Spáin fyrir Olís-deild kvenna 2020-21: Metnaðarfull lið sem stefna hátt (4.-6. sæti) Ingvi Þór Sæmundsson og Óskar Ófeigur Jónsson skrifa 10. september 2020 11:00 Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild kvenna en keppni í deildinni hefst með tveimur leikjum á morgun, föstudaginn 11. september. Í gær skoðuðum við liðin sem verða í botnbaráttunni og núna er komið að liðunum sem við teljum að verði í 4.-6. sæti deildarinnar. Sex lið komast í úrslitakeppnina en ekki fjögur eins og síðustu ár. Tvö efstu lið deildarinnar fara beint í undanúrslit en hin fjögur keppa um hin tvö sætin í undanúrslitunum. Þriðja og fjórða sætið gefa því heimavallarrétt í átta-liða úrslitunum. Við teljum að HK, Stjarnan og KA/Þór raði sér í 4.-6. sæti deildarinnar. Bæði Stjarnan og KA/Þór hafa fengið sterka leikmenn úr atvinnumennsku og öll þessi þrjú lið eru sterkari en á síðasta tímabili. Liðin gera sér væntanlega öll vonir og væntingar um að láta til sín taka í toppbaráttunni og KA/Þór lét hressilega vita af sér með stórsigrinum á Fram í Meistarakeppninni á sunnudaginn. Díana Kristín Sigmarsdóttir var markahæsti leikmaður HK á síðasta tímabili.vísir/bára HK í 6. sæti: Með betra lið en erfitt að gera betur HK kom liða mest á óvart í Olís-deild kvenna og var í 4. sæti og komið allavega með annan fótinn inn í úrslitakeppnina þegar tímabilið var blásið af vegna kórónuveirufaraldursins. Halldór Harri Kristjánsson er að hefja sitt annað tímabil sem þjálfari HK sem gerði góða hluti á félagaskiptamarkaðnum. HK-ingar fengu línumanninn Alexöndru Líf Arnarsdóttur frá Haukum en hún ætti að styrkja varnarleik liðsins. Ólöf Ásta Arnþórsdóttir eykur breiddina fyrir utan og Þóra María Sigurjónsdóttir er einn allra efnilegasti leikmaður landsins. Hún sleit krossband í hné á síðasta tímabili og er að komast aftur á ferðina. Sömu sögu er að segja af Jóhönnu Margréti Sigurðardóttur sem sló í gegn með HK á síðasta tímabili. Þegar allar eru heilar er HK með virkilega flott lið og betra en á síðasta tímabili. Eina vandamálið fyrir HK-inga er að deildin er sterkari en í fyrra. Í liði HK er góð blanda af reyndum leikmönnum og ungum og efnilegum stelpum sem geta náð langt. Til að komast ofar og ná í heimavallarrétt í úrslitakeppninni þarf HK betri markvörslu en á síðasta tímabili og ná í fleiri stig á útivelli. Í fyrra fengu HK-ingar þrettán af átján stigum sínum á nýja heimavellinum í Kórnum. Liðið vann hins vegar bara tvo útileiki. Hversu langt síðan að HK ... . .. varð Íslandsmeistari: Aldrei ... varð deildarmeistari: Aldrei ... varð meðal þriggja efstu í deildinni: Aldrei ... varð bikarmeistari: Aldrei ... komst í bikarúrslit: Aldrei ... komst í úrslitakeppni: 6 ár (2014) ... komst í undanúrslit: Aldrei ... komst í lokaúrslit: Aldrei ... féll úr deildinni: 4 ár (2016) ... kom upp í deildina: 2 ár (2018) Gengi HK í deildarkeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 4. sæti í deildinni 2018-19 7. sæti í deildinni 2017-18 B-deild (2. sæti) 2016-17 B-deild (4. sæti) 2015-16 9. sæti í deildinni 2014-15 9. sæti í deildinni 2013-14 8. sæti í deildinni 2012-13 5. sæti í deildinni 2011-12 5. sæti í deildinni Gengi HK í úrslitakeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 Úrslitakeppnin fór ekki fram 2018-19 Ekki í úrslitakeppni 2017-18 B-deild 2016-17 B-deild 2015-16 Ekki í úrslitakeppni 2014-15 Ekki í úrslitakeppni 2013-14 Átta liða úrslit 2012-13 Átta liða úrslit 2011-12 Sex liða úrslit View this post on Instagram Góð helgi að baki hjá meistaraflokkum kvenna 2 leikir + 2 sigrar = 4 stig! Í gær kíkti Afturelding í Kórinn. Sterk vörn, markvarsla og hraðaupphlaup skiluðu flottum sigri, 33-22! Markahæstar voru þær @johannaasigurdard og @siggahauks , báðar með 8 mörk. Reynsluboltinn @kristingud6 stjórnaði vörninni með stakri prýði og var að leik loknum valin Pure Delí maður leiksins Í dag tók U-liðið á móti Fylki. Sterk vörn og frábær liðsheild skilaði liðinu góðum sigri 30-24 . Markahæstar hjá HK-U voru @sarakatring með 8 mörk og @agustahuld með 6 @alexandragunnarss og @ingagudmunds_ áttu góðan leik í markinu, alls með 20 bolta varða Næstu leikir hjá liðunum eru næstu helgi: ÍR - HK U Grill deild kvenna Austurberg Föstudagur 24. janúar 19:15 Fram - HK Olís deild kvenna Safamýri Laugardagur 25. janúar 14:00 Áfram HK A post shared by Meistaraflokkar HK í handbolta (@hkhandbolti) on Jan 19, 2020 at 11:09am PST HBStatz tölurnar frá síðasta tímabili Sóknarleikur HK 2019/20 í tölum HBStatz Mörk skoruð í leik - 3. sæti (27,2) Skotnýting - 4. sæti (56,0%) Vítanýting - 3. sæti (80,2%) Hraðaupphlaupsmörk - 4. sæti (48) Stoðsendingar í leik - 5. sæti (8,6) Tapaðir boltar í leik - 7. sæti (14,5) Vörn og markvarsla HK 2019/20 í tölum HBStatz Mörk fengin á sig í leik - 6. sæti (27,8) Hlutfallsmarkvarsla - 7. sæti (28,4%) Varin víti - 7. sæti (7) Stolnir boltar - 3. sæti (81) Varin skot í vörn - 5. sæti (35) Lögleg stopp í leik - 6. sæti (22,9) Félagaskiptamarkaðurinn Komnar: Þóra María Sigurjónsdóttir frá Aftureldingu Ólöf Ásta Ástþórsdóttir frá Stjörnunni Heiðrún Sverrisdóttir frá Val Chloe Anna Aronsdóttir frá ÍR Alexandra Líf Arnarsdóttir frá Haukum Farnar: Melkorka Mist Gunnarsdóttir hætt Sunneva Einarsdóttir hætt Ágústa Huld Gunnarsdóttir til Gróttu Elva Arinbjarnar í nám erlendis Ada Kozicka til Fjölnis/Fylkis Líklegt byrjunarlið Markvörður: Sara Sif Helgadóttir Vinstra horn: Sigríður Hauksdóttir Vinstri skytta: Kristín Guðmundsdóttir Miðja: Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir Hægri skytta: Díana Kristín Sigmarsdóttir Hægra horn: Tinna Sól Björgvinsdóttir Lína: Alexandra Líf Arnarsdóttir Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir er einn reyndasti leikmaður HK.vísir/bára Verður að eiga gott tímabil Líkt og síðustu ár verður Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir í stóru hlutverki hjá HK. Valgerður, sem er af sannkölluðum handboltaaðalsættum, er afar áreiðanlegur leikmaður sem skiptir miklu fyrir HK-liðið. Hún þarf að eiga gott tímabil fyrir HK í vetur, skora sín mörk og stýra sóknarleiknum. Landsliðskonurnar Helena Rut Örvarsdóttir og Eva Björk Davíðsdóttir eru komnar í Stjörnuna.mynd/facebook-síða handknattleiksdeildar stjörnunnar Stjarnan í 5. sæti: Vilja komast aftur í titilbaráttu Stjörnukonur byrjuðu síðasta tímabil af miklum krafti og unnu fyrstu fjóra leiki sína. Þær unnu hins vegar aðeins fjóra af síðustu fjórtán leikjum sínum og sátu í 3. sætinu þegar keppni var hætt. Eftir tímabilið urðu þjálfaraskipti í Garðabænum. Sebastian Alexandersson hætti eftir tvö ár hjá Stjörnunni og við tók Rakel Dögg Bragadóttir, ein besta dóttir félagsins. Stjarnan sótti svo tvo atvinnumenn; Evu Björk Davíðsdóttur og Helenu Rut Örvarsdóttir sem er öllum hnútum kunnugt í TM-höllinni. Talsverðar breytingar hafa orðið á leikmannahópi Stjörnunnar en Þórey Anna Ásgeirsdóttir er m.a. horfin á braut og Þórhildur Gunnarsdóttir og Stefanía Theodórsdóttir eru barnshafandi. Liðið er samt áfram sterkt og gríðarlega reynt. Þá er Stjarnan með unga og lofandi leikmenn eins Katrínu Tinnu Jensdóttur, Kötlu Maríu Magnúsdóttir og Ídu Bjarklind Magnúsdóttur. Markvarslan þarf að vera betri en á síðasta tímabili og það er eiginlega nauðsynlegt til að Stjarnan haldi sér við toppinn þar sem liðið hefur verið undanfarin ár. Hversu langt síðan að Stjarnan ... . .. varð Íslandsmeistari: 11 ár (2009) ... varð deildarmeistari: 3 ár (2017) ... varð meðal þriggja efstu í deildinni: 0 ár (2020) ... varð bikarmeistari: 3 ár (2017) ... komst í bikarúrslit: 3 ár (2017) ... komst í úrslitakeppni: 3 ár (2017) ... komst í undanúrslit: 3 ár (2017) ... komst í lokaúrslit: 3 ár (2017) ... féll úr deildinni: Aldrei ... kom upp í deildina: 35 ár (1985) Gengi Stjörnunnar í deildarkeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 3. sæti í deildinni 2018-19 6. sæti í deildinni 2017-18 5. sæti í deildinni 2016-17 Deildarmeistari 2015-16 4. sæti í deildinni 2014-15 3. sæti í deildinni 2013-14 Deildarmeistari 2012-13 4. sæti í deildinni 2011-12 4. sæti í deildinni Gengi Stjörnunnar í úrslitakeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 Úrslitakeppnin fór ekki fram 2018-19 Ekki í úrslitakeppni 2017-18 Ekki í úrslitakeppni 2016-17 Silfurverðlaun 2015-16 Silfurverðlaun 2014-15 Silfurverðlaun 2013-14 Silfurverðlaun 2012-13 Silfurverðlaun 2011-12 Undanúrslit View this post on Instagram Arnar Pétursson og Ágúst Jóhannsson, þjálfarar A-landsliðs kvenna, hafa valið 22 leikmenn til æfinga með A-landslið kvenna í júní. Við í Stjörnunni eigum þrjá frábæra fulltrúa þar. Stórskytturnar Helena Rut og Eva Björk hafa verið fastamenn undanfarin ár og halda sæti sínu en hin bráðefnilega Katrín Tinna Jensdóttir hefur verið valin í fyrsta skipti í hópinn. Katrín er hávaxin línumaður sem vakti athygli á síðasta tímabili fyrir frábæran varnarleik í Olísdeildinni. Hún var lykilleikmaður í U-17 kvenna sem náði frábærum árangri síðasta sumar þegar þær lentu í 2. sæti í B-Evrópukeppninni. Við erum auðvitað hæstánægð með allar þessar þrjár og óskum þeim til hamingju með valið A post shared by Stjarnan Handbolti (@handboltistar) on Jun 9, 2020 at 1:22pm PDT HBStatz tölurnar frá síðasta tímabili Sóknarleikur Stjörnunnar 2019/20 í tölum HBStatz Mörk skoruð í leik - 4. sæti (25,2) Skotnýting - 3. sæti (57,3%) Vítanýting - 4. sæti (78,9%) Hraðaupphlaupsmörk - 2. sæti (71) Stoðsendingar í leik - 2. sæti (11,7) Tapaðir boltar í leik - 2. sæti (10,8) Vörn og markvarsla Stjörnunnar 2019/20 í tölum HBStatz Mörk fengin á sig í leik - 4. sæti (24,3) Hlutfallsmarkvarsla - 6. sæti (29,1%) Varin víti - 3. sæti (12) Stolnir boltar - 2. sæti (97) Varin skot í vörn - 8. sæti (23) Lögleg stopp í leik - 8. sæti (25,2) Félagaskiptamarkaðurinn Komnar: Helena Rut Örvarsdóttir frá SønderjyskE (Danmörku) Eva Björk Davíðsdóttir frá Skuru (Svíþjóð) Katla María Magnúsdóttir frá Selfossi Heiðrún Dís Magnúsdóttir frá Fram Anna Karen Hansdóttir frá Horsens (Danmörku) Liisa Bergdís Arnarsdóttir frá Kongsvinger (Noregi) Farnar: Ólöf Ásta Arnþórsdóttir til HK Þórey Anna Ásgeirsdóttir til Vals Steinunn Guðjónsdóttir til Gróttu Auður Brynja Sölvadóttir til Víkings Írena Björk Ómarsdóttir til FH Arna Þyrí Ólafsdóttir til Víkings Hildur Guðjónsdóttir til FH (lán) Stefanía Theodórsdóttir ólétt Dagný Huld Birgisdóttir hætt Þórhildur Gunnarsdóttir ólétt Líklegt byrjunarlið Mark: Heiðrún Dís Magnúsdóttir Vinstra horn: Anna Karen Hansdóttir Vinstri skytta: Helena Rut Örvarsdóttir Miðja: Eva Björk Davíðsdóttir Hægri skytta: Sólveig Lára Kjærnested Hægra horn: Hanna G. Stefánsdóttir Lína: Elena Elísabet Birgisdóttir Helena Rut Örvarsdóttir skrifaði undir tveggja ára samning við Stjörnuna í maí.vísir/bára Verður að eiga gott tímabil Eftir að hafa reynt fyrir sér í atvinnumennsku sneri Helena Rut Örvarsdóttir aftur til uppeldisfélagsins í vor. Hún styrkir Stjörnuna mikið á báðum endum vallarins, enda hörku skytta og öflugur varnarmaður. Þegar Helena lék með Stjörnunni áður en hún fór erlendis var liðið alltaf í baráttu um titla og vann nokkra og Garðbæingar vonast til að hún geti aftur komið liðinu á þann stall. Marta Hermannsdóttir gengur í átt að meistarabikarnum sem KA/Þór vann í fyrsta sinn um helgina.vísir/hag KA/Þór í 4. sæti: Væntingastuðullinn hækkaði verulega KA/Þór sýndi skýr skilaboð út í handboltakosmósið með því að vinna Fram, 30-23, í Meistarakeppni HSÍ á sunnudaginn. Þegar þessi lið mættust í bikarúrslitum á síðasta tímabili vann Fram risasigur, 31-18. Sé bara litið á leikinn á sunnudaginn hefur því heldur betur dregið saman með þessum liðum. KA/Þór teflir fram nánast sama liði og á síðasta tímabili. Eina viðbótin er Rut Jónsdóttir og það er engin smá viðbót. Hún er einn af okkar bestu leikmönnum og kemur með aðra vídd inn í lið KA/Þórs sem var þó vel frambærilegt fyrir. Gengið á síðasta tímabili var misjafnt. KA/Þór vann góða sigra en fékk nokkra vonda skelli. Til að mynda tapaði liðið sex deildarleikjum með átta mörkum eða meira. KA/Þór náði þó stórum áfanga með því að komast í bikarúrslitaleikinn í fyrsta sinn, þótt Akureyringar hafi reyndar aldrei séð til sólar í honum. Stefnan er sett á að gera enn betur á komandi tímabili, sem verður það fyrsta undir stjórn Andra Snæs Stefánssonar, og frammistaðan í meistaraleiknum gefur svo sannarlega góð fyrirheit. KA/Þór líður vel heima fyrir en liðið fékk tíu af fjórtán stigum sínum á síðasta tímabili í KA-heimilinu. Ef KA/Þór ætlar að blanda sér í toppbaráttuna má liðið ekki koma jafn oft tómhent heim úr ferðum sínum suður og í fyrra. Hversu langt síðan að KA/Þór ... . .. varð Íslandsmeistari: Aldrei ... varð deildarmeistari: Aldrei ... varð meðal þriggja efstu í deildinni: Aldrei ... varð bikarmeistari: Aldrei ... komst í bikarúrslit: 0 ár (2020) ... komst í úrslitakeppni: Aldrei ... komst í undanúrslit: Aldrei ... komst í lokaúrslit: Aldrei ... féll úr deildinni: 4 ár (2016) ... kom upp í deildina: 2 ár (2018) Gengi KA/Þór í deildarkeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 6. sæti í deildinni 2018-19 5. sæti í deildinni 2017-18 B-deild (1. sæti) 2016-17 B-deild (2. sæti) 2015-16 11. sæti í deildinni 2014-15 11. sæti í deildinni 2013-14 11. sæti í deildinni 2012-13 Ekki með á Íslandsmótinu 2011-12 7. sæti í deildinni Gengi KA/Þór í úrslitakeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 Úrslitakeppnin fór ekki fram 2018-19 Ekki í úrslitakeppni 2017-18 B-deild 2016-17 B-deild 2015-16 Ekki í úrslitakeppni 2014-15 Ekki í úrslitakeppni 2013-14 Ekki í úrslitakeppni 2012-13 Ekki með á Íslandsmótinu 2011-12 Ekki í úrslitakeppni View this post on Instagram Meistarar meistaranna Eftir fra bæran 23-30 sigur a Fram i dag erum við stelpurnar komnar alsælar heim til Akureyrar eftir go ða ru tuferð. Við þo kkum kærlega fyrir stuðninginn, hann er o metanlegur. Við erum bu nar að leggja hart að okkur a undirbu ningsti mabilinu og er þetta fyrsta uppskeran okkar i vetur. Fyrsti sto ri titill KA/Þo rs! Við erum o tru lega spenntar fyrir komandi ti mabil. Hlo kkum mikið til. Fyrsti leikur i Oli s deildinni er næstu helgi, u tileikur gegn I BV. Sjáumst þá A fram KA/Þo r A post shared by Meistaraflokkur KA/Þo rs (@kathor.handbolti) on Sep 6, 2020 at 5:46pm PDT HBStatz tölurnar frá síðasta tímabili Sóknarleikur KA/Þórs 2019/20 í tölum HBStatz Mörk skoruð í leik - 5. sæti (23,8) Skotnýting - 7. sæti (49,1%) Vítanýting - 5. sæti (77,2%) Hraðaupphlaupsmörk - 7. sæti (37) Stoðsendingar í leik - 4. sæti (10,2) Tapaðir boltar í leik - 4. sæti (11,3) Vörn og markvarsla KA/Þórs 2019/20 í tölum HBStatz Mörk fengin á sig í leik - 7. sæti (27,9) Hlutfallsmarkvarsla - 5. sæti (29,7%) Varin víti - 1. sæti (15) Stolnir boltar - 6. sæti (77) Varin skot í vörn - 7. sæti (29) Lögleg stopp í leik - 7. sæti (24,7) Félagaskiptamarkaðurinn Komnar: Rut Jónsdóttir frá Esbjerg (Danmörku) Farnar: Ásdís Sigurðardóttir hætt Líklegt byrjunarlið Markvörður: Matea Lonac Vinstra horn: Katrín Vilhjálmsdóttir Vinstri skytta: Martha Hermannsdóttir Miðja: Aldís Ásta Heimisdóttir Hægri skytta: Rut Jónsdóttir Hægra horn: Rakel Sara Elvarsdóttir Lína: Ásdís Guðmundsdóttir Rut Jónsdóttir í Meistaraleiknum gegn Fram á sunnudaginn þar sem hún skoraði fimm mörk úr sex skotum.vísir/hag Verður að eiga gott tímabil Í fyrsta sinn frá tímabilinu 2007-08 leikur Rut Jónsdóttir á Íslandi. Undanfarin tólf ár hefur Rut leikið erlendis og sennilega hefur engin íslensk handboltakona átt farsælli atvinnumannaferil en hún. Það kom eflaust mörgum á óvart að Rut skyldi fara til KA/Þórs en það sýnir kannski metnaðinn fyrir norðan. Rut er framúrskarandi leikmaður og ef allt er eðlilegt verður hún ein af skærustu stjörnum tímabilsins. Olís-deild kvenna HK Stjarnan KA Þór Akureyri Mest lesið Söguleg stund þegar tvær íslenskar stelpur komust á sama verðlaunapall Sport Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Körfubolti Láki samdi við strák sem er nú einn heitasti framherji Evrópu Fótbolti Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Enski boltinn Fresta aftur réttarhöldunum í morðmáli heimsmeistarans Sport Baldur: Yrði hissa ef minn sjúkraþjálfari myndi fara í svona baráttu Sport Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Golf Mourinho meiddist á æfingu þegar leikmaður Fenerbahçe felldi hann Fótbolti Mínútu þögn fyrir alla leiki og Real Madrid gefur milljón evra Fótbolti Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Íslenski boltinn Fleiri fréttir ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Krukkuðu í handboltaheila Ásbjörns fyrir leikinn gegn Sävehof „Elvar er einn mesti stríðsmaður sem við eigum“ Haukar mæta liði í 5.000 kílómetra fjarlægð: „Rándýrt og erfitt“ Ein sú besta ólétt Ómar Ingi markahæstur í stórsigri Magdeburg Íslendingalið Gummersbach marði botnliðið Sterkur sigur stelpnanna á Selfossi KA enn á botninum eftir tap í Eyjum Haukar unnu Hanana öðru sinni og eru komnir áfram „Til fyrirmyndar hvernig stelpurnar mættu í þennan leik“ Uppgjörið: Ísland - Pólland 30-24 | Frábærar íslenskar stelpur lofa góðu fyrir EM Valsmenn náðu að jafna í lokin Einar Bragi fékk rautt spjald en liðið hans vann Guðmundur Bragi og félagar í stuði í seinni Íslensku landsliðsmennirnir hvíldir eftir átökin í Meistaradeildinni í vikunni Dana Björg leikur fyrsta landsleikinn en Sandra hvílir Afturelding á toppinn og Grótta tapar enn Sjá meira
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild kvenna en keppni í deildinni hefst með tveimur leikjum á morgun, föstudaginn 11. september. Í gær skoðuðum við liðin sem verða í botnbaráttunni og núna er komið að liðunum sem við teljum að verði í 4.-6. sæti deildarinnar. Sex lið komast í úrslitakeppnina en ekki fjögur eins og síðustu ár. Tvö efstu lið deildarinnar fara beint í undanúrslit en hin fjögur keppa um hin tvö sætin í undanúrslitunum. Þriðja og fjórða sætið gefa því heimavallarrétt í átta-liða úrslitunum. Við teljum að HK, Stjarnan og KA/Þór raði sér í 4.-6. sæti deildarinnar. Bæði Stjarnan og KA/Þór hafa fengið sterka leikmenn úr atvinnumennsku og öll þessi þrjú lið eru sterkari en á síðasta tímabili. Liðin gera sér væntanlega öll vonir og væntingar um að láta til sín taka í toppbaráttunni og KA/Þór lét hressilega vita af sér með stórsigrinum á Fram í Meistarakeppninni á sunnudaginn. Díana Kristín Sigmarsdóttir var markahæsti leikmaður HK á síðasta tímabili.vísir/bára HK í 6. sæti: Með betra lið en erfitt að gera betur HK kom liða mest á óvart í Olís-deild kvenna og var í 4. sæti og komið allavega með annan fótinn inn í úrslitakeppnina þegar tímabilið var blásið af vegna kórónuveirufaraldursins. Halldór Harri Kristjánsson er að hefja sitt annað tímabil sem þjálfari HK sem gerði góða hluti á félagaskiptamarkaðnum. HK-ingar fengu línumanninn Alexöndru Líf Arnarsdóttur frá Haukum en hún ætti að styrkja varnarleik liðsins. Ólöf Ásta Arnþórsdóttir eykur breiddina fyrir utan og Þóra María Sigurjónsdóttir er einn allra efnilegasti leikmaður landsins. Hún sleit krossband í hné á síðasta tímabili og er að komast aftur á ferðina. Sömu sögu er að segja af Jóhönnu Margréti Sigurðardóttur sem sló í gegn með HK á síðasta tímabili. Þegar allar eru heilar er HK með virkilega flott lið og betra en á síðasta tímabili. Eina vandamálið fyrir HK-inga er að deildin er sterkari en í fyrra. Í liði HK er góð blanda af reyndum leikmönnum og ungum og efnilegum stelpum sem geta náð langt. Til að komast ofar og ná í heimavallarrétt í úrslitakeppninni þarf HK betri markvörslu en á síðasta tímabili og ná í fleiri stig á útivelli. Í fyrra fengu HK-ingar þrettán af átján stigum sínum á nýja heimavellinum í Kórnum. Liðið vann hins vegar bara tvo útileiki. Hversu langt síðan að HK ... . .. varð Íslandsmeistari: Aldrei ... varð deildarmeistari: Aldrei ... varð meðal þriggja efstu í deildinni: Aldrei ... varð bikarmeistari: Aldrei ... komst í bikarúrslit: Aldrei ... komst í úrslitakeppni: 6 ár (2014) ... komst í undanúrslit: Aldrei ... komst í lokaúrslit: Aldrei ... féll úr deildinni: 4 ár (2016) ... kom upp í deildina: 2 ár (2018) Gengi HK í deildarkeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 4. sæti í deildinni 2018-19 7. sæti í deildinni 2017-18 B-deild (2. sæti) 2016-17 B-deild (4. sæti) 2015-16 9. sæti í deildinni 2014-15 9. sæti í deildinni 2013-14 8. sæti í deildinni 2012-13 5. sæti í deildinni 2011-12 5. sæti í deildinni Gengi HK í úrslitakeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 Úrslitakeppnin fór ekki fram 2018-19 Ekki í úrslitakeppni 2017-18 B-deild 2016-17 B-deild 2015-16 Ekki í úrslitakeppni 2014-15 Ekki í úrslitakeppni 2013-14 Átta liða úrslit 2012-13 Átta liða úrslit 2011-12 Sex liða úrslit View this post on Instagram Góð helgi að baki hjá meistaraflokkum kvenna 2 leikir + 2 sigrar = 4 stig! Í gær kíkti Afturelding í Kórinn. Sterk vörn, markvarsla og hraðaupphlaup skiluðu flottum sigri, 33-22! Markahæstar voru þær @johannaasigurdard og @siggahauks , báðar með 8 mörk. Reynsluboltinn @kristingud6 stjórnaði vörninni með stakri prýði og var að leik loknum valin Pure Delí maður leiksins Í dag tók U-liðið á móti Fylki. Sterk vörn og frábær liðsheild skilaði liðinu góðum sigri 30-24 . Markahæstar hjá HK-U voru @sarakatring með 8 mörk og @agustahuld með 6 @alexandragunnarss og @ingagudmunds_ áttu góðan leik í markinu, alls með 20 bolta varða Næstu leikir hjá liðunum eru næstu helgi: ÍR - HK U Grill deild kvenna Austurberg Föstudagur 24. janúar 19:15 Fram - HK Olís deild kvenna Safamýri Laugardagur 25. janúar 14:00 Áfram HK A post shared by Meistaraflokkar HK í handbolta (@hkhandbolti) on Jan 19, 2020 at 11:09am PST HBStatz tölurnar frá síðasta tímabili Sóknarleikur HK 2019/20 í tölum HBStatz Mörk skoruð í leik - 3. sæti (27,2) Skotnýting - 4. sæti (56,0%) Vítanýting - 3. sæti (80,2%) Hraðaupphlaupsmörk - 4. sæti (48) Stoðsendingar í leik - 5. sæti (8,6) Tapaðir boltar í leik - 7. sæti (14,5) Vörn og markvarsla HK 2019/20 í tölum HBStatz Mörk fengin á sig í leik - 6. sæti (27,8) Hlutfallsmarkvarsla - 7. sæti (28,4%) Varin víti - 7. sæti (7) Stolnir boltar - 3. sæti (81) Varin skot í vörn - 5. sæti (35) Lögleg stopp í leik - 6. sæti (22,9) Félagaskiptamarkaðurinn Komnar: Þóra María Sigurjónsdóttir frá Aftureldingu Ólöf Ásta Ástþórsdóttir frá Stjörnunni Heiðrún Sverrisdóttir frá Val Chloe Anna Aronsdóttir frá ÍR Alexandra Líf Arnarsdóttir frá Haukum Farnar: Melkorka Mist Gunnarsdóttir hætt Sunneva Einarsdóttir hætt Ágústa Huld Gunnarsdóttir til Gróttu Elva Arinbjarnar í nám erlendis Ada Kozicka til Fjölnis/Fylkis Líklegt byrjunarlið Markvörður: Sara Sif Helgadóttir Vinstra horn: Sigríður Hauksdóttir Vinstri skytta: Kristín Guðmundsdóttir Miðja: Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir Hægri skytta: Díana Kristín Sigmarsdóttir Hægra horn: Tinna Sól Björgvinsdóttir Lína: Alexandra Líf Arnarsdóttir Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir er einn reyndasti leikmaður HK.vísir/bára Verður að eiga gott tímabil Líkt og síðustu ár verður Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir í stóru hlutverki hjá HK. Valgerður, sem er af sannkölluðum handboltaaðalsættum, er afar áreiðanlegur leikmaður sem skiptir miklu fyrir HK-liðið. Hún þarf að eiga gott tímabil fyrir HK í vetur, skora sín mörk og stýra sóknarleiknum. Landsliðskonurnar Helena Rut Örvarsdóttir og Eva Björk Davíðsdóttir eru komnar í Stjörnuna.mynd/facebook-síða handknattleiksdeildar stjörnunnar Stjarnan í 5. sæti: Vilja komast aftur í titilbaráttu Stjörnukonur byrjuðu síðasta tímabil af miklum krafti og unnu fyrstu fjóra leiki sína. Þær unnu hins vegar aðeins fjóra af síðustu fjórtán leikjum sínum og sátu í 3. sætinu þegar keppni var hætt. Eftir tímabilið urðu þjálfaraskipti í Garðabænum. Sebastian Alexandersson hætti eftir tvö ár hjá Stjörnunni og við tók Rakel Dögg Bragadóttir, ein besta dóttir félagsins. Stjarnan sótti svo tvo atvinnumenn; Evu Björk Davíðsdóttur og Helenu Rut Örvarsdóttir sem er öllum hnútum kunnugt í TM-höllinni. Talsverðar breytingar hafa orðið á leikmannahópi Stjörnunnar en Þórey Anna Ásgeirsdóttir er m.a. horfin á braut og Þórhildur Gunnarsdóttir og Stefanía Theodórsdóttir eru barnshafandi. Liðið er samt áfram sterkt og gríðarlega reynt. Þá er Stjarnan með unga og lofandi leikmenn eins Katrínu Tinnu Jensdóttur, Kötlu Maríu Magnúsdóttir og Ídu Bjarklind Magnúsdóttur. Markvarslan þarf að vera betri en á síðasta tímabili og það er eiginlega nauðsynlegt til að Stjarnan haldi sér við toppinn þar sem liðið hefur verið undanfarin ár. Hversu langt síðan að Stjarnan ... . .. varð Íslandsmeistari: 11 ár (2009) ... varð deildarmeistari: 3 ár (2017) ... varð meðal þriggja efstu í deildinni: 0 ár (2020) ... varð bikarmeistari: 3 ár (2017) ... komst í bikarúrslit: 3 ár (2017) ... komst í úrslitakeppni: 3 ár (2017) ... komst í undanúrslit: 3 ár (2017) ... komst í lokaúrslit: 3 ár (2017) ... féll úr deildinni: Aldrei ... kom upp í deildina: 35 ár (1985) Gengi Stjörnunnar í deildarkeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 3. sæti í deildinni 2018-19 6. sæti í deildinni 2017-18 5. sæti í deildinni 2016-17 Deildarmeistari 2015-16 4. sæti í deildinni 2014-15 3. sæti í deildinni 2013-14 Deildarmeistari 2012-13 4. sæti í deildinni 2011-12 4. sæti í deildinni Gengi Stjörnunnar í úrslitakeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 Úrslitakeppnin fór ekki fram 2018-19 Ekki í úrslitakeppni 2017-18 Ekki í úrslitakeppni 2016-17 Silfurverðlaun 2015-16 Silfurverðlaun 2014-15 Silfurverðlaun 2013-14 Silfurverðlaun 2012-13 Silfurverðlaun 2011-12 Undanúrslit View this post on Instagram Arnar Pétursson og Ágúst Jóhannsson, þjálfarar A-landsliðs kvenna, hafa valið 22 leikmenn til æfinga með A-landslið kvenna í júní. Við í Stjörnunni eigum þrjá frábæra fulltrúa þar. Stórskytturnar Helena Rut og Eva Björk hafa verið fastamenn undanfarin ár og halda sæti sínu en hin bráðefnilega Katrín Tinna Jensdóttir hefur verið valin í fyrsta skipti í hópinn. Katrín er hávaxin línumaður sem vakti athygli á síðasta tímabili fyrir frábæran varnarleik í Olísdeildinni. Hún var lykilleikmaður í U-17 kvenna sem náði frábærum árangri síðasta sumar þegar þær lentu í 2. sæti í B-Evrópukeppninni. Við erum auðvitað hæstánægð með allar þessar þrjár og óskum þeim til hamingju með valið A post shared by Stjarnan Handbolti (@handboltistar) on Jun 9, 2020 at 1:22pm PDT HBStatz tölurnar frá síðasta tímabili Sóknarleikur Stjörnunnar 2019/20 í tölum HBStatz Mörk skoruð í leik - 4. sæti (25,2) Skotnýting - 3. sæti (57,3%) Vítanýting - 4. sæti (78,9%) Hraðaupphlaupsmörk - 2. sæti (71) Stoðsendingar í leik - 2. sæti (11,7) Tapaðir boltar í leik - 2. sæti (10,8) Vörn og markvarsla Stjörnunnar 2019/20 í tölum HBStatz Mörk fengin á sig í leik - 4. sæti (24,3) Hlutfallsmarkvarsla - 6. sæti (29,1%) Varin víti - 3. sæti (12) Stolnir boltar - 2. sæti (97) Varin skot í vörn - 8. sæti (23) Lögleg stopp í leik - 8. sæti (25,2) Félagaskiptamarkaðurinn Komnar: Helena Rut Örvarsdóttir frá SønderjyskE (Danmörku) Eva Björk Davíðsdóttir frá Skuru (Svíþjóð) Katla María Magnúsdóttir frá Selfossi Heiðrún Dís Magnúsdóttir frá Fram Anna Karen Hansdóttir frá Horsens (Danmörku) Liisa Bergdís Arnarsdóttir frá Kongsvinger (Noregi) Farnar: Ólöf Ásta Arnþórsdóttir til HK Þórey Anna Ásgeirsdóttir til Vals Steinunn Guðjónsdóttir til Gróttu Auður Brynja Sölvadóttir til Víkings Írena Björk Ómarsdóttir til FH Arna Þyrí Ólafsdóttir til Víkings Hildur Guðjónsdóttir til FH (lán) Stefanía Theodórsdóttir ólétt Dagný Huld Birgisdóttir hætt Þórhildur Gunnarsdóttir ólétt Líklegt byrjunarlið Mark: Heiðrún Dís Magnúsdóttir Vinstra horn: Anna Karen Hansdóttir Vinstri skytta: Helena Rut Örvarsdóttir Miðja: Eva Björk Davíðsdóttir Hægri skytta: Sólveig Lára Kjærnested Hægra horn: Hanna G. Stefánsdóttir Lína: Elena Elísabet Birgisdóttir Helena Rut Örvarsdóttir skrifaði undir tveggja ára samning við Stjörnuna í maí.vísir/bára Verður að eiga gott tímabil Eftir að hafa reynt fyrir sér í atvinnumennsku sneri Helena Rut Örvarsdóttir aftur til uppeldisfélagsins í vor. Hún styrkir Stjörnuna mikið á báðum endum vallarins, enda hörku skytta og öflugur varnarmaður. Þegar Helena lék með Stjörnunni áður en hún fór erlendis var liðið alltaf í baráttu um titla og vann nokkra og Garðbæingar vonast til að hún geti aftur komið liðinu á þann stall. Marta Hermannsdóttir gengur í átt að meistarabikarnum sem KA/Þór vann í fyrsta sinn um helgina.vísir/hag KA/Þór í 4. sæti: Væntingastuðullinn hækkaði verulega KA/Þór sýndi skýr skilaboð út í handboltakosmósið með því að vinna Fram, 30-23, í Meistarakeppni HSÍ á sunnudaginn. Þegar þessi lið mættust í bikarúrslitum á síðasta tímabili vann Fram risasigur, 31-18. Sé bara litið á leikinn á sunnudaginn hefur því heldur betur dregið saman með þessum liðum. KA/Þór teflir fram nánast sama liði og á síðasta tímabili. Eina viðbótin er Rut Jónsdóttir og það er engin smá viðbót. Hún er einn af okkar bestu leikmönnum og kemur með aðra vídd inn í lið KA/Þórs sem var þó vel frambærilegt fyrir. Gengið á síðasta tímabili var misjafnt. KA/Þór vann góða sigra en fékk nokkra vonda skelli. Til að mynda tapaði liðið sex deildarleikjum með átta mörkum eða meira. KA/Þór náði þó stórum áfanga með því að komast í bikarúrslitaleikinn í fyrsta sinn, þótt Akureyringar hafi reyndar aldrei séð til sólar í honum. Stefnan er sett á að gera enn betur á komandi tímabili, sem verður það fyrsta undir stjórn Andra Snæs Stefánssonar, og frammistaðan í meistaraleiknum gefur svo sannarlega góð fyrirheit. KA/Þór líður vel heima fyrir en liðið fékk tíu af fjórtán stigum sínum á síðasta tímabili í KA-heimilinu. Ef KA/Þór ætlar að blanda sér í toppbaráttuna má liðið ekki koma jafn oft tómhent heim úr ferðum sínum suður og í fyrra. Hversu langt síðan að KA/Þór ... . .. varð Íslandsmeistari: Aldrei ... varð deildarmeistari: Aldrei ... varð meðal þriggja efstu í deildinni: Aldrei ... varð bikarmeistari: Aldrei ... komst í bikarúrslit: 0 ár (2020) ... komst í úrslitakeppni: Aldrei ... komst í undanúrslit: Aldrei ... komst í lokaúrslit: Aldrei ... féll úr deildinni: 4 ár (2016) ... kom upp í deildina: 2 ár (2018) Gengi KA/Þór í deildarkeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 6. sæti í deildinni 2018-19 5. sæti í deildinni 2017-18 B-deild (1. sæti) 2016-17 B-deild (2. sæti) 2015-16 11. sæti í deildinni 2014-15 11. sæti í deildinni 2013-14 11. sæti í deildinni 2012-13 Ekki með á Íslandsmótinu 2011-12 7. sæti í deildinni Gengi KA/Þór í úrslitakeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 Úrslitakeppnin fór ekki fram 2018-19 Ekki í úrslitakeppni 2017-18 B-deild 2016-17 B-deild 2015-16 Ekki í úrslitakeppni 2014-15 Ekki í úrslitakeppni 2013-14 Ekki í úrslitakeppni 2012-13 Ekki með á Íslandsmótinu 2011-12 Ekki í úrslitakeppni View this post on Instagram Meistarar meistaranna Eftir fra bæran 23-30 sigur a Fram i dag erum við stelpurnar komnar alsælar heim til Akureyrar eftir go ða ru tuferð. Við þo kkum kærlega fyrir stuðninginn, hann er o metanlegur. Við erum bu nar að leggja hart að okkur a undirbu ningsti mabilinu og er þetta fyrsta uppskeran okkar i vetur. Fyrsti sto ri titill KA/Þo rs! Við erum o tru lega spenntar fyrir komandi ti mabil. Hlo kkum mikið til. Fyrsti leikur i Oli s deildinni er næstu helgi, u tileikur gegn I BV. Sjáumst þá A fram KA/Þo r A post shared by Meistaraflokkur KA/Þo rs (@kathor.handbolti) on Sep 6, 2020 at 5:46pm PDT HBStatz tölurnar frá síðasta tímabili Sóknarleikur KA/Þórs 2019/20 í tölum HBStatz Mörk skoruð í leik - 5. sæti (23,8) Skotnýting - 7. sæti (49,1%) Vítanýting - 5. sæti (77,2%) Hraðaupphlaupsmörk - 7. sæti (37) Stoðsendingar í leik - 4. sæti (10,2) Tapaðir boltar í leik - 4. sæti (11,3) Vörn og markvarsla KA/Þórs 2019/20 í tölum HBStatz Mörk fengin á sig í leik - 7. sæti (27,9) Hlutfallsmarkvarsla - 5. sæti (29,7%) Varin víti - 1. sæti (15) Stolnir boltar - 6. sæti (77) Varin skot í vörn - 7. sæti (29) Lögleg stopp í leik - 7. sæti (24,7) Félagaskiptamarkaðurinn Komnar: Rut Jónsdóttir frá Esbjerg (Danmörku) Farnar: Ásdís Sigurðardóttir hætt Líklegt byrjunarlið Markvörður: Matea Lonac Vinstra horn: Katrín Vilhjálmsdóttir Vinstri skytta: Martha Hermannsdóttir Miðja: Aldís Ásta Heimisdóttir Hægri skytta: Rut Jónsdóttir Hægra horn: Rakel Sara Elvarsdóttir Lína: Ásdís Guðmundsdóttir Rut Jónsdóttir í Meistaraleiknum gegn Fram á sunnudaginn þar sem hún skoraði fimm mörk úr sex skotum.vísir/hag Verður að eiga gott tímabil Í fyrsta sinn frá tímabilinu 2007-08 leikur Rut Jónsdóttir á Íslandi. Undanfarin tólf ár hefur Rut leikið erlendis og sennilega hefur engin íslensk handboltakona átt farsælli atvinnumannaferil en hún. Það kom eflaust mörgum á óvart að Rut skyldi fara til KA/Þórs en það sýnir kannski metnaðinn fyrir norðan. Rut er framúrskarandi leikmaður og ef allt er eðlilegt verður hún ein af skærustu stjörnum tímabilsins.
Hversu langt síðan að HK ... . .. varð Íslandsmeistari: Aldrei ... varð deildarmeistari: Aldrei ... varð meðal þriggja efstu í deildinni: Aldrei ... varð bikarmeistari: Aldrei ... komst í bikarúrslit: Aldrei ... komst í úrslitakeppni: 6 ár (2014) ... komst í undanúrslit: Aldrei ... komst í lokaúrslit: Aldrei ... féll úr deildinni: 4 ár (2016) ... kom upp í deildina: 2 ár (2018) Gengi HK í deildarkeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 4. sæti í deildinni 2018-19 7. sæti í deildinni 2017-18 B-deild (2. sæti) 2016-17 B-deild (4. sæti) 2015-16 9. sæti í deildinni 2014-15 9. sæti í deildinni 2013-14 8. sæti í deildinni 2012-13 5. sæti í deildinni 2011-12 5. sæti í deildinni Gengi HK í úrslitakeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 Úrslitakeppnin fór ekki fram 2018-19 Ekki í úrslitakeppni 2017-18 B-deild 2016-17 B-deild 2015-16 Ekki í úrslitakeppni 2014-15 Ekki í úrslitakeppni 2013-14 Átta liða úrslit 2012-13 Átta liða úrslit 2011-12 Sex liða úrslit
HBStatz tölurnar frá síðasta tímabili Sóknarleikur HK 2019/20 í tölum HBStatz Mörk skoruð í leik - 3. sæti (27,2) Skotnýting - 4. sæti (56,0%) Vítanýting - 3. sæti (80,2%) Hraðaupphlaupsmörk - 4. sæti (48) Stoðsendingar í leik - 5. sæti (8,6) Tapaðir boltar í leik - 7. sæti (14,5) Vörn og markvarsla HK 2019/20 í tölum HBStatz Mörk fengin á sig í leik - 6. sæti (27,8) Hlutfallsmarkvarsla - 7. sæti (28,4%) Varin víti - 7. sæti (7) Stolnir boltar - 3. sæti (81) Varin skot í vörn - 5. sæti (35) Lögleg stopp í leik - 6. sæti (22,9)
Komnar: Þóra María Sigurjónsdóttir frá Aftureldingu Ólöf Ásta Ástþórsdóttir frá Stjörnunni Heiðrún Sverrisdóttir frá Val Chloe Anna Aronsdóttir frá ÍR Alexandra Líf Arnarsdóttir frá Haukum Farnar: Melkorka Mist Gunnarsdóttir hætt Sunneva Einarsdóttir hætt Ágústa Huld Gunnarsdóttir til Gróttu Elva Arinbjarnar í nám erlendis Ada Kozicka til Fjölnis/Fylkis
Markvörður: Sara Sif Helgadóttir Vinstra horn: Sigríður Hauksdóttir Vinstri skytta: Kristín Guðmundsdóttir Miðja: Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir Hægri skytta: Díana Kristín Sigmarsdóttir Hægra horn: Tinna Sól Björgvinsdóttir Lína: Alexandra Líf Arnarsdóttir
Hversu langt síðan að Stjarnan ... . .. varð Íslandsmeistari: 11 ár (2009) ... varð deildarmeistari: 3 ár (2017) ... varð meðal þriggja efstu í deildinni: 0 ár (2020) ... varð bikarmeistari: 3 ár (2017) ... komst í bikarúrslit: 3 ár (2017) ... komst í úrslitakeppni: 3 ár (2017) ... komst í undanúrslit: 3 ár (2017) ... komst í lokaúrslit: 3 ár (2017) ... féll úr deildinni: Aldrei ... kom upp í deildina: 35 ár (1985) Gengi Stjörnunnar í deildarkeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 3. sæti í deildinni 2018-19 6. sæti í deildinni 2017-18 5. sæti í deildinni 2016-17 Deildarmeistari 2015-16 4. sæti í deildinni 2014-15 3. sæti í deildinni 2013-14 Deildarmeistari 2012-13 4. sæti í deildinni 2011-12 4. sæti í deildinni Gengi Stjörnunnar í úrslitakeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 Úrslitakeppnin fór ekki fram 2018-19 Ekki í úrslitakeppni 2017-18 Ekki í úrslitakeppni 2016-17 Silfurverðlaun 2015-16 Silfurverðlaun 2014-15 Silfurverðlaun 2013-14 Silfurverðlaun 2012-13 Silfurverðlaun 2011-12 Undanúrslit
HBStatz tölurnar frá síðasta tímabili Sóknarleikur Stjörnunnar 2019/20 í tölum HBStatz Mörk skoruð í leik - 4. sæti (25,2) Skotnýting - 3. sæti (57,3%) Vítanýting - 4. sæti (78,9%) Hraðaupphlaupsmörk - 2. sæti (71) Stoðsendingar í leik - 2. sæti (11,7) Tapaðir boltar í leik - 2. sæti (10,8) Vörn og markvarsla Stjörnunnar 2019/20 í tölum HBStatz Mörk fengin á sig í leik - 4. sæti (24,3) Hlutfallsmarkvarsla - 6. sæti (29,1%) Varin víti - 3. sæti (12) Stolnir boltar - 2. sæti (97) Varin skot í vörn - 8. sæti (23) Lögleg stopp í leik - 8. sæti (25,2)
Komnar: Helena Rut Örvarsdóttir frá SønderjyskE (Danmörku) Eva Björk Davíðsdóttir frá Skuru (Svíþjóð) Katla María Magnúsdóttir frá Selfossi Heiðrún Dís Magnúsdóttir frá Fram Anna Karen Hansdóttir frá Horsens (Danmörku) Liisa Bergdís Arnarsdóttir frá Kongsvinger (Noregi) Farnar: Ólöf Ásta Arnþórsdóttir til HK Þórey Anna Ásgeirsdóttir til Vals Steinunn Guðjónsdóttir til Gróttu Auður Brynja Sölvadóttir til Víkings Írena Björk Ómarsdóttir til FH Arna Þyrí Ólafsdóttir til Víkings Hildur Guðjónsdóttir til FH (lán) Stefanía Theodórsdóttir ólétt Dagný Huld Birgisdóttir hætt Þórhildur Gunnarsdóttir ólétt
Mark: Heiðrún Dís Magnúsdóttir Vinstra horn: Anna Karen Hansdóttir Vinstri skytta: Helena Rut Örvarsdóttir Miðja: Eva Björk Davíðsdóttir Hægri skytta: Sólveig Lára Kjærnested Hægra horn: Hanna G. Stefánsdóttir Lína: Elena Elísabet Birgisdóttir
Hversu langt síðan að KA/Þór ... . .. varð Íslandsmeistari: Aldrei ... varð deildarmeistari: Aldrei ... varð meðal þriggja efstu í deildinni: Aldrei ... varð bikarmeistari: Aldrei ... komst í bikarúrslit: 0 ár (2020) ... komst í úrslitakeppni: Aldrei ... komst í undanúrslit: Aldrei ... komst í lokaúrslit: Aldrei ... féll úr deildinni: 4 ár (2016) ... kom upp í deildina: 2 ár (2018) Gengi KA/Þór í deildarkeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 6. sæti í deildinni 2018-19 5. sæti í deildinni 2017-18 B-deild (1. sæti) 2016-17 B-deild (2. sæti) 2015-16 11. sæti í deildinni 2014-15 11. sæti í deildinni 2013-14 11. sæti í deildinni 2012-13 Ekki með á Íslandsmótinu 2011-12 7. sæti í deildinni Gengi KA/Þór í úrslitakeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 Úrslitakeppnin fór ekki fram 2018-19 Ekki í úrslitakeppni 2017-18 B-deild 2016-17 B-deild 2015-16 Ekki í úrslitakeppni 2014-15 Ekki í úrslitakeppni 2013-14 Ekki í úrslitakeppni 2012-13 Ekki með á Íslandsmótinu 2011-12 Ekki í úrslitakeppni
HBStatz tölurnar frá síðasta tímabili Sóknarleikur KA/Þórs 2019/20 í tölum HBStatz Mörk skoruð í leik - 5. sæti (23,8) Skotnýting - 7. sæti (49,1%) Vítanýting - 5. sæti (77,2%) Hraðaupphlaupsmörk - 7. sæti (37) Stoðsendingar í leik - 4. sæti (10,2) Tapaðir boltar í leik - 4. sæti (11,3) Vörn og markvarsla KA/Þórs 2019/20 í tölum HBStatz Mörk fengin á sig í leik - 7. sæti (27,9) Hlutfallsmarkvarsla - 5. sæti (29,7%) Varin víti - 1. sæti (15) Stolnir boltar - 6. sæti (77) Varin skot í vörn - 7. sæti (29) Lögleg stopp í leik - 7. sæti (24,7)
Markvörður: Matea Lonac Vinstra horn: Katrín Vilhjálmsdóttir Vinstri skytta: Martha Hermannsdóttir Miðja: Aldís Ásta Heimisdóttir Hægri skytta: Rut Jónsdóttir Hægra horn: Rakel Sara Elvarsdóttir Lína: Ásdís Guðmundsdóttir
Olís-deild kvenna HK Stjarnan KA Þór Akureyri Mest lesið Söguleg stund þegar tvær íslenskar stelpur komust á sama verðlaunapall Sport Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Körfubolti Láki samdi við strák sem er nú einn heitasti framherji Evrópu Fótbolti Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Enski boltinn Fresta aftur réttarhöldunum í morðmáli heimsmeistarans Sport Baldur: Yrði hissa ef minn sjúkraþjálfari myndi fara í svona baráttu Sport Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Golf Mourinho meiddist á æfingu þegar leikmaður Fenerbahçe felldi hann Fótbolti Mínútu þögn fyrir alla leiki og Real Madrid gefur milljón evra Fótbolti Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Íslenski boltinn Fleiri fréttir ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Krukkuðu í handboltaheila Ásbjörns fyrir leikinn gegn Sävehof „Elvar er einn mesti stríðsmaður sem við eigum“ Haukar mæta liði í 5.000 kílómetra fjarlægð: „Rándýrt og erfitt“ Ein sú besta ólétt Ómar Ingi markahæstur í stórsigri Magdeburg Íslendingalið Gummersbach marði botnliðið Sterkur sigur stelpnanna á Selfossi KA enn á botninum eftir tap í Eyjum Haukar unnu Hanana öðru sinni og eru komnir áfram „Til fyrirmyndar hvernig stelpurnar mættu í þennan leik“ Uppgjörið: Ísland - Pólland 30-24 | Frábærar íslenskar stelpur lofa góðu fyrir EM Valsmenn náðu að jafna í lokin Einar Bragi fékk rautt spjald en liðið hans vann Guðmundur Bragi og félagar í stuði í seinni Íslensku landsliðsmennirnir hvíldir eftir átökin í Meistaradeildinni í vikunni Dana Björg leikur fyrsta landsleikinn en Sandra hvílir Afturelding á toppinn og Grótta tapar enn Sjá meira