Borgin Þrándur í Götu samgöngusáttmála Egill Þór Jónsson skrifar 11. september 2020 11:00 Þann 9. september birti Jórunn Pála Jónasdóttir varaborgarfulltrúi athyglisverða grein, en þar fjallar hún um skipulagsákvarðanir borgarinnar í tengslum við Samgöngusáttmálann. Þar er vakin athygli á því að borgin er ítrekað að skipuleggja framkvæmdir ofan í hálsmálið á framkvæmdum sem kveðið er á um í sáttmálanum. Einkennileg staða hefur til dæmis skapast í kringum lagningu Arnarnesvegar, en borgin hefur málað sig út í horn í því máli. Samgöngusáttmálinn Tæplega ár er síðan Reykjavíkurborg, ríkið og önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu undirrituðu svokallaðan samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Samkomulagið felur meðal annars í sér uppbyggingu á samgönguinnviðum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára. Ein af framkvæmdunum sem flokkaðar voru sem flýtiframkvæmdir er lagning Arnarnesvegar, með mislægum gatnamótum við Breiðholtsbraut. Sáttmálinn kveður á um að að framkvæmdir við lagningu vegarins hefjist árið 2021, á næsta ári. Vetrargarður Til kynningar hjá borginni er nýtt hverfisskipulag Breiðholts. Ein af áhugaverðustu hugmyndunum þar er Vetrargarður við skíðabrekkuna ofan við Jafnasel. Hugmyndin er hugsuð sem skíðabrekka fyrir skólabörn og ungt fólk allt árið um kring. Þetta er líklega sú hugmynd í nýja hverfisskipulaginu sem allir Breiðhyltingar geta sammælst um. Nú þegar hugmyndir um Vetrargarð í Breiðholti eru komnar fram er þó tvísýnt hvaða áhrif það mun hafa á lagningu Arnarnesvegar. Borgargarður Elliðaárdals Meirihluti borgarstjórnar samþykkti fyrr á árinu 2020 nýtt deiliskipulag fyrir Borgargarðinn Elliðaárdal. Tilgangur deiliskipulagsins sneri að því að vernda og varðveita náttúrufar í dalnum um leið og tækifærum til útivistar í dalnum yrði fjölgað. Deiliskipulagið var umdeilt og þá sérstaklega mörk dalsins. Stór hluti dalsins hafði verið klipptur út svo hægt væri að byggja í dalnum. Hins vegar var ekki gert ráð fyrir þeim gatnaframkvæmdum sem borgin hafði skuldbundið sig til þess að fara í samkvæmt Samgöngusáttmála. Borgin í flókinni stöðu - Pólitískt sjálfskaparvíti Meirihlutinn í borginni og borgarstjóri skrifuðu undir sáttmála þess efnis að fyrrnefndur Arnarnesvegur yrði lagður, með mislægum gatnamótum við Breiðholtsbraut. Þetta hefur alltaf legið fyrir samkvæmt áætlunum Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) og sem hluti af aðalskipulagi Reykjavíkur. Það er mikilvægt að staðið sé við samninga við önnur sveitarfélög. Hins vegar virðist sú aðferð meirihlutans að stilla málum upp á móti hvort öðru að vera að koma í bakið á þeim. Nú þegar tillögur að lagningu Arnarnesvegar hafa verið kynntar er ljóst að sú útfærsla, sem boðuð var með samgöngusáttmálanum sem stofnbraut með mislægum gatnamótum, skarast á við deiliskipulag Elliðaárdals. Einnig er ljóst að ákveði borgin að setja inn ljósastýrð gatnamót við Breiðholtsbraut, ógnar það fyrirhuguðum Vetrargarði og brýtur um leið samgöngusáttmálann. Borgin hefur því málað sig út í horn í þessu máli en það eru afleiðingar ákvarðanna núverandi meirihluta og ekki gott að sjá hvernig hægt verður að leysa þá stöðu sem upp er komin. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Egill Þór Jónsson Borgarstjórn Samgöngur Reykjavík Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Þann 9. september birti Jórunn Pála Jónasdóttir varaborgarfulltrúi athyglisverða grein, en þar fjallar hún um skipulagsákvarðanir borgarinnar í tengslum við Samgöngusáttmálann. Þar er vakin athygli á því að borgin er ítrekað að skipuleggja framkvæmdir ofan í hálsmálið á framkvæmdum sem kveðið er á um í sáttmálanum. Einkennileg staða hefur til dæmis skapast í kringum lagningu Arnarnesvegar, en borgin hefur málað sig út í horn í því máli. Samgöngusáttmálinn Tæplega ár er síðan Reykjavíkurborg, ríkið og önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu undirrituðu svokallaðan samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Samkomulagið felur meðal annars í sér uppbyggingu á samgönguinnviðum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára. Ein af framkvæmdunum sem flokkaðar voru sem flýtiframkvæmdir er lagning Arnarnesvegar, með mislægum gatnamótum við Breiðholtsbraut. Sáttmálinn kveður á um að að framkvæmdir við lagningu vegarins hefjist árið 2021, á næsta ári. Vetrargarður Til kynningar hjá borginni er nýtt hverfisskipulag Breiðholts. Ein af áhugaverðustu hugmyndunum þar er Vetrargarður við skíðabrekkuna ofan við Jafnasel. Hugmyndin er hugsuð sem skíðabrekka fyrir skólabörn og ungt fólk allt árið um kring. Þetta er líklega sú hugmynd í nýja hverfisskipulaginu sem allir Breiðhyltingar geta sammælst um. Nú þegar hugmyndir um Vetrargarð í Breiðholti eru komnar fram er þó tvísýnt hvaða áhrif það mun hafa á lagningu Arnarnesvegar. Borgargarður Elliðaárdals Meirihluti borgarstjórnar samþykkti fyrr á árinu 2020 nýtt deiliskipulag fyrir Borgargarðinn Elliðaárdal. Tilgangur deiliskipulagsins sneri að því að vernda og varðveita náttúrufar í dalnum um leið og tækifærum til útivistar í dalnum yrði fjölgað. Deiliskipulagið var umdeilt og þá sérstaklega mörk dalsins. Stór hluti dalsins hafði verið klipptur út svo hægt væri að byggja í dalnum. Hins vegar var ekki gert ráð fyrir þeim gatnaframkvæmdum sem borgin hafði skuldbundið sig til þess að fara í samkvæmt Samgöngusáttmála. Borgin í flókinni stöðu - Pólitískt sjálfskaparvíti Meirihlutinn í borginni og borgarstjóri skrifuðu undir sáttmála þess efnis að fyrrnefndur Arnarnesvegur yrði lagður, með mislægum gatnamótum við Breiðholtsbraut. Þetta hefur alltaf legið fyrir samkvæmt áætlunum Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) og sem hluti af aðalskipulagi Reykjavíkur. Það er mikilvægt að staðið sé við samninga við önnur sveitarfélög. Hins vegar virðist sú aðferð meirihlutans að stilla málum upp á móti hvort öðru að vera að koma í bakið á þeim. Nú þegar tillögur að lagningu Arnarnesvegar hafa verið kynntar er ljóst að sú útfærsla, sem boðuð var með samgöngusáttmálanum sem stofnbraut með mislægum gatnamótum, skarast á við deiliskipulag Elliðaárdals. Einnig er ljóst að ákveði borgin að setja inn ljósastýrð gatnamót við Breiðholtsbraut, ógnar það fyrirhuguðum Vetrargarði og brýtur um leið samgöngusáttmálann. Borgin hefur því málað sig út í horn í þessu máli en það eru afleiðingar ákvarðanna núverandi meirihluta og ekki gott að sjá hvernig hægt verður að leysa þá stöðu sem upp er komin. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun