Spáin fyrir Olís-deild kvenna 2020-21: Fleiri lið en bara Fram og Valur í titilbaráttunni (1.-3. sæti) Ingvi Þór Sæmundsson og Óskar Ófeigur Jónsson skrifa 11. september 2020 11:00 Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild kvenna en keppni í deildinni hefst með tveimur leikjum í dag, föstudaginn 11. september. Í fyrradag skoðuðum við liðin sem verða í botnbaráttunni, í gær litum við á liðin sem við teljum að verði í 4.-6. sæti deildarinnar og í dag er komið að liðunum sem munu berjast um deildarmeistaratitilinn. Að okkar mati eru Fram, ÍBV og Valur með sterkustu lið deildarinnar, allavega þegar litið er á leikmannahópa þeirra. Fram var með langbesta liðið á síðasta tímabili en virðist ekki jafn sterkt á þessari stundu enda tvær landsliðskonur fjarverandi og óvissa með markvarðamálin. Eyjakonur hafa bætt við sig tveimur landsliðskonum og stefna hærra en síðustu ár. Þá verða Valskonur sterkar að vanda. Valur var í 2. sæti Olís-deildar kvenna þegar síðasta tímabil var stöðvað vegna kórónuveirufaraldursins.vísir/bára Valur í 3. sæti: Fleiri spurningarmerki en síðustu ár Valur var með langbesta lið landsins tímabilið 2018-19 og vann þrefalt. Á síðasta tímabili tók Fram framúr Val, vann deildarmeistaratitilinn og sigraði Val í undanúrslitum bikarkeppninnar. Valskonur eru þó enn Íslandsmeistarar og eiga þann titil að verja í vetur. Liðið virðist þó veikara en á síðasta tímabili enda sterkir og reyndir leikmenn horfnir á braut. Hvaða lið sem er myndi finna verulega fyrir því að missa leikmenn á borð við Íris Björk Símonardóttur, Söndru Erlingsdóttur, Díönu Dögg Magnúsdóttur og Írisi Ástu Pétursdóttur. Til að fylla þessi skörð hefur Valur fengið markvörðinn Sögu Sif Gísladóttur, Selfyssinginn Huldu Dís Þrastardóttur, Þóreyju Önnu Ásgeirsdóttur úr Stjörnunni og þá þreytir Mariam Eradze frumraun sína í efstu deild á Íslandi í vetur. Saga fær það vanþakkláta verkefni að leysa Írisi Björk af. Undanfarin ár hefur Valur getað treyst á um 45 prósent markvörslu frá henni sem gefur ansi góðan grunn til að byggja á. Ágúst Jóhannsson er á sínu fjórða tímabili með Val og hann þarf að finna réttu blönduna til að liðið geti slegist við Fram. Valskonur verða góðar en spurningarmerkin eru aðeins fleiri en síðustu ár. Hversu langt síðan að Valur ... ... varð Íslandsmeistari: 1 ár (2019) ... varð deildarmeistari: 1 ár (2019) ... varð meðal þriggja efstu í deildinni: 0 ár (2020) ... varð bikarmeistari: 1 ár (2019) ... komst í bikarúrslit: 1 ár (2019) ... komst í úrslitakeppni: 1 ár (2019) ... komst í undanúrslit: 1 ár (2019) ... komst í lokaúrslit: 1 ár (2019) ... féll úr deildinni: 64 ár (1956) ... kom upp í deildina: 62 ár (1958) Gengi Vals í deildarkeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 2. sæti í deildinni 2018-19 Deildarmeistari 2017-18 Deildarmeistari 2016-17 6. sæti í deildinni 2015-16 5. sæti í deildinni 2014-15 6. sæti í deildinni 2013-14 2. sæti í deildinni 2012-13 Deildarmeistari 2011-12 Deildarmeistari Gengi Vals í úrslitakeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 Úrslitakeppnin fór ekki fram 2018-19 Íslandsmeistari 2017-18 Lokaúrslit (2. sæti) 2016-17 Ekki í úrslitakeppni 2015-16 Átta liða úrslit 2014-15 Átta liða úrslit 2013-14 Íslandsmeistari 2012-13 Undanúrslit 2011-12 Íslandsmeistari View this post on Instagram Árið 2019! 2019 var sögulegt ár fyrir félagið þar sem kvenna flokkar félagsins sópuðu til sín titlunum. Árið endaði með því að handboltastelpurnar lentu í 2.sæti í vali íþróttafréttamanna, með jafnmörg stig og körfuboltastelpur félagsins, um lið ársins. Við óskum körfuboltastelpunum innilega til hamingju með útnefninguna og frábæran árangur á árinu! Íris Björk Símonardóttir endaði í 17-18.sæti í vali um íþróttamann ársins og Ágúst Þór Jóhannsson þjálfari kvennaliðs Vals 5-6. sæti í vali um þjálfara árins. Strákarnir í u-18 ára landsliðinu enduðu í 2.sæti á Sparkassen Cup núna rétt fyrir áramót eftir tap gegn Þjóðverjum í úrslitaleik en þar voru 4 Valsarar í eldlínunni. Benedikt Gunnar Óskarsson, Andri Finnsson, Breki Hrafn Valdimarsson og Tómas Sigurðsson. Heimir Ríkarðsson stýrir liðinu. Árið 2019 var frábært ár fyrir félagið okkar en nú horfum við fram á vegin, höldum áfram að skrifa söguna og byggjum ofan á það frábæra starf sem verið er að vinna við Hlíðrenda hverjum degi. Framtíðin er björt! Takk fyrir árið Valsarar! A post shared by Valurhandbolti (@valurhandbolti) on Dec 31, 2019 at 12:29pm PST HBStatz tölurnar frá síðasta tímabili Sóknarleikur Vals 2019/20 í tölum HBStatz Mörk skoruð í leik - 2. sæti (27,6) Skotnýting - 2. sæti (57,5%) Vítanýting - 7. sæti (74,5%) Hraðaupphlaupsmörk - 3. sæti (62) Stoðsendingar í leik - 2. sæti (11,7) Tapaðir boltar í leik - 2. sæti (10,8) Vörn og markvarsla Vals 2019/20 í tölum HBStatz Mörk fengin á sig í leik - 1. sæti (21,0) Hlutfallsmarkvarsla - 1. sæti (42,6%) Varin víti - 8. sæti (6) Stolnir boltar - 4. sæti (78) Varin skot í vörn - 2. sæti (53) Lögleg stopp í leik - 4. sæti (22,6) Félagaskiptamarkaðurinn Komnar: Hulda Dís Þrastardóttir frá Selfossi Þórey Anna Ásgeirsdóttir frá Stjörnunni Mariam Eradze frá Toloun Saint-Cyr Var (Frakklandi) Saga Sif Gísladóttir frá Haukum Farnar: Díana Dögg Magnúsdóttir til Sachsen Zwickau (Þýskalandi) Íris Björk Símonardóttir hætt Ólöf María Stefánsdóttir til ÍBV Sandra Erlingsdóttir til Aalborg (Danmörku) Íris Ásta Pétursdóttir ólétt Vigdís Birna Þorsteinsdóttir hætt Líklegt byrjunarlið Markvörður: Saga Sif Gísladóttir Vinstra horn: Ragnhildur Edda Þórðardóttir Vinstri skytta: Lovísa Thompson Miðja: Mariam Eradze Hægri skytta: Þórey Anna Ásgeirsdóttir Hægra horn: Auður Ester Gestsdóttir Lína: Arna Sif Pálsdóttir Lovísa Thompson hefur þrisvar sinnum orðið Íslandsmeistari á ferlinum, tvisvar með Gróttu og einu sinni með Val.vísir/bára Verður að eiga gott tímabil Má bjóða ykkur upp á sturlaða staðreynd? Lovísa Thompson er bara tvítug. Þrátt fyrir það hefur hún meðal bestu leikmanna landsins í nokkur ár. Á síðasta tímabili var Lovísa markahæsti leikmaður Olís-deildarinnar ásamt Ragnheiði Júlíusdóttur og sá næststoðsendingahæsti. Og einn besti, ef ekki besti, varnarmaður deildarinnar. Þetta mun væntanlega ekkert breytast í vetur og Valur þarf líka á svona framlagi frá Lovísu að halda á meðan liðið stillir saman strengi sína. Sunna Jónsdóttir er lykilmaður hjá ÍBV, bæði í vörn og sókn.vísir/bára ÍBV í 2. sæti: Tvær kanónur breyta landslaginu í Eyjum Í fyrra kvartaði Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, sáran yfir því að breiddin í kvennahandboltanum væri lítil og allir bestu leikmenn landsins færu í sömu liðin. ÍBV fór þá út á örkina og sótti tvo atvinnumenn; Hrafnhildi Hönnu Þrastardóttur og Birnu Berg Haraldsdóttur. Og það breytir landslaginu í Eyjum umtalsvert. ÍBV var í 7. sæti Olís-deildarinnar þegar síðasta tímabil var blásið af en er ekkert að fara að enda þar núna. Þetta er lið sem ætlar og hefur getu til að berjast á toppnum. Útilínan hjá ÍBV er ógnarsterk og með gríðarlega skotógn. Þá eru Eyjakonur eflaust með mestu breidd í stöðu hægri skyttu sem sést hefur hér á landi með þær Birnu Berg, Ástu Björt Júlíusdóttur og Söndru Dís Sigurðardóttur. Þá eru Sunna Jónsdóttir og Ester Óskarsdóttir framúrskarandi varnarmenn. Í markinu stendur svo Marta Wawrzynkowska sem skilaði ljómandi góðri 36 prósent hlutfallsmarkvörslu á síðasta tímabili. Stærsta spurningarmerkið hjá ÍBV er kannski línustaðan en annars er allt til alls í Eyjum til að gera mjög góða hluti. Hversu langt síðan að ÍBV ... . .. varð Íslandsmeistari: 14 ár (2006) ... varð deildarmeistari: 14 ár (2006) ... varð meðal þriggja efstu í deildinni: 1 ár (2019) ... varð bikarmeistari: 16 ár (2004) ... komst í bikarúrslit: 8 ár (2012) ... komst í úrslitakeppni: 1 ár (2019) ... komst í undanúrslit: 1 ár (2019) ... komst í lokaúrslit: 15 ár (2005) ... féll úr deildinni: 13 ár (2007) ... kom upp í deildina: 10 ár (2010) Gengi ÍBV í deildarkeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 7. sæti í deildinni 2018-19 3. sæti í deildinni 2017-18 3. sæti í deildinni 2016-17 5. sæti í deildinni 2015-16 6. sæti í deildinni 2014-15 4. sæti í deildinni 2013-14 3. sæti í deildinni 2012-13 3. sæti í deildinni 2011-12 3. sæti í deildinni Gengi ÍBV í úrslitakeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 Úrslitakeppnin fór ekki fram 2018-19 Undanúrslit 2017-18 Undanúrslit 2016-17 Ekki í úrslitakeppni 2015-16 Átta liða úrslit 2014-15 Undanúrslit 2013-14 Undanúrslit 2012-13 Undanúrslit 2011-12 Undanúrslit View this post on Instagram Hrafnhildur Hanna Þrastardo ttir til I BV! Hrafnhildur Hanna Þrastardo ttir skrifaði i dag undir 2 a ra samning við I BV. Hrafnhildur Hanna, eða Hanna eins og hu n oft ko lluð, hefur leikið allan sinn feril hja uppeldisfe lagi si nu Selfossi að undanskildu si ðasta ti mabili. Þa so ðlaði hu n um og le k með Bourg-de-Pe age Dro me Handball i fro nsku u rvalsdeildinni. A ti ma si num a I slandi le k hu n við go ðan orðsti r og var einn albesti leikmaður Oli s deildarinnar. Hanna hefur leikið 22 landsleiki fyrir I slands ho nd og skorað i þeim 47 mo rk. Hanna er vel tengd til Vestmannaeyja, en ba ðir foreldrar hennar eru Vestmannaeyingar. Við erum o tru lega a nægð með þessa flottu viðbo t við leikmannaho pinn okkar og hlo kkum til samstarfsins með Ho nnu i Eyjum. Vertu hjartanlega velkomin til Eyja! A fram I BV Alltaf, alls staðar! A post shared by ÍBV Handbolti (@ibv_handbolti) on Jun 1, 2020 at 6:34am PDT HBStatz tölurnar frá síðasta tímabili Sóknarleikur ÍBV 2019/20 í tölum HBStatz Mörk skoruð í leik - 6. sæti (22,8) Skotnýting - 5. sæti (49,5%) Vítanýting - 1. sæti (90,5%) Hraðaupphlaupsmörk - 5. sæti (44) Stoðsendingar í leik - 6. sæti (6,8) Tapaðir boltar í leik - 6. sæti (13,1) Vörn og markvarsla ÍBV 2019/20 í tölum HBStatz Mörk fengin á sig í leik - 3. sæti (24,2) Hlutfallsmarkvarsla - 3. sæti (33,2%) Varin víti - 3. sæti (12) Stolnir boltar - 7. sæti (74) Varin skot í vörn - 2. sæti (53) Lögleg stopp í leik - 3. sæti (19,9) Félagaskiptamarkaðurinn Komnar: Birna Berg Haraldsdóttir frá Neckarsulmer (Þýskalandi) Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir frá Bourg-de-Péage (Frakklandi) Ólöf María Stefánsdóttir frá Val Farnar: Ksenija Dzaferovic Líklegt byrjunarlið Markvörður: Marta Wawrzynkowska Vinstra horn: Kristrún Ósk Hlynsdóttir Vinstri skytta: Sunna Jónsdóttir Miðja: Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir Hægri skytta: Birna Berg Haraldsdóttir Hægra horn: Sandra Dís Sigurðardóttir Lína: Bríet Ómarsdóttir Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir í leik Íslands og Frakklands í undankeppni EM.vísir/bára Verður að eiga gott tímabil Eftir eitt tímabil í Frakklandi er Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir komin aftur til Íslands og heldur sig á suðurlandinu. Í fyrsta sinn leikur hún með öðru íslensku liði en Selfossi og stuðningsmenn ÍBV fá að njóta þess að horfa á hana spila í vetur. Hrafnhildur Hanna skorar og það mikið en hún hefur þrisvar sinnum orðið markahæsti leikmaður efstu deildar. Og það kæmi engum á óvart ef hún bætti fjórða markakóngstitlinum við næsta vor. Framkonur fagna bikarmeistaratitlinum.vísir/daníel Fram í 1. sæti: Langbestar í fyrra en þurfa að hafa meira fyrir þessu í vetur Það eru engin gífuryrði að segja að Fram hafi verið í sérflokki á síðasta tímabili. Liðið varð bikarmeistari eftir stórsigur á KA/Þór og deildarmeistari að auki. Fram vann sautján af átján leikjum sínum í Olís-deild kvenna og var með 194 mörk í plús. Framkonur voru algjörlega miskunnarlausar og gengu milli bols og höfuð á andstæðingnum við hvert tækifæri. Ýmis teikn eru á lofti un að yfirburðirnir verði ekki svona miklir í vetur. Fyrir það fyrsta eru Karen Knútsdóttir og Þórey Rósa Stefánsdóttir barnshafandi og Hafdís Renötudóttir, sem var með bestu hlutfallsmarkvörsluna í Olís-deildinni á síðasta tímabili, frá vegna höfuðmeiðsla. Þá hringdu viðvörunarbjöllur eftir sjö marka tap fyrir KA/Þór í Meistarakeppni HSÍ á sunnudaginn. Þar litu deildar- og bikarmeistararnir ekki vel út, hvorki í vörn né sókn. Ef það er samt einhver þjálfari sem kann að kýtta í götin og finna lausir er það Stefán Arnarson sem er á sínu sjöunda tímabili með lið Fram. Og þótt sterka leikmenn vanti er þetta enn ofboðslega gott, vel mannað og reynt lið og líklegast til afreka. En það verða fleiri lið um hituna en í fyrra. Hversu langt síðan að Fram ... ... varð Íslandsmeistari: 2 ár (2018) ... varð deildarmeistari: 0 ár (2020) ... varð meðal þriggja efstu í deildinni: 0 ár (2020) ... varð bikarmeistari: 0 ár (2020) ... komst í bikarúrslit: 0 ár (2020) ... komst í úrslitakeppni: 1 ár (2019) ... komst í undanúrslit: 1 ár (2019) ... komst í lokaúrslit: 1 ár (2019) ... féll úr deildinni: Aldrei ... kom upp í deildina: 75 ár (1945) Gengi Fram í deildarkeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 Deildarmeistari 2018-19 2. sæti í deildinni 2017-18 2. sæti í deildinni 2016-17 2. sæti í deildinni 2015-16 3. sæti í deildinni 2014-15 2. sæti í deildinni 2013-14 4. sæti í deildinni 2012-13 2. sæti í deildinni 2011-12 2. sæti í deildinni Gengi Fram í úrslitakeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 Úrslitakeppnin fór ekki fram 2018-19 Lokaúrslit (2. sæti) 2017-18 Íslandsmeistari 2016-17 Íslandsmeistari 2015-16 Undanúrslit 2014-15 Undanúrslit 2013-14 Átta liða úrslit 2012-13 Íslandsmeistari 2011-12 Lokaúrslit (2. sæti) View this post on Instagram Þriðjudagurinn 16.júní var mikill hátíðisdagur hjá okkur Frömurum. Guðmundur B. Ólafsson formaður HSÍ kom til okkar og afhenti þá bikara sem við höfðum unnið eftir veturinn. Um kvöldið var svo blásið í veglegt lokahóf þar sem einstaklingsverðlaun meistaraflokkana voru veitt. Stelpurnar okkar í meistaraflokki kvenna fengu afhend verðlaun sín en þær eru deildarmeistarar Olís-deildar kvenna árið 2020 en engir Íslandsmeistarar eru krýndir þetta árið. U-lið kvenna sigraði svo Grill66-deildina með miklum yfirburðum og fengu sinn bikar afhentan. Einnig fengum við afhenta við sama tækifæri bikara vegna deildarmeistara karla í 4.karla yngra ár og 4.karla eldra ár. 5.flokkur kvenna eldra ár fékk svo afhend sín verðlaun en þær voru Íslandsmeistarar í sínum aldursflokki. Virkilega vel gert öll og innilega til hamingju með árangurinn. Myndirnar tók Jóhann G. Kristinsson en fleiri myndir má sjá á http://frammyndir.123.is/pictures/ A post shared by Fram handbolti (@framhandbolti) on Jun 19, 2020 at 2:57am PDT HBStatz tölurnar frá síðasta tímabili Sóknarleikur Fram 2019/20 í tölum HBStatz Mörk skoruð í leik - 1. sæti (31,9) Skotnýting - 1. sæti (63,4%) Vítanýting - 2. sæti (82,1%) Hraðaupphlaupsmörk - 1. sæti (114) Stoðsendingar í leik - 1. sæti (16,7) Tapaðir boltar í leik - 1. sæti (10,4) Vörn og markvarsla Fram 2019/20 í tölum HBStatz Mörk fengin á sig í leik - 2. sæti (21,1) Hlutfallsmarkvarsla - 2. sæti (39,8%) Varin víti - 3. sæti (12) Stolnir boltar - 1. sæti (111) Varin skot í vörn - 1. sæti (129) Lögleg stopp í leik - 2. sæti (17,8) Félagaskiptamarkaðurinn Komnar: Guðrún Erla Bjarnadóttir frá Haukum Ástrós Anna Bender frá Aftureldingu Karólína Bæhrenz Lárudóttir byrjuð aftur Farnar: Heiðrún Dís Magnúsdóttir til Stjörnunnar Þórey Rósa Stefánsdóttir ólétt Karen Knútsdóttir ólétt Líklegt byrjunarlið Markvörður: Katrín Ósk Magnúsdóttir Vinstra horn: Perla Ruth Albertsdóttir Vinstri skytta: Ragnheiður Júlíusdóttir Miðja: Kristrún Steinþórsdóttir Hægri skytta: Hildur Þorgeirsdóttir Hægra horn: Lena Margrét Valdimarsdóttir Lína: Steinunn Björnsdóttir Steinunn Björnsdóttir var frábær á síðasta tímabili.vísir/daníel Verður að eiga gott tímabil Eflaust móðgast fáir þegar fullyrt er að Steinunn Björnsdóttir hafi verið besti leikmaður síðasta tímabils. Hún er leiðtoginn í Framliðinu, fyrst fram og fyrst aftur, afgerandi á báðum endum vallarins, klúðrar varla skoti og sýnir ótrúlegan stöðugleika. Það er varla hægt að biðja um mikið meira en það og hún býður væntanlega upp á svipaða frammistöðu á komandi tímabili. Olís-deild kvenna Valur ÍBV Fram Tengdar fréttir Spáin fyrir Olís-deild kvenna 2020-21: Metnaðarfull lið sem stefna hátt (4.-6. sæti) Vísir spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild kvenna og fer nú yfir liðin sem við teljum að muni enda í 4.-6. sæti. 10. september 2020 11:00 Spáin fyrir Olís-deild kvenna 2020-21: Frostavetur í Firðinum Vísir spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild kvenna og byrjar á fallbaráttunni. 9. september 2020 11:00 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Sjá meira
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild kvenna en keppni í deildinni hefst með tveimur leikjum í dag, föstudaginn 11. september. Í fyrradag skoðuðum við liðin sem verða í botnbaráttunni, í gær litum við á liðin sem við teljum að verði í 4.-6. sæti deildarinnar og í dag er komið að liðunum sem munu berjast um deildarmeistaratitilinn. Að okkar mati eru Fram, ÍBV og Valur með sterkustu lið deildarinnar, allavega þegar litið er á leikmannahópa þeirra. Fram var með langbesta liðið á síðasta tímabili en virðist ekki jafn sterkt á þessari stundu enda tvær landsliðskonur fjarverandi og óvissa með markvarðamálin. Eyjakonur hafa bætt við sig tveimur landsliðskonum og stefna hærra en síðustu ár. Þá verða Valskonur sterkar að vanda. Valur var í 2. sæti Olís-deildar kvenna þegar síðasta tímabil var stöðvað vegna kórónuveirufaraldursins.vísir/bára Valur í 3. sæti: Fleiri spurningarmerki en síðustu ár Valur var með langbesta lið landsins tímabilið 2018-19 og vann þrefalt. Á síðasta tímabili tók Fram framúr Val, vann deildarmeistaratitilinn og sigraði Val í undanúrslitum bikarkeppninnar. Valskonur eru þó enn Íslandsmeistarar og eiga þann titil að verja í vetur. Liðið virðist þó veikara en á síðasta tímabili enda sterkir og reyndir leikmenn horfnir á braut. Hvaða lið sem er myndi finna verulega fyrir því að missa leikmenn á borð við Íris Björk Símonardóttur, Söndru Erlingsdóttur, Díönu Dögg Magnúsdóttur og Írisi Ástu Pétursdóttur. Til að fylla þessi skörð hefur Valur fengið markvörðinn Sögu Sif Gísladóttur, Selfyssinginn Huldu Dís Þrastardóttur, Þóreyju Önnu Ásgeirsdóttur úr Stjörnunni og þá þreytir Mariam Eradze frumraun sína í efstu deild á Íslandi í vetur. Saga fær það vanþakkláta verkefni að leysa Írisi Björk af. Undanfarin ár hefur Valur getað treyst á um 45 prósent markvörslu frá henni sem gefur ansi góðan grunn til að byggja á. Ágúst Jóhannsson er á sínu fjórða tímabili með Val og hann þarf að finna réttu blönduna til að liðið geti slegist við Fram. Valskonur verða góðar en spurningarmerkin eru aðeins fleiri en síðustu ár. Hversu langt síðan að Valur ... ... varð Íslandsmeistari: 1 ár (2019) ... varð deildarmeistari: 1 ár (2019) ... varð meðal þriggja efstu í deildinni: 0 ár (2020) ... varð bikarmeistari: 1 ár (2019) ... komst í bikarúrslit: 1 ár (2019) ... komst í úrslitakeppni: 1 ár (2019) ... komst í undanúrslit: 1 ár (2019) ... komst í lokaúrslit: 1 ár (2019) ... féll úr deildinni: 64 ár (1956) ... kom upp í deildina: 62 ár (1958) Gengi Vals í deildarkeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 2. sæti í deildinni 2018-19 Deildarmeistari 2017-18 Deildarmeistari 2016-17 6. sæti í deildinni 2015-16 5. sæti í deildinni 2014-15 6. sæti í deildinni 2013-14 2. sæti í deildinni 2012-13 Deildarmeistari 2011-12 Deildarmeistari Gengi Vals í úrslitakeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 Úrslitakeppnin fór ekki fram 2018-19 Íslandsmeistari 2017-18 Lokaúrslit (2. sæti) 2016-17 Ekki í úrslitakeppni 2015-16 Átta liða úrslit 2014-15 Átta liða úrslit 2013-14 Íslandsmeistari 2012-13 Undanúrslit 2011-12 Íslandsmeistari View this post on Instagram Árið 2019! 2019 var sögulegt ár fyrir félagið þar sem kvenna flokkar félagsins sópuðu til sín titlunum. Árið endaði með því að handboltastelpurnar lentu í 2.sæti í vali íþróttafréttamanna, með jafnmörg stig og körfuboltastelpur félagsins, um lið ársins. Við óskum körfuboltastelpunum innilega til hamingju með útnefninguna og frábæran árangur á árinu! Íris Björk Símonardóttir endaði í 17-18.sæti í vali um íþróttamann ársins og Ágúst Þór Jóhannsson þjálfari kvennaliðs Vals 5-6. sæti í vali um þjálfara árins. Strákarnir í u-18 ára landsliðinu enduðu í 2.sæti á Sparkassen Cup núna rétt fyrir áramót eftir tap gegn Þjóðverjum í úrslitaleik en þar voru 4 Valsarar í eldlínunni. Benedikt Gunnar Óskarsson, Andri Finnsson, Breki Hrafn Valdimarsson og Tómas Sigurðsson. Heimir Ríkarðsson stýrir liðinu. Árið 2019 var frábært ár fyrir félagið okkar en nú horfum við fram á vegin, höldum áfram að skrifa söguna og byggjum ofan á það frábæra starf sem verið er að vinna við Hlíðrenda hverjum degi. Framtíðin er björt! Takk fyrir árið Valsarar! A post shared by Valurhandbolti (@valurhandbolti) on Dec 31, 2019 at 12:29pm PST HBStatz tölurnar frá síðasta tímabili Sóknarleikur Vals 2019/20 í tölum HBStatz Mörk skoruð í leik - 2. sæti (27,6) Skotnýting - 2. sæti (57,5%) Vítanýting - 7. sæti (74,5%) Hraðaupphlaupsmörk - 3. sæti (62) Stoðsendingar í leik - 2. sæti (11,7) Tapaðir boltar í leik - 2. sæti (10,8) Vörn og markvarsla Vals 2019/20 í tölum HBStatz Mörk fengin á sig í leik - 1. sæti (21,0) Hlutfallsmarkvarsla - 1. sæti (42,6%) Varin víti - 8. sæti (6) Stolnir boltar - 4. sæti (78) Varin skot í vörn - 2. sæti (53) Lögleg stopp í leik - 4. sæti (22,6) Félagaskiptamarkaðurinn Komnar: Hulda Dís Þrastardóttir frá Selfossi Þórey Anna Ásgeirsdóttir frá Stjörnunni Mariam Eradze frá Toloun Saint-Cyr Var (Frakklandi) Saga Sif Gísladóttir frá Haukum Farnar: Díana Dögg Magnúsdóttir til Sachsen Zwickau (Þýskalandi) Íris Björk Símonardóttir hætt Ólöf María Stefánsdóttir til ÍBV Sandra Erlingsdóttir til Aalborg (Danmörku) Íris Ásta Pétursdóttir ólétt Vigdís Birna Þorsteinsdóttir hætt Líklegt byrjunarlið Markvörður: Saga Sif Gísladóttir Vinstra horn: Ragnhildur Edda Þórðardóttir Vinstri skytta: Lovísa Thompson Miðja: Mariam Eradze Hægri skytta: Þórey Anna Ásgeirsdóttir Hægra horn: Auður Ester Gestsdóttir Lína: Arna Sif Pálsdóttir Lovísa Thompson hefur þrisvar sinnum orðið Íslandsmeistari á ferlinum, tvisvar með Gróttu og einu sinni með Val.vísir/bára Verður að eiga gott tímabil Má bjóða ykkur upp á sturlaða staðreynd? Lovísa Thompson er bara tvítug. Þrátt fyrir það hefur hún meðal bestu leikmanna landsins í nokkur ár. Á síðasta tímabili var Lovísa markahæsti leikmaður Olís-deildarinnar ásamt Ragnheiði Júlíusdóttur og sá næststoðsendingahæsti. Og einn besti, ef ekki besti, varnarmaður deildarinnar. Þetta mun væntanlega ekkert breytast í vetur og Valur þarf líka á svona framlagi frá Lovísu að halda á meðan liðið stillir saman strengi sína. Sunna Jónsdóttir er lykilmaður hjá ÍBV, bæði í vörn og sókn.vísir/bára ÍBV í 2. sæti: Tvær kanónur breyta landslaginu í Eyjum Í fyrra kvartaði Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, sáran yfir því að breiddin í kvennahandboltanum væri lítil og allir bestu leikmenn landsins færu í sömu liðin. ÍBV fór þá út á örkina og sótti tvo atvinnumenn; Hrafnhildi Hönnu Þrastardóttur og Birnu Berg Haraldsdóttur. Og það breytir landslaginu í Eyjum umtalsvert. ÍBV var í 7. sæti Olís-deildarinnar þegar síðasta tímabil var blásið af en er ekkert að fara að enda þar núna. Þetta er lið sem ætlar og hefur getu til að berjast á toppnum. Útilínan hjá ÍBV er ógnarsterk og með gríðarlega skotógn. Þá eru Eyjakonur eflaust með mestu breidd í stöðu hægri skyttu sem sést hefur hér á landi með þær Birnu Berg, Ástu Björt Júlíusdóttur og Söndru Dís Sigurðardóttur. Þá eru Sunna Jónsdóttir og Ester Óskarsdóttir framúrskarandi varnarmenn. Í markinu stendur svo Marta Wawrzynkowska sem skilaði ljómandi góðri 36 prósent hlutfallsmarkvörslu á síðasta tímabili. Stærsta spurningarmerkið hjá ÍBV er kannski línustaðan en annars er allt til alls í Eyjum til að gera mjög góða hluti. Hversu langt síðan að ÍBV ... . .. varð Íslandsmeistari: 14 ár (2006) ... varð deildarmeistari: 14 ár (2006) ... varð meðal þriggja efstu í deildinni: 1 ár (2019) ... varð bikarmeistari: 16 ár (2004) ... komst í bikarúrslit: 8 ár (2012) ... komst í úrslitakeppni: 1 ár (2019) ... komst í undanúrslit: 1 ár (2019) ... komst í lokaúrslit: 15 ár (2005) ... féll úr deildinni: 13 ár (2007) ... kom upp í deildina: 10 ár (2010) Gengi ÍBV í deildarkeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 7. sæti í deildinni 2018-19 3. sæti í deildinni 2017-18 3. sæti í deildinni 2016-17 5. sæti í deildinni 2015-16 6. sæti í deildinni 2014-15 4. sæti í deildinni 2013-14 3. sæti í deildinni 2012-13 3. sæti í deildinni 2011-12 3. sæti í deildinni Gengi ÍBV í úrslitakeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 Úrslitakeppnin fór ekki fram 2018-19 Undanúrslit 2017-18 Undanúrslit 2016-17 Ekki í úrslitakeppni 2015-16 Átta liða úrslit 2014-15 Undanúrslit 2013-14 Undanúrslit 2012-13 Undanúrslit 2011-12 Undanúrslit View this post on Instagram Hrafnhildur Hanna Þrastardo ttir til I BV! Hrafnhildur Hanna Þrastardo ttir skrifaði i dag undir 2 a ra samning við I BV. Hrafnhildur Hanna, eða Hanna eins og hu n oft ko lluð, hefur leikið allan sinn feril hja uppeldisfe lagi si nu Selfossi að undanskildu si ðasta ti mabili. Þa so ðlaði hu n um og le k með Bourg-de-Pe age Dro me Handball i fro nsku u rvalsdeildinni. A ti ma si num a I slandi le k hu n við go ðan orðsti r og var einn albesti leikmaður Oli s deildarinnar. Hanna hefur leikið 22 landsleiki fyrir I slands ho nd og skorað i þeim 47 mo rk. Hanna er vel tengd til Vestmannaeyja, en ba ðir foreldrar hennar eru Vestmannaeyingar. Við erum o tru lega a nægð með þessa flottu viðbo t við leikmannaho pinn okkar og hlo kkum til samstarfsins með Ho nnu i Eyjum. Vertu hjartanlega velkomin til Eyja! A fram I BV Alltaf, alls staðar! A post shared by ÍBV Handbolti (@ibv_handbolti) on Jun 1, 2020 at 6:34am PDT HBStatz tölurnar frá síðasta tímabili Sóknarleikur ÍBV 2019/20 í tölum HBStatz Mörk skoruð í leik - 6. sæti (22,8) Skotnýting - 5. sæti (49,5%) Vítanýting - 1. sæti (90,5%) Hraðaupphlaupsmörk - 5. sæti (44) Stoðsendingar í leik - 6. sæti (6,8) Tapaðir boltar í leik - 6. sæti (13,1) Vörn og markvarsla ÍBV 2019/20 í tölum HBStatz Mörk fengin á sig í leik - 3. sæti (24,2) Hlutfallsmarkvarsla - 3. sæti (33,2%) Varin víti - 3. sæti (12) Stolnir boltar - 7. sæti (74) Varin skot í vörn - 2. sæti (53) Lögleg stopp í leik - 3. sæti (19,9) Félagaskiptamarkaðurinn Komnar: Birna Berg Haraldsdóttir frá Neckarsulmer (Þýskalandi) Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir frá Bourg-de-Péage (Frakklandi) Ólöf María Stefánsdóttir frá Val Farnar: Ksenija Dzaferovic Líklegt byrjunarlið Markvörður: Marta Wawrzynkowska Vinstra horn: Kristrún Ósk Hlynsdóttir Vinstri skytta: Sunna Jónsdóttir Miðja: Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir Hægri skytta: Birna Berg Haraldsdóttir Hægra horn: Sandra Dís Sigurðardóttir Lína: Bríet Ómarsdóttir Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir í leik Íslands og Frakklands í undankeppni EM.vísir/bára Verður að eiga gott tímabil Eftir eitt tímabil í Frakklandi er Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir komin aftur til Íslands og heldur sig á suðurlandinu. Í fyrsta sinn leikur hún með öðru íslensku liði en Selfossi og stuðningsmenn ÍBV fá að njóta þess að horfa á hana spila í vetur. Hrafnhildur Hanna skorar og það mikið en hún hefur þrisvar sinnum orðið markahæsti leikmaður efstu deildar. Og það kæmi engum á óvart ef hún bætti fjórða markakóngstitlinum við næsta vor. Framkonur fagna bikarmeistaratitlinum.vísir/daníel Fram í 1. sæti: Langbestar í fyrra en þurfa að hafa meira fyrir þessu í vetur Það eru engin gífuryrði að segja að Fram hafi verið í sérflokki á síðasta tímabili. Liðið varð bikarmeistari eftir stórsigur á KA/Þór og deildarmeistari að auki. Fram vann sautján af átján leikjum sínum í Olís-deild kvenna og var með 194 mörk í plús. Framkonur voru algjörlega miskunnarlausar og gengu milli bols og höfuð á andstæðingnum við hvert tækifæri. Ýmis teikn eru á lofti un að yfirburðirnir verði ekki svona miklir í vetur. Fyrir það fyrsta eru Karen Knútsdóttir og Þórey Rósa Stefánsdóttir barnshafandi og Hafdís Renötudóttir, sem var með bestu hlutfallsmarkvörsluna í Olís-deildinni á síðasta tímabili, frá vegna höfuðmeiðsla. Þá hringdu viðvörunarbjöllur eftir sjö marka tap fyrir KA/Þór í Meistarakeppni HSÍ á sunnudaginn. Þar litu deildar- og bikarmeistararnir ekki vel út, hvorki í vörn né sókn. Ef það er samt einhver þjálfari sem kann að kýtta í götin og finna lausir er það Stefán Arnarson sem er á sínu sjöunda tímabili með lið Fram. Og þótt sterka leikmenn vanti er þetta enn ofboðslega gott, vel mannað og reynt lið og líklegast til afreka. En það verða fleiri lið um hituna en í fyrra. Hversu langt síðan að Fram ... ... varð Íslandsmeistari: 2 ár (2018) ... varð deildarmeistari: 0 ár (2020) ... varð meðal þriggja efstu í deildinni: 0 ár (2020) ... varð bikarmeistari: 0 ár (2020) ... komst í bikarúrslit: 0 ár (2020) ... komst í úrslitakeppni: 1 ár (2019) ... komst í undanúrslit: 1 ár (2019) ... komst í lokaúrslit: 1 ár (2019) ... féll úr deildinni: Aldrei ... kom upp í deildina: 75 ár (1945) Gengi Fram í deildarkeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 Deildarmeistari 2018-19 2. sæti í deildinni 2017-18 2. sæti í deildinni 2016-17 2. sæti í deildinni 2015-16 3. sæti í deildinni 2014-15 2. sæti í deildinni 2013-14 4. sæti í deildinni 2012-13 2. sæti í deildinni 2011-12 2. sæti í deildinni Gengi Fram í úrslitakeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 Úrslitakeppnin fór ekki fram 2018-19 Lokaúrslit (2. sæti) 2017-18 Íslandsmeistari 2016-17 Íslandsmeistari 2015-16 Undanúrslit 2014-15 Undanúrslit 2013-14 Átta liða úrslit 2012-13 Íslandsmeistari 2011-12 Lokaúrslit (2. sæti) View this post on Instagram Þriðjudagurinn 16.júní var mikill hátíðisdagur hjá okkur Frömurum. Guðmundur B. Ólafsson formaður HSÍ kom til okkar og afhenti þá bikara sem við höfðum unnið eftir veturinn. Um kvöldið var svo blásið í veglegt lokahóf þar sem einstaklingsverðlaun meistaraflokkana voru veitt. Stelpurnar okkar í meistaraflokki kvenna fengu afhend verðlaun sín en þær eru deildarmeistarar Olís-deildar kvenna árið 2020 en engir Íslandsmeistarar eru krýndir þetta árið. U-lið kvenna sigraði svo Grill66-deildina með miklum yfirburðum og fengu sinn bikar afhentan. Einnig fengum við afhenta við sama tækifæri bikara vegna deildarmeistara karla í 4.karla yngra ár og 4.karla eldra ár. 5.flokkur kvenna eldra ár fékk svo afhend sín verðlaun en þær voru Íslandsmeistarar í sínum aldursflokki. Virkilega vel gert öll og innilega til hamingju með árangurinn. Myndirnar tók Jóhann G. Kristinsson en fleiri myndir má sjá á http://frammyndir.123.is/pictures/ A post shared by Fram handbolti (@framhandbolti) on Jun 19, 2020 at 2:57am PDT HBStatz tölurnar frá síðasta tímabili Sóknarleikur Fram 2019/20 í tölum HBStatz Mörk skoruð í leik - 1. sæti (31,9) Skotnýting - 1. sæti (63,4%) Vítanýting - 2. sæti (82,1%) Hraðaupphlaupsmörk - 1. sæti (114) Stoðsendingar í leik - 1. sæti (16,7) Tapaðir boltar í leik - 1. sæti (10,4) Vörn og markvarsla Fram 2019/20 í tölum HBStatz Mörk fengin á sig í leik - 2. sæti (21,1) Hlutfallsmarkvarsla - 2. sæti (39,8%) Varin víti - 3. sæti (12) Stolnir boltar - 1. sæti (111) Varin skot í vörn - 1. sæti (129) Lögleg stopp í leik - 2. sæti (17,8) Félagaskiptamarkaðurinn Komnar: Guðrún Erla Bjarnadóttir frá Haukum Ástrós Anna Bender frá Aftureldingu Karólína Bæhrenz Lárudóttir byrjuð aftur Farnar: Heiðrún Dís Magnúsdóttir til Stjörnunnar Þórey Rósa Stefánsdóttir ólétt Karen Knútsdóttir ólétt Líklegt byrjunarlið Markvörður: Katrín Ósk Magnúsdóttir Vinstra horn: Perla Ruth Albertsdóttir Vinstri skytta: Ragnheiður Júlíusdóttir Miðja: Kristrún Steinþórsdóttir Hægri skytta: Hildur Þorgeirsdóttir Hægra horn: Lena Margrét Valdimarsdóttir Lína: Steinunn Björnsdóttir Steinunn Björnsdóttir var frábær á síðasta tímabili.vísir/daníel Verður að eiga gott tímabil Eflaust móðgast fáir þegar fullyrt er að Steinunn Björnsdóttir hafi verið besti leikmaður síðasta tímabils. Hún er leiðtoginn í Framliðinu, fyrst fram og fyrst aftur, afgerandi á báðum endum vallarins, klúðrar varla skoti og sýnir ótrúlegan stöðugleika. Það er varla hægt að biðja um mikið meira en það og hún býður væntanlega upp á svipaða frammistöðu á komandi tímabili.
Hversu langt síðan að Valur ... ... varð Íslandsmeistari: 1 ár (2019) ... varð deildarmeistari: 1 ár (2019) ... varð meðal þriggja efstu í deildinni: 0 ár (2020) ... varð bikarmeistari: 1 ár (2019) ... komst í bikarúrslit: 1 ár (2019) ... komst í úrslitakeppni: 1 ár (2019) ... komst í undanúrslit: 1 ár (2019) ... komst í lokaúrslit: 1 ár (2019) ... féll úr deildinni: 64 ár (1956) ... kom upp í deildina: 62 ár (1958) Gengi Vals í deildarkeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 2. sæti í deildinni 2018-19 Deildarmeistari 2017-18 Deildarmeistari 2016-17 6. sæti í deildinni 2015-16 5. sæti í deildinni 2014-15 6. sæti í deildinni 2013-14 2. sæti í deildinni 2012-13 Deildarmeistari 2011-12 Deildarmeistari Gengi Vals í úrslitakeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 Úrslitakeppnin fór ekki fram 2018-19 Íslandsmeistari 2017-18 Lokaúrslit (2. sæti) 2016-17 Ekki í úrslitakeppni 2015-16 Átta liða úrslit 2014-15 Átta liða úrslit 2013-14 Íslandsmeistari 2012-13 Undanúrslit 2011-12 Íslandsmeistari
HBStatz tölurnar frá síðasta tímabili Sóknarleikur Vals 2019/20 í tölum HBStatz Mörk skoruð í leik - 2. sæti (27,6) Skotnýting - 2. sæti (57,5%) Vítanýting - 7. sæti (74,5%) Hraðaupphlaupsmörk - 3. sæti (62) Stoðsendingar í leik - 2. sæti (11,7) Tapaðir boltar í leik - 2. sæti (10,8) Vörn og markvarsla Vals 2019/20 í tölum HBStatz Mörk fengin á sig í leik - 1. sæti (21,0) Hlutfallsmarkvarsla - 1. sæti (42,6%) Varin víti - 8. sæti (6) Stolnir boltar - 4. sæti (78) Varin skot í vörn - 2. sæti (53) Lögleg stopp í leik - 4. sæti (22,6)
Komnar: Hulda Dís Þrastardóttir frá Selfossi Þórey Anna Ásgeirsdóttir frá Stjörnunni Mariam Eradze frá Toloun Saint-Cyr Var (Frakklandi) Saga Sif Gísladóttir frá Haukum Farnar: Díana Dögg Magnúsdóttir til Sachsen Zwickau (Þýskalandi) Íris Björk Símonardóttir hætt Ólöf María Stefánsdóttir til ÍBV Sandra Erlingsdóttir til Aalborg (Danmörku) Íris Ásta Pétursdóttir ólétt Vigdís Birna Þorsteinsdóttir hætt
Markvörður: Saga Sif Gísladóttir Vinstra horn: Ragnhildur Edda Þórðardóttir Vinstri skytta: Lovísa Thompson Miðja: Mariam Eradze Hægri skytta: Þórey Anna Ásgeirsdóttir Hægra horn: Auður Ester Gestsdóttir Lína: Arna Sif Pálsdóttir
Hversu langt síðan að ÍBV ... . .. varð Íslandsmeistari: 14 ár (2006) ... varð deildarmeistari: 14 ár (2006) ... varð meðal þriggja efstu í deildinni: 1 ár (2019) ... varð bikarmeistari: 16 ár (2004) ... komst í bikarúrslit: 8 ár (2012) ... komst í úrslitakeppni: 1 ár (2019) ... komst í undanúrslit: 1 ár (2019) ... komst í lokaúrslit: 15 ár (2005) ... féll úr deildinni: 13 ár (2007) ... kom upp í deildina: 10 ár (2010) Gengi ÍBV í deildarkeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 7. sæti í deildinni 2018-19 3. sæti í deildinni 2017-18 3. sæti í deildinni 2016-17 5. sæti í deildinni 2015-16 6. sæti í deildinni 2014-15 4. sæti í deildinni 2013-14 3. sæti í deildinni 2012-13 3. sæti í deildinni 2011-12 3. sæti í deildinni Gengi ÍBV í úrslitakeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 Úrslitakeppnin fór ekki fram 2018-19 Undanúrslit 2017-18 Undanúrslit 2016-17 Ekki í úrslitakeppni 2015-16 Átta liða úrslit 2014-15 Undanúrslit 2013-14 Undanúrslit 2012-13 Undanúrslit 2011-12 Undanúrslit
HBStatz tölurnar frá síðasta tímabili Sóknarleikur ÍBV 2019/20 í tölum HBStatz Mörk skoruð í leik - 6. sæti (22,8) Skotnýting - 5. sæti (49,5%) Vítanýting - 1. sæti (90,5%) Hraðaupphlaupsmörk - 5. sæti (44) Stoðsendingar í leik - 6. sæti (6,8) Tapaðir boltar í leik - 6. sæti (13,1) Vörn og markvarsla ÍBV 2019/20 í tölum HBStatz Mörk fengin á sig í leik - 3. sæti (24,2) Hlutfallsmarkvarsla - 3. sæti (33,2%) Varin víti - 3. sæti (12) Stolnir boltar - 7. sæti (74) Varin skot í vörn - 2. sæti (53) Lögleg stopp í leik - 3. sæti (19,9)
Komnar: Birna Berg Haraldsdóttir frá Neckarsulmer (Þýskalandi) Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir frá Bourg-de-Péage (Frakklandi) Ólöf María Stefánsdóttir frá Val Farnar: Ksenija Dzaferovic
Markvörður: Marta Wawrzynkowska Vinstra horn: Kristrún Ósk Hlynsdóttir Vinstri skytta: Sunna Jónsdóttir Miðja: Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir Hægri skytta: Birna Berg Haraldsdóttir Hægra horn: Sandra Dís Sigurðardóttir Lína: Bríet Ómarsdóttir
Hversu langt síðan að Fram ... ... varð Íslandsmeistari: 2 ár (2018) ... varð deildarmeistari: 0 ár (2020) ... varð meðal þriggja efstu í deildinni: 0 ár (2020) ... varð bikarmeistari: 0 ár (2020) ... komst í bikarúrslit: 0 ár (2020) ... komst í úrslitakeppni: 1 ár (2019) ... komst í undanúrslit: 1 ár (2019) ... komst í lokaúrslit: 1 ár (2019) ... féll úr deildinni: Aldrei ... kom upp í deildina: 75 ár (1945) Gengi Fram í deildarkeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 Deildarmeistari 2018-19 2. sæti í deildinni 2017-18 2. sæti í deildinni 2016-17 2. sæti í deildinni 2015-16 3. sæti í deildinni 2014-15 2. sæti í deildinni 2013-14 4. sæti í deildinni 2012-13 2. sæti í deildinni 2011-12 2. sæti í deildinni Gengi Fram í úrslitakeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 Úrslitakeppnin fór ekki fram 2018-19 Lokaúrslit (2. sæti) 2017-18 Íslandsmeistari 2016-17 Íslandsmeistari 2015-16 Undanúrslit 2014-15 Undanúrslit 2013-14 Átta liða úrslit 2012-13 Íslandsmeistari 2011-12 Lokaúrslit (2. sæti)
HBStatz tölurnar frá síðasta tímabili Sóknarleikur Fram 2019/20 í tölum HBStatz Mörk skoruð í leik - 1. sæti (31,9) Skotnýting - 1. sæti (63,4%) Vítanýting - 2. sæti (82,1%) Hraðaupphlaupsmörk - 1. sæti (114) Stoðsendingar í leik - 1. sæti (16,7) Tapaðir boltar í leik - 1. sæti (10,4) Vörn og markvarsla Fram 2019/20 í tölum HBStatz Mörk fengin á sig í leik - 2. sæti (21,1) Hlutfallsmarkvarsla - 2. sæti (39,8%) Varin víti - 3. sæti (12) Stolnir boltar - 1. sæti (111) Varin skot í vörn - 1. sæti (129) Lögleg stopp í leik - 2. sæti (17,8)
Komnar: Guðrún Erla Bjarnadóttir frá Haukum Ástrós Anna Bender frá Aftureldingu Karólína Bæhrenz Lárudóttir byrjuð aftur Farnar: Heiðrún Dís Magnúsdóttir til Stjörnunnar Þórey Rósa Stefánsdóttir ólétt Karen Knútsdóttir ólétt
Markvörður: Katrín Ósk Magnúsdóttir Vinstra horn: Perla Ruth Albertsdóttir Vinstri skytta: Ragnheiður Júlíusdóttir Miðja: Kristrún Steinþórsdóttir Hægri skytta: Hildur Þorgeirsdóttir Hægra horn: Lena Margrét Valdimarsdóttir Lína: Steinunn Björnsdóttir
Olís-deild kvenna Valur ÍBV Fram Tengdar fréttir Spáin fyrir Olís-deild kvenna 2020-21: Metnaðarfull lið sem stefna hátt (4.-6. sæti) Vísir spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild kvenna og fer nú yfir liðin sem við teljum að muni enda í 4.-6. sæti. 10. september 2020 11:00 Spáin fyrir Olís-deild kvenna 2020-21: Frostavetur í Firðinum Vísir spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild kvenna og byrjar á fallbaráttunni. 9. september 2020 11:00 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Sjá meira
Spáin fyrir Olís-deild kvenna 2020-21: Metnaðarfull lið sem stefna hátt (4.-6. sæti) Vísir spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild kvenna og fer nú yfir liðin sem við teljum að muni enda í 4.-6. sæti. 10. september 2020 11:00
Spáin fyrir Olís-deild kvenna 2020-21: Frostavetur í Firðinum Vísir spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild kvenna og byrjar á fallbaráttunni. 9. september 2020 11:00
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti