Fjörutíu dagar á sjó og þrjár neitanir Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. september 2020 11:08 Hluti hópsins bíður þess hér að færa sig af tankskipinu og yfir í björgunarskipið. Mediterranea Saving Humans via AP Hópur flóttafólks er nú kominn í land á Ítalíu eftir að hafa varið yfir 40 dögum á sjó. Danska skipinu sem flutti hópinn var meinað að leggjast að landi í þremur ríkjum. Í frétt breska ríkisútvarpsins er greint frá því að áhöfn danska tankskipsins Maersk Etienne hafi tekið hópinn, sem telur 27 manns og þar af eina ófríska konu, eftir að bátur þeirra sökk stuttu eftir brottför frá norðurafríkulandinu Líbíu, 2. ágúst. Samkvæmt fyrirtækinu sem gerir skipið út höfðu yfirvöld á Möltu óskað eftir því að skipið aðstoðaði við að koma fólkinu til bjargar. Því hafna stjórnvöld þar í landi hins vegar og segja björgunaraðgerðirnar hafa átt sér stað utan hafsögu Möltu. Skipinu var því neitað um að leggjast að bryggju á Möltu og hleypa fólkinu frá borði. Ítalía og Líbía höfnuðu því einnig að taka við fólkinu. Áhöfn skipsins og flóttafólkið var örvæntingarfyllra eftir því sem leið á sjódvölina. Einn farþeganna kom skilaboðum til maltneskra fjölmiðla með það eina markmið að láta fjölskyldu sína vita að hann hefði ekki dáið í Miðjarðarhafinu. Á síðustu dögunum áður en skipinu var leyft að leggjast að landi höfðu þrír flóttamannanna stokkið frá borði og reynt að synda í land. Þeim var fljótlega bjargað og komið aftur um borð í skipið af áhöfn Maersk Erienne. Á föstudag var hópurinn færður í björgunarskip á vegum samtakanna Mediterrenea Saving Humans og kom til hafnar í Pozzallo á Sikiley í gær. Mediterranea birti skilaboð á Twitter í gær þar sem málið var sagt eitt það skammarlegasta í siglingasögu Evrópu. 🔵 At 22.40 today the 25 people that were transferred from the @maersktankers #Etienne to the #MareJonio landed in #Pozzallo. This puts an end to the longest and most shameful stand-off in European maritime history. pic.twitter.com/tsEufBv5ho— Mediterranea Saving Humans (@RescueMed) September 12, 2020 Ítalía Líbía Malta Flóttamenn Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Sjá meira
Hópur flóttafólks er nú kominn í land á Ítalíu eftir að hafa varið yfir 40 dögum á sjó. Danska skipinu sem flutti hópinn var meinað að leggjast að landi í þremur ríkjum. Í frétt breska ríkisútvarpsins er greint frá því að áhöfn danska tankskipsins Maersk Etienne hafi tekið hópinn, sem telur 27 manns og þar af eina ófríska konu, eftir að bátur þeirra sökk stuttu eftir brottför frá norðurafríkulandinu Líbíu, 2. ágúst. Samkvæmt fyrirtækinu sem gerir skipið út höfðu yfirvöld á Möltu óskað eftir því að skipið aðstoðaði við að koma fólkinu til bjargar. Því hafna stjórnvöld þar í landi hins vegar og segja björgunaraðgerðirnar hafa átt sér stað utan hafsögu Möltu. Skipinu var því neitað um að leggjast að bryggju á Möltu og hleypa fólkinu frá borði. Ítalía og Líbía höfnuðu því einnig að taka við fólkinu. Áhöfn skipsins og flóttafólkið var örvæntingarfyllra eftir því sem leið á sjódvölina. Einn farþeganna kom skilaboðum til maltneskra fjölmiðla með það eina markmið að láta fjölskyldu sína vita að hann hefði ekki dáið í Miðjarðarhafinu. Á síðustu dögunum áður en skipinu var leyft að leggjast að landi höfðu þrír flóttamannanna stokkið frá borði og reynt að synda í land. Þeim var fljótlega bjargað og komið aftur um borð í skipið af áhöfn Maersk Erienne. Á föstudag var hópurinn færður í björgunarskip á vegum samtakanna Mediterrenea Saving Humans og kom til hafnar í Pozzallo á Sikiley í gær. Mediterranea birti skilaboð á Twitter í gær þar sem málið var sagt eitt það skammarlegasta í siglingasögu Evrópu. 🔵 At 22.40 today the 25 people that were transferred from the @maersktankers #Etienne to the #MareJonio landed in #Pozzallo. This puts an end to the longest and most shameful stand-off in European maritime history. pic.twitter.com/tsEufBv5ho— Mediterranea Saving Humans (@RescueMed) September 12, 2020
Ítalía Líbía Malta Flóttamenn Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Sjá meira