistaka við úrlestur úr niðurstöðum frumustroks í leghálskrabbameinsleit. 9. september 2020 07:00 Rúmlega tuttugu til viðbótar með frumubreytingar Leitarstöð Krabbameinsfélagsins hefur nú yfirfarið 2.200 sýni af þeim sex þúsund sem endurskoða þurfti eftir að í ljós kom að mistök höfðu verið gerð við greiningu hluta þeirra. 8. september 2020 16:16 Fá erlendan sérfræðing til að taka út skoðun leghálssýna Embætti landlæknis vinnur að því að fá aðila erlendis frá til að taka út skoðun leghálssýna hjá Krabbameinsfélaginu. Markmiðið er að ganga úr skugga um að endurskoðun og skoðun sýna sé fullnægjandi að gæðum. 8. september 2020 14:57 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Sjá meira
Ísland í fararbroddi á heimsvísu varðandi góðan árangur skimunar fyrir krabbameini í leghálsi Undanfarna daga hefur snörp umræða átt sér stað varðandi starfsemi Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins, í kjölfar mannlegra mistaka við úrlestur úr niðurstöðum frumustroks í leghálskrabbameinsleit. 9. september 2020 07:00
Rúmlega tuttugu til viðbótar með frumubreytingar Leitarstöð Krabbameinsfélagsins hefur nú yfirfarið 2.200 sýni af þeim sex þúsund sem endurskoða þurfti eftir að í ljós kom að mistök höfðu verið gerð við greiningu hluta þeirra. 8. september 2020 16:16
Fá erlendan sérfræðing til að taka út skoðun leghálssýna Embætti landlæknis vinnur að því að fá aðila erlendis frá til að taka út skoðun leghálssýna hjá Krabbameinsfélaginu. Markmiðið er að ganga úr skugga um að endurskoðun og skoðun sýna sé fullnægjandi að gæðum. 8. september 2020 14:57