Sundurlyndi innan ríkisstjórnar komi ekki á óvart Birgir Olgeirsson skrifar 14. september 2020 20:00 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sést hér í forgrunni. Fyrir aftan hana standa Svandís Svavarsdóttir og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Vísir/Vilhelm Stjórnmálafræðingur segir það ekki veikja ríkisstjórnarsamstarfið þó ráðherrar séu ekki sammála um hvernig meðhöndla eigi hælisleitendur. Nú sé komið að kosningavetri og þá fari að sjást skarpari skil á milli flokka. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra er úr röðum Sjálfstæðisflokksins og sagði að málsmeðferðartími egypsku fjölskyldunnar, sem vísa á úr landi á miðvikudag, sé innan marka svo unnt sé að neita henni um vernd. Hámarkstími málsmeðferðar eru 16 mánuðir. Fjölskyldan hefur dvalið hér í 25 mánuði og vill Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, sem er formaður Vinstri grænna, fremur skoða heildardvalartíma umsækjenda en ekki málsmeðferðartíma. Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðingur, segir stefnu þessara flokka á öndverðu meiði í hælis- og innflytjendamálum en stjórnarsamstarfið þó ekki í bráðri hættu. Augljóst sé þó að ráðherrarnir horfi til baklands flokkanna þegar kemur að þessum málum. Bakland Vinstri grænna kalli ákaft eftir aukinni vernd hælisleitenda á meðan bakland Sjálfstæðisflokksins sé íhaldssamara. „Þannig að þessi misklíð innan ríkisstjórnarinnar núna, þó hún birtist með mildum hætti, kemur alls ekki á óvart,“ segir Eiríkur Bergmann. Hann telur ekki óeðlilegt að ráðherrar skiptist á skoðunum. „Sér í lagi sökum þess hvernig ríkisstjórnin er samsett. Þetta fólk er ekkert sérstaklega samstíga í þeim málaflokki sem um er að ræða. Svo megum við ekki gleyma því að við erum að sigla inn í kosningavetur og við getum bara átt von á því að það skerpist skilin milli stjórnarflokkanna, bara eins og á milli stjórnmálaflokka í landinu almennt.“ Hér fyrir neðan má sjá viðtal við Eirík Bergmann í heild sinni. Klippa: Eiríkur Bergmann ræðir stjórnarsamstarfið Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Brottvísun egypskrar fjölskyldu Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Sjá meira
Stjórnmálafræðingur segir það ekki veikja ríkisstjórnarsamstarfið þó ráðherrar séu ekki sammála um hvernig meðhöndla eigi hælisleitendur. Nú sé komið að kosningavetri og þá fari að sjást skarpari skil á milli flokka. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra er úr röðum Sjálfstæðisflokksins og sagði að málsmeðferðartími egypsku fjölskyldunnar, sem vísa á úr landi á miðvikudag, sé innan marka svo unnt sé að neita henni um vernd. Hámarkstími málsmeðferðar eru 16 mánuðir. Fjölskyldan hefur dvalið hér í 25 mánuði og vill Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, sem er formaður Vinstri grænna, fremur skoða heildardvalartíma umsækjenda en ekki málsmeðferðartíma. Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðingur, segir stefnu þessara flokka á öndverðu meiði í hælis- og innflytjendamálum en stjórnarsamstarfið þó ekki í bráðri hættu. Augljóst sé þó að ráðherrarnir horfi til baklands flokkanna þegar kemur að þessum málum. Bakland Vinstri grænna kalli ákaft eftir aukinni vernd hælisleitenda á meðan bakland Sjálfstæðisflokksins sé íhaldssamara. „Þannig að þessi misklíð innan ríkisstjórnarinnar núna, þó hún birtist með mildum hætti, kemur alls ekki á óvart,“ segir Eiríkur Bergmann. Hann telur ekki óeðlilegt að ráðherrar skiptist á skoðunum. „Sér í lagi sökum þess hvernig ríkisstjórnin er samsett. Þetta fólk er ekkert sérstaklega samstíga í þeim málaflokki sem um er að ræða. Svo megum við ekki gleyma því að við erum að sigla inn í kosningavetur og við getum bara átt von á því að það skerpist skilin milli stjórnarflokkanna, bara eins og á milli stjórnmálaflokka í landinu almennt.“ Hér fyrir neðan má sjá viðtal við Eirík Bergmann í heild sinni. Klippa: Eiríkur Bergmann ræðir stjórnarsamstarfið
Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Brottvísun egypskrar fjölskyldu Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Sjá meira