Dómsmálaráðherra hefur tvo daga til að taka „næsta skref“ Þórir Guðmundsson skrifar 13. september 2020 12:28 Veiting dvalarleyfis til egypskar barnafjölskyldu, sem á að senda úr landi á miðvikudag, væri í anda stefnu stjórnvalda og grunngilda Íslendinga. Brottvísun barna sem hafa verið hér nógu lengi til að eignast vini, læra málið og „eiga heima“ á Íslandi væri í andstöðu við almenningsálitið og yfirlýsingar tveggja ráðherra dómsmála núverandi ríkisstjórnar. Egypsku börnin sem á að senda úr landi á miðvikudag. Dómsmálaráðherrar hafa nú tvisvar á rúmu ári breytt reglugerðum sem ná yfir barnafjölskyldur sem sækja um alþjóðlega vernd hér á landi. Í bæði skiptin var það til að koma í veg fyrir að börn sem hér hafa fest rætur séu rekin úr landi. Andi laganna er mannúð „Ég hef lengi talið að fara þurfi sérstaklega yfir framkvæmd laganna þegar kemur að börnum. Framkvæmdin þarf að fullu að samræmast anda laganna – sem er mannúð og að taka skuli sérstakt tillit til barna,” sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir þáverandi dómsmálaráðherra í yfirlýsingu á Facebook síðu sinni 3. júlí 2019. Þannig brást Þórdís Kolbrún við þegar mótmælaalda reis gegn áformum um að vísa afgönskum feðgum til Grikklands eftir mál þeirra hafði tekið óþægilega langan tíma í meðförum yfirvalda. Tveimur dögum síðar setti hún reglugerð sem leyfði útlendingastofnun að taka til efnislegrar meðferðar mál barna sem hlotið hefðu vernd í öðru ríki, væru meira en tíu mánuðir liðnir frá því að umsókn þeirra barst íslenskum stjórnvöldum. „Vilji löggjafans er skýr” Þegar reglugerð var aftur breytt í þágu barna í upphafi árs var hámarkstími afgreiðslu dvalarleyfis lækkaður úr 18 mánuðum í 16. Það var vegna þess að almenningi ofbauð að reka ætti úr landi börn sem höfðu fest rætur á Íslandi. Aftur var dómsmálaráðherra, í þessu tilviki Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, afdráttarlaus um tilganginn í yfirlýsingu á Facebook: „Vilji löggjafans og stjórnvalda er skýr. Taka ber sérstakt tillit til hagsmuna barna við afgreiðslu umsókna um alþjóðlega vernd.” Og hverjir eru þessir hagsmunir barnanna? Hafa þau hagsmuni af því hvort mál taki 18 mánuði í afgreiðslu innan kerfisins eða 16 eða 10? Augljóslega ekki. Hagsmunirnir hljóta að vera þeir að vera ekki rifin upp með rótum úr umhverfi sem þau hafa aðlagast, frá vinum sem þau hafa eignast, úr málumhverfi sem þau hafa tileinkað sér og úr öryggi sem þau hafa öðlast. Í báðum tilvikum var tilgangur reglugerðarbreytinganna sá að ná til barna sem höfðu fest rætur á Íslandi. Breytingar á reglugerðum voru meðalið sem þurfti til að ná þeim tilgangi. Umræður í fjölmiðlum og viðbrögð og yfirlýsingar tveggja dómsmálaráðherra, í júlí 2019 og febrúar 2020, sýna það. „Ómannúðlegt" segir Katrín Nú á enn einu sinni að úthýsa börnum sem hafa fest rætur í íslensku samfélagi. Fyrri reglugerðarbreytingar ná ekki yfir þeirra mál. Þær miðuðu að því að stytta málsmeðferðartíma sem er mikilvægt en dugar ekki ef dvalartíminn lengist af öðrum ástæðum. Dómsmálaráðherra þarf nú að horfast í augu við þá staðreynd að breytingarnar voru of afmarkaðar. Þær þurfa að ná til heildardvalartíma barnanna á Íslandi, ekki bara meðferð kerfisins á málum þeirra. Í Sprengisandi á Bylgjunni í dag sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að hún væri sammála þessum sjónarmiðum, sem meðal annars Rauði krossinn hefur talað fyrir. Yfirlýsing Áslaugar Örnu dómsmálaráðherra frá febrúar bendir vonandi til þess að hún sé það líka. „Það er ekki mannúðlegt að halda fólki svona lengi í óvissu, sérstaklega börnum,” sagði Katrín. Áslaug Arna sagði við reglugerðarbreytinguna í febrúar að það stæðu „vonir til þess að þetta verði aðeins fyrsta skrefið í að stytta meðferð slíkra mála.” Nú er tækifæri til að taka næsta skref – og miða það ekki við málsmeðferðartíma heldur raunverulegan dvalartíma barna, sem óska eftir alþjóðlegri vernd, í íslensku samfélagi. Og taka það fyrir miðvikudag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Egyptaland Þórir Guðmundsson Brottvísun egypskrar fjölskyldu Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Veiting dvalarleyfis til egypskar barnafjölskyldu, sem á að senda úr landi á miðvikudag, væri í anda stefnu stjórnvalda og grunngilda Íslendinga. Brottvísun barna sem hafa verið hér nógu lengi til að eignast vini, læra málið og „eiga heima“ á Íslandi væri í andstöðu við almenningsálitið og yfirlýsingar tveggja ráðherra dómsmála núverandi ríkisstjórnar. Egypsku börnin sem á að senda úr landi á miðvikudag. Dómsmálaráðherrar hafa nú tvisvar á rúmu ári breytt reglugerðum sem ná yfir barnafjölskyldur sem sækja um alþjóðlega vernd hér á landi. Í bæði skiptin var það til að koma í veg fyrir að börn sem hér hafa fest rætur séu rekin úr landi. Andi laganna er mannúð „Ég hef lengi talið að fara þurfi sérstaklega yfir framkvæmd laganna þegar kemur að börnum. Framkvæmdin þarf að fullu að samræmast anda laganna – sem er mannúð og að taka skuli sérstakt tillit til barna,” sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir þáverandi dómsmálaráðherra í yfirlýsingu á Facebook síðu sinni 3. júlí 2019. Þannig brást Þórdís Kolbrún við þegar mótmælaalda reis gegn áformum um að vísa afgönskum feðgum til Grikklands eftir mál þeirra hafði tekið óþægilega langan tíma í meðförum yfirvalda. Tveimur dögum síðar setti hún reglugerð sem leyfði útlendingastofnun að taka til efnislegrar meðferðar mál barna sem hlotið hefðu vernd í öðru ríki, væru meira en tíu mánuðir liðnir frá því að umsókn þeirra barst íslenskum stjórnvöldum. „Vilji löggjafans er skýr” Þegar reglugerð var aftur breytt í þágu barna í upphafi árs var hámarkstími afgreiðslu dvalarleyfis lækkaður úr 18 mánuðum í 16. Það var vegna þess að almenningi ofbauð að reka ætti úr landi börn sem höfðu fest rætur á Íslandi. Aftur var dómsmálaráðherra, í þessu tilviki Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, afdráttarlaus um tilganginn í yfirlýsingu á Facebook: „Vilji löggjafans og stjórnvalda er skýr. Taka ber sérstakt tillit til hagsmuna barna við afgreiðslu umsókna um alþjóðlega vernd.” Og hverjir eru þessir hagsmunir barnanna? Hafa þau hagsmuni af því hvort mál taki 18 mánuði í afgreiðslu innan kerfisins eða 16 eða 10? Augljóslega ekki. Hagsmunirnir hljóta að vera þeir að vera ekki rifin upp með rótum úr umhverfi sem þau hafa aðlagast, frá vinum sem þau hafa eignast, úr málumhverfi sem þau hafa tileinkað sér og úr öryggi sem þau hafa öðlast. Í báðum tilvikum var tilgangur reglugerðarbreytinganna sá að ná til barna sem höfðu fest rætur á Íslandi. Breytingar á reglugerðum voru meðalið sem þurfti til að ná þeim tilgangi. Umræður í fjölmiðlum og viðbrögð og yfirlýsingar tveggja dómsmálaráðherra, í júlí 2019 og febrúar 2020, sýna það. „Ómannúðlegt" segir Katrín Nú á enn einu sinni að úthýsa börnum sem hafa fest rætur í íslensku samfélagi. Fyrri reglugerðarbreytingar ná ekki yfir þeirra mál. Þær miðuðu að því að stytta málsmeðferðartíma sem er mikilvægt en dugar ekki ef dvalartíminn lengist af öðrum ástæðum. Dómsmálaráðherra þarf nú að horfast í augu við þá staðreynd að breytingarnar voru of afmarkaðar. Þær þurfa að ná til heildardvalartíma barnanna á Íslandi, ekki bara meðferð kerfisins á málum þeirra. Í Sprengisandi á Bylgjunni í dag sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að hún væri sammála þessum sjónarmiðum, sem meðal annars Rauði krossinn hefur talað fyrir. Yfirlýsing Áslaugar Örnu dómsmálaráðherra frá febrúar bendir vonandi til þess að hún sé það líka. „Það er ekki mannúðlegt að halda fólki svona lengi í óvissu, sérstaklega börnum,” sagði Katrín. Áslaug Arna sagði við reglugerðarbreytinguna í febrúar að það stæðu „vonir til þess að þetta verði aðeins fyrsta skrefið í að stytta meðferð slíkra mála.” Nú er tækifæri til að taka næsta skref – og miða það ekki við málsmeðferðartíma heldur raunverulegan dvalartíma barna, sem óska eftir alþjóðlegri vernd, í íslensku samfélagi. Og taka það fyrir miðvikudag.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar