Ellefu tillögur um breytingar á kosningalögum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. september 2020 13:56 Guðni Th. Jóhannesson forseti kýs í forsetakosningunum í júní. Vísir/Vilhelm Starfshópur um endurskoðun kosningalaga sem forseti Alþingis skipaði í október 2018 hefur lokið störfum og skilað tillögum sínum í formi frumvarps til kosningalaga. Þar er lagt til að lögin gildi um kosningar til Alþingis og sveitarstjórna, um framboð og kjör forseta Íslands og um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna. Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins. Meðal tillagna eru þær að fólk sem flytur lögheimili sitt til útlanda getur áfram kosið í sextán ár frá breytingunni en ekki átta ár eins og nú er. Yfirstjórn kosningamála á að færast frá dómsmálaráðuneytinu til sjálfstæðrar stjórnsýslunefndar og kjósandi getur aðeins greitt atkvæði einu sinni í hverjum kosningum. Annaðhvort utan kjörfundar eða á kjörfundi. Hingað til hefur fólk getað greitt atkvæði á kjörfundi og þá hefur fyrra atkvæði utan kjörfundar verið ógilt. „Markmið frumvarpsins er að styrkja lýðræði með því að viðhalda trausti á framkvæmd kosninga og tryggja að beinar, frjálsar og leynilegar kosningar séu haldnar reglulega. Meginefni frumvarpsins lýtur að breyttri stjórnsýslu kosninga og einföldun regluverks,“ segir á vef Stjórnarráðsins. Í starfshópnum sátu fulltrúar landskjörstjórnar, dómsmálaráðuneytisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Þjóðskrár Íslands auk fulltrúa forseta Alþingis. Helstu nýmæli sem felast í tillögum starfshópsins eru eftirfarandi: Einn lagabálkur mun gilda um kosningar í stað fjögurra áður. Lög um kosningar til Alþingis, lög um kosningar til sveitarstjórna, lög um framboð og kjör forseta Íslands og lög um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna falla brott. Stjórnsýsla kosningamála verður einfölduð og samræmd og einum aðila, landskjörstjórn, falið skýrt samræmingar- og yfirstjórnarhlutverk. Yfirkjörstjórnir kjördæma verða lagðar niður og landskjörstjórn tekur við hlutverki Hæstaréttar við forsetakjör. Yfirstjórn kosningamála verður færð frá dómsmálaráðuneyti til sjálfstæðrar stjórnsýslunefndar sem, auk þess að bera ábyrgð á framkvæmd kosninga, sinnir viðvarandi verkefnum milli kosninga. Komið verður á fót úrskurðarnefnd kosningamála sem tekur til úrskurðar ýmsar kærur á þessu sviði, m.a. um lögmæti forsetakjörs, sveitarstjórnarkosninga og þjóðaratkvæðagreiðslna. Miðlæg vinnsla kjörskrár mun fara fram hjá Þjóðskrá Íslands og rafræn kjörskrá verður meginregla. Stjórnmálasamtök og frambjóðendur í forsetakjöri munu geta óskað eftir rafrænum aðgangi að kjörskrá. Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar mun ekki geta hafist fyrr en öll framboð hafa komið fram og heimilað verður að viðhafa póstkosningu þegar greidd eru atkvæði utan kjörfundar. Henni lýkur erlendis daginn fyrir kjördag og kl. 17 innan lands á kjördag. Framkvæmd atkvæðagreiðslu utan kjörfundar verður einfölduð sem og utanumhald kjörstjóra. Kjósandi mun eingöngu geta greitt atkvæði einu sinni í hverjum kosningum; annað hvort utan kjörfundar eða á kjörfundi. Kosningaathöfnin verður einfaldari og öruggari með því að kjörstjórn stimplar kjörseðil áður en kjósandi leggur hann í atkvæðakassa. Ekki verði haldið sérstakt bókhald eða uppgjör um fjölda notaðra og ónotaðra kjörseðla. Talning atkvæða fer fram í sveitarfélögum og þar sem færri en 100 kjósendur eru á kjörskrá skal landskjörstjórn sameina talninguna við annað sveitarfélag. Öllum sem þess þurfa verður heimilað að fá aðstoð við kosningar hvort sem er vegna fötlunar, veikinda, elli eða af öðrum ástæðum. Kosningaréttur þeirra sem búsettir eru erlendis verður rýmkaður verulega í alþingiskosningum, forsetakjöri og þjóðaratkvæðagreiðslum. Fólk mun geta kosið í 16 ár eftir að það flytur lögheimili sitt af landinu, í stað átta ára nú, en á móti er lagt til að rétturinn falli niður að þeim tíma liðnum. Rétturinn endurnýjast aftur við flutning lögheimilis til landsins. Útgáfu kjörbréfa verður hætt. Starfshópurinn lagði áherslu á greiða upplýsingagjöf og gott samráð meðan á vinnu hans stóð. Fundað var með fulltrúum þingflokka og fjölmörgum hagsmunaaðilum auk þess sem opnað var sérstakt vefsvæði á vef Alþingis um endurskoðunina með upplýsingum og gögnum starfshópsins. Opið samráðsferli fór fram í janúar 2019 þar sem óskað var eftir tillögum og athugasemdum sem nýst gætu við smíði tillagnanna. Formaður starfshópsins, Bryndís Hlöðversdóttir, skilar tillögum hópsins að endurskoðun kosningalaga til forseta Alþingis, Steingríms J. Sigfússonar.Alþingi Í byrjun þessa árs voru helstu atriði frumvarpstillagna starfshópsins kynnt forsætisnefnd Alþingis og þingmönnum. Opið samráðsferli fór síðan fram að nýju í mars 2020 þar sem tillögur starfshópsins að frumvarpi til kosningalaga voru kynntar. Við frágang frumvarpsins reyndi starfshópurinn eftir fremsta megni að taka athugasemdir umsagnaraðila til greina. Tillögur starfshópsins verða til umfjöllunar og kynningar í forsætisnefnd Alþingis strax í næstu viku á svonefndum sumarfundi. Alþingi Stjórnsýsla Forseti Íslands Sveitarstjórnarmál Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkföll „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Starfshópur um endurskoðun kosningalaga sem forseti Alþingis skipaði í október 2018 hefur lokið störfum og skilað tillögum sínum í formi frumvarps til kosningalaga. Þar er lagt til að lögin gildi um kosningar til Alþingis og sveitarstjórna, um framboð og kjör forseta Íslands og um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna. Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins. Meðal tillagna eru þær að fólk sem flytur lögheimili sitt til útlanda getur áfram kosið í sextán ár frá breytingunni en ekki átta ár eins og nú er. Yfirstjórn kosningamála á að færast frá dómsmálaráðuneytinu til sjálfstæðrar stjórnsýslunefndar og kjósandi getur aðeins greitt atkvæði einu sinni í hverjum kosningum. Annaðhvort utan kjörfundar eða á kjörfundi. Hingað til hefur fólk getað greitt atkvæði á kjörfundi og þá hefur fyrra atkvæði utan kjörfundar verið ógilt. „Markmið frumvarpsins er að styrkja lýðræði með því að viðhalda trausti á framkvæmd kosninga og tryggja að beinar, frjálsar og leynilegar kosningar séu haldnar reglulega. Meginefni frumvarpsins lýtur að breyttri stjórnsýslu kosninga og einföldun regluverks,“ segir á vef Stjórnarráðsins. Í starfshópnum sátu fulltrúar landskjörstjórnar, dómsmálaráðuneytisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Þjóðskrár Íslands auk fulltrúa forseta Alþingis. Helstu nýmæli sem felast í tillögum starfshópsins eru eftirfarandi: Einn lagabálkur mun gilda um kosningar í stað fjögurra áður. Lög um kosningar til Alþingis, lög um kosningar til sveitarstjórna, lög um framboð og kjör forseta Íslands og lög um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna falla brott. Stjórnsýsla kosningamála verður einfölduð og samræmd og einum aðila, landskjörstjórn, falið skýrt samræmingar- og yfirstjórnarhlutverk. Yfirkjörstjórnir kjördæma verða lagðar niður og landskjörstjórn tekur við hlutverki Hæstaréttar við forsetakjör. Yfirstjórn kosningamála verður færð frá dómsmálaráðuneyti til sjálfstæðrar stjórnsýslunefndar sem, auk þess að bera ábyrgð á framkvæmd kosninga, sinnir viðvarandi verkefnum milli kosninga. Komið verður á fót úrskurðarnefnd kosningamála sem tekur til úrskurðar ýmsar kærur á þessu sviði, m.a. um lögmæti forsetakjörs, sveitarstjórnarkosninga og þjóðaratkvæðagreiðslna. Miðlæg vinnsla kjörskrár mun fara fram hjá Þjóðskrá Íslands og rafræn kjörskrá verður meginregla. Stjórnmálasamtök og frambjóðendur í forsetakjöri munu geta óskað eftir rafrænum aðgangi að kjörskrá. Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar mun ekki geta hafist fyrr en öll framboð hafa komið fram og heimilað verður að viðhafa póstkosningu þegar greidd eru atkvæði utan kjörfundar. Henni lýkur erlendis daginn fyrir kjördag og kl. 17 innan lands á kjördag. Framkvæmd atkvæðagreiðslu utan kjörfundar verður einfölduð sem og utanumhald kjörstjóra. Kjósandi mun eingöngu geta greitt atkvæði einu sinni í hverjum kosningum; annað hvort utan kjörfundar eða á kjörfundi. Kosningaathöfnin verður einfaldari og öruggari með því að kjörstjórn stimplar kjörseðil áður en kjósandi leggur hann í atkvæðakassa. Ekki verði haldið sérstakt bókhald eða uppgjör um fjölda notaðra og ónotaðra kjörseðla. Talning atkvæða fer fram í sveitarfélögum og þar sem færri en 100 kjósendur eru á kjörskrá skal landskjörstjórn sameina talninguna við annað sveitarfélag. Öllum sem þess þurfa verður heimilað að fá aðstoð við kosningar hvort sem er vegna fötlunar, veikinda, elli eða af öðrum ástæðum. Kosningaréttur þeirra sem búsettir eru erlendis verður rýmkaður verulega í alþingiskosningum, forsetakjöri og þjóðaratkvæðagreiðslum. Fólk mun geta kosið í 16 ár eftir að það flytur lögheimili sitt af landinu, í stað átta ára nú, en á móti er lagt til að rétturinn falli niður að þeim tíma liðnum. Rétturinn endurnýjast aftur við flutning lögheimilis til landsins. Útgáfu kjörbréfa verður hætt. Starfshópurinn lagði áherslu á greiða upplýsingagjöf og gott samráð meðan á vinnu hans stóð. Fundað var með fulltrúum þingflokka og fjölmörgum hagsmunaaðilum auk þess sem opnað var sérstakt vefsvæði á vef Alþingis um endurskoðunina með upplýsingum og gögnum starfshópsins. Opið samráðsferli fór fram í janúar 2019 þar sem óskað var eftir tillögum og athugasemdum sem nýst gætu við smíði tillagnanna. Formaður starfshópsins, Bryndís Hlöðversdóttir, skilar tillögum hópsins að endurskoðun kosningalaga til forseta Alþingis, Steingríms J. Sigfússonar.Alþingi Í byrjun þessa árs voru helstu atriði frumvarpstillagna starfshópsins kynnt forsætisnefnd Alþingis og þingmönnum. Opið samráðsferli fór síðan fram að nýju í mars 2020 þar sem tillögur starfshópsins að frumvarpi til kosningalaga voru kynntar. Við frágang frumvarpsins reyndi starfshópurinn eftir fremsta megni að taka athugasemdir umsagnaraðila til greina. Tillögur starfshópsins verða til umfjöllunar og kynningar í forsætisnefnd Alþingis strax í næstu viku á svonefndum sumarfundi.
Alþingi Stjórnsýsla Forseti Íslands Sveitarstjórnarmál Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkföll „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira