Viðar Örn Kjartansson sneri aftur í raðir Valeranga á dögunum. Um helgina lék sinn fyrsta leik fyrir Vålerenga síðan árið 2014 er liðið valtaði yfir Brann um helgina. Lokatölur 5-1 Vålerenga í vil.
Viðar Örn gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu í leiknum. Það sem meira er, það tók hann aðeins átta mínútur að skora þrennu sína. Árið 2014 skoraði Viðar 25 mörk í 29 leikjum fyrir félagið og er því kominn með 28 mörk í alls 30 leikjum nú.
Twitter-aðgangur Eliteserien, norsku úrvalsdeildarinnar, hefur tekið mörkin saman og er það þriðja sérstaklega glæsilegt.
«Ørnen» har landet! FOR et comeback av Viðar Örn Kjartansson! pic.twitter.com/cshG178Yc2
— Eliteserien (@eliteserien) September 14, 2020
Vålerenga er sem stendur í 5. sæti með 29 stig þegar 17 umferðum er lokið.