Apple kynnir ný tæki og tól Samúel Karl Ólason skrifar 15. september 2020 12:43 Kynningin hefst klukkan fimm í dag. AP/Mary Altaffer Forsvarsmenn tæknirisans Apple munu kynna ný tæki og tól á netkynningu í kvöld. Fyrirtækið hefur varist fregna af viðburðinum sem hefjast á klukkan fimm í dag. Líklegt þykir að fyrirtækið muni kynna nýtt snjallúr og nýja spjaldtölvu. Tvennum sögum fer af því meðal tæknimiðla ytra hvort iPhone 12 verður kynntur til leiks í dag. Flestir eru á þeim nótum að hann verði kynntur á sérviðburði í október, því framleiðsla hans er sögð hafa tafist vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Þar að auki er talið að síminn verði gefinn út í fleiri útgáfum en Apple hefur gert áður. Það er þó ekki útilokað að síminn verði kynntur í kvöld. Tækniblaðamenn eru á einu máli um að Apple sé að fara að kynna nýtt snjallúr. Sérstaklega með tilliti til þess að kynningin ber nafnið „Time Flies“ eða „Tíminn flýgur“. watch on YouTube Einnig er talið að Apple muni kynna nýja spjaldtölvu, iPad Air 4 og AirTags. AirTags eru litlar flögur sem hægt er að festa við muni og tengja þá þannig snjalltækjum Apple. Þannig væri hægt að hengja flöguna á veski og sjá staðsetningu veskisins í símum Apple. Jafnvel kemur til greina að Apple muni kynna nýja þætti eða kvikmyndir. Þetta eru þó eingöngu vangaveltur. Eins og áður segir á viðburðurinn að hefjast fimm í dag og verður hægt að fylgjast með honum á vef Apple. Uppfært: Hér fyrir neðan má sjá nokkur kynningarmyndbönd frá Apple eftir viðburðinn. watch on YouTube watch on YouTube watch on YouTube Apple Tækni Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Forsvarsmenn tæknirisans Apple munu kynna ný tæki og tól á netkynningu í kvöld. Fyrirtækið hefur varist fregna af viðburðinum sem hefjast á klukkan fimm í dag. Líklegt þykir að fyrirtækið muni kynna nýtt snjallúr og nýja spjaldtölvu. Tvennum sögum fer af því meðal tæknimiðla ytra hvort iPhone 12 verður kynntur til leiks í dag. Flestir eru á þeim nótum að hann verði kynntur á sérviðburði í október, því framleiðsla hans er sögð hafa tafist vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Þar að auki er talið að síminn verði gefinn út í fleiri útgáfum en Apple hefur gert áður. Það er þó ekki útilokað að síminn verði kynntur í kvöld. Tækniblaðamenn eru á einu máli um að Apple sé að fara að kynna nýtt snjallúr. Sérstaklega með tilliti til þess að kynningin ber nafnið „Time Flies“ eða „Tíminn flýgur“. watch on YouTube Einnig er talið að Apple muni kynna nýja spjaldtölvu, iPad Air 4 og AirTags. AirTags eru litlar flögur sem hægt er að festa við muni og tengja þá þannig snjalltækjum Apple. Þannig væri hægt að hengja flöguna á veski og sjá staðsetningu veskisins í símum Apple. Jafnvel kemur til greina að Apple muni kynna nýja þætti eða kvikmyndir. Þetta eru þó eingöngu vangaveltur. Eins og áður segir á viðburðurinn að hefjast fimm í dag og verður hægt að fylgjast með honum á vef Apple. Uppfært: Hér fyrir neðan má sjá nokkur kynningarmyndbönd frá Apple eftir viðburðinn. watch on YouTube watch on YouTube watch on YouTube
Apple Tækni Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira