Fjarlægðu styttu af Suðurríkjahermanni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. september 2020 08:43 Hér má sjá þegar styttan var fjarlægð. John McDonnell/Washington Post via Getty Stytta sem sýnir hermann Suðurríkjanna úr Þrælastríðinu hefur verið tekin niður í borginni Charlottesville í Virginíu. Styttan hafði staðið fyrir utan dómshús Albemarle-sýslu í yfir 100 ár. Fjöldi fólks fagnaði þegar styttan, sem ber heitið „At Ready“ eða „Í viðbragðsstöðu,“ var tekin niður með hjálp krana. Víða um heim hefur orðið háværari sú krafa undanfarið að styttur og önnur minnismerki um hörmungar í mannkynssögunni verði teknar niður. Þá hafa bandarísk minnismerki um Suðurríkin, sem börðust fyrir þrælahaldi á Þrælastríðinu 1861-1865 verið ítrekað hluti af þeirri umræðu. Þó hafa hugmyndir sem þessar, að fjarlægja styttur og minnismerki um liðna tíma, ekki fallið í kramið hjá öllum. Til að mynda hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti harðneitað að íhuga að breyta nöfnum bandarískra herstöðva sem heita eftir hershöfðingjum Suðurríkjanna. Styttan í Charlottesville hafði staðið síðan 1909. Hún var því reist rúmum 40 árum eftir að Þrælastríðinu lauk. Yfirvöld Albemarle-sýslu tóku í ágúst ákvörðun um að styttan yrði að fara, en hún er sú fyrsta til að vera fjarlægð á grundvelli nýrra laga í Virginíu sem kveða á um að fjarlægja skuli minnisvarða um þrælastríðið. Þrjú ár frá samkomu hvítra þjóðernissinna Charlottesville komst í heimsfréttirnar í ágúst árið 2017 þegar stærsta samkoma hvítra þjóðernissinna í Bandaríkjunum í áratugi var haldin þar. Tilefnið var fyrirætlanir um að fjarlægja styttu af Robert E. Lee, þekktasta hershöfðingja Suðurríkjanna. Nýnasistinn James Alex Fields Jr. var á meðal þeirra sem sóttu viðburðinn, en hann drap hina 32 ára gömlu Heather Heyer og særði tugi annarra þegar hann ók bifreið sinni inn í hóp mótmælenda sem voru andsnúnir málflutningi hvítu þjóðernissinnanna. Bandaríkin Donald Trump Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Rifu niður styttu af fyrsta forsætisráðherranum Mótmælendur í borginni Montreal í Kanada felldu í gær styttu af Sir John A. Macdonald, fyrsta forsætisráðherra landsins. 30. ágúst 2020 11:38 Fjarlægja styttur af Kristófer Kólumbus Tvær styttur af 15. aldar landkönnuðinum Kristófer Kólumbus hafa verið teknar niður í bandarísku borginni Chicago, að skipun borgarstjórans. 24. júlí 2020 23:21 Vilja Suðurríkjastytturnar burt úr þinghúsinu Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt frumvarp sem snýr að því að styttur af suðurríkjaleiðtogum á borð við Robert E. Lee verði fjarlægðar úr þinghúsinu. 22. júlí 2020 23:56 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar Sjá meira
Stytta sem sýnir hermann Suðurríkjanna úr Þrælastríðinu hefur verið tekin niður í borginni Charlottesville í Virginíu. Styttan hafði staðið fyrir utan dómshús Albemarle-sýslu í yfir 100 ár. Fjöldi fólks fagnaði þegar styttan, sem ber heitið „At Ready“ eða „Í viðbragðsstöðu,“ var tekin niður með hjálp krana. Víða um heim hefur orðið háværari sú krafa undanfarið að styttur og önnur minnismerki um hörmungar í mannkynssögunni verði teknar niður. Þá hafa bandarísk minnismerki um Suðurríkin, sem börðust fyrir þrælahaldi á Þrælastríðinu 1861-1865 verið ítrekað hluti af þeirri umræðu. Þó hafa hugmyndir sem þessar, að fjarlægja styttur og minnismerki um liðna tíma, ekki fallið í kramið hjá öllum. Til að mynda hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti harðneitað að íhuga að breyta nöfnum bandarískra herstöðva sem heita eftir hershöfðingjum Suðurríkjanna. Styttan í Charlottesville hafði staðið síðan 1909. Hún var því reist rúmum 40 árum eftir að Þrælastríðinu lauk. Yfirvöld Albemarle-sýslu tóku í ágúst ákvörðun um að styttan yrði að fara, en hún er sú fyrsta til að vera fjarlægð á grundvelli nýrra laga í Virginíu sem kveða á um að fjarlægja skuli minnisvarða um þrælastríðið. Þrjú ár frá samkomu hvítra þjóðernissinna Charlottesville komst í heimsfréttirnar í ágúst árið 2017 þegar stærsta samkoma hvítra þjóðernissinna í Bandaríkjunum í áratugi var haldin þar. Tilefnið var fyrirætlanir um að fjarlægja styttu af Robert E. Lee, þekktasta hershöfðingja Suðurríkjanna. Nýnasistinn James Alex Fields Jr. var á meðal þeirra sem sóttu viðburðinn, en hann drap hina 32 ára gömlu Heather Heyer og særði tugi annarra þegar hann ók bifreið sinni inn í hóp mótmælenda sem voru andsnúnir málflutningi hvítu þjóðernissinnanna.
Bandaríkin Donald Trump Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Rifu niður styttu af fyrsta forsætisráðherranum Mótmælendur í borginni Montreal í Kanada felldu í gær styttu af Sir John A. Macdonald, fyrsta forsætisráðherra landsins. 30. ágúst 2020 11:38 Fjarlægja styttur af Kristófer Kólumbus Tvær styttur af 15. aldar landkönnuðinum Kristófer Kólumbus hafa verið teknar niður í bandarísku borginni Chicago, að skipun borgarstjórans. 24. júlí 2020 23:21 Vilja Suðurríkjastytturnar burt úr þinghúsinu Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt frumvarp sem snýr að því að styttur af suðurríkjaleiðtogum á borð við Robert E. Lee verði fjarlægðar úr þinghúsinu. 22. júlí 2020 23:56 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar Sjá meira
Rifu niður styttu af fyrsta forsætisráðherranum Mótmælendur í borginni Montreal í Kanada felldu í gær styttu af Sir John A. Macdonald, fyrsta forsætisráðherra landsins. 30. ágúst 2020 11:38
Fjarlægja styttur af Kristófer Kólumbus Tvær styttur af 15. aldar landkönnuðinum Kristófer Kólumbus hafa verið teknar niður í bandarísku borginni Chicago, að skipun borgarstjórans. 24. júlí 2020 23:21
Vilja Suðurríkjastytturnar burt úr þinghúsinu Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt frumvarp sem snýr að því að styttur af suðurríkjaleiðtogum á borð við Robert E. Lee verði fjarlægðar úr þinghúsinu. 22. júlí 2020 23:56