Navalní sagður á batavegi Kjartan Kjartansson skrifar 14. september 2020 13:38 Rússnesk yfirvöld hafa ítrekað handtekið Navalní fyrir að skipuleggja og taka þátt í mótmælum gegn ríkisstjórn Pútín. Honum var meinað að bjóða sig fram gegn Pútín árið 2018 vegna saka sem hann segir að hafi átt sér pólitískar rætur. AP/Pavel Golovkin Þýskir læknar segja að Alexei Navalní, rússneski stjórnarandstöðuleiðtoginn, sé á batavegi eftir að honum var byrlað taugaeitur í Rússlandi. Navalní sé laus úr öndunarvél og hann geti nú risið úr rekkju í skamman tíma í einu, að sögn AP-fréttastofunnar. Navalní hefur dvalið á sjúkrahúsi í Berlín frá 22. ágúst. Þangað var honum flogið eftir að hann veiktist hastarlega í flug frá Síberíu til Moskvu. Aðstandendur hans héldu því strax fram að honum hefði verið byrlað eitur og kröfðust þess að fá að flytja hann til læknismeðferðar í Þýskalandi. Þýsk yfirvöld komust að þeirri niðurstöðu að Navalní hefði verið byrlað nýtt afbrigði af sovéska taugaeitrinu novichok. Stjórnvöld í Kreml hafa þvertekið fyrir að nokkuð saknæmt hafi gerst og krafist þess að fá upplýsingar frá þýskum yfirvöldum og jafnvel að fá að senda rannsakendur til Berlínar. Frönsk og sænsk stjórnvöld staðfestu í dag niðurstöður Þjóðverja um að eitrað hafi verið fyrir Navalní með novichok. Það er sama eitrað og var byrlað Sergei Skrípal, rússneskum fyrrverandi njósnara, og dóttur hans í bænum Salisbury á Englandi árið 2018. Skrípal-feðginin lifðu tilræðið af en ensk kona lét lífið þegar hún komst í snertingu við leifar eitursins sem rússneskir tilræðismenn skildu eftir sig. Pútín segir óviðeigandi að saka hann um tilræðið Enn er óljóst hvort að Navalní hljóti fullan bata eftir eitrunina. Greint var frá því í síðustu viku að hann væri vaknaður úr dái en læknar hafa varað við því að þó að Navalní virðist á batavegi gæti hann glímt við langtímaafleiðingar. Reuters-fréttastofan segir að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hafi rætt við Emmanuel Macron, Frakklandsforseta, í síma í dag og sagt þar að það væri „óviðeigandi“ að saka rússnesk stjórnvöld um að hafa eitrað fyrir Navalní sem hefur verið einn fyrirferðamesti stjórnarandstæðingur Rússlands undanfarin ár. Rússar hafa einnig borið af sér sakir af því að hafa eitrað fyrir Skrípal-feðginunum. Vestrænar leyniþjónustur telja að Pútín hafi skipað fyrir um að Skrípal, sem hann telur svikara, skyldi myrtur. Fjöldi blaðamanna, stjórnarandstæðinga og pólitískra andstæðinga Pútín hefur látið lífið við voveiflegar aðstæður í um tveggja áratuga stjórnartíð forsetans. Eitrað fyrir Alexei Navalní Taugaeitursárás í Bretlandi Rússland Þýskaland Tengdar fréttir Frakkar og Svíar staðfesta eitrun Navalny Yfirvöld í Þýskalandi segja að vísindamenn í Frakklandi og Svíþjóð hafi staðfest að eitrað hafi verið fyrir Alexei Navalny með taugaeitrinu Novichok, sem þróað var í Rússlandi á tímum Sovétríkjanna. 14. september 2020 10:54 Navalní sagður geta talað á ný Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní eru sagður geta talað á ný og getur mögulega munað eftir smáatriðum úr flugferðinni örlagaríku þar sem eitrað var fyrir honum. 10. september 2020 08:07 Eitrað fyrir Navalny með nýrri tegund Novichok Þýskir rannsakendur hafa komist að þeirri niðurstöðu að eitrað var fyrir Alexei Navalny með nýrri tegund taugaeitursins Novichok. Navalny lifði af en þó eingöngu fyrir einskæra heppni og skjót viðbrögð bæði flugstjóra og lækna. 9. september 2020 22:50 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Sjá meira
Þýskir læknar segja að Alexei Navalní, rússneski stjórnarandstöðuleiðtoginn, sé á batavegi eftir að honum var byrlað taugaeitur í Rússlandi. Navalní sé laus úr öndunarvél og hann geti nú risið úr rekkju í skamman tíma í einu, að sögn AP-fréttastofunnar. Navalní hefur dvalið á sjúkrahúsi í Berlín frá 22. ágúst. Þangað var honum flogið eftir að hann veiktist hastarlega í flug frá Síberíu til Moskvu. Aðstandendur hans héldu því strax fram að honum hefði verið byrlað eitur og kröfðust þess að fá að flytja hann til læknismeðferðar í Þýskalandi. Þýsk yfirvöld komust að þeirri niðurstöðu að Navalní hefði verið byrlað nýtt afbrigði af sovéska taugaeitrinu novichok. Stjórnvöld í Kreml hafa þvertekið fyrir að nokkuð saknæmt hafi gerst og krafist þess að fá upplýsingar frá þýskum yfirvöldum og jafnvel að fá að senda rannsakendur til Berlínar. Frönsk og sænsk stjórnvöld staðfestu í dag niðurstöður Þjóðverja um að eitrað hafi verið fyrir Navalní með novichok. Það er sama eitrað og var byrlað Sergei Skrípal, rússneskum fyrrverandi njósnara, og dóttur hans í bænum Salisbury á Englandi árið 2018. Skrípal-feðginin lifðu tilræðið af en ensk kona lét lífið þegar hún komst í snertingu við leifar eitursins sem rússneskir tilræðismenn skildu eftir sig. Pútín segir óviðeigandi að saka hann um tilræðið Enn er óljóst hvort að Navalní hljóti fullan bata eftir eitrunina. Greint var frá því í síðustu viku að hann væri vaknaður úr dái en læknar hafa varað við því að þó að Navalní virðist á batavegi gæti hann glímt við langtímaafleiðingar. Reuters-fréttastofan segir að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hafi rætt við Emmanuel Macron, Frakklandsforseta, í síma í dag og sagt þar að það væri „óviðeigandi“ að saka rússnesk stjórnvöld um að hafa eitrað fyrir Navalní sem hefur verið einn fyrirferðamesti stjórnarandstæðingur Rússlands undanfarin ár. Rússar hafa einnig borið af sér sakir af því að hafa eitrað fyrir Skrípal-feðginunum. Vestrænar leyniþjónustur telja að Pútín hafi skipað fyrir um að Skrípal, sem hann telur svikara, skyldi myrtur. Fjöldi blaðamanna, stjórnarandstæðinga og pólitískra andstæðinga Pútín hefur látið lífið við voveiflegar aðstæður í um tveggja áratuga stjórnartíð forsetans.
Eitrað fyrir Alexei Navalní Taugaeitursárás í Bretlandi Rússland Þýskaland Tengdar fréttir Frakkar og Svíar staðfesta eitrun Navalny Yfirvöld í Þýskalandi segja að vísindamenn í Frakklandi og Svíþjóð hafi staðfest að eitrað hafi verið fyrir Alexei Navalny með taugaeitrinu Novichok, sem þróað var í Rússlandi á tímum Sovétríkjanna. 14. september 2020 10:54 Navalní sagður geta talað á ný Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní eru sagður geta talað á ný og getur mögulega munað eftir smáatriðum úr flugferðinni örlagaríku þar sem eitrað var fyrir honum. 10. september 2020 08:07 Eitrað fyrir Navalny með nýrri tegund Novichok Þýskir rannsakendur hafa komist að þeirri niðurstöðu að eitrað var fyrir Alexei Navalny með nýrri tegund taugaeitursins Novichok. Navalny lifði af en þó eingöngu fyrir einskæra heppni og skjót viðbrögð bæði flugstjóra og lækna. 9. september 2020 22:50 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Sjá meira
Frakkar og Svíar staðfesta eitrun Navalny Yfirvöld í Þýskalandi segja að vísindamenn í Frakklandi og Svíþjóð hafi staðfest að eitrað hafi verið fyrir Alexei Navalny með taugaeitrinu Novichok, sem þróað var í Rússlandi á tímum Sovétríkjanna. 14. september 2020 10:54
Navalní sagður geta talað á ný Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní eru sagður geta talað á ný og getur mögulega munað eftir smáatriðum úr flugferðinni örlagaríku þar sem eitrað var fyrir honum. 10. september 2020 08:07
Eitrað fyrir Navalny með nýrri tegund Novichok Þýskir rannsakendur hafa komist að þeirri niðurstöðu að eitrað var fyrir Alexei Navalny með nýrri tegund taugaeitursins Novichok. Navalny lifði af en þó eingöngu fyrir einskæra heppni og skjót viðbrögð bæði flugstjóra og lækna. 9. september 2020 22:50