Segir ekki við kerfið að sakast í máli egypsku fjölskyldunnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. september 2020 08:56 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að athugun hafi leitt í ljós að ekki væri við kerfið að sakast í máli egypskrar fjölskyldu sem vísa á úr landi á morgun. Þá hafi ekki verið bent á einstök atriði í kerfinu sem þyrfti að breyta til þess að fjölskyldan fái hæli hér á landi. Fundað verður um mál fjölskyldunnar í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis í dag. Fjölskyldan, foreldrar og fjögur börn, hefur dvalið hér á landi í tvö ár og berst nú fyrir því að fá pólitískt hæli. Fjölskyldufaðirinn tók þátt í pólitísku starfi í Egyptalandi gegn ríkjandi stjórnvöldum. Foreldrarnir óttast að þeir verði handteknir við komuna til Egyptalands og börnin tekin af þeim. Þeim verður að óbreyttu vísað úr landi á morgun, miðvikudag. Dómsmálaráðherra hefur sagt að ekki komi til greina að breyta reglugerðum um málsmeðferðartíma vegna máls fjölskyldunnar. Ráðherra sagði í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun að hún hefði heyrt af málinu í fjölmiðlum eins og aðrir í landinu. Hún hefði óskað eftir svörum við því af hverju fjölskyldan hefði dvalið jafnlengi á landinu og raun bar vitni. „Sú könnun mín leiddi í ljós að það er ekki við kerfið að sakast í þessu einstaka máli.“ Málið hefur vakið hörð viðbrögð meðal almennings en mörgum þykir ómannúðlegt að vísa fjölskyldunni úr landi, einkum í ljósi þess að um ung börn er að ræða sem fest hafa rætur í íslensku samfélagi. Innt eftir því hvort hún skilji slík viðbrögð, að fólk vilji ekki hafa kerfið á þennan veg, sagði Áslaug Arna að hún skildi „að sjálfsögðu“ viðbrögðin. Egypsku börnin sem á að senda úr landi á morgun. „Við erum öll mannleg og finnum öll fyrir samúð með þessu fólki og skiljum af hverju það leitar hingað. Þess vegna erum við alltaf að hugsa hvernig við getum gert kerfið betra.“ Nauðsynlegt væri að stytta málsmeðferðartíma hjá börnum en einnig þyrfti að horfa á kerfið í heild. Þannig benti Áslaug Arna á að aldrei hefðu fleiri fengið vernd hér á landi og í fyrra, eða 500 manns á árinu. Innt eftir því hvort hún gæti breytt stefnu málsins og ákveðið að leyfa fjölskyldunni að vera áfram á landinu svaraði ráðherra neitandi. „Nei, ráðherra tekur ekki slíkar ákvarðanir og þá þarf að breyta almennum reglum og lögum. Það hefur ekki verið bent á einstök atriði í kerfinu sem þyrfti að breyta til þess að þessi fjölskylda myndi falla þar undir.“ Mál egypsku fjölskyldunnar verður til umfjöllunar á fundi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis klukkan tíu í dag. Umræðan er að beiðni Guðmundar Andra Thorssonar, varaformanns nefndarinnar og þingmanns Samfylkingarinnar. Fulltrúar frá Útlendingastofnun og dómsmálaráðuneyti verða á fundinum, auk dómsmálaráðherra. Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Brottvísun egypskrar fjölskyldu Tengdar fréttir Sundurlyndi innan ríkisstjórnar komi ekki á óvart 14. september 2020 20:00 Rafræn samstaða með egypsku fjölskyldunni: „Ómannúðlegar aðgerðir stjórnvalda stangast á við vilja samfélagsins“ Solaris, hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, boða til rafrænnar samstöðu í dag með egypsku fjölskyldunni sem vísa á úr landi á miðvikudag. 13. september 2020 13:52 Segja ummæli Áslaugar einkennast af „kaldlyndi og ónærgætni“ Stjórn Solaris, hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún harmar ummæli Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. 10. september 2020 22:21 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Innlent Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Fleiri fréttir Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að athugun hafi leitt í ljós að ekki væri við kerfið að sakast í máli egypskrar fjölskyldu sem vísa á úr landi á morgun. Þá hafi ekki verið bent á einstök atriði í kerfinu sem þyrfti að breyta til þess að fjölskyldan fái hæli hér á landi. Fundað verður um mál fjölskyldunnar í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis í dag. Fjölskyldan, foreldrar og fjögur börn, hefur dvalið hér á landi í tvö ár og berst nú fyrir því að fá pólitískt hæli. Fjölskyldufaðirinn tók þátt í pólitísku starfi í Egyptalandi gegn ríkjandi stjórnvöldum. Foreldrarnir óttast að þeir verði handteknir við komuna til Egyptalands og börnin tekin af þeim. Þeim verður að óbreyttu vísað úr landi á morgun, miðvikudag. Dómsmálaráðherra hefur sagt að ekki komi til greina að breyta reglugerðum um málsmeðferðartíma vegna máls fjölskyldunnar. Ráðherra sagði í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun að hún hefði heyrt af málinu í fjölmiðlum eins og aðrir í landinu. Hún hefði óskað eftir svörum við því af hverju fjölskyldan hefði dvalið jafnlengi á landinu og raun bar vitni. „Sú könnun mín leiddi í ljós að það er ekki við kerfið að sakast í þessu einstaka máli.“ Málið hefur vakið hörð viðbrögð meðal almennings en mörgum þykir ómannúðlegt að vísa fjölskyldunni úr landi, einkum í ljósi þess að um ung börn er að ræða sem fest hafa rætur í íslensku samfélagi. Innt eftir því hvort hún skilji slík viðbrögð, að fólk vilji ekki hafa kerfið á þennan veg, sagði Áslaug Arna að hún skildi „að sjálfsögðu“ viðbrögðin. Egypsku börnin sem á að senda úr landi á morgun. „Við erum öll mannleg og finnum öll fyrir samúð með þessu fólki og skiljum af hverju það leitar hingað. Þess vegna erum við alltaf að hugsa hvernig við getum gert kerfið betra.“ Nauðsynlegt væri að stytta málsmeðferðartíma hjá börnum en einnig þyrfti að horfa á kerfið í heild. Þannig benti Áslaug Arna á að aldrei hefðu fleiri fengið vernd hér á landi og í fyrra, eða 500 manns á árinu. Innt eftir því hvort hún gæti breytt stefnu málsins og ákveðið að leyfa fjölskyldunni að vera áfram á landinu svaraði ráðherra neitandi. „Nei, ráðherra tekur ekki slíkar ákvarðanir og þá þarf að breyta almennum reglum og lögum. Það hefur ekki verið bent á einstök atriði í kerfinu sem þyrfti að breyta til þess að þessi fjölskylda myndi falla þar undir.“ Mál egypsku fjölskyldunnar verður til umfjöllunar á fundi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis klukkan tíu í dag. Umræðan er að beiðni Guðmundar Andra Thorssonar, varaformanns nefndarinnar og þingmanns Samfylkingarinnar. Fulltrúar frá Útlendingastofnun og dómsmálaráðuneyti verða á fundinum, auk dómsmálaráðherra.
Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Brottvísun egypskrar fjölskyldu Tengdar fréttir Sundurlyndi innan ríkisstjórnar komi ekki á óvart 14. september 2020 20:00 Rafræn samstaða með egypsku fjölskyldunni: „Ómannúðlegar aðgerðir stjórnvalda stangast á við vilja samfélagsins“ Solaris, hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, boða til rafrænnar samstöðu í dag með egypsku fjölskyldunni sem vísa á úr landi á miðvikudag. 13. september 2020 13:52 Segja ummæli Áslaugar einkennast af „kaldlyndi og ónærgætni“ Stjórn Solaris, hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún harmar ummæli Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. 10. september 2020 22:21 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Innlent Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Fleiri fréttir Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Sjá meira
Rafræn samstaða með egypsku fjölskyldunni: „Ómannúðlegar aðgerðir stjórnvalda stangast á við vilja samfélagsins“ Solaris, hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, boða til rafrænnar samstöðu í dag með egypsku fjölskyldunni sem vísa á úr landi á miðvikudag. 13. september 2020 13:52
Segja ummæli Áslaugar einkennast af „kaldlyndi og ónærgætni“ Stjórn Solaris, hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún harmar ummæli Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. 10. september 2020 22:21
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent